Tíminn - 14.09.1990, Qupperneq 2
2.T:Í0Íinrv
Fóstuðagiír'44/áeþtembeV "t 06'
Stöðugt algengara að (slendingar snúi heim með sníkjudýr inni í sér:
Hundmð koma heim
með frumdýr í iðrum
Með fleiri og lengri utanferðum fjölgar þeim íslendingum stöð-
ugt er snúa heim með óvænt „fylgdarlið" innan í sér, oftast í
mjógöm eða ristli. Algengast er að menn hafi smitast af frum-
dýrum við neyslu saurmengaðs vatns eða fæðu. Einnig er
töluvert um ormatilfelli. Flest eru þau vegna manna og/eða
svínaspóluorma, sem einnig smitast vegna saurmengunar. En
nokkurtilfelli em líka um bandorma, er náð geta 2ja til 7 metra
lengd, sem menn hafa fengið við að éta illa steikt svína- og
nautakjöt Á 3. hundrað manns hafa greinst með sníkjudýr á
einum áratug, en ófundin tilfelli geta verið mun fleiri, þar sem
einkenni, td. orma, eru oft óveruleg.
Sigurður H. Richter, Matthías Ey-
dal og Karl Skímisson hafa nýlega
ritað greinar í Læknablaðið um
sníkjudýr sem fundist hafa í mönn-
um á íslandi. Þar kemur m.a. ffam
að á árunum 1973-1988 vom á Til-
raunastöð Háskólans að Keldum
rannsökuð hátt á 4. þúsund sýni (nær
allt saursýni) úr rúmlega 2.500 ein-
staklingum. Sýnin komu ffá sjúkra-
húsum eða einstökum læknum og
oftast send vegna gmns um sníkju-
dýrasýkingar.
Alls fúndust a.m.k. 24 tegundir
snýkjudýra í sýnum þessum. Ein
tegund þeirra eða fleiri fúndust í 234
einstaklingum, eða hátt í tíunda
hveijum þeirra sem sýni vom rann-
sökuð úr. Auk sýkingar í meltingar-
vegi fúndust nokkur tilfelli um
sníkjudýr i vefjum eða blóði fólks.
Einkenni ffumdýrasýkingar er oft
þrálátur niðurgangur, en ormar
valda margir ffemur litlum einkenn-
um.
Aðeins fá tilfelli fúndust fyrir 1979,
en hins vegar flest, eða 37, síðasta
árið sem tölumar ná til, þ.e. árið
1988. Enda fjölgar rannsökuðum
sýnum með hveiju ári.
Með örfáum undantekningum
(m.a. 9 um njálg og 2 um sull) hefúr
fólk sýkst erlendis. Saurmengað
vam eða matvæli eða annars konar
sóðaskapur em algengustu orsakim-
ar. En hrár fiskur (og krabbadýr), illa
soðið/steikt kjöt og flugur koma
einnig við sögu. AIls 19 manns
fúndust með þráðorma sem komast í
fólk með að bora sig inn í gegnum
húðina.
Til viðbótar þeim 24 tegundum
sníkjudýra sem fúndust á Keldum
hafa 5 aðrar tegundir innri sníkju-
dýra sem smitað geta menn, fúndist
á íslandi, eða alls 29 tegundir. Af
þeim em átta nokkuð ömgglega
taldar landlægar hér á landi, fjórar sé
óvíst um, en af hinum sautján hafi
menn sennilega smitast erlendis.
Greinarhöfúndar segja fáein þess-
ara sníkjudýra skaðlaus, önnur valda
mismiklum sjúkdómseinkennum og
sum geti verið lífshættuleg.
Að sögn Sigurðar H.Richter er ekki
víst að smituðum hafi fjölgað jafn-
mikið ár frá ári og tölur þar um geta
gefið til kynna. Mikil fjölgun sé
sjálfsagt að hluta vegna þess að með
aukinni rannsóknaþjónustu og þvi
að menn fóm að átta sig betur á
þessu hafi innsendum sýnum fjölgað
og fleiri sýktir þar með fúndist en
áður.
En auðvitað hafi sýktu fólki líka
fjölgað vemlega með auknum ferða-
lögum íslendinga til útlanda. Þar við
bætist svo töluverðir flutningar út-
lendinga hingað til lands.
Smithættu, vegna sníkjudýra, milli
manna hér á landi, segir Sigurður
hins vegar yfirleitt mjög litla miðað
við hreinlæti það sem hér tíðkast.
