Tíminn - 21.09.1990, Qupperneq 8

Tíminn - 21.09.1990, Qupperneq 8
8 Eftir Stefán Eiríksson Tíminn Pr\cti irloni ir 91 CDntomhor 1 QQH Fncti iHani ir 91 contomhpr 1QQH rTíminn 9 Bjom Halldórsson, nýr yfirmaður í fíkniefnadeild lögreglunnar, segir að það skorti á upplýsingar frá almenningi: Þeir sem hafa upplýsingar um fíkni- efni geta treyst á þagmælsku okkar Nú nýverið tók Bjöm Halldórsson við starfi yfirmanns fikniefriadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Bjöm útskrifaðist ffá öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð á náttúmsviði 1981 og lauk námi í Lögregluskólanum 1983. Hann hefúr starfað í lögreglunni í ellefu ár, hjá lögreglunni á Seltjamamesi og Egilsstöðum og einnig við Rannsóknarlögreglu rikisins. Hann hefur starfað við fíkniefnadeildina frá því í maí 1988. Bjöm sagði að starfið legðist vel í sig. Að- spurður um það hvort von væri á einhveijum breytingum, sagði Bjöm að það yrðu engar stórar breytingar, en það væm kannski ein- hveijar áherslur sem hann hefði aðrar en fyrir- rennari hans. Að meginstofrii yrði um sömu aðferðir að ræða og sama meginmarkmið, að slá á það efni sem væri í umferð hveiju sinni. Fyrir skömmu féll dómur í undirrétti í máli þar sem maður kærði fikniefrialögregluna fyr- ir að nota tálbeitu við rannsókn máls. I dómin- um segir að lögreglunni hafi borið að láta manninn, sem rannsóknin beindist að, vita af því að notuð var tálbeita við rannsókn málsins, en af því að það var ekki gert, var allur ffam- burður mannsins í rannsókninni og í lögreglu- skýrslum dæmdur ómerkur og framburður hans fyrir dómi lagður til grundvallar. Bjöm sagði að engin uppstokkun væri í gangi innan fikniefriadeildarinnar vegna þessa máls, því þeir teldu ekki að þessi dómur væri stefriu- markandi fyrr en í fyrsta lagi þegar búið væri að taka ákvörðun um það hvort áffýja ætti honum til hæstaréttar. Þeir væru þeirrar skoð- unar að það ætti að áfiýja þessum dómi, því þama væri um mörg vafaatriði að ræða sem þeir væru ekki sáttir við að væri bara kveðið á um í undirrétti og þeir vildu úrskurð hæstarétt- ar í málinu. Engar reglur em til um beitingu tálbeitna í íslenskum lögum og þeir vilji sjá skýrari línur í þessum málum. Hörðu efnin hrein viðbót Bjöm sagði að þegar litið væri yfir síðustu tíu ár og þó sérstaklega fimm síðustu ár þá komi það í ljós að mynstrið væri að breytast hvað varðar neyslu á fikniefhum. Neysla á þessum svokölluðu hörðu efrium, amfetamíni og kókaíni, eykst og þessi efni virðast vera hrein viðbót á markaðnum, því þau komi ekki í staðinn fyrir neitt annað efni. Hassneyslan, þ.e. neysla á hassi og hassolíu, eykst stöðugt og að sama skapi eykst einnig neysla hinna efnanna. Það er hins vegar ljóst að það verður engin niðursveifla í kannabisefhum, þó svo að neysla hörðu efnanna aukist. Heróín hefur fundist hér á landi í mjög litlum mæli og ekki er hægt að merkja það að þess sé neytt hér á landi að staðaldri. Hins vegar viti þeir um ís- lenska fikniefnaneytendur sem nota og hafa notað heróín erlendis. Krakk hefur enn ekki orðið vart við. Bjöm sagði að aldurinn færðist einnig niður og neytendur efnanna yrðu sífellt yngri. í gegnum tíðina hafa karlar komið mun meira við sögu