Tíminn - 05.10.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn
Föstudagur 5. október1990
Föstudagur 5. október1990
-Tíminn 9
iPPSflfSÍS
' ■ . ■'
SiwHHGffiSmBHHMI
Islendingar koma vel út í samanburöi á lífskjörum á Norðurlöndunum:
TIMAKAUPI
HVA
„Það er óhætt að segja að þjóðarkakan, sem til
skiptanna er á íslandi, sé stór, síst minni en
hjá okkar ríkustu frændum á Norðurlöndum.
íslendingar hafa komist í álnir svo um munar,
eftir að hafa verið ein af fátækustu þjóðum í
Evrópu á síðustu öld,“ segir Stefán Ólafsson í
bók sinni, „Lífskjör og lífshættir á Norður-
löndum", þar sem gerður er samanburður á
fjölmörgum þáttum í lífsháttum Norður-
landaþjóða. Hvað almenn auraráð snertir er
það staðfest að tímakaupið er miklu lægra hjá
íslendingum en hjá grannþjóðunum (og kem-
ur líklega fáum á óvart). En íslendingar bæta
sér þennan mun upp með lengri vinnutíma,
auk þess sem skatturinn hirðir helmingi
minni skerf úr launaumslaginu þeirra heldur
en hinna þjóðanna. Þegar upp er staðið höfðu
íslendingar næstmest auraráð á Norðurlönd-
um miðað við árið 1986.
íslendingar eiga manna
mest...
Almenn umræða á íslandi og sá fjöidi sem
„flúið" hefur héðan til nágrannalandanna,
ekki síst Svíþjóðar, gæti bent til að margir tor-
tryggi slíka niðurstöðu; að grasið sé þrátt fyr-
ir allt grænna í Skandinavíu. En víðtækar
kannanir leiða einnig í ljós að íslendingar eru
í fremstu röð þegar kemur að samanburði á
efnislegum verðmætum, svo sem stóru og
góðu eigin húsnæði og bílafjölda ásamt ýms-
um minni tækjum og hlutum. Skemmtibátar
eru að vísu fáséðir á íslandi, en hins vegar hef-
ur 5. hver íslendingur hross til að bregða sér í
útreiðatúr.
... og hafa hvað mestan
kaupmátt
íslendingum eru það engin ný tíðindi að
þjóðartekjur á mann (einn algengasti mæli-
kvarði á Iífskjör þjóða) hafa hér verið með
þeim hæstu og stundum þær hæstu á Norð-
urlöndum. Með tilvísan til lágs tímakaups og
hás vöruverðs gefa hins vegar margir lítið fyr-
ir slíkan samanburð.
Stefán sýnir þjóðartekjurnar einnig um-
reiknaðar með tilliti til mismunandi verðlags
í löndunum og þar með til mismunandi kaup-
máttar þjóðarframleiðslunnar. Og það „ótrú-
lega“ kemur í Ijós, að ísland kemur enn betur
út í þeim samanburði: Var lengst af í fyrsta
sæti á árunum 1980-87, eins og sjá má á með-
fylgjandi töflu.
Tímakaupið skítalágt...
En tímakaupið? Jú, mikið rétt. Tímakaup
verkafólks er frá 10% og upp í 80% hærra á
hinum Norðurlöndunum en hér á landi.
Reiknað í sænskum krónum fengu íslenskir
verkakarlar t.d. aðeins 30 kr. á tímann, á með-
an norskir og danskir starfsbræður þeirra
fengu 53 kr. Munurinn var jafnvel enn meiri
hjá verkakonunum. Og þótt íslendingar vinni
miklu lengur, eru meðalárstekjur einstak-
linga samt talsvert hærri á öllum Norðurlönd-
unum heldur en hér, allt frá 10% og upp í
50% hærri.
... en samt einna vænst
launaumslag
En þá skerst „stóri bróðir" í leikinn. Ríki og
sveitarfélög taka „aðeins“ um 15% í skatta af
meðaltekjum manna hér á landi, á meðan
frændur okkar verða hins vegar að sjá af frá
31% (Danmörku) og upp í 36% (Svíþjóð) í
skattinn. Reiknað á núverandi dollaragengi
voru beinu skattarnir árið 1986 að meðaltali
um 93 þús. kr. á hvern skattgreiðanda á ís-
landi, borið saman við 246 þús. og upp í 282
þús. kr. hjá Norðmönnum, Svíum og Dönum.
