Tíminn - 05.10.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.10.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 5. október1990 Tíminn 13 Almennir stjómmálafundir dagana 11.-14. október. Halldór Asgrimsson Jón Kristjánsson Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjánsson alþingismaður boða til almennra stjómmálafunda dagana 11.-14. október, sem hér segir: Fimmtudaginn 11. okt. á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík kl. 20.30. Föstudaginn 12. okt. í Félagsmiöstöðinni, Djúpavogi kl. 20.30. Laugardaginn 13. okt. á Hrollaugsstöðum, Suðursveit kl. 16.00. Sunnudaginn 14. okt. í Hamraborg, Berufjarðarströnd kl. 16.00. Sunnudaginn 14. okt. í grunnskólanum Geithellnahreppi kl. 20.30. Umræðuefnið; stjórnmálaviðhorfið í i ■'afi þings. Halldór Ásgrímsson Jón Kristjánsson. Aðalfundur Framsóknarfélags Mýrasýslu verður haldinn 10. okt. kl. 21 [ húsi félagsins, Brákarbraut 1, Borgamesi. Venjuleg aðalfundarstörf Kosning fulltrúa á kjördæmisþing Á fundinn koma Alexander Stefánsson alþingismaður og Davíð Aðalsteinsson, 1. varaþingmaður. SQómin Davíö AJexander Hafnarfjörður Fundur i Fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Hafnarfirði fimmtudaginn 4. október kl. 20.30 að Hverfisgötu 25, Hafnarfirði. Boðaðir eru allir fulltrúaráðsmenn, aðalmenn og varamenn, ennfremur þeir er listann skipuðu í vor. Allir stuðningsmenn velkomnir. Dagskrá: 1. Rætt um úrslit bæjarstjórnarkosninganna í vor og hvaða lærdóma má af þeim draga. 2. Bæjarmálin. Skipað í nefndir um einstaka þætti bæjarmála. 3. Vetrarstarfið. Aðalfundir félaganna um miðjan október. Þar verða m.a. kosnir fulltrúar á kjördæmisþing fyrirhugað 4. nóvember (að likindum verða þar valdir frambjóðendur á listann við alþingis- kosningarnar í vor) og kosnir fulltrúar á flokksþing er haldið verður dagana 16.-18. nóvember. Ráðning framkvæmdastjóra o.s.frv. 4. Álmálið. Baldur Óskarsson viðskiptafræðingur, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra bankamanna, sem er ásamt Guðmundi G. Þórarinssyni og fleirum í „nefnd iðnaðarráðuneytisins um álviðræður“, mætir á fundinn í kaffihléinu milli hálftíu og tíu. Hann flytur erindi og svarar fyrirspurnum um gang álviðræðna og hvaðeina er þeim tengist. Stjórnin. Frá Kjördæmissambandi framsóknarmanna á Vestfjörðum Á þingi sambandsins 8.-9. september sl. var samþykkt að gang- ast fýrir skoðanakönnun meðal félagsmanna vegna framboðs í komandi alþingiskosningum. Hér með er auglýst eftir þátttöku frambjóðenda í umrædda skoðanakönnun, sem fyrirhugað er að halda í lok októbermánaðar, og nánar verður tilkynnt um síðar. Þátttaka tilkynnist skriflega til Framboðsnefndar, Hafnarstræti 8, 400 ísafirði, fyrir 15. október nk. Nánari upplýsingar veita: Kristjana Sigurðardóttir, (safirði, sími: 94-3794 Sigríður Káradóttir, Bolungarvík, sími: 94-7362 Magnús Björnsson, Bíldudal, sími: 94-2261 Einar Harðarson, Flateyri, sími: 94-7772 Guðbrandur Björnsson, Hólmavík, sími; 95-13331 Framboðsnefnd. Framsóknarmenn í Norðuriandskjördæmi eystra 35. kjördæmisþing K.F.N.E. verður haldið að Hótel Húsavik dag- ana 10. og 11. nóvember nk. Þann 11. nóvember verður einnig haldið auka kjördæmisþing. Dagskrá verður nánar auglýst síðar. Skrifstofa K.F.N.E. að