Tíminn - 21.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.09.1990, Blaðsíða 2
2 TÍminn 000^ Ía i» > ----Föstudagur 21:sept' 1-990 * Borgaramót í Kringlunni Föstudaginn 21. september verður haldið hið árlega afmælismót Reykja- víkurborgar, Borgaramót, í Kringl- unni. Þetta mót er firmakeppni og er búist við þátttöku 40 fyrirtækja og stofnana. Margir af okkar sterkustu skákmönnum munu tefla fyrir þessi fyrirtæki. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími er 7 mínútur. Mótið hefst kl. 15. Sama dag hefst keppni í drengja- og telpnaflokki á skákþingi íslands. Tefldar verða 9 umferðir eflir Monr- ad-kerfi og er umhugsunartími 40 mínútur. Ef næg þátttaka fæst, verður sérstakur telpnaflokkur, annars verð- ur hafður sami háttur á og undanfarin ár. Teflt verður að Faxafeni 12 í Reykjavík. Mótinu líkur á sunnudag. -EÓ Akureyri: Þrjú verk á Passíukórsins Þrennir tónleikar verða á dagskrá átj- ánda starfsárs Passíukórsins á Akureyri sem nú er nýhafið. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, og er þar að finna tónlist ffá barrokktimanum, djass og ffumflutt verk eftir Björgvin Guðmundsson. í fféttatilkynningu ffá kómum kemur ffam að fyrstu tónleikamir verða haldnir í desember. Um er að ræða ffumflutning messu fyrir átta raddir effir Carpentier. Messan er óvenjuleg í hljómagangi og hljómasetningu af bar- roktónlist að vera, og það er ekki fyrr en nú á síðustu árum sem verk Car- pentiers hafa verið dregin ffam í dags- ljósið. Aðrir tónleikar kórsins verða í mars- mánuði. Þar er um að ræða ffumflutn- ing á verkinu New Hope Jazz Mass eft- ir finnska tónskáldið Heikki Sarmanto. Á þeim tónleikum mun Passíukórinn fá til liðs við sig nokkra af fæmstu djassleikurum landsins. Þriðju tónleikamir verða síðan i júní, er þar á ferðinni ffumflutningur á verk- inu Strengleikum eftir Björgvin Guð- mundsson tónskáld. Roar Kvam, stjómandi kórsins, hefur útsett verkið fyrir kór og hljómsveit. Tónleikamir em haldnir í tilefni af 100 ára afmæli Björgvins, en hann starfaði sem tón- mennta- og söngkennari á Akureyri mestan hluta ævi sinnar. Þess má geta að Björgvin var fyrsta íslenska tón- skáldið sem samdi óratoríur. hiá-akureyri. „Lambið hinsta er heimt af fjalli, haustið kemur með ffost og snjó.“ Sauðfjárslátrun hófst í fýrstu viku komin í fullan gang í næstu viku. Um 600 þúsundum fjár verður slátrað í ár. mánaðarins, en búast má við að hún verði Slátrun er víðast hvar hafin og eru 29 sláturhús starfrækt: 600 þúsund dilkum slátrað í ár Nú er sláturtíð hafin og er slátrun hafin í flestum þeim 29 sláturhúsum sem starfrækt eru í ár. Að sögn Gísla Karls- sonar hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins er reiknað með að í haust verði slátrað tæpum 600 þúsund dilkum og um 33 þúsundum af fullorðnu fé. Þá verður á bilinu 12-13 þúsund af fullorðnum kindum slátrað vegna riðuniðurskurð- ar. Gísli sagði að slátrun væri víðast hafin eða að hefjast í þessari viku. Þeir sem byijuðu fyrstir að slátra voru byrjaðir í fyrstu viku þessa mán- aðar. „Eg held að þegar þessi vika er liðin verði allir komnir í gang.“ Ámi Egilsson, sláturhússstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, á Sauðár- króki sagði í samtali við Tímann, að slátrun hafi byijað 12. september og ráðgert væri að slátra rúmlega 30 þúsundum fjár, sem er um 5% fækk- un ffá fyrra ári. Um 100 manns vinna í sláturhúsinu og sagði Ámi að vel hafi gengið að manna húsið. Þegar væri byijað að selja slátur og er slát- ursalan þokkaleg. Jónas Guðmundsson hjá sláturhúsi Kaupfélags Héraðsbúa á Fossvöllum sagði slátmn ganga vel og að slátrað yrði á bilinu 35-36 þúsund gripum í það heila, en var 27 þúsund fyrir ári. 1 fyrra var lögð niður sauðfjárslátrun á Egilsstöðum og fer hún nú öll ffam á Fossvöllum, en stórgripum er slátr- að á Egilsstöðum. Um 80 manns vinna við slátrun á Fossvöllum og segir Jónas að ágætlega hafi gengið að manna húsið, en byijað var að slátra 5. septembcr. -hs. Landsbanki Islands: Skipulagsbreytingar standa nú yfir - Björgvin Bankaráð Landsbankans hélt sinn fyrsta fund eftir sumarleyfi sl. fostu- dag