Tíminn - 16.10.1990, Side 2

Tíminn - 16.10.1990, Side 2
2 Tíminn ■ Mánudagur 16. október 1990 Umhverfisráðherra telur að vothreinsibúnaður sé ekki aðal- atriði í nýju álveri en ströng skilyrði verði sett fyrir starfsleyfi: Hvergi minni flúor og hvergi meira eftirlit Júlíus Sólnes umhverfísráðherra kynnti í ríkisstjóm í gær áfanga- skýrslu sérstakrar sérfræðinganefndar, sem unnið hefur tillögur um mengunarvamir í tengslum við veitingu starfsleyfis fyrir nýtt 200 þúsund tonna álver á Keilisnesi. í þessum tillögum er ekki gert ráð fyrir að álverið notist við vothreinsibúnað, a.m.k. til að bytja með. Einnig væri búist við að fiúormengun af álverínu gæti orðið sú langminnsta sem þekkist í heiminum í dag. Þetta kom fram í ræðu umhverfis- ráðherra í utandagskrárumræðum um álmálið á alþingi í gær. Hann sagði að þó engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvaða skilyrði yrðu sett fyrir því að nýtt álver fengi starfsleyfi, hafi línur nokkuð skýrst varðandi það hvaða stefnu þau mál tækju, að fengnum frumniðurstöð- um nefndar sérfræðinga undir for- mennsku Eggerts Steinsens. Júlíus upplýsti að fyrir skömmu hafi náðst samkomulag um það við Atlantsál-fyrirtækin, að verði nýtt álver reist á Keihsnesi færu þar fram „sívirkar rhælingar" á öllum meng- unarvaldandi útblæstri og úrgangi og yrðu það umfangsmestu mæling- ar sem gerðar yrðu að staðaldri við álver í heiminum. Ráðherrann sagði að þetta samkomulag eitt sér væri gríðarlegur áfangi í mengunarvörn- um og ætti að geta tryggt eins full- komið eftirlit og völ væri á, en slíkt eftirlit væri einmitt forsenda árang- ursríkra mengunarvarna. Umhverfisráðherra tilgreindi ekki frekar í hverju þessar mælingar fæl- ust. Hins vegar gerði hann bæði flú- ormengun í og brennisteinstvíildis- mengun í útblæstri að umtalsefni. Júlíus benti á, að í aðildarríkjum OECD væri víðast miðað við að flúor í útblæstri álvera mætti ekki vera yf- ir 0,8 kg, miðað við hvert framleitt tonn af áli. Hins vegar hafi hann kynnst því á ferð sinni í Svíþjóð ný- lega, að þar hafi tekist að minnka flúormagn í útblæstri niður í 0,5 kg á hvert framleitt tonn af áli. Flúor- mengunin í álveri á Keilisnesi gæti hins vegar farið enn neðar en þetta, að sögn umhverfisráðherra, og kvaðst hann hafa fyrir því rök að hér gæti hún orðið um 0,3 kg á hvert tonn sem framleitt er af áli. Síðan sagði ráðherrann: „Hins vegar er eitt sem hinir er- lendu samstarfsaðilar benda á, sem við hljótum af sanngirnisástæðum að taka tillit til. Það er, að jafnvel fullkomnasti hreinsibúnaður, sem völ er á í heiminum í dag til að aftra flúormengun, leysir ekki einn sér nema kannski helminginn af dæm- inu. Það eru starfsmennirnir sjálfir Alyktanir fra stjórn og trúnaðarráði Dagsbrúnar: Dagsbrún krefst lækkunar raunvaxta f ályktun, sem stjóm og trúnaðar- ráð Dagsbrúnar hefur sent frá sér, segir að Dagsbrún Iýsi undrun sinni á þeirri tregðu sem átt hefur sér stað hjá lánastofnunum til lækkunar raunvaxta, en jafnframt sífelldri hækkun á öllum þjónustu- gjöldum. Þá segir að meðalvextir á verð- tryggðum skuldabréfum hafi hækk- að úr 7.9% í 8.2% á samningstíma- bilinu og sé það ólíðandi. Dagsbrún telur þetta ganga þvert á anda „þjóð- arsáttar" og krefst þess að raunvext- ir verði lækkaðir. Dagsbrún vill einnig minna á að lífeyrissjóðirnir lækkuðu vexti sína að ósk samn- inganefnda úr 7.9% í 