Tíminn - 05.10.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 5. október 1990
Tímirin
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin (Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gfslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrfmsson
Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason
Skrifstofur.Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Sími: 686300.
Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Eðlilegur ágreiningur
í öllum þeim deilum um álverssamninga, sem á
hafa dunið í fjölmiðlum upp á síðkastið, hefur ekki
verið svarað aðalspurningunni í sambandi við það
mál: Er hægt að snúa við frá þeirri stefnu sem mörk-
uð hefur verið í orku- og stóriðjumálum, þar sem
allt gengur útá að reisa orkuver sem framleiði raf-
orku handa álbræðslum eða öðrum stóriðjuverum í
eigu erlendra auðhringa?
Hver hefur markað þessa stefnu?
Stundum er reynt að kenna hana við tilteknar per-
sónur eða ákveðin þjóðfélagsöfl — og er óefað eitt-
hvað til í því — en þegar búið er að svipta öllum
áróðursreyk frá í umræðum um orku- og stóriðju-
mál, sést greinilega að hér er nánast um viður-
kennda meginstefnu að ræða, sem mótað hefur
orkuframkvæmdir og atvinnumálapólitík allra ríkis-
stjórna um áratugi og því meira sem árin hafa liðið.
Stóriðjustefnan hefur átt hljómgrunn í öllum
stjórnmálaflokkum nema ef vera skyldi Samtökum
um kvennalista. Deilur um stóriðjustefnuna milli
flokka og innan flokka hafa því ekki snúist um meg-
instefnu heldur útfærsluatriði, einstaka þætti aðal-
hugmyndarinnar. Menn deila um staðarval stóriðju-
íyrirtækja, mengunaráhættu og orkuverð. Þeir sem
ekki vilja álver, vilja gera samninga við erlenda auð-
hringa um að reisa vetnisverksmiðju, og mætti
þannig lengi telja.
Þegar hugað er að þessum deiluefnum — burtséð
frá meginstefnunni — er sýnt að hér er um eðlileg
ágreiningstilefni að ræða. Það er fullkomlega eðli-
legt að menn deili um staðarval stóriðjunnar, það er
augljóst að orkuverð og greiðslufyrirkomulag í því
sambandi hlýtur að verða umdeilanlegt, kröfur um
mengunarvarnir stóriðju eru grundvallarþáttur í
samningum af þessu tagi, ákvörðun skattlagningar
skiptir miklu máli. Þegar litið er á stöðu yfirstand-
andi samningaviðræðna milli íslenskra stjórnvalda
og Atlantalhópsins um álbræðslu og orkusölu kem-
ur í ljós, að þær eru enn á því stigi að ekki er sam-
komulag um þessa grundvallarþætti í þingflokkum
ríkisstjórnarinnar, sem telja sig þurfa lengri tíma til
þess að taka afstöðu til málsins.
Meðferð iðnaðarráðherra á þessu máli er um margt
aðfinnsluverð, ekki síst sá ákafí sem fram hefur
komið hjá honum að undanförnu að stefna fulltrú-
um Atlantsáls til íslands til undirritunar yfirlýsing-
ar, sem ráðherra nefnir áfangasamning, en hefur þó
ekkert samningsgildi. Verður að átelja svo villandi
nafngift sem það er að kenna þessa einkayfirlýsingu
iðnaðarráðherra við áfanga í samningaviðræðunum,
því að á bak við hana stendur ekki sá pólitíski stuðn-
ingur, sem ráðherra er nauðsyn í þessu sambandi.
Iðnaðarráðherra hefur flýtt sér um of í þessu máli.
Hann virðist trúa því að stóriðjusamningarnir séu
einkamál hans, sem er alvarlegur pólitískur mis-
skilningur. Jón Sigurðsson mátti e.t.v. ganga út frá
því að ekki yrði aftur snúið í stóriðjumálum að meg-
instefnu til, en útfærsluatriði þeirrar stefnu eru
deilumál, sem ráðherra verður að sýna þolinmæði.
hvort. Vfð erum enn ekki farin að klukku.
