Tíminn - 08.09.1990, Síða 7
Laugardagur 8. september 199Ö
r r.: I a ■ - í ■«
Tíminn 7
LAUGARDAGURINN 8. SEPTEMBER 1990
markaðarins hefur verið gott og
raunar sýnt á sér nýjar hliðar. Þar
ber hæst hið víðtæka samkomu-
lag í kjara- og efhahagsmálum
sem komist var að í febrúarmán-
uði í vetur. Að samkomulagi
þessu stóðu helstu áhrifaöfl þjóð-
félagsins, ríkisvaldið, atvinnu-
rekendur, íjölmennustu laun-
þegasamtökin, bændasamtökin
og bankavaldið.
Þetta víðtæka samkomulag
varð til í sambandi við undir-
búning kjarasamninga milli
helstu aðila hins almenna
vinnumarkaðar og þróaðist
þannig að samtök almennra
ríkis- og bæjarstarfsmanna,
BSRB, urðu aðili að málinu,
auk þess sem rikisvaldið
gegndi lykilhlutverki í sam-
komulaginu, bæði sem ráðandi
opinberrar efnahagsstefhu og
sem vinnuveitandi. Þar sem
bankar eru eðlilega mjög ráð-
andi um peninga- og lánsfjár-
mál, þ. á m. vaxta- og fjár-
magnskostnað, þótti nauðsyn-
legt að þeir væru aðilar að alls-
herjarsamkomulaginu. Það
máttu einnig kallast söguleg
tíðindi í þessu sambandi að
Stéttarsamband bænda gerðist
þátttakandi í þeirri „þjóðarsátt“
sem hér var verið að stofha til
um samræmda þróun efna-
hags- og kjaramála í eitt og
hálft ár.
Hvað fólst þá í þessu viða-
mikla samkomulagi, sem
helstu valdaöfl þjóðfélagsins
komu sér saman um? Þvi verð-
ur e.t.v. ekki svarað með einu
orði eða einni setningu. En
kjaraatriði samkomulagsins
eru ljós. Þar skal einkum bent á
markmiðið um að koma verð-
bólgu niður á viðráðanlegt stig,
treysta íslensku krónuna sem
alvörugjaldmiðil, vinna það
tvennt, sem íslendingar hafa
látið undir höfuð leggjast í ára-
tugi, að tryggja kaupmátt launa
með stöðugu verðlagi og
treysta rekstrargrundvöll at-
vinnuveganna án sífelldra
gengisfellinga. Hér var efnt til
jákvæðrar samstillingar á verð-
lags- og kaupgjaldsþróun í stað
þess að láta þessi markaðsöfl
rekast á í sífellu með stigvax-
andi keðjusprengingum og
verðbólguvexti.
Um það munu allir aðilar
þessa samkomulags sammála
að allsherjarsamkomulagið, sú
þjóðarsátt sem hér hefúr verið
gerð, standi og falli með því að
verðlagsþróun verði í samræmi
við sett markmið, að verðbólg-
an hjaðni og verði ekki meiri
en gerist í viðskiptalöndum
okkar og hjá nágrannaþjóðum
sem við getum borið okkur
saman við. Öllinn má ljóst vera
að þessu markmiði verður ekki
náð nema á afmörkuðum tíma
eins og samkomulagið gerir
ráð fyrir og að verja verður
þessa þróun fýrir truflunum
eftir því sem í okkar valdi
stendur. Reynsla fyrstu mán-
aða samkomulagsins hefur
sýnt að öllu verður til að tjalda
að tryggja framkvæmd þess.
Með samstilltum vilja aðila
samkomulagsins .hefúr hingað
til tekist að haldá réttri stefhu.
En það hefúr ekki verið átaka-
laust.
Samskiptamistök?
Við höfúm kallað febrúarsam-
komulagið þjóðarsátt og notað
það orð í góðri trú. En saga þeirra
fáu mánaða sem liðnir em síðan
sáttin var gerð, sýnir eigi að síður
að nokkuð vantaði á að sáttin
næði til allra sem raunverulega
eiga hlut að máli. A.m.k. er vist
að Bandalag háskólamenntaðra
starfsmanna ríkisins, sem í em
yfir 20 aðildarfélög með þúsund-
um starfsmanna, telja sig óbund-
in af þjóðarsáttinni.
