Tíminn - 16.10.1990, Qupperneq 7
Þriðjudagur 16. október 1990
Tíminn 7
BÓKMENNTIR
Litið yfir farinn veg
Magni Guðmundsson: Uf og landshagir.
Reykjavik 1990.
í formála gerir Magni Guðmunds-
son svo grein fyrir þessari sjöttu bók
sinni: „I inngangskafla segir frá at-
riðum, sem spegla tíðarandann á
uppvaxtarárunum. Þá koma þjóð-
málin í röð stuttra þátta, sem sam-
eiginlega mynda hagsögu í hnotsk-
urn. Hún er rakin sem næst frá Al-
þingishátíðinni 1930 og þó einkum
tímaskeiðið 1940-1990.“
I
Frá bernskuárum sínum segir
Magni Guðmundsson: „Stykkis-
hólmur á sterk ítök í þeim, sem
þangað rekja ætt sína og uppruna...
Ein íyrsta hafskipabryggja landsins
var smíðuð í Stykkishólmi. Þilskipa-
útgerð var með blóma... Þar var að
staðaldri hópur fyrirmanna, sem
sömdu sig að háttum erlends aðals í
klæðaburði, fasi og framkomu. ...
Hús föður míns var títt setið skáld-
um og listamönnum, þeirra á meðal
Jóni Bergmann, snillingi ferskeytl-
unnar, og Stefáni frá Hvítadal, þjóð-
skáldi.... Ævintýraheimur unglings-
áranna tók á sig dekkri mynd, þegar
heimskreppan náði að teygja klær
sínar hingað til lands... atvinnuleys-
ið þrúgaði Hólmara. Verkfærir menn
voru snemma á fótum og gengu
morgun hvem niður að höfn í leit að
vinnu, uppskipun eða öðm. Hímdu
þeir í öllum veðrum undir veggjum
verslunarhúsanna, oft klukkustund-
um saman..." (Bls. 9-10)
„Faðir minn, Guðmundur Jónsson
frá Narfeyri, átti við heilsuleysi að
stríða þegar frá miðjum aldri. Varð
hann af þeim sökum að hætta húsa-
smíði, sem hann hafði lært til. Hóf
hann að reka flóabátinn Baldur.
Hann var virkur í félagsmálum stað-
arins, sat í hreppsnefnd Stykkis-
hólms, hafnamefnd, skólanefnd o.fl.
nefndum, var fmmkvöðull að stofn-
un bindindisfélags og Alþýðuflokks-
félags, fulltrúi á þingum ASÍ og í for-
sæti þar á stundum ... Gekkst hann
fyrir því ásamt öðmm umbótasinn-
um að stofna Samvinnuútgerðina í
Stykkishólmi, sem hann veitti síðan
forstöðu. Keypti hún og gerði út
línuveiðarann Alden." (Bls. 10-11)
„Fyrsta sumarið eftir fermingu
mína hafði faðir minn opinn bát,
hraðskreiðan, til fólks- og vömflutn-
inga um Breiðafjörð ... og var ég
skipverji á honum... Næstu sumur,
miíli skólaára, vann ég ýmis störf, og
var röðin þessi: Fiskþurrkun hjá
Verslun Tang & Riis í Stykkishólmi,
sfldveiðar með Alden ásamt söltun á
„plani" hjá Ole Týnes á Siglufirði,
brúargerð í Borgarfirði hjá Sigfúsi
Kristjánssyni, vegagerð á Holta-
vörðuheiði hjá Jóhanni Hjörleifs-
syni... Það varð ofan á, að ég færi í
framhaldsnám... Menntaskólinn á
Akureyri