7%, en bank- arnir stefna í þveröfuga átt. í annarri ályktun, sem stjórn og trúnaðarráð Dagsbrúnar hefur látið frá sér fara, segir: „Viðgengist hefur árum saman að ýmsir aðilar í þjóðfé- laginu leiki sér að því að velta skuld- bindingum sínum yfir á almenning með því að gera fyrirtæki sín gjald- þrota. Ríkisábyrgð tekur þá við launaskuldum fyrirtækisins. Síðan stofna sömu aðilar annað fyrirtæki undir öðru nafni og halda jafnvel áfram og stofna fleiri fyrirtæki, allt í skjóli hlutafélagsformsins. Engin haldgóð ákvæði virðast vera í lögum sem hindra þetta svívirðilega brask, sem að verulegu leyti fer fram á kostnað ríkisins, almennings, starfs- manna og viðskiptamanna þessara svikafyrirtækja." Dagsbrún skorar á Alþingi að setja lög sem koma í veg fyrir að framhald verði á þessum gjörningum. Dagsbrún telur einnig að nauðsyn- legt sé að renna styrkari stoðum undir atvinnulífið á Islandi og virð- ist Dagsbrúnarmönnum enginn kostur vera vænlegri en bygging nýs álvers eða annarrar stóriðju. Bæði virkjanaframkvæmdir og bygging nýs álvers eru mannaflafrekar og mundu um Ieið og framkvæmdir hefjast gjörbreyta atvinnuástandi í landinu, segir í frétt frá Dagsbrún. Dagsbrún leggur engan dóm á stað- arval álversins eða blandar sér í deil- ur þar um, en telur að í því sam- bandi þurfi að taka fyllsta tillit til mengunarhættu og náttúruspjalla. Stjórn og trúnaðarráð Dagsbrúnar vill líka minna á þá staðreynd að með minnkandi fjármagni til bygg- ingaframkvæmda félagslegs hús- næðis, þá bitnar það öðru fremur á láglaunafólki og ungu fólki með börn á framfæri. Þetta fólk hefur ekki fjármagn til kaupa íbúðarhús- næðis á almennum markaði né bygginga á eigin vegum. Stjórn og trúnaðarráð Dagsbrúnar tekur því undir sjónarmið félags- málaráðherra, að þær 700 milljónir, sem áætlaðar eru í nýframlögðum fjárlögum, eru með öllu óviðunandi. Slíkur niðurskurður á framlögum til félagslegra íbúða er bein árás á verkafólk í landinu. Fátt er betur fallið til að bæta kjör láglaunafólks en fleiri félagslegar íbúðir með hóf- legum greiðsluskilmálum. khg. sem leysa hinn helminginn. Þ.e.a.s. það er samviskusemi starfsmanna og eindreginn vilji allra þeirra, sem vinna í álverinu, til að koma í veg fyrir mengun. Ef, og það gæti gerst, að það yrði slæmur andi í álverinu, tíðar vinnu- og kaupdeilur þannig að starfsfólkið yrði óánægt, þá myndi það valda mikiu meiri meng- un en búnaðurinn segir til um.“ í Ijósi þessa sagði ráðherrann að það gæti reynst skynsamlegt að taka ekki endanlegar ákvarðanir um þennan þátt fyrr en í ljós kæmi hvernig reksturinn og þjálfun starfs- fólks gengi fyrir sig. Júlíus Sóínes kom einnig inn á þörfina fyrir vothreinsibúnað í nýju álveri og sagði að opinber umræða um mengunarhættu vegna brenni- steinstvíildis hafi verið á villigötum. Hann benti á að brennisteinstvíildið myndaðist í rafskautum eða for- skautum við álbræðsluna og að það færi mikið eftir því hvers konar raf- skaut notuð væru, hve mikil brenni- steinstvíildismengunin væri. Hann sagði að vothreinsibúnaður fælist einfaldlega í því að þvo með sjó út- blásturinn frá verinu og slík sjóskol- un væri langt frá því að vera full- komin. Jafnframt rynni þá brenni- steinsmengaður sjór á haf út og megnið af útblæstri frá álveri á Keil- isnesi færi hvort eð er á haf út og dreifðist þar. Til þess að losna við þessa mengun frá nýju álveri