Tíminn - 14.09.1990, Page 6

Tíminn - 14.09.1990, Page 6
6 Tíminn Föstudagur 14. september 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 1945-1990 8. maí 1945 gáfust Þjóðverjar upp fyrir Banda- mönnum og lauk þar með heimsstyrjöldinni síð- ari. Til Bandamanna töldust Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Sovétríkin. Þessi ríki höfðu örlög Þýskalands í hendi sér sem að sjálfsögðu setti svip á þróun Þýskalandsmála næstu ár og áratugi. Fjarri hefur þó farið því, að ljórveldin hafi verið einhuga um Þýskalandsmál. Þar dró skjótt til sundurlyndis milli Vesturveldanna og Sovétríkj- anna. Þróun Þýskalandsmála og saga Þjóðverja hefur mótast af þessari sundurþykkju. Það var ekki ein- asta að formlegir friðarsamningar drægjust á lang- inn allt til siðustu daga, heldur klofnaði Þýskaland í tvö ríki: Vestur-Þýskaland og Austur-Þýskaland sem bæði urðu til árið 1949. Þýsku ríkin tvö frá 1949 þróuðust hvort á sinn hátt og óhætt er að fullyrða að fram á síðustu misseri bjóst enginn við að neins konar stjóm- lagasamband gæti tekist með þeim í náinni fram- tíð. Hmn kommúnismans í Austur- og Mið-Evr- ópu breytti hins vegar aðstæðum á svipstundu. Á fáum mánuðum hefur þróunin gengið í þá átt stig af stigi að þýsku ríkin sameinuðust. Sameining Þýskalands fer formlega fram 3. október nk. Þegar svo var komið töldu sigurvegaramir í heimsstyrjöldinni loksins tímabært að undirrita friðarsamning við Þjóðverja. Heimsstyrjöldinni lauk því hátíðlega í fyrradag austur í Moskvu með kampavínsdrykkju. Þessi friðarsamningur á það e.t.v. ekki skilið að vera kallaður innihaldslaust plagg, því að óneitan- lega hefur hann táknrænt gildi, þótt sagan hafi sjálf fyrir löngu skrifað efni hans á miklu raun- vemlegri pappíra og þróun Þýskalandsmála farið sínu fram eins og aðstæður leyfðu og vilji stóð til. Við þessi formlegu endalok heimsstyrjaldarinnar sem látin em gerast 45 ámm eftir að bardögum lauk, er ekkert sem minnir á að Þýskaland hafi beðið ósigur, að borgir þess lægju í rúst og þjóðin í sámm. Þvert á móti em Þjóðverjar að sameinast í voldugasta ríki álfunnar, auðugastir og valda- mestir allra þjóða í Evrópu. Þótt gamli Bismarck myndi tæplega vera ánægður með austurlanda- mæri hins nýja Þýskalands, ef hann væri ofar moldu, myndi hann af öðmm ástæðum gleðjast yfír veldi þjóðar sinnar. Hann hafði að vísu ekki trú á stjóminálaflokkum og þingræði meðan hann var á dögum og reiddi sig meira á jám og blóð. En hann mundi án efa unna þýskum stjómmálamönn- um sannmælis fyrir frammistöðu sína í meira en Qömtíu ár og lofa þjóð sína fyrir lýðræðisþróun- ina í landinu engu síður en rómaðan dugnað og at- hafnasemi, ef hann væri ekki jafnrækilega dauður og hann er og eins og allt sem prússneskt er. Þótt augljóst sé að Þjóðverjar halda áfram að vera ráð- ríkir í Evrópu, mun þess ekki gæta í hervaldi, heldur á sviði Qármála og viðskipta. Að opna quidinn Hdlbrigöisgeirlnn er svolítið viðkvæmur fyrir sjáifum sér, einkum á (iraa þegar heilbrigðis- ráðuneytið bérst fyrir sparnaði ba'ði innan heilbrigðisþjónust- uuiiar og ínnan lyfsöiunnar. Lyf- salar boða tap á rekstri sínuni megi þeir ekki Jeggja iangt í hundrað prósent á vöruna, og læknar verða óánægðir ef inn í atriði eins og heiidarkostnaður og sjúkrarúinafjöidi. Öti þessi mál eru tii umræðu. Ekki er það vegna þess, að þcir miana sjúku vilji vera með einhvern kvikind- isbátt i garð þeirra sem meira sjúkir em, eða vegua þess að lifs- nauðsynlegt sé að svipta heit- brigðisstéttirnar tekjum. Þeir seni standa utan við þessi mál og horfa inn, iinnst óþarfa við- kvænmi blasa við, ncma út frá því sé gengið að sjúkiingar og sjúkdóraar tslendinga séu oróuir einskonar stéttabarátta meðal beiibrígðisstéttanna. O9 af var fóturinn Á krossferðatfmanum komnst Evrópumenn að raun um, að þeir vissu næsta títið um heillirigðis- þjónustu. Miðað