fikniefnalögreglunnar heldur en kon- ur og í tölum lögreglunnar má sjá að á móti hveijum fjómm til fimm karlmönnum, sem þeir höfðu afskipti af, var ein kona. Þetta hlut- fall fer minnkandi, samkvæmt tölum lögregl- unnar, en karlamir em enn með forystu. Arið 1988 hafði fíkniefnadeildin afskipti af 419 karlmönnum og 85 konum en á síðasta ári vom það 348 karlar á móti 91 konu. Bjöm sagði að þeirra starf væri ekki ein- göngu bundið við Reykjavík, því það væri varla til sá staður á landinu þar sem ekki væri hægt að finna fikniefrii. Fíkniefhi finnast hringinn í kringum landið og sagðist Bjöm ef- ast um að til væri sá þéttbýliskjami á landinu þar sem fíkniefhameðhöndlun væri ekki að einhveiju leyti, mismikil að vísu. Aðalmark- aðurinn er náttúrlega Reykjavík og nágrenni, enda væri þar um að ræða bróðurpartinn af þjóðinni. Smyglleiðimar em sífellt að þróast og verða flóknari. Fólk þekkir orðið hinar hefðbundnu leiðir fíkniefria inn i landið, eins og með flugfarþegum, pósti og með ffagt, hvort sem það er með flugi eða skipum, en að- ferðimar við að fela það í þessum rútínum væm sífellt að verða flóknari og ætti það sér- staklega við í vömflutningum. Farið með upplýsingar sem algjört trúnaðarmál Markmið fikniefrialögreglunnar er að reyna með öllum tiltækum löglegum ráðum að hefta innflutning á fikniefhum, dreifingu þeirra og neyslu, í þessari áhersluröð. Bjöm sagði að taka þyrfti á fikniefriamálum á þremur víg- stöðvum, fyrst á sviði löggæslu og dómgæslu, þá á sviði forvama og loks í sambandi við meðferð á fíkniefhaneytendum. Bjöm sagði að þeir gætu þegið allar þær upp- lýsingar sem fólk vilji gefa þeim og fólk gæti treyst því að þær upplýsingar væm meðhöndl- aðar sem trúnaðarmál. Hann sagði að það skorti talsvert á þessar upplýsingar og þeir geti tekið við fleiri upplýsingum og sagðist Bjöm óska sérstaklega eftir því að fólk hafi samband við þá, ef það hafi grun um eitthvað og þeir geti í staðinn heitið þessum trúnaði á móti. Þeir væm með sjálfvirkan símsvara sem tæki við svona upplýsingum; hver sem er gæti hringt í síma 699017 og væm upplýsingamar hljóðritaðar. Bjöm sagði að símsvarinn kæmi þokkalega út. Inn á hann kæmi mikið af upp- lýsingum sem oft væm gagnslitlar eða gagns- lausar, en stundum komi inn upplýsingar sem verði að máli. Bjöm sagði að það væri ekki nokkur leið að meta það hvað þeir næðu miklu af heildar- magni fíkniefna sem kæmu til landsins. Ekki væri til nein neyslukönnun af viti sem hægt væri að bera saman við magnið sem þeir næðu í. Fíkniefhalögreglur í sumum löndum þykjast góðar ef þær ná í þetta 5 til 10 prósent af því sem þær telji að sé heildarmagnið, en til þess þurfa þær að hafa nokkuð nákvæma neyslu- könnun sem segir til um heildameysluna til samanburðar. Bjöm sagði að það væri mikið atriði að gerð yrði könnun á því hversu algeng flkniefnaneysla er hérlendis, hversu mikils magns sé neytt, hvaða hópar tengdust þessu og hvaða afbrot tengjast neyslunni og það skipti máli fyrir alla sem em að taka á þessu vanda- máli. Fíkniefnin, sem berast til Islands, koma að mestu ffá Evrópu og að meginstofhi til frá Hollandi og Danmörku, en einnig frá öðrum ríkjum. Mikil tengsl á milli al afbrota og fíkniefnar Aðspurður um það hvort