Að formi til er það rétt að
BHMR var óbundið af þjóðar-
sáttinni. Ef til vill vom það ein-
hvers konar samskiptamistök
sem ollu þvi að þessi samtök
vom ekki tekin með þegar til
þjóðarsáttarinnar var stofhað. En
víst er að þau urðu viðskila við
meginfylkingar launþegasam-
taka og hafa kosið að vera það
áffam, sem þýtt hefúr árekstra
við aðila allsheijarsamkomu-
lagsins, ekki bara ríkisvaldið,
heldur launþegasamtökin sem
standa að þjóðarsáttinni. Það er
alger misskilningur að BHMR
eigi aðeins í deilu við vinnuveit-
anda sinn, íslenska ríkið, eða
bæjarfélögin, þar sem það á við.
Engum getur dulist að með því
að standa utan við þjóðarsáttina
em BHMR-menn að stofha til
beinna ýfinga við önnur laun-
þegasamtök miðað við það sér-
staka ástand sem er í kjaramál-
um, þ.e.a.s. það stöðvunartíma-
bil, sem kalla má að ríki meðan
gildistími þjóðarsáttarinnar varir.
Málin standa einfaldlega þannig
að margumtöluð 4,5% hækkun á
launum BHMR-manna hefúr
keðjuverkandi margfóldunar-
áhrif í launakerfinu, sem koll-
varpa myndi verðlagsþróun í
landinu og margfalda verðbólgu
í stað þess að hún hjaðni. Eins og
mál stóðu vom engin önnur ráð
til að koma í veg fyrir þessa rösk-
un á verðalagsþróun en banna
launahækkun BHMR-manna
með lögum. Þetta lögbann á
launahækkun er liður í opinberri
efhahagsstjóm og verður að meta
í því ljósi. Fordæmi fyrir slíku
em mörg hér á landi, ekki af því
að íslensk stjómvöld séu ffekari
til valdbeitingar en gerist og
gengur, heldur af því að íslenskar
efhahagsástæður hafa krafist
þess ffamar þvi sem þær gerast
annars staðar. Með þessu er alls
ekki sagt að félagsmenn í
BHMR hafi ekkert til síns máls.
Vist var skýrt ákvæði i samningi
þeirra sem gerði ráð fyrir hækk-
un 1. júlí sl. sem út af fyrir sig
hefði ekki verið talin mikil á
verðbólgutíma, en hefði verkað
eins og eldur á tímum verðbólgu-
hjöðnunar. Þetta áttu BHMR-
menn að skilja. Þeir áttu að setja
sig inn í aðstæður eins og þær
vom orðnar, taka því vel að júlí-
hækkuninni yrði frestað eins og
þeim stóð til boða.
Einangrun BHMR
BHMR-samningurinn ffá 1989
mátti teljast háskólamenntuðum
starfsmönnum ríkis og bæja hag-
stæður og skynsamlegur í heild
sinni. Ágæti þessa samnings lá
alls ekki í því ákvæði, sem allt er
nú látið snúast um þ.e. 4,5%
hækkun 1. júli, heldur þeirri við-
urkenningu sem fólst í því að
endurmeta skyldi launaviðmið-
unarkerfi háskólamenntaðra
manna. Það hefði auðveldað að
skapa almennan skilning á þessu
endurmati sem m.a. felur í sér
rökstuðning fyrir því að háskóla-
menn skuli vera miklu betur
launaðir en aðrir launamenn —
að háskólamenn hefðu gengist
undir þjóðarsáttina hvað varðar
umsamda júlíhækkun og komast
hjá þeim ýfingum og tortryggni
sem komin er upp í launþega-
hreyfingunni, þvert ofan í anda
þjóðarsáttarinnar. Háskóla-
menntaðir starfsmenn rikisins
hafa ekki gert sjálfúm sér neinn
greiða með stífhi sinni og bók-
stafstúlkun á einni grein kjara-
samningsins gagnstætt heildar-
skilningi á markmiði allsheijar-
samkomulags um þróun efna-
hags- og kjaramála, sem
augljóslega yrði háskólamennt-
uðum jafhmikill fengur sem öðr-
um launamönnum og þjóðfélag-
inu í heild. Launagreiðslur í
verðbólgukrónum leysa einskis
manns vanda. Laun öðlast þá
fyrst kaupmátt þegar þau em
greidd með traustum gjaldmiðli,
alvörukrónum.