við Araba, sem komnir voru roikiu lengra í greininni, voru krossfararnir hreinir slátrarar i meðferð á sár- uiu mönnum. iliypi drep í fót tóku krossfarar exi og bjuggu fót- ion a(. Dæi sjúklingurlnn ekkí mátti allt eins búast við að stúfur- inn yrði honum með Bliu ónýtur. Arabar kunnu hins vegar að græða sár og unnu særðir kross- farar sér það tii tífs að komast í licndur óvinarins. ílér á landi fór litíum sögum af lækningura. Með þebu fyrstu sera getið er á miðöldum var Jón Magnússon, bróðir Árna Magn- ússonar. Hann skar tíl sulls, og bjargaðist það stundum cn Stundum ekki án þess að heknir- inn skildi bvað gæfumuninn gerði. Hann opnaði guidinn eins og skrifað var á sínum tíma, Værí sullurinn ekki gróinn við magát- inn var ekki að sökum að spyrja. SJúkdómar í sumarfríi Enn eru heknar aö opna quidinn á fólki og nú vetdnr bæði tækni og þekkíng þvi, að engin hætta er á ferðum út af aðgerðinni sjáifri. Okkurhefur sem sagtfleygt fram i iæbnisfræðinni, og atdrei meir en síðustu áratugi. En þessi þró- un, vifneskja og vísindi, hefur kosfað mikið fé, scm voniegt er. Víð höfum veríð fús t«l að greiða af opinberu fé atlt sem kraflsf er til að heilsa fólks getí veríð í lagi. Og við raunum halda þvi áfram. Spurningin er hins vegar hve miklu á að eyða á hverjum tíma. Ef við byggðum tvö eða þrjó sjúkrahús i viðbót við þau þrjú aðalsjúkrahús sem nú eru í Revkjavik myndu þau fvllast af sjúklingum á augabragðL Við það cr átt þegar talað er uin að sjúkdómar og fjárveítingar hald- ist í hendur. Þegar Landspítalinn var byggður 1930 dugði eift hús fyrir sjúklinga. Horii meoo nú yfir Landspitalalóðina og allar þær stóru og myndarlegu bygg- ingar, sem á henni eru, verða mönnuni kannski ljósari en áður tengslin milli Qármagns og sjúk- dóma, eða sjúkrahússvistar. TH viðbótar kemur svo á daginn, að hægt er að loka heilum deildum á sjúkrahúsum vegna starfs- mannaekiu og sumarfría. Sjúk- dómar virðast þvi svotítíð teygj- anlcgt fyrirbæri. Æsktíegast væri að hafa efni á því að byggja ný sjúkrahós þang- að tö allir þeir sem eru á biðlisí- um yfir aðgerðir og sjúkrahúsvist eru koinnir i hús. Það vseri óskastaða að vera svo vet búin af sjúkrahúsum. Jafnframt væri gott að geta troðið það mikium peningum upp á heilbrigðisstétt- iruar, að þær segðu aldrei múkk úí af iaunum sínum. Þá þyrfti ekki að lofca deildum vegna manneklu eða sumarfria, Sex sjúkrabús værti fufl af fólki sem þyrffl umönnunar vlð alla daga og enginn þyrfti að kvarta, allra síst vflr slæmum blaðamönnum, sem láta sér detta « hug, að sam- hcugi sé á railli fjármagns og sjúkdóma. Lins og er hefur talið boríst að sparnaði « heilbrigóis- geíranum, Þá taka læknar upp híðlistana sína, sem eru langjr og SIHeysaniegir nilðað við núver- andi aðstæður. Ekkert er verra fyrir iækni en borfa frainan i sjúkling og geta ekki boðið lion- um annað en biðlisfa. sé þörf i baráftu okkur við inein og dauða, væru kannski tit cin- fatdari tausnir en byggiog fleíri að kotuiö verði upp öeiri lang- leguheimilom, þar sem fótk getur dvalið eins og á sjúkrahúsi og undir eftiriifi lækna. Þau ættu að þurfa minna umleikis og þar mætti jafnvet styðjast f auknum mæfi við fólk á borð við það sem var á stórhcimiium i gamta daga og kunni vel að hlúa að kröukum. VITT OG BREITT FJOLNOTA GULLNAMA Nokkrir verkíræðingar og verktaka- íyrirtæki hafa komið sér saman um að halda heimsmeistarakeppni í hand- boltaleik á íslandi árið 1995. Þetta er sagður mikill heiður og upiphefð fyrir þjóðina og sannarlega þess virði að leggja háa skatta á sveitarfélög og rik- issjóð til að boltaleikurinn geti farið ftam hérlendis. Svia langaði lika til að hafa keppnina hjá sér og til að tryggja að íslenskt fámenni yrði ekki hlut- skarpara læddu fulltrúar þeirra í heimshandboltanefhdinni þvi inn ákvæði um rétt til að halda keppnina að til væri hús sem tekur átta þúsund