borga bessi lífskjör. Skuldasta&a c
um Paradís
stendur fyrk srona könnunum tii
snuðrarar um
cn á hinum Noröur-
svona
frændur okkar á hinum Norður- ur, þegar fariJ
löndunum. Kn krafa BHMR er aö viötölum og
ekkert betur en viö,
Eina mikilsvcröa könnunin, sem Norðuriöndin, að taka við launaum-
skattinn til samanburöar viö hin
manntalið 1702. Þar var á feröinni Til glöggvunar fyrir næstu könn-
mildlsverð skráning, sem hetur un er vert aö minna á héraösiækn-
oröiö undirstöðuverk allrar mann- inn, sem á þriöja tug aldarinnar
kalda landi okkar svona nokkum
um kálát til
skyldi Landnáma Ara fróða. Þær
samanburðarkannanir, sem nú eru
nema einhverjum stúdentum f
vondum skandinavisma. Lífskjör
Af rasphúsum nútimans
Eitt sinn var þeim sem þessar lín-
ur ritar, boðið að kynnast búskap-
arháttum á bómullarbúgarði í einu
af suðurríkjum Bandaríkjanna. Það
eru að vísu 29 ár síðan sú kynnisför
var farin og má vel vera að vinnu-
lagi á þeim bæ hafi verið breytt síð-
an. Þessi búgarður var rekinn sem
gróðafyrirtæki fjármagnseigenda í
næstu milljónaborg og stjómað af
hálærðum búfræðingi með dokt-
orspróf í sérgrein sinni. Hús bú-
stjórans var á stærð við stórher-
togahöllina í Lúxemborg, en sýnu
minni en Bessastaðagarður. Að
þetta væri landmikil jörð þarf ekki
að efa, en meginbúskapurinn var
baðmullarrækt á ekrum sem ekki
virtust eiga sér neinn enda.
Á jörðinni voru ekki önnur hús en
bústjórahöllin og einhverjar
geymslur, en að auki langhús mikil
sem hýstu farandverkamenn um
uppskerutímann síðsumars, en það
var einmitt þá sem undirritaður
var þarna á ferð og komst í kynni
við þessa farandverkamenn, sem
voru þeldökkir kynblendingar frá
Mexíkó, sem flæða gjaman yfir
Suðurríkin til þess að vinna sér
eitthvað inn fyrir störf sem fáir líta
við nema langsoltnir aumingjar
eins og þessir Indíánar frá Mexíkó.
Er ekki að orðlengja það að sá há-
lærði bústjóri, sem annars var sið-
fágaður gestgjafi á heimili sínu, víl-
aði ekki fyrir sér að láta gestina sjá,
hvernig hann sigaði Mexíkönunum
eins og hundum og lét þá keppa
hvern við annan í akkorði við að
tína bómullina með bemm hönd-
um skríðandi á hnjánum í 35 gráðu
sólarhita.
Fjárfest í þrældómi
Það er aldrei nema von að bómull-
arræktunin gefi vel af sér þegar enn
er beitt þrælavinnu við slíkan bú-
skap og að sumra dómi af meiri
grimmd og mannúðarleysi en var
meðan þrælahaldið var löglegt.
Bómull er og verður eitthvert mikil-
vægasta hráefhi í fataiðnaði og ef
það þykir nauðsynlegt að halda
framleiðslukostnaði í bómullar-
ræktinni sem lægstum með þræla-
haldi, þá tekur ekki betra við þegar
kemur til verksmiðjuúrvinnsíu úr
þessu hráefhi, og öðmm ámóta, og
fataiðnaðarins alls í framhaidi af því.
Fataiðnaður var eitt sinn kominn
vel á veg á íslandi. Mátti næstum
segja að hann væri eins konar vaxt-
arbroddur í íslensku atvinnulífi.
Hann var það í Reykjavík og ekki
síður á Akureyri, því að þar mátti
fataiðnaður í víðri merkingu teljast
stóriðnaður. Hafi svo verið ein-
hvern tíma, þá er það forhlaupin
tíð. Þar er lítið að verða eftir. Sjálf-
sagt er margt sem drepið hefur ís-
lenskan fataiðnað, en umfram allt
sú staðreynd að íslendingar em
ekki samkeppnisfærir við þræla-
kjörin sem ráða rekstri og verð-
myndun á heimsmarkaði í þessum
iðngreinum. Slíkur iðnaður ber sig
ekki nema í láglaunalöndum. Ef
hann á að bera sig í hálaunalönd-
um, þá er það gert með því að búa
til láglaunasvæði í allri velsæld-
inni, t.d. í New York og í Kalifomíu,
þar sem úrræðalaus innflytjenda-
lýður þrælar fyrir sultarlaunum í
svokölluðum „sweatshops" sem
kalla mætti rasphús á íslensku eftir
dönskum þrælabúðum fyrr á tíð.
Aumastir allra
Þessi amerísku svitarasphús í fata-
iðnaðinum em að vísu kolólögleg,
en þau þrífast nú samt af því að það
er svo mikið af aumingjum, sem
láta sér allt lynda í þessum paradís-
um kapitalismans, þar sem það
skal teljast auvirðiíegast af öllu að
vinna við ræktun og búskap og
fatagerð, nema að því leyti sem at-
hafnamenn geta ávaxtað fé í þræla-
kjömm þeirra vesalinga, sem haf-
ast við í rasphúsum fátæktarland-
anna og láglaunasvæðanna.
I.G.