Tíminn - 05.10.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.10.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnorhusinu v Tryggvagoiu. S 28822 NISSAIM Réttur bíll á réttum stað. fngvar Helgason hf. Sævartröföa 2 Sími 91-674000 1bæ.m)\ii{y<;ging| SJOVA ALMENNAR Ií 111Í1111 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER1990 Undirritaöur var áfangi um byggingu álvers á Keilisnesi í gær. Ólafur Ragnar kallar undirritunina leiksýningu: Undirskrifað í skugga hótana um stjórnarslit Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og fulltrúar Atlantsáls-fyrir- tækjanna undirrituðu í gær mikilvægan áfanga um byggingu nýs álvers á íslandi. Staðfest var að álverið mun rísa í Keilisnesi. Sá pólitíski óróleiki, sem nú ríkir á stjórnarheimilinu, skyggði nokkuð á athöfnina í gær. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra kallaði hana leiksýningu. Hann sagðist ekki skilja hvað Jó- hannes Nordal væri að gera í þeirrí sýningu, til þess hefði hann ekkert umboð. í minnisblaðinu, sem undirritað var í gær, er fjallað um framvindu samningsgerðarinnar, staðsetn- ingu álversins og atriði varðandi aðalsamning, orkusamning og hafnar- og lóðasamning. Þá er stað- fest málsmeðferð varðandi útgáfu starfsleyfis. Álverið verður reist á Keilisnesi. Jón Gunnarsson, oddviti Vatns- leysustrandarhrepps, undirritaði samning þess efnis í gær. Forystu- mönnum á Reyðarfirði og í Eyja- firði hefur verið tilkynnt um þessa niðurstöðu. Iðnaðarráðherra lagði áherslu á að sú undirbúningsvinna, sem unnin hefur verið á þessum tveimur stöðum, myndi nýtast þó síðar yrði. Gert er ráð fyrir að stofnsett verði þrjú eignarhaldsfyrirtæki Atlants- álsaðilanna hér á landi sem eigi hlutabréf í Atlantsáli hf. íslendingar munu eiga fulltrúa í stjóm fyrir- tækisins. íslensk lög verða ráðandi um túlkun og framkvæmd samn- inganna og úrskurður deilumála mun heyra undir íslenska dóm- stóla. Gildistími samningsins verð- ur 25 ár, með rétti til framlengingar um 5 ár í senn í tvö skipti. Umsvif Atlantsálsfyrirtækjanna hér á landi verða skattlögð sem um eina heild væri að ræða og munu grundvallarreglur íslensks skatta- réttar gilda um skattlagninguna. Eignarhaldsfélögin munu ekki njóta skattafrestunar- eða skatt- lækkunarheimilda íslenskra skatta- laga, en munu greiða 30% virkan tekjuskatt af breiðari stofni. Tekju- skattur verður lagður á áætlaðar tekjur samkvæmt umsömdum reiknireglum. Greiddur verður sér- stakur skattur af heildarveltu ál- bræðslunnar og Atlantsál hf. mun greiða fasteignagjöld af umsömdu fasteignamati með afslætti fyrstu fjögur árin. í tengslum við samkomulagið var undirrituð stutt bókun um megin- niðurstöðu viðræðna um orku- samning, sem ráðgerður er milli Landsvirkjunar og Atlantsáls. Sam- kvæmt þessari bókun verður orku- verð ákveðið hlutfall af álverði. Veittur verður afsláttur af verðinu fyrstu fjögur árin, með ákveðnum efri og neðri mörkum. Orkuafhend- ing hefjist 1994 og taki til u.