áhorfendur. Svo fengu hinir riku Svíar keppnina 1992 en í sárabætur eiga íslendingar að fá að halda hana seinna, það er 1995. Svo fóru vericfiæðingar og verktakar að knýja á um að byggja feiknastóra handboltaliöll. Þær bollaleggingar enduðu i Kópavogi. Sérfræði Aldrei hafa tveir menn orðið sammála um handboltahöllina, stærð hennar, lögun eða kostnað, allt síðan þeirri þjóðamauðsyn var prakkað inn á það opinbera að byggja hús og halda keppni í handbolta. Lungann af yfirstandandi ári hefur verið rifist hátt og snjallt um hvort teikningar ofan af Akranesi af hand- boltahöll í Kópavogi væm sænskar eða heimatilbúnar. Aldrei kviknaði sú spuming hvort þasr væm brúklegar. Eftir japl og jaml og fuður var ákveð- ið að reisa höllina í Kópavogi og verður hún fjölnota. Fyrir nokkrn mglaðist til landsins helsti sérfræðingur heims í keppnis- höllum handboltaleiks á heims- meistarastigi. Hann breikkaði og bólstraði sætin í húsinu sem enn er ekki farið að teikna, þótt deilur miklar hafi staðið um teikningar af ferlíkinu. Svo þurfa sætin að vera fleiri þvi heimssjón- vörpin vilja ekki handbolta nema sast- in séu mörg og bólstmð. Eða svo sagði sérfiæðingurinn mikli í heims- meistarahandbolta. Bæjarstjóminni í Kópavogi er hætt að lítast á blikuna, því ftamlag þeirra í ævintýrið er að nálgast milljarð króna en 300 milljóna ríkisframlag er auð- vitað ekki talið til kostnaðar. Á síðustu dögum hækkaði Kópa- vogsframlagið um 90 milljónir og svo er komið í ljós að eftir keppnina miklu þarf að breyta húsinu aftur fyrir 90 milljónir af því að í Kópavogi er heimsmeistarahöll íjölnota, en áður var Reykjavíkuiyfirvaldið búið að lýsa yfir að risi hún í höfiiðboiginni yrði hún aðeins einnota. En þótt búið sé að ákveða að bólstra ekki færri en sjö þúsund sæti liggja teikningar að höllinni ekki fyrir en tal- ið er að hús sem búið er að teikna suð- ur á Spáni henti einkar vel sem fjöl- nota heimsmeistarahöll í Kópavogi. Á fleiri íyrirmyndir er bent enda hlýtur að vera nóg til af teikningum sem má ljósrita, eins og sú sem send var suður yfir Bugtina fiá Akranesi hérífýrra. Bæjarstjómin í Kópavogi er nú samt ekki að leita að teikningu eða ein- hveiju slíku. Samkvasmtblaðaftéttum er hún að leita ódýrari leiða til að halda handboltaleikinn, en fundist hafa til þessa. Sú leit ber áreiðanlega engan árang- ur þvi við hvem nýjan útreikning og hveija nýja álitsgerð sérfiæðinga rýk- ur kostnaðurinn upp. En handboltagæjamir ætla að halda sína keppni og verktakaíýrirtækin láta sitt ekki eftir liggja að svo geti oiðið. Eitt öílugasta verktakafýrirtæki landsins er mætt á lóðina sem maig- nota heimsmeistarahöllin á að risa á og em byggingaframkvæmdir hafiiar þótt ekki liggi fýrir hvemig húsið á að líta út eða hvað það á að kosta. Hagvirki þarf ekld að vita annað en hvert á að senda reikningana. Á þessi fiamkvæmd eftir að verða möigum gullnáma og er það aðalat- riði málsins. Ofhlæði og silkihúfur Annað hús og aðrar deilur. Svo sýnist að þeir sem skella vilja skjaldarmerki lýðveldisins ftaman á Alþingishúsið muni hafa betur í ágreiningnum um það efhi. En skyldi aldrei nokkur manneskja sem um efnið fjallar hafa litið á bygg- inguna? Hinir sömu landvættir og prýða skjaldarmerkið em allir fiaman á hús- inu og hafa verið þar síðan það var byggt fýrir 110 árum. Þar em þeir upphleyptir og vel áberandi. Þegar skjaldamieikið verður sett ftaman á húsið hlýtur að teljast of- hlæði að hafa þar tvö naut og tvo risa, tvo emi og tvo dreka. Því verður að slétta yfir þá landvætti sem jiegar em á húsinu þegar skjald- armerkið verður sett upp, eða reyna að ná þeim í heilu lagi og setja kannski innan í húsið. Eða þá á Þjóð- minjasafiiið. Annars er kannski yfirmáta þjóðlegt að hafa allar figúrumar framan á og fela svo kórónu Kristjáns IX ofan á undir silkihúfum. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.