Hafnarstræti 90, Akureyri er opin mánu- daga til fimmtudaga kl. 17.00-19.00 og föstudaga kl. 15.00- 17.00. Starfsmaður er Sigfríður Þorsteinsdóttir og mun hún veita allar nánari upplýsingar I síma 21180. Sfjóm K.F.N.E. Fyrsta verkefríi Davids Essex var að ferðast til Uganda og kynna sér aðstæður þar. _ DAVID ESSEX I ÞRÓUNARHJÁLP Harrison Ford fær skaða- bætur frá bresku dagblaði Harrison Ford hefur leiklö í mörgum kvikmyndum, þar á meðal þrill- emum Vrtnið, en þessi mynd er af atríði úr þeirri kvikmynd. Bandaríski leikarinn Harrison Ford fór í meiðyrðamál við breska dagblaðið News of the World, en dagblaðið hafði haldið því fram að hann væri skræfa. Harrison Ford, sem hefur leikið harðjaxla á borð við Indiana Jones, var sakaður um hugleysi og að hafa valdið alvarlegu slysi sem síð- an var reynt að hilma yfir. Hann var sakaður um að koma fram af yfirlæti og rembingi í heimabæ sínum, hjónaband hans átti að vera í molum og grein blaðsins gekk almennt út á það að hann væri ragmenni og illmenni í alla staði. í greininni stóð einnig að Harri- son Ford ætti í erfiðleikum vegna hörkutólsímyndar sinnar á skján- um, sem væri í ósamræmi við per- sónuleika hans. Hann er ásakaður fyrir að hafa verið hrokafullur og ósanngjarn við samstarfsmenn sína við töku Indiana Jones og áhættuleikarar teldu hann hug- lausan. Dagblaðið hafði áður beðist af- sökunar á orðum sínum á prenti, en varð að endurtaka afsökunar- beiðni sína fyrir réttinum. Harrison Ford var ekki sjálfur viðstaddur réttarhöldin, en lög- fræðingur hans sagði að hann hefði farið í meiðyrðamál til að endurheimta mannorð sitt en ekki vegna peninganna. Það hefur ekki verið gefið upp hversu háar skaðabæturnar eru, en lögfræðingurinn sagði að Harrison Ford hygðist gefa upp- hæðina til líknarmála. Leikarinn og söngvarinn David Essex hefur verið skipaður sendi- herra fyrir þróunarhjálparsamtök sem nefnast Sjálfboðavinna er- lendis (SVE). Forveri hans í starfi var ljósmyndari bresku konungs- fjölskyldunnar, Lichfield lávarður. David ólst upp við erfiðar aðstæð- ur í fátækrahverfum Lundúna- borgar. Faðir hans var hafnar- verkamaður og móðir hans skúr- aði krár. Þegar faðir hans veiktist af berklum, voru fjölskyldunni all- ar bjargir bannaðar og hún varð að flytja á hálfgert fátækrahæli. Þar bjó fjölskyldan í einu „herbergi", sem var ferhyrningur sem var tjaldaður af. David Essex telur að þessi lífs- reynsla geri hann færari um að skilja erfiðleika þess fólks sem hann hefur nú tekið að sér að hjálpa. David mun vera sendiherra sam- takanna í eitt ár og á þeim tíma er ætlunin að hann ferðist um 32 lönd. Hann segist vera bæði þakk- látur og stoltur yfir að hafa verið boðin staðan og er ákveðinn í að gera sitt besta. David á fjölbreyttan feril að baki sem leikari og söngvari. Hann Iék Jesús í Jesus Christ Superstar, Che David Essex tekur við embætti úr höndum forvera síns, Lichfield lávarðar. Guevara í Evitu og Fletcher Christian í eigin söngleik sem nefndist Mutiny og byggðist á upp- reisninni á Bounty. í nýjustu kvikmynd sinni leikur hann þorpara í fyrsta sinn, spænska greifann Don Pedro. Ný- lega kom út lítil plata með honum sem nefnist Shoulder to cry on.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.