íslendingar héldu (óku) því heim með þykk-
ara launaumslag heldur en Norðmenn, Svíar
og Finnar, eftir að skatturinn hafði tekið sinn
skerf. Danir einir héldu meiru eftir árið 1986.
Tekjusveiflur eru sem kunnugt er óvenju
miklar hér á landi. Líklegt er að við höfum
a.m.k. nálgast Danskinn verulega í góðærinu
1987 en á hinn bóginn dregist nokkuð aftur
úr í fyrra.
Heildarskattheimta er einnig mun minni hér
á landi en í hinum löndunum. Árið 1986 svar-
aði hún til um 4.680 dollara á mann, borið
saman við 8.000 til 8.300 dollurum á mann í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Tafla 5 Efnaleg lífskjör IV Skattbeimta og opinber velferöarþjónusta. íslandDanmörfc Finnland Noregur Svíþjóö
Skattheinua ails 1985 (( USD á mann) 3458 5584 4049 6997 6038
Skattheimu alls 1986 (í USD á mann) 4676 8159 5452 8011 8304
Tekju- og cignaskattar 1985 (% af skattbærum tekjum einstaklinga) 14 31 28 34 33
Tckju- og eignaskattar 1986 (% af skattbærum tekjum einstaklinga) 15 31 28 36 34
Opinber útgjöld alls 1980-1984 (% VLF) 33,4 59,9 38,6 50,4 64,5
Opinberar tekjur alls 1980-1984 (% VLF) 33,9 52,9 37,5 53,4 58,7
Tekjutilfærslur almanrtatrygginga 1980-1984 (% afVLF) 4,7 17,5 9,5 14,9 18,2
Úlgjöld dl velferðarmála (almannatryggingar og heilsugæsla, % af VLF): 1980 14,1 27,9 20,8 21,0 32,5
1982 15,3 30,7 22,5 21,8 33,1
1984 14,5 29,0 23,4 22,6 32,7
Tekjuskipting 1986, ójafnaöarstuöuU 1 29,1 26,6 28,5 28,1 23,3
Framangreindar tölur byggja á meðaltölum
allra skattgreiðenda (sjá meðfylgjandi töflu).
Mánaðarlaunin lág í Svíþjóð
Upplýsingar úr Iaunakönnunum í þrem þess-
ara landa eru ekki síður athyglisverðar og þá
kannski ekki hvað síst fyrir „volga“ Svíþjóðar-
fara. Sýnt er hve stór hluti fólks hafði undir
9.000 kr. (63.000 kr. ísl.) í heildar mánaðar-
laun fyrir skatt vorið 1988. Tæpast kemur á
óvart að íslenskir karlar á vinnualdri voru
langflestir yfir þessum mörkum (en aðeins
um 40% kvennanna). Hins vegar hlýtur að
koma á óvart að um 40% sænskra karla (25-
65 ára) höfðu minna en 9.000 sænskar krónur
í heildartekjur og um 80% kvennanna. Yfir
12.000 skr. tekjur höfðu 82% íslenskra 35-45
ára karla en aðeins 27% sænskra jafnaldra
þeirra.
Fríðindi mest hér
Tekjur, eða jafngildi tekna, geta líka verið ut-
an við launaumslagið. Þannig reyndust t.d.
6% íslendinga njóta launauppbótar í formi
frís húsnæðis en aðeins 1% og 2% Svía og
Norðmanna. Þá höfðu tvöfalt fleiri íslending-
ar frían bíl til umráða sem launauppbót, eða
12. hver íslendingur. Varla kemur á óvart að
þessar launauppbætur koma fyrst og fremst í
hlut karla.
íslendingar „ójafnastir“
Áralangur orðavaðall um jöfnun lífskjara
virðist í meira mæli aðeins notaður til hátíða-
brúks hér en hjá frændþjóðunum.
Reiknað hefur verið út hve stóran hluta af
heildartekjum þeirra, sem eru fyrir ofan með-
altekjur, þyrfti að færa til þeirra sem hafa
minna en meðaltekjur ef ná ætti algerri tekju-
jöfnun. Niðurstaðan bendir til þess að tekju-
skiptingin sé ójafnari hér heldur en í nokkru
hinna landanna. Hér þyrftu þeir Iaunahærri
að skila 29% tekna sinna til þeirra launalágu
en 23% dygðu frá sama hóp í Svíþjóð. Væri
sama dæmi reiknað út frá tekjum eftir skatt,
kæmi í ljós enn meiri munur milli íslands og
hinna landanna að þessu leyti.