þ.b. 3000 GWh á ári með 90% orkunnar sem forgangsorku. Atlantsál verði skyldugt að kaupa 90% af forgangs- orkunni. Endanlegur orkusamn- ingur mun innihalda grein um end- urskoðunarrétt. Orkusamningur- inn mun verða til 25 ára og skal Atl- antsál hafa rétt til að framlengja samninginn tvisvar sinnum um 5 ár í hvort sinn. í samkomulaginu er gert ráð fyrir að álbræðslan verði byggð á nýjustu tækni við mengunarvarnir við framleiðslu og steypu á áli. Álverið á Keilisnesi verður frá sjónarmiði umhverfisvemdar í fremstu röð ál- vera í heiminum. Jón sagði að undirskriftin, sem fram fór, væri mjög mikilvæg og að málið í heild hefði tafist, hefði hún ekki farið fram. Hann sagði að það hefði verið brýnt að kveða upp úr um staðarvalið, en lagði jafhframt áherslu á að ekki hefði verið hægt að afgreiða þá hlið máls fyrr en aðr- ir meginþættir þess lágu fyrir. Hann sagði einnig að með undir- skriftinni hefði verið lagður grund- völlur að lagafrumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi á fyrstu dögum þingsins, en það væri mjög mikil- vægt ef hægt á að vera að afgreiða frumvarpið fyrir áramót. Robert G. Miller, varaforseti Alum- ax Inc. og talsmaður Atlantsál-fyrir- tækjanna við undirskriftina í gær, lýsti ánægju sinni með þann áfanga sem náðst hefði. Hann sagðist vona að takast mætti að ljúka samning- um undir lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári. Miller lagði áherslu á að áhugi Atlantsál-fyrirtækjanna á byggingu álvers á íslandi væri til- kominn vegna þess að allt benti til að hér væri hægt að reka álver með góðum arði. Miller var spurður hvort hann ótt- aðist ekki þann pólitíska óróa sem nú ríkir á Islandi. Hann svaraði því til að fulltrúar Atlantsál-fyrirtækj- anna væru „bissnesmenn". Þeir hefðu ekki áhyggjur af stjómmál- um á íslandi. Stefnt væri að bygg- ingu álvers sem ætti eftir að starfa í áratugi og á þeim tíma myndu væntanlega sitja margar ríkis- stjómir. Olafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra sagði í samtali við Tímann að undirritunin í gær væri leiksýn- ing. Leiksýning sem væri efnislítil og sett á svið í pólitískum tilgangi. Ólafúr sagði að það væri aðeins tvennt í plagginu, sem undirritað var í gær, sem einhverju máli skipti. Annars vegar staðsetningin og hins Jón Sigurðsson iðnaöarráð- herra undirrítar áfangasam- komulag um byggingu álvers á Keilisnesi. Tímamynd Pjetur vegar mikilvæg atriði í skattamál- um. Atlantsál-fyrirtækin sam- þykktu í fyrradag kröfur fjármála- ráðuneytis og iðnaðarráðuneytis í skattamálum. Ólafur sagði þetta ákaflega mikilvægt skref og myndi hafa fordæmisgildi í samningum við önnur erlend fyrirtæki. Ólafur Ragnar gagnrýndi harðlega framgöngu Jóhannesar Nordals í málinu. Hann sagði furðulegt að eftir að stjóm Landsvirkjunar neit- aði að gefa Jóhannesi Nordal, for- manni stjórnar Landsvirkjunar, umboð til að skrifa undir drög að orkusamningi, skipti hann um hatt og skrifi undir í nafni álviðræðu- nefndar. Hann sagðist ekki skilja hvað væri verið að blanda Jóhann- esi Nordal inn í þessa undirskrift, nær hefði verið að fulltrúi fjármála- ráðuneytisins hefði skrifað undir þann jákvæða áfanga sem náðst hefði í skattamálum. Jóhannes Nordal sagði við Tfmann í fyrradag, fyrir stjómarfund Lands- virkjunar, að hann myndi ekki Ieita eftir umboði stjómar til að skrifa undir. Jóhannes sagði í gær að stjórnarfundur Landsvirkjunar hefði engu breytt um undirskrift sína. Vangaveltur