Enda fæst þessara snýkjudýra líkt
því eins smitandi eins og t.d. bakter-
íur og veimr. Oftast þurfi töluverðan
óþrifnað, gjaman saurmengað vatn,
fæðu eða eitthvað slíkt, til þess að
smitast. Flestum þykir það líklega
óhugguleg tilhugsun að geta átt á
hættu að sýkst af margra metra löng-
um bandormum.
„Þú verður að hafa það í huga að
bandormur, þótt hann sé kannski 4-5
metrar, er ákaflega gæft dýr sem
gerir ekki miklar kröfúr til lífsins og
veldur sáralitlum einkennum. Segja
má að þetta sé hljóðlátt „húsdýr“
sem fóðrar sig sjálft og maður getur
haft með sér hvert sem er. Það er
enginn einn á ferð með svona inni í
sér.“ Sigurður gerir góðlátlegt grín
að blaðamanni og öðrum bláeygum
samlöndum sínum.
„íslendingar gera svo óraunsæjar
kröfúr: Þeir gera þær kröfúr að þeir
gangi ekki með nein sníkjudýr í sér
og sömuleiðis kröfúr um að engin
skordýr séu í húsum þeirra. Strax og
komið er lengra suður á bóginn, að
ekki sé nú talað um til „þriðja
heimsins", þá eru sníkjudýr í fólki
fremur regla en undantekning,“
sagði Sigurður. Og þótt okkur Is-
lendingum finnist listi yfir 29
sníkjudýr ógnarlangur segir hann að
suðurlandamenn myndu aftur á móti
telja slíkt algert smáræði.
„Islenskir ferðamenn kunna því oft
ekkert að varast þessa hluti þegar
þeir koma til ffamandi landa. Þeir
halda að þetta sé eins og heima á Is-
landi, þar sem maður getur drukkið
vatn úr næsta læk og synt í næsta
polli og annað eftir því. I fyrsta lagi
hafa þeir þess vegna enga mótstöðu
gegn þessum sníkjudýrum, sem
fólkið á svæðinu er oft búið að
byggja upp á langri ævi. Og í öðru
lagi haga þeir sér oft eins og í ferða-
lagi heima á íslandi. Það er því eðli-
lega ekki allaf von á góðu,“ sagði
Sigurður H. Richter.
- HEI
42.300 sauöfjár
slátrað á Akureyri
Fyrstu lombunum hjá Sláturhúsi KEA á Akureyri var slátrað sl.
miðvikudag. Áætlað er að þar verði 42.300 kindum slátrað á
þessu hausti, og er það nokkru færra en í fyrra. Sláturhús KEA á
Akureyri sér um sauðfjárslátrun af öllu Eyjafjarðarsvæðinu, og
einnig fé úr Bárðardal, Fnjóskadal og Höfðahverfi í Þingeyjar-
sýslu. Stefnt er að því að sauðfjárslátrun Ijúki 20. október.
Fyrsta daginn var 400 dilkum slátr-
að, og var meðalvigtin 15,4 kg, og er
það innan við meðaltal síðustu slátur-
tíðar, en meðalvigt sláturtíðarinnar á
síðasta ári var 15,6 kg.
Að sögn Óla Valdimarssonar slátur-
hússtjóra hefst slátursala í dag, fostu-
dag. Verð á heilslátri með sviðnum
haus, hreinsaðri vömb og kepp og
einu kílói af mör er kr. 490.- Sé slátrið
pakkað og ffyst er verðið kr. 520,-
Mikil ásókn hefúr verið í slátrið und-
anfarin ár, þar sem um holla og ódýra
afúrð er að ræða. Óli segir að allt útlit
sé fyrir að svo verði einnig nú, og þeg-
ar hafi stórar pantanir borist frá mötu-
neytum skóla og stærri matsölustaða.
Við náum engan veginn að anna eftir-
spum með því sem til fellur hjá okkur,
og strax fyrsta daginn fæ ég 400 slátur
ffá Húsavík. Sláturhúsið selur einnig
kjöt í heilum skrokkum. Kílóverð er
422 krónur, bæði á nýja og gamla
kjötinu, og segir Óli að ef fólk kaupi
skrokka áður en þeir eru ffystir, þá sé
kílóið 10,60 krónum ódýrara, eða ríf-
lega 411 krónur. Athygli vekur að
kílóverð á nýju óffosnu kjöti er um 6
krónum ódýrara en „Lambakjöt á lág-
marksverði“ sem landsmönnum var
boðið upp á í sumar.