í útibúi bankans á Akureyri. Á fundinum var Björgvin Vilmundar- son, einn þriggja aðalbankastjóra í Reykjavík, skipaður formaður bankastjómar. Björgvin mun gegna stöðunni í eitt ár, þá tekur Sverrir Hermannsson við í eitt ár og loks Valur Amþórsson í eitt ár. Þetta er í fyrsta sinn sem bankaráð Landsbank- ans heldur fund úti á landi, en áform- að er að framhald verði á því á næstu ámm. Tillaga um að einn bankastjóranna gegni stöðu formanns bankastjómar er komin frá bankastjómnum sjálfum og miðar að þvi að gera bankann sterkari og hraða ákvarðanatöku í veigamiklum málum. Ýmsar skipu- lagsbreytingar standa nú yfir hjá Landsbankanum og er áætlað að heildarendurskipulagningu bankans verði lokið um mitt næsta ár. M.a. er stefnt að því að stofna svæðisútibú á skipaður formaður bankastjórnar Björgvin Vilmundarson aðal- bankastjóri. sjö stöðum á landinu, sem þjóna munu jafhmörgum umdæmum. Hug- myndin er sú að skipta útibúum Landsbankans í fjóra flokka eftir þjónustustigi. Svæðisútibúin verða með alla bankaþjónustu og munu auk þess sinna eftirliti og hafa með hönd- um yfirstjóm minni útibúa í sínum umdæmum. Nú þegar er komin hag- deild við Landsbankann á Akureyri og er það vísir að fyrsta svæðisútibú- inu. Tilgangurinn er að auka þjónustu við viðskiptavini Landsbankans og um leið að flytja þekkingu og störf út á landsbyggðina. í máli bankastjóra Landsbankans kom fram að fullur vilji er fyrir því innan bankans að efla og styrkja at- vinnulíf við Eyjafjörð, ekki síst vegna þess að svæðið á undir högg að sækja varðandi atvinnustig. í kjölfar fundarins færði Lands- bankinn þremur skólum á Akureyri gjafir. Háskólinn á Akureyri hlaut 200 þúsund króna styrk til rannsókna á Ínúítum á austurströnd Grænlands og Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn fengu hvor um sig tíu manntöfl og klukkur. hiá-akureyri. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra um þá hugmynd að landsbyggðin fái auknar fiskveiðiheimildir verði nýtt ál- ver staðsett á Keilisnesi: ^jjEíir erfitt i framkvæmd“ „Ég tel að það veröi mjög erfltt f frarnkvæmd að skipta kvótanum upp vegna tiltekinna fram- kvæmda á ákveðnum stððum. Það er svo annað má að mikil spenna í atvinnurekstri á ákveðnu svæði leiðir oft til þess að það dregur úr annarri starfserai á yiðkomandi svæðisagði Hatidór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra þegar hann var spurður álits á þeirri hugmynd að landsbyggðin fái aukinn fisk- veiðikvóta verði nýju álveri fund- inn staður á Keílisnesi. Ýmsir forystumenn hafa á sið- ustu dögum sett fram krðfur um að landsbyggðin fái aukinn kvóta verði álverið reist á suðvesturhorai iandsins. Halldór benti á að fisk- veiðiheimildir eínstakra sldpa eru almennt mjðg litlar. „Það breytist vonandi í framtíðinni og þá finnst mér sjátisagt að skoða það hvort hugsanlegt er að skipta viðbótinni með öðrum hættl“ Fyrir nokkrum árum sagði Hall- dór að eðlilegt væri að ræða hug- mvndir um að einstakir landshlut- ar fengju auknar veiðiheimildir á grundvelli byggðarsjónarmiða. Þá voru þessi ummæli Halldórs harð- lega gagnrýnd og hann ranglega sakaður um að vilja banna útgerð á ákveðnum landsvíeðum. Hatidór segisl enn vera sömu skoðunar. Steingrímur Hermannsson er sömu skoðunar og Halldór í þessu máii. Hann segir erfítt i fram- kvæmd aö færa fiskveiðikvóta milli landshluta með beinni stjóra- Halldór Ásgrímsson valdsákvörðun. Steingrímur sagði að byggðasjónarmið væru mikii- vægur hluti af álmátinu og stjóra- völd myndu leggja sérstaka áherslu á þá hliö málsins þegar ákvörðun yrði tekln um staðarvaL Á undanförnum árum hefúr kvóti fiust af Suðurnesjum tii ann- arra Iandshluta, einkum til Norð- urlands. Hatidór Ásgrímsson sagði að búast mætti við að sú þróun héldi áfram, ekki síst ef nýju álveri verður fundinn staður í Keilisnesi. Halldór lagöi áherslu á að ekki værí búið að ákveða hvar nýju áÞ veri yrði fundinn staður. Samn- inganefndarmenn væru nú að fara yfir ýmsa þætti máisins að nýju. Sérstaklega yrði farið í gegnum þætti sem ráða mestu um staðar- valið. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.