um annað væru á misskilningi byggðar. Ríkisútvarpið sagði í gærkvöldi að Jóhannes hefði ætlað sér að leita eftir umboði stjómar Landsvirkjunar, en hætt við það þegar honum var ljóst að mikil andstaða var við það. Davíð Oddsson borgarstjóri lýsti því yfir á fundi Landsvirkjunar að hann væri ósáttur við þau drög að orkusamn- ingi sem fyrir liggja. Páll Pétursson, Finnbogi Jónsson og Sigurjón Pét- ursson bókuðu um sína afstöðu til draganna. Ólafur Ragnar var spurður hvort hann óttaðist um líf ríkisstjómar- innar. „Þetta stjómarsamstarf hefúr reynst sterkt. Alþýðubandalagið ætlar ekki að fara út úr ríkisstjóm, þó að þeir Jón og Jóhannes setji á svið leikrit og Jóhannes sýni hvað hann á marga hatta. Við tökum af- stöðu eftir raunvemleikanum og hann er þessi: Það er komin fi'n nið- urstaða í skattamálunum. Hún er í samræmi við stefnu Alþýðubanda- lagsins í tvo áratugi. Ég fagna henni eindregið, bæði sem fjármálaráð- herra og sem formaður Alþýðu- bandalagsins. í umhverfismálunum hefúr ekkert gerst og í orkumálun- um er einn allsherjar biðleikur," sagði Ólafur Ragnar. Jón Sigurðsson var spurður hvort hann óttaðist ekki að hann hefði undirritað stjómarslit með undir- ritun álsamninganna. ,J4ei, ég óttast það ekki. Ég er sannfærður um að þeir, sem þessa stjóm mynda, sjá að það er góður undirbúningur undir kosningar að í kjölfar jafnvægissigurs í eínahags- málum fylgi von um alvöru hag- vöxt“ -EO IHHBBi Landsáætlun heilbrigðisráðherra gegn eyðni kynnt. Guðmundur Bjarnason: ÞEKKING OG FRÆÐSLA ER ENN EINA VÖRNIN Guðmundur Bjamason heilbrigðis- ráðherra kynnti í gær heildaráætlun — landsáætlun í alnæmisvömum, sem unnin var af landsnefnd um al- næmisvamir sem ráðherra skipaöi þann 2. júní 1988. Nefndinni var ætlað að samræma aðgerðir gegn alnæmi og stuðla að samvinnu allra þeirra sem sjúkdóm- urinn snertir, hvort sem um er að ræða hina sýktu og aðstandendur þeirra eða þá sem starfa við heilbrigð- isþjónustu eða f félagslega keríinu. Slík samræming skal leiða til sam- ræmds markviss starfs gegn sjúk- dómnum. í skipunarbréfi nefndar- innar segir að henni sé ætlað að gera tillögur til ráðherra um landsáætlun um aðgerðir gegn alnæmi, efla sam- vinnu þeirra sem starfa við forvarnir og meðferð sýktra, fylgjast með al- þjóðlegu starfi við alnæmisvamir og miðla þekkingu um það hérlendis. Þá skyldi hún stuðla að því að efla og samræma almennt fræðslustarf, einkum um smitleiðir sýkinnar og að reyna að draga úr fordómum gagn- vart þeim sem smitast hafa. í áætluninni er ítarlega fjallað um einstaka efnisþætti er varða alnæmi — bæði er varða hina sýktu og vel- ferð þeirra, sem og sjúkdóminn sjálf- an og velferð þeirra sem við hann þurfa að fást eða að annast þá sem sýktir eru. í júlíbyrjun á þessu ári var fjöldi þeirra, sem greinst hafa með eyðni- smit hérlendis, 55. Af þeim voru 14 með alnæmi. Átta manns hafa látist af sjúkdómnum. Nánar verður fjallað um landsáætl- unina síðar. —sá Guðmundur Bjamason kynnti í gær vfðtæka áætlun um hvemlg best megi veijast eyðnisjúkdómnum. Ásamt honum kynntu einstaka þætti áætlunarínnar Guðjón Magnússon aðstoðaríandlæknir o.fl. Tlmamynd: Aml Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.