Tíminn - 08.09.1990, Page 8

Tíminn - 08.09.1990, Page 8
8 Tíminn Laugardagur 8. september 1990 ,vr\r\u< KJORDÆMISÞING framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi. Haldið að Núpi í Dýrafirði 8.-9. september 1990 DAGSKRÁ: Laugardagur 8. september: 1. kl. 14.00 Þingsetning 2. kl. 14.10 Kosning starfsmanna þingsins 3. kl. 14.15 Kosning nefnda og framlagning mála 4. kl. 14.40 Skýrslur stjórnar, umræður og afgreiðsla 5. kl. 15.10 Ávörp gesta 6. kl. 15.30 Kaffihlé 7. kl. 16.00 Stjórnmálaviðhorfið - staða og horfur 8. kl. 16.40 Ávarp þingmanns og varaþingmanns 9. kl. 17.30 Almennar umræður 10. kl. 19.00 Matarhlé 11. kl. 20.00 Umræður um framboðsmál 12. kl. 21.00 Fundi frestað Sunnudagur 9. september: 1. kl. 09.00 Nefndarstörf 2. kl. 12.00 Hádegisverður / 3. kl. 13.00 Afgreiðsla mála 4. kl. 14.00 Kjör stjórnar og nefnda 5. kl. 14.30 önnur mál 6. kl. 15.00 Þingslit Stjórnin Umhverfismálaráðstefna: Virðum líf - verndum jörð Ráðstefna um umhverfismál verður haldin I Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst síðar. SkráninghjáÞórunni.sími 91 -674580, og Svanhildi, s(mi 12041 e.h. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. m Reykjavík Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 8. september hefst aftur „Létt spjall á laugardegi". Að þessu sinni verður staðan í álviðræðunum tekin. Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaöur innleiðir og stýrir umræðum. Fundurinn verður að Höfðabakka 9, 2.,hæð að vestanverðu (Jötunshúsinu og hefst kl. 10.30. Fulltrúaráðið. Skrifstofa Framsóknarflokksins m hefur opnað aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu) Sími 91-674580. Opið virka daga kl. 8.00-16.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Þingvallaferð Vetrarstarfið hefst með ferð til Þingvalla laugardaginn 8. septem- ber nk. Boðið veröur upp á kaffi og meðlæti. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni og lagt af stað kl. 14.00, komið verður aftur kl. 18.00. Upplýsingar i síma 674580. Mætum vel. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík. Akranes - bæjarmál Kominn tími til að tengja. Tengja liðið saman eftir sumarfríið. Bæjarmálafundur laugardaginn 8. sept. kl. 10.30 I Framsóknar- húsinu við Sunnubraut. Mætiö öll hress og kát. Bæjarfulttrúamlr. SPEGILL Kartrembusvfnið Tony Danza ásamt konu slnnl, sem nú er búin að fá nóg af eigingiminni og frekjunni í manni sínum. Hver á eiginlega að ráða? Tony Danza, sem leikur heimilishjálpina í „Hver á að ráða?“, er nú að fara með hjónaband sitt í hundana vegna deilna um það hver eigi að ráða. Tony er víst gegnumheilt ítalskt karlrembusvín, sem álítur að konan hans eigi að vera sæt og góð og umfram allt heima hjá sér þegar hann er úti að dandalast með vinum og kunn- ingjum. Hans hlutverk sé að vinna fyrir matnum og hlutverk konunnar að elda hann. Velgengni Tonys héfur stigið honum til höfuðs og hann er sannfærður um að hann sé möndull jarðar. Menn segja að hann sé slæmt tilfelli af sérframtrönusjúldingi, sem aldrei geti sleppt nokkru tækifæri til að koma fram opinberlega. Þetta hefur orðið þess valdandi að konan hans er orðin hundleið á að bíða eftir að hans hátign láti sjá sig heima hjá sér og þá sjaldan það gerist er allt í háalofli. Skilnað- ur er því á döfinni, það eina sem hindrar er að frami Tonys gæti hugsanlega borið skaða af því umtali sem slíku fylgir. Enn um Hvíl í friði er vinsæl áletrun á leg- steinum. Elvis Presley virðist þó ekki ætla að hlotnast það, þökk sé óprúttnum náungum sem reyna hvað þeir geta að auðgast á lífi hans og dauða. Sá sem nú hefur séð sér leik á borði er heitir Murray Silver og hefur hann skrifað bók þar sem hann held- ur því fram að Presley hafi verið myrtur. Hann segir að tveir menn hafi ráðist á Presley á heimili hans og slegið hann karatehöggi á hálsinn sem hafi orðið til þess að barki hans lokaðist sem leiddi til köfhunar. Hann segist hafa vitni að árásinni og einnig vitni sem hafi heyrt annan manninn stæra sig af að hafa myrt Elvis Presley. Hvers vegna hann fer ekki með „vitneskju“ sína til lög- reglunnar heldur gefur út bók er spuming um dollara. Sögusagnir hafa gengið um að El- vis sé á lífi og hafi sést á ótrúlegustu stöðum hafa verið Hfseigar. Hann á að hafa framið sjálfsmorð, látist af ofnotkun eiturlyfja, fengið hjartas- lag af offitu, og nú á hann að hafa verið myrtur. Hvað verður það næst? Elvis Presley var goðsögn í lif- anda Iffi og ekkert lát vlrðlst á tröllasögum um andlát hans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.