Tíminn - 05.10.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.10.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 5r október 1990 Tíminn 3 10.000 manns hafa fengið tilkynningu um að þeir séu vanskilafólk: PERSÓNUNJÓSNIR MEÐ RÖNGUM UPPLÝSINGUM Tölvunefnd hefur veitt reiknistofu í Hafnarfírði leyfi til að skrá persónuupplýsingar, þær sömu og skráðar eru hjá Reiknistofu bankanna. Þessar upplýsingar gefur reiknistofan í Hafnarfírði út í sérstöku riti. Þessum upplýsingum hefur verið safnað árum saman, en það er ekki fyrr en núna sem einstaklingar gera sér grein fyrir því að þeir eru á „skrá“. Reiknistofan í Hafnarfírði hefur takið upp þann sið að senda einstaklingum upplýsingar um að þeir eru á skránni. Við nafn þeirra eru síðan talin upp dómsmál út af vanskilum, eitt eða fleiri eftir því sem tilefni er til. Svo virðist sem fólk hafi brugðist ókvæða við að fá þessar upplýsingar sendar heim til sín. Nú eru miklir skuldatímar, og það er eins og fólk hafi ekki gert sér grein fyrir því að það er á „skrá“, fyrr en bréfin berast nú í fyrsta sinn. í bréfinu er jafn- framt tilkynnt að upplýsingamar muni vera á skránni næstu þrjú árin. Bréfasendingarnar hafa þýtt að ill- mögulegt er að ná í símanúmer reiknistofúnnar í Hafnarfirði vegna álags og sömu sögu er að segja frá dómsmálaráðuneytinu, þar sem Tölvunefnd er til húsa. Forstöðu fyr- ir henni veitir Jón Thors, en það var Tölvunefnd sem veitti reiknistofunni leyfi til samantektar um fjárhags- málefni og lánstraust fólks. Fyrstu bréfin samkvæmt þessari heimild hafa verið send út núna, og við- brögðin eru hreint ótrúleg. Margt ber til að svo er. Fólk lendir í vanskilum, og það er ábyrgðaraðili á víxlum og skuldabréfum, sem síðan hafa verið tekin til dóms. Það er eins og fólk hafi ekki áttað sig á þessari stöðu, fyrr en það sér hana núna svarta á hvítu, samkvæmt bréfi reiknistofúnnar. Nú hafa margir ýmislegt við upplýs- ingar reiknistofunnar að athuga. í bréfunum eru talin upp dómsmál, sem aldrei hafa fyrir dóm komið. Þá eru birt dómsmál, sem standa við nafn aðila næstu þrjú árin, enda þótt krafan hafi verið gerð upp eftir að dómur er fallinn og einstaklingurinn stendur í engri óbættri skuld við lán- ardrottin. Hömlulaus útgáfa á slík- um gögnum er því út í loftið. Reikni- stofa, sem í gróðaskyni er að gefa út svona upplýsingar, ætti að sjá til þess a.m.k. að fólk, sem fær bréfin, sé í raunverulegum skuldum. í bréfinu frá reiknistofunni stendur að sé haft samband við stofuna inn- an tveggja vikna frá komu bréfsins og fallist reiknistofan á að upplýs- ingarnar séu rangar eða villandi, muni þær verða afmáðar eða leið- réttar. Sönnunarskyldan hvflir sem sagt á þeim sem hafður er fyrir rangri sök. Hann á auðvitað ekkert að þurfa að sanna, hvorki eftir tvær vikur eða lengri tíma. Upplýsingar í þessum málum eru eflaust réttlæt- anlegar innan bankakerfisins. Utan þeirra stofnana, sem málið snertir, eru þetta ekki annað en persónu- njósnir. Það er merkilegt að slík 109 REYKJAVIK Sawkvawt »tarf«l«yfi frá TBlvunefnd, sbr. 15. or. laga nr. 121/1989, um skráninou og wa&farð parsónuuppíýsinga, sáfnar Reiknistofan h.f., Flatahrauni 29, 220 Hafnarfir&i, upplýsingum um fjárhagsmálafni og lánstraust. Upplýsingarnar gefur Raáknistofan h.f. út i sérstöku upplýsingariti, an par aru ainnig far&ar i upplýsingaskrár Reiknistofu bankanna, er mi&lar peim til banka og sparisjó&a. Meö vísau til 2. myr. 19. gr. laga nr. 121/1989 tilkynnist y&ur hér me&, a& nú aru skrá&ar um y&ur par upplýsingar, sam birtar eru fyrir na&an petta bréf. Ef pór telji& a& passar upplýsingar um y&ur séu á einhvern hátt rangar e&a villandi, eruS pér vinsamlegast be&in/inn a& hafa samband vi& Reiknistofuna h.f. í Hafnarfir&i, simar 651344 og 651345, innan tveggja vikna frá dagsatningu pessa bréfs. Fallist Reiknistofan h.f. á að upplýsingarnar séu rangar a&a villandi munu par var&a afmá&ar a&a leiðréttar, sbr. IV. kafla laga nr. 121/1989. Athygli yöar er vnkin á pvi. a& neiti Reiknistofan h.f. a& lei&rétta eöa afmá par upplýsingar, sem pér teljifi rangar, pá getið pér borið ágreining' í paim efnum undir Tölvunefnd, sbr. 20. gr. og 14. gr. laga nr. 121/1989. Nefndin hefur a&satur í Dómsmálaráðuneytinu, Arnarhváli, 150 Reykjavik, simi 609010. Neöangreindar upplýsingar um yður munu veröa á skrá nastu prju árin frá dagsatningu peirri, sem fram kemur viö mál yðar. Reiknistofa bankanna varöveitir upplýsingar um gjaldprotamál og árangurslaust fjárnám í sjö ár. Reiknistofan h.f. Gylfi Sveinsson Dómsmál - útg. 145.700 KR. 27.07.89 starfsemi skuli færast í auka hér, á í A-Þýskalandi hafa verið lagðar nið- sama tíma og stofnanir eins og Stasi ur. NÚERAÐ HTTTA A Efþú hittirfœrðu milljónir Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.