Tíminn - 21.09.1990, Page 4

Tíminn - 21.09.1990, Page 4
Föátti’dágur 21 VseþtÖm böFT99Q- * 4 Tíminn írakar sjá í gegnum fingur við sér þóknanlega þjóð: Indverjar fá að flytja flóttamönnum SkríOdrekar eru tll ymlssa hluta nytsamlegir. Paö nyjasta i þeím efnum er skríödrekar sem geta fundið og skil- greint efnavopn. Nýtt vopn viö Persaflóa: V-Þjóðverjar lána BNA „efnaþefara“ Nýjasta vopn Bandaríkjamanna í Persaflóadeilunni eru sérútbún- ir skríðdrekar, fengnir að láni frá Vestur-Þýskalandi. Ákvæði í stjómarskrá Vestur-Þjóðverja koma í veg fyrír að þeir geti sjálfir sent vopn til Mið-Austuríanda og því var grípið til þessa ráðs. Skríðdrekamir eru þeim eiginleikum gæddir að geta fundið og efnagreint efni í loftinu og gera því strax viðvart ef efnavopnum hefur verið beitt Þeir voru fengnir að láni vegna ótta manna um að Saddam Hussein muni ekki skirrast við að beita efnavopnum. Bandarískir hermenn, sem höfðu færu vegna þess að það væri skylda fengið það hlutverk að fara út í eyði- mörkina, voru sendir til þjálfimar í Vestur-Þýskalandi. Þeir eru yfir sig hrifnir af tækinu og líkja aksturseigin- leikum þess við Mercedes-Benz eða Cadillac. Skriðdrekamir, sem kosta 1,1 milljón dollara stykkið, velta ekki áffam á skriðbeltum heldur eru með sex gúmmíhjól sem tryggja ljúfan gang upp í allt að 105 km hraða á klst. Þeir geta einnig ferðast í vatni og ná þá 10 km hraða á klst. Bandaríkjamennimir settu vélbyssur á skriðdrekana og máluðu þá sandlita til þess að þeir geti betur þjónað hlutverki sínu í eyðimörkinni. Hlutverk áhafna skriðdrekanna verður að ferðast um eyðimörkina og þefa uppi efnavopn. Aðspurðir kvaðst eng- inn þeirra hlakka til fararinnar en þeir þeirra. Þeir em flestir að fara út í eyði- mörk í fyrsta skipti og kvíða hitanum. En skriðdrekamir eru loftþéttir og mjög vel loftkældir og mun það vemda þá gegn hitanum. En til öryggis hefúr hver þeirra með sér fimm kassa af ölkeldu- vatni. Skriðdrekamir, sem kallast Fuchs (refúr), em fyrstu tækin sem geta sann- að vísindalega að efnavopnum hafi ver- ið beitt. Aftan á þeim er dælubúnaður sem sogar efnaagnir úr loftinu og af jörðinni inn í rafeindatæki sem brýtur niður agnimar til greiningar. Tækið sendir upplýsingar til tölvu sem vinnur úr þeim og skilgreinir um hvaða efni er að ræða. Einn hermannanna kvaðst hafa prófað tækið með því að bera sígarettu, sem ekki var búið að kveikja í, upp að dæl- unni. Hann fór síðan inn í skriðdrekann og þá stóð ,yiíkótín“ skýrum stöfúm á tölvuskjánum. Ef svo skyldi fara að skriðdrekinn rækist á nýtt efúi sem tölvan gæti ekki skilgreint, getur einhver áhafnarmeð- lima stungið höndinni í gúmmíhanska sem áfastur er skriðdrekanum og náð í sýni úr sandinum til ffekari greiningar. Þetta er talinn einn helsti kostur tækis- ins, að ekki þarf að fara út úr skriðdrek- anum til að efnagreina. Það dregur veralega úr slysahættu. Fara verður út úr þeim tækjum til sýnistöku sem Bandaríkjamenn hafa hingað til notað til að finna efnavopn. Enn einn kosturinn við þetta nýja undratæki em mjög fúllkomin tölvu- stýrð siglingatæki. Eftir að búið er að færa inn stefnuna er hreinlega ekki hægt að villast. Enda væri það óskemmtilegt að villast í þeirri eyði- mörk sem hermennimir era nú að fara útí. Talsmenn Græningja hafa sagt það kaldhæðnislegt að Vestur-Þjóðveijar skuli útvega þennan búnað til að þefa uppi efnavopn Iraka, í kjölfar þeirra staðhæfinga sem upp hafa komið að það hafi verið þeir sem útveguðu Irök-. um efni til efnavopnagerðar. mat og lyf Utanríkisráðuneyti Indlands tilkynnti í gær að írösk yfirvöld hefðu gefið indverskum stjómvöldum og indverska Rauða krossinum leyfi til að koma matvælum og lyfjum til fólks sem er strandað í írak og Kúvæt Indverskir sendiráðsmenn í írak og indverski Rauði krossinn munu annast dreifinguna, en það mun samræmast ákvörðun SÞ og eins hafa írösk stjómvöld fallist á að sá háttur verði hafð- urá. írösk stjómvöld lögðu á það áherslu að engar erlendar eða alþjóðlegar hjálparstofnanir yrðu viðriðnar málið. Indverskt flutningaskip er væntanlegt til írak á sunnudaginn með um 10.000 tonn af matvælum og 1.200 tonn af lyfjum. Um borð er líka 11 manna starfshópur fiá indverska Rauða kross- inum, þar á meðal tveir Iæknar og tveir hjúkrunarfræðingar. Matnum mun verða dreift meðal allra svangra flóttamanna, en ekki aðeins þeirra 130.000 Indveija sem enn era taldir