aukið ofbeldi og af- brot væri hægt að rekja til aukinnar fíkniefria- neyslu sagði Bjöm að það væm alveg hreinar línur að það væm mörg afbrot sem tengdust Bjöm Halldórsson lögreglumaður, sem nýlega tók við starfi yfimianns fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Hann varáður lögregluþjónn á Seltjamamesi, varðstjóri á Egilsstöðum, hjá RLR og fíkniefriadeildinni í Reykjavík. fíkniefhaneyslu, t.d. innbrot, þjófriaðir, ávís- anafalsanir og greiðslukortamisferli. Það er mikið til sama fólkið sem kemur til kasta þeirrar deildar hjá RLR sem sér um þessi mál og sem er til meðferðar hjá þeim. Einnig em þeir með sömu einstaklinga og RLR er með í árásarmálum. Það segir manni bara það að þetta tengist. Það er hins vegar ómögulegt að segja til um það hversu margir þjófriaðir em framdir á ári, eingöngu til að fjármagna fikni- efrii, því engar upplýsingar væm til um það. Samvinna milli flkniefrialögreglunnar og RLR hefbr ekki verið mikil og sagði Bjöm að hún mætti vera meiri. Það væm upplýsingar á báðum stöðum sem kæmu að gagrú hjá báðum aðilum. Sú starfsemi í flkniefnamisferli, sem fer hvað leyndust, er innflutningur á efninu og heildsöludreifingin. Inn i þá starfsemi er mjög erfitt að komast. Bjöm sagði að það væri til þess að gera lítill vandi að sjá hvort það væri dreift fíkniefnum frá einhverju til- teknu húsi og í því sambandi þyrfti almenn- ingur að koma meira til skjalanna og gefa þeim upplýsingar. „Við vöknum ekki upp á morgnana með það í höfðinu að það sé ver- ið að dreifa flkniefnum einhversstaðar í bænum. Fólk þarf því að láta okkur vita ef það verður vart við umferð af fólki, sem stoppar kannski stuttan tíma, og þá munum við skoða það.“ Þessum hluta dreifingar- innar er erfitt að leyna, en fjármögnunin, undirbúningurinn, innflutningurinn og heildsöludreifingin er það sem leyndin hvílir yfir. Þar em oft talsverðir fjármunir í hættu og þegar fíkniefnalögreglunni tekst vel upp og hún kemst inn í innflutnings- og dreifingarkerfin, þá verður oft vart við það á markaðnum að verð hækkar í kjölfar minnkandi framboðs. Hins vegar er það sjaldgæft að fíkniefrialög- reglan komist inn í þessi kerfi, því það fylgi þessu miklar og dýrar rannsóknir sem menn em oft ekki tilbúnir til að leggja út í, vegna þess hvað þær em dýrar. Bjöm sagði að það þyrfti að skapa þeim þann starfsramma sem þeir þurfi að hafa, t.d. að þeir þurfi ekki að hætta við rannsókn á einhveiju stóm máli, vegna þess að það sé ekki til peningur til að greiða fyrir vinnuna sem það kostar að rann- saka. Tímafrekar rannsóknir em dýrar og það þurfi að gefa fíkniefrialögreglunni fjárhags- legt svigrúm til að hún geti sinnt flóknari rannsóknum, en ekki bara verið i smámálun- um. Nú í dag væri ekki nægilegt íjármagn til að halda úti mörgum viðamiklum rannsókn- um. Það væm til þess að gera fáir stórir dreif- ingaraðilar og innflytjendur og þeir væm mestmegnis að fást við einhveija smákónga, sem sjái ekki um nema lítinn hluta af dreifing- unni. Ef þeim hins vegar tækist að ná í þessa fáu stóm, þá væm þeir búnir að ná tökum á vandamálinu. Viljinn til aðgerða er fyrirhendi hjá fíkniefrialögreglunni, en fjármagnið skort- ir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.