Tíminn - 16.10.1990, Qupperneq 5

Tíminn - 16.10.1990, Qupperneq 5
Þriðjudagur 16. október 1990 Tíminn 5 Heilbrigðisráðherra leggur til að stofnað verði samstarfsráð sjúkrahúsa í Reykjavík sem fái fjárveitingarvald: Spítalamir fá 10 millj- arða sem verða að duga Á næstu dögum verður lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að stofnað verði Samstarfsráð sjúkrahúsanna í Reykjavík. Ráðinu verður falið að stuðla að sem hagkvæmastri verkaskiptingu milli sjúkrahúsanna, en meginverkefni þess verður að skipta á milli sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík því fjármagni sem ríkissjóður veitir til reksturs þeirra, en það verður á næsta árí um 10 milljarð- ar. Það er nefnd, sem Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra skipaði í febrúar 1989, sem gerir tillögu um að þetta ráð verði sett á stofn. Nefndin var undir forystu Finns Ingólfssonar, aðstoðarmanns ráðherra. Lengi hefur verið rætt um að auka samstarf milli sjúkrahúsanna í Reykjavík. í nokkur ár hefúr t.d. verið starfandi sérstök nefnd sem var á sínum tíma falið það hlutverk að auka samstarfið og finna leiðir til sparnaðar. Árangur af starfi nefndarinnar hefur hins vegar verið takmarkaður, vegna þess að hún hefúr ekki haft vald til að koma hugmynd- um sínum í verk, en auk þess hefur ekki náðst samstaða um leiðir. Guðmundur Bjamason heilbrigðis- ráðherra sagði á fundi með biaða- mönnum í gær, að með því að koma á fót Samstarfsráðinu vonaðist hann til að sjúkrahúsin sæju sér hag í að auka samstarfið og þar með ná fram hag- ræðingu og sparnaði. í fjárlagafrum- varpinu er gert ráð fyrir að veitt verði um 10 milljörðum til reksturs sjúkra- húsa í Reykjavík. Það verður síðan verkefni Samstarfsráðsins að skipta þessari upphæð milli sjúkrahúsanna. Guðmundur sagðist telja að þessi að- ferð við að deila fjármunum til sjúkra- húsanna yrði þeim hvati til að spara. Hann sagðist vonast eftir að sjúkra- húsin kæmu á skýrari verkaskiptingu sín á milli, en það eitt er talið geta sparað verulegar fjárupphæðir. Guðmundur sagðist helst ekki vilja nefna upphæðir í þessu sambandi. Hann minnti á að hagræðing kostaði sitt, því að í sumum tilfellum þyrfti að laga aðstöðu á einum stað ef Ieggja ætti niður hliðstæða starfsemi á öðr- um. Hann sagðist því ekki gera ráð fyrir að þessi breyting myndi spara mikið fyrsta árið, en enginn vafi Iéki á að þegar til lengri tíma væri litið þýddi þetta spamað upp á hundmð milljóna króna, ef vel tækist til. Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði á fúnd- inum að eitt af því, sem í framtíðinni myndi hvetja sjúkrahúsin til að auka samstarf, væri ný tækni á sviði lækna- vísinda. Þessi tækni er orðin svo dýr að útilokað er að ein lítil þjóðin hafi efhi á að kaupa nema eitt tæki til landsins. Sem dæmi nefndi Guðjón tæki til að brjóta nýrna- og gallsteina án skurðaðgerða. Ódýrasta tegund af þessari tækni kostar á milli 80-90 milljónir, fyrir utan reksturskostnað. Þó að Samstarfsráðið komi til með að verða valdamikið tæki í þessum mála- flokki, fara stjórnir sjúkrahúsanna áfram með stjóm sinna mála. Tillögur um hagræðingu þurfa eftir sem áður að fara fyrir þær. í nefnd þeirri, sem Finnur Ingólfsson veitti forstöðu, varð ágreiningur um hvaða leiðir væri vænlegast að fara til að ná fram hag- ræðingu og sparnaði. Lagðar voru fram níu skriflegar tillögur, en þeim var öllum hafnað. Búast má við að áfram verði tekist á um leiðir í nýja ráðinu, en Guðmundur Bjarnason sagðist sannfærður um að ráðið Vinnuslys tvöfalt tíðari á Egils- stöðum en í höfuðborginni: Augnslys nær sjötti hluti vinnuslysanna Alls 248 Héraðsbúar leituðu á slysum. síðasta ári tíl Heilsugæslustöðvar- Vmnueftirlitínu kom ekki á óvart innar á Egilsstöðum vegna vinnu- að sár og skurðir reynast algeng- slysa. Það svarar til 8,3 vinnuslysa ustu vinnuslysin á Héraði, eða um á hveija 100 íbúa í héraðinu. Þetta 40%. Hins vegar kemur á óvart nú þýðir að vínnuslys eru hlutfallslega eins og í fyrra, hve oft var um það nær tvöfalt tíðari á Héraði heldur að ræöa að „aðskotahlutur fór í en á höfuðborgarsvæðinu. En auga/homhimnu“. Slík tilvik voru 5.740 manns komu tíl meðferðar á 39, eða tæp 16% allra vinnuslysa, Slysadeild Borgarspítalans vegna að sögn Vnnueftirlitsins, sem seg- vinnusiysa á s.l. ári, eða sem svar- ir þetta jafnframt benda tíl þess að ar 4,2 af hverjum 100 ibúum á menn vanræki allt of oft að nota höfuðborgarsvæðinu. Á Héraði öryggisgleraugu við störf sem geta voru vinnuslys tíðust við landbún- valdið því að eitthvað þeytist í auga. aðarstörf. Sérstaka athygli vekur Af 248 slösuðum við störf voru hve slys á augum eru algeng á Hér- 79% karlar, en 21% konur. Karlar aðl. á aldrinum 20-24 ára em mestu HeÍIsugæslustÖðin á Egilsstöðum hrakfallabálkamir, en 30-34 ára ár- hefur s.I. tvö ár tekið saman ítarleg gangamlr sleppa að v£su litlu bet- yfirlit um vinnuslys, sem þar ur. Af 196 slosuðum körlum var komu tíl meðhöndlunar, að því er um þriðjungurinn (64) úr þessum fram kemur í fréttabréfi Vinnueft- tíu aldursárgöngum karlmanna. irlitsins. Af slysaskýrslunni má einnig ráða Vinnusiys vom um þriðjungur að lífsbaráttan byrjar snemma á alira slysatilvika, sem komu til HéraðL Eitt vinnuslys var skráð meðferðar Heilsugæslunnar á Eg- hjá piltí á aldrinum 5-9 ára og fjög- ilsstöðum í fyrra. Á Borgarspítal- ur vinnuslys í hópi 10-14 ára anum var hlutfall vinnuslysa hins bama. vegar aðeins um 17-18% af öllum - HEl Frá vinstri: Finnur Ingóifsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra og Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Tímamynd Ami Bjama myndi leggja sig fram um að finna leiðir til að spara. Hann sagðist búast við að í væntanlegu frumvarpi yrði ákvæði um að hægt verði að vísa ágreiningi í ráðinu til heilbrigðisráð- herra. Ágreiningur varð í nefhdinni um hvemig Samstarfsráðið skyldi skipað. Ráðherra hefúr höggvið á þennan ágreining og leggur til að ráðið verði skipað sjö mönnum: formönnum stjómar Ríkisspítala, Sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar og St. Jósefsspít- ala, tveimur fulltrúum kosnum af sameinuðu Alþingi, að loknum al- þingiskosningum, landlækni og ein- um fúlltrúa tilnefndum af heilbrigðis- ráðherra til fjögurra ára í senn sem jafhframt verði formaður ráðsins. - EÓ Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri afhendir Steinari Berg, framkvæmdastjóra Steinars hf., upptökur með söng Guðmundar Jónssonar, en hann er á milli þeirra. Aðrir á myndinni eru Þorsteinn Hannesson hjá Ríkis- útvarpinu, Jónatan Garöarsson, útgáfús^óri Steinars hf., og Trausti Jónsson veðurfræðingur. Fjórir geisladiskar meö söng Guðmundar Jónssonar Ríkisútvarpið og Steinar hf. gefa í næsta mánuði út fjóra geisladiska með söng Guðmundar Jónssonar. Það mun vera stærsta útgáfa í sögu íslenskrar hljómplötuútgáfu, segir í fréttatilkynningu frá Ríkisútvarp- Ungur maður um tvítugt fannst látinn á Húsavík um hádegisbilið á laugardag. Hann fannst á vegi, sem liggur í fjörunni fyrir neðan Mararbrautina, þar sem hann inu. Þann 1. desember munu þessir aðilar einnig gefa út geisladisk með úrvali af söng Eggerts Stefánssonar, en þá eru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Eggert var einn af frumherj- um íslenskrar söngmenntunar. hafði orðið úti. Hann hét Karl Jak- ob Hinriksson, til heimilis að Mar- arbraut 21. Hann lætur eftir sig unnustu. —SE Á geisladiskunum með söng Guð- mundar eru 84 atriði, allt frá áður óútgefnu lagi eftir Jón Þórarinsson, sem er 34 sekúndna langt, til atriða úr óperum. Elsta upptakan er frá 1945, en sú nýjasta er frá tónleikum sem Guðmundur hélt í íslensku óperunni þann 10. maí s.L, en þá var hann sjötugur. í fréttatilkynningu frá Ríkisútvarpinu segir: „Það er Ríkisútvarpinu sérstök ánægja að standa að þessari útgáfu. Hvort tveggja er, að Guðmundur var starfsmaður þess um áratuga skeið og auk þess naut útvarpið hinna miklu hæfileika Guðmundar í dag- skrá sinni. Hann var að öðrum ólöstuðum manna traustastur til að leita þegar mikið lá við.“ -h*. Húsavík: Ungur maður varð úti

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.