strandaglópar í Irak og Kúvæt. Indversk fyrirtæki með útibú í Irak munu sjá um að dreifa matvælum og lyfjum til flóttamanna úti á lands- byggðinni. Ferð skipsins mun vera prófsteinn á alla deiluaðila við Persaflóa. Það verð- ur fyrsta skipið sem hleypt verður til Ir- ak eftir að viðskiptabannið var sett á. Indveijar fengu samþykki Sameinuðu þjóðanna fýrir þessum flutningum, þrátt fyrir harða andstöðu Breta og Bandaríkjamanna, en þær þjóðir eiga fast sæti í Öryggisraðinu. Þegar við- skiptabannið var sett á írak samþykkti ráðið að leyfa matarsendingar af mann- úðarástæðum. Stjómvöld í Washington héldu fram að enn væri ekki orðin þörf fýrir slíkar sendingar, en urðu að láta undan miklum þrýstingi ffá Indlandi, Sri Lanka og Filippseyjum, en þær þjóðir eiga flesta fulltrúa meðal flótta- manna. Tvö indversk skip lögðu af stað ffá Ákafamenn í mexí- könsku lögreglunni: Barist um hand- töku Fyrirsát fýrir einuni harðsvírað- asta eiturlyfjasmyglara Mexíkó, Luislíector E1 Guero Palma, lauk með því aö tveir hópar lögreglu- manna skutu hver á annan. Fyrirsátin átti sér stað i Culiacan, einhverju alræmdasta eiturlyfja- bæli í Mexíkó. Tveír hópar lög- reglumanna komu á vettvang, annar frá ríkislðgreglunni, sem yfirleitt sér um mál er tengjast eit- urlyfjum, og hinn frá staðariög- re^u. Báðir hóparnlr töldu sig elga rétt á því að handtaka manninn og hljóta af þvi heiðurinn. Þetta ósætti endaði með þvi að til skot- bardaga kom mílli hópanna og í honum lést einn varðstjóri og fjór- ir almennir lögreglumenn særð- ust Glæpamaðurinn, sem m.a, er eftirlýstur fyrir morð á forkólfi mannréttindasamtaka i mai sL notfærði sér uppþotið og slapp. Vestur-Berlín: Refir með hundaæði flýja til vesturs Hrun Beríínarmúrsins hefur haft margvíslegar afleiðingar og ófýrirsjáanlegar. Ibúar Vestur-Berlín era nú skelfingu lostnir yfir þeirri aukningu á hunda- æði sem orðið hefúr eftir að múrinn féll. Varðhundar við múrinn komu áður í veg fýrir að sýktir refir og önn- ur dýr kæmust vestur, en nú flytja þeir í munaðinn í Vestur-Berlín í tugatali. Frá því að múrinn var rifinn í nóvem- ber sl. hafa 37 sýktir refir fúndist og tíu manns hafa verið bitnir. Hundaæði hafði verið svo til alveg útrýmt í Vestur-Þýskalandi og heil- brigðisyfirvöld segja að það geti tek- ið allt að því ár að ná tökum á því á ný. Aðalhættan liggur í því að sjúk- dómurinn breiðist yfir í hunda og ketti og hafa yfirvöld beint þeim til- mælum til fólks að hafa strangar gæt- ur á gæludýrum sínum og láta bólu- Bombay til írak á mánudaginn til að flytja flóttafólk til Dubai. Þau skip munu einnig vera til taks, ef leyfi fæst hjá Sameinuðu þjóðunum, til að flytja vistir frá Dubai til flóttamanna í Kúvæt. Refir sýktir af hundaæði flýja unnvörpum til Vestur-Þýskalands og hafa valdið þar miklum ótta. setja þau. Dýralæknar hafa boðist til að veita sérstakan afslátt til að auð- velda fólki þessa framkvæmd. Reykjavík— Kristln Kjart- ansdóttir, sem búsett hefur verið ( Kúvæt, hefur nú yfirgef- ið landið og er á leið til íslands ásamt fjórum bömum sínum. Eiginmaður hennar, Sameh Issa, dvelur enn í Kúvæt. Nikósta, BNA — Bush Bandaríkjaforseti hefur hótað að láta allar alþjóðasamþykkt- ir lönd og leið, dugi viðskipta- bann SÞ ekki til að koma (rök- um frá Kúvæt. Washington — Hertaka (r- aka á Kúvæt og hækkun á olíuverði mun veikja alþjóð- iega efnahagsstöðu en ekki valda verulegum samdrætti. Bagdad — (rakar fordæmdu tilraunir til að koma í veg fyrir að þeir taki þátt í Asíuleikun- um. Þeir hafa haldið áfram að undirbúa för keppenda og verða þeir fleirí en nokkurn tíma fyrr. Beirút — Saudi-Arabar ætla að veita Líbönum 100 milljóna doilara styrk til að rétta við veikan efnahag landsins. Moskva — Vamarmálaráð- herra Sovétríkjanna, Dmitry Yazov, hefur borið þær fréttir til baka að herinn sé að undirbúa samsæri. Washington — írak og N- Kórea eru talin þau riki sem líklegust eru til að bætast í hóp kjarnorkuvelda innan fárra ára. Ef svo fer eykur það hætt- una á kjamorkustyrjöld I Mið- Austurlöndum og Asíu. Varsjá — Pólska þingið ræddi í gær um að flýta þing- kosningum til að fá nýjan for- seta í staö kommúnístans fyrr- verandi, Wojtsjek Jarúselskt. Þetta mun vera liður [ þvl að koma á lýðveldi f landinu. Saddam Hussein hefur búið her sinn eiturvopnum til að styrkja stööu sína í hugs- anlegu strlði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.