Óli segir að nánast ekkert sé til af
gömlu kjöti hjá Sláturhúsi KEA. Ef
miðað er við undanfarin ár þá þarf
okkar markaðssvæði um 44.000
skrokka, þ.a. þau sláturloforð sem við
höfúm í höndum nægja vart okkar
markaðssvæði. hiá-akureyri.
■■ ■ ■■ ■ ■ ■ m m ■■■
Fargjold hja Flug-
leiöum hækka
Flugleiðir hafa nú fariö fram á ar að fullu við útreikninga
það við samgöngumálaráðuneyt- hækkunarþarfar. Gengislækk-
ið að fá að hækka fargjöld frá Is- unin kemur mcðal annars fram i
landi um ailt aö 4,8% og 5-7% lægri fjármagnskostnaðl og læg-
hækkun frá ððrum löndum. ir viðhaldskostnað i íslenskum
Hækkunin kemur til vegna krónum.
70% hækkunar á eldsneytis- Flugleiðir njóta einnig góðs af
veröi til Flugleiða frá því í júlí. því að hafa sparneytnari flugvél-
Ef eldsneytishækkunin ein hefði ar i flota sínum nú en áður. Elds-
komið til hefði hækkunarþörf neytiskostnaður eldri (lugflotans
orðið töluvert meiri eða 7,2- var ura 14-18% af rekstrar-
7,4% á öllum leiðum. Gengís- kostnaði en eldsneytiskostnaður
hækkun dollarans á sama tima vegna nýja flugflotans er um
hefur komið fyrirtækinu til góða 10,2-10,8% af rekstrarkostnaði.
og lætur það farþega njóta henn- khg.
Frá Heijólfsgötu í Hafharfirði.
íbúar við Herjólfsgötu í Hafnarfirði óhressir með fiskvinnsiustöð í nágrenninu:
Flýja heimili sín
vegna ýldupestar
íbúar viö Herjólfsgötu í Hafnarfirði hafa mikið kvartað undan
slæmri lykt eða „ýldupest“ eins og þeir kalla það sem leggur frá
fiskvinnslustöð að Langeyri. Lyktin hefur verið svo mikil að íbúar
hafi beinlínis þurft að yfirgefa heimili sín.
Ólaíúr Ólafsson, íbúi að Heijólfs-
götu 34, sendi bæjarstjóm Haífiar-
fjarðar bréf í síðasta mánuði þar sem
hann kvartaði undan óþolandi „ýldu-
pest“ sem legði frá fiskvinnslunni.
Bréfið var lagt ffam á bæjarstjómar-
fúndi um miðjan síðasta mánuð og þar
var lögð fram greinargerð heilbrigðis-
fúlltrúa þar sem m.a. kom ffam að at-
hugasemdir höfðu verið gerðar vegna
þessa ástands og kröfur hafi verið
gerðar um úrbætur en þeim kröfúm
hefði ekki verið sinnt. Bæjarráð sam-
þykkti að fela heilbrigðisfúlltrúa,
byggingarfúlltrúa og bæjarlögmanni
að athuga málið og skila bæjarráði
sameiginlegri niðurstöðu.
Hjá bæjarlögmanni fengust þær upp-
lýsingar að þama við Langeyri heíbi
verið starffækt fiskverkun ffá þvi um
síðustu aldamót og jafnvel lengur og
byggðin hefði sífellt verið að færa sig
nær henni. Nú væri svo komið að hús-
ið nr. 34 væri nánast ofan í fiskverkun-
inni og því væri lyktin þar oft ffekar
slæm. Verið væri að vinna í málinu og
búast mætti við niðurstöðu fljótlega.
Ibúi við Heijólfsgötu sagði í samtali
við Tímann að í vissum vindáttum
væri lyktin svo viðbjóðsleg að ekki
væri hægt að opna glugga. Verið væri
að þurrka þorskhausa í fiskvinnslu-
stöðinni og mikill sóðaskapur væri i
kringum stöðina og ekkert tillit tekið
til íbúanna í götunni sem þurfi að búa
við þetta. Fólk í möigum húsum við
götuna hefði flúið heimili sín og þetta
ástand væri gjörsamlega óþolandi.
Fólk væri þvi mjög pirrað yfir þessu
og svo gæti enginn flutt í burtu því
enginn hefði áhuga á að kaupa húsin
meðan þeir gætu átt von á því að þurfa
að flýja heimili sitt vegna ýldupestar.
—-SE