Einstæðir foreldrar auralitl-
ir um öll Norðurlönd ...
Ekki er ólíklegt að þetta skýri það að hluta til
að miklu fleiri íslendingar sögðust eiga í erf-
iðleikum með að ná endum saman. Spurt var
hvort fólk hefði einhverntíma ársins átt í erf-
iðleikum með að greiða venjuleg heimilisút-
gjöld. Um 23% íslendinga svöruðu játandi,
16% Norðmanna og Finna og 13% Svía.
Þegar nánar er að gætt kemur í ljós að þenn-
an hóp fylla einstæðir foreldrar öllum öðrum
fremur og á það við um Norðurlöndin öll. Af
einstæðum foreldrum voru 38% í peninga-
vandræðum í Svíþjóð og Finnlandi, 56% á ís-
landi og flestir, eða 60%, í Noregi. Hjá þeim
sem áttu smábörn fór þetta hlutfall upp í 70%
í Noregi. Þess má geta að einstæðir foreldrar
eru hlutfallslega helmingi fleiri hér en í hin-
um löndunum.
Athygli vekur að enginn hópur kvartaði
minna um auraleysi heldur en lífeyrisþegar,
eða aðeins um 3-6% þeirra, og átti það við í
löndunum öllum. Peningavandræðin hrjáðu
hins vegar um fjórðung ungra og bamlausra í
löndunum öllum og kom þar enginn munur
fram milli landa.
Bílakóngar Norðurlanda
Þegar litið er á það hvernig þjóðartekjunum
er varið kemur í ljós að svokölluð samneysla
er langminnst hér á landi. Einkaneysla (1980-
84) er hins vegar mest hér (58%), en minnst í
Noregi (48%). Með öðrum orðum, þá ráðstafa
íslendingar sjálfir stærri hluta tekna sinna
heldur en hinar þjóðirnar.
Bflaeign íslendinga umfram frændþjóðirnar
kemur skýrt í ljós. Hér á landi em aðeins 5%
karla bfllausir en 12-20% meðal hinna þjóð-
anna. Um 12% íslenskra kvenna em á bfllausu
heimili, en hins vegar 23% sænskra og
norskra kvenna og þriðjungur þeirra finnsku.
Svo dæmi sé tekið af hvað verst setta þjóðfé-
lagshópnum, einstæðum foreldmm með ung
börn, þá eru 54% þeirra bfllausir í Noregi og
45% í Svíþjóð en aðeins 14% hér á landi.
íslendingar og Norðmenn í
eigin íbúðum
Um 83-85% íslendinga og Norðmanna búa í
eigin húsnæði, en aðeins um 60% Finna og
Svía. í Noregi er eigin húsnæði í langflestum
tilfellum sérbýli. Norðmenn skera sig mjög úr
að því leyti, að meira en þriðjungur þeirra hef-
ur ekki miðstöðvarhitun í húsum sínum. All-
ar búa þjóðirnar vel að öðrum heimilisþæg-
indum og tækjakosti, en Finnar þó hvað síst.
Þröngbýli er sömuleiðis fátítt, nema helst hjá
Finnum. fbúðir em stærstar á íslandi, 4,5
herbergi að meðaltali, en um 3 herbergi að
meðaltali í Noregi og Svíþjóð.
Meðalfjölskyldan er líka stærst á íslandi, 3,5
manns, en minnst 2,2 í Svíþjóð. Þessi mikli
munur skýrist fyrst og fremst af því að íslend-
ingar eru yngsta þjóðin og eiga langflest börn.
Hlutfall aldraðra, og þá oft einstæðra (ekkjur
og ekklar), er hins vegar langhæst í Svíþjóð.
Fjölskylduböndin
sterkust hér
Um margt em lífshættir mjög líkir á öllum
Norðurlöndunum. Athygli vekur þó hvað fjöl-
skyldubönd virðast miklu sterkari hér á landi
en annarsstaðar. Daglegur umgangur eða
símasamband fólks við foreldra sína er t.d. um
tvöfalt algengara hér á landi en f hinum lönd-
unum. TYúnaðarvinir utan raða fjölskyldna
eru hins vegar mun algengari meðal hinna
þjóðanna. Um 76-80% fólks þar á slíka trún-
aðarvini en aðeins 64% íslendinga.
- HEI