benti umhverfisráðherrann á að sérfræð- inganefndin teldi vænlegra að gera kröfur um að einungis yrðu notuð lítt mengandi rafskaut í nýju álveri og draga þannig úr framleiðslu á brennisteinstvíildi í verksmiðjunni. Það væri á þeim grunni, þ.e. að gera kröfu um lítt mengandi rafskaut frekar en vothreinsibúnað, sem unnið væri að málinu nú. Engu að síður sagði umhverfisráðherra að ál- verið þyrfti að hanna þannig að auð- velt yrði að koma upp vothreinsi- búnaði síðar, því hugsanlegt væri að erfitt gæti reynst í framtíðinni að fá lítt mengandi rafskaut. - BG Silungur í Kópavogslæk Óvænt uppákoma varð í Kópavogi á sunnudaginn þegar Kópavogslækurinn fylltist skyndilega af sil- ungi. Fjölda fólks dreif að til að kanna málið og nokkrir veiðimenn sáu sér leik á borði og reyndu að klófesta fiskinn. Það var rétt upp úr hádegi að menn urðu fyrst var- veiddust um eðayfir 20 silungar, allt þriggja til fjög- urra punda fiskar. Um kvöldmatarleytið hættu menn veiðum, en þá var silungurinn hættur að taka, enda margt fólk að fylgjast með og silungurinn tckinn að styggjast. Að sögn heimildarmanns, sem var á staðnum, er hér Ifklega um eldisfisk að ræða sem sloppið hefur úr eldiskvíum. Hér getur jafnvel verið um sama fisk að ræða og var í Hafnarfjarðarhöfn fyrir stuttu. Að sögn Einars E. Sæmundsen, garðyrkjustjóra Kópavogs, kemur þessi atburður honum skemmti- lega á óvart, sérstaklega þar sem menn hafi rætt um það, að senn færi að líða að því að hægt væri að hafa silung í læknum. Mjög Iíklegt er að silungurinn hafi gengið inn Kópavoginn og síðan notað flóðið til þess að fleyta sér yfir í iækinn. Silungur sást einnig á sveimi í Kópavogslæk í gær og getur fólk sem á leið framhjá keknum því átt von á að sjá spriklandi silung að leik. khg. Isflug og Flugleiðir sækja um flugrekstrarleyfi Arnarflugs: ísflug lagði inn umsókn og tilskildar tryggingar Tvær umsóknir eru um flugrekstr- arleyfi til Amsterdam og Hamborg- ar, frá ísflugi og Flugleiðum. Flug- leiðir hafa séð um þær leiðir að undanfomu. ísflug skilaði inn um- sókn sinni í gær, rétt áður en frest- ur rann út, og hafði þá útvegað þær tryggingar sem Samgönguráðu- neytið óskaði eftir. Flugráð fjallar nú um umsóknirnar og má vænta ákvörðunar í þessari viku. „Við sendum inn umsókn fyrir há- degi í gær,“ sagði Víglundur Þor- steinsson, stjórnarformaður ísflugs, í samtali við Tímann. Hann sagði ís- flug hafa náð það langt í hlutafjár- öflun að hlutafjárloforð liggi fyrir, auk loforðs um rekstrarfjármögnun. „Það gerir meira en að mæta þeirri þriggja mánaða rekstrarfjárþörf af eigin fé miðað við rekstraráætlun, sem krafist er í reglugerð. Síðan myndum við þurfa að auka hlutafé okkar frekar á næstu vikum og mán- uðum, til þess að mæta kröfum reglugerðarinnar um þriggja mán- aða rekstrarfjárþörf af eigin fé miðað við heilsárs meðaltal." Víglundur sagði framhaldið ráðastaf umfjöllun yfirvalda um málið í þessari viku. í gær voru umsóknir ísflugs og Flugleiða sendar til Flugráðs, sem tekur þær væntanlega fyrir í dag. Að því loknu mun Samgönguráðuneyt- ið fara yfir umsagnir Flugráðs og veita flugrekstrarleyfið í framhaldi af því. Óvissa ríkir því um hver afdrif Arnarflugs verða, en það virðist vera úr leik í þessum slag. í gærkvöldi var stjórnarfundur hjá Arnarflugi, þar sem farið var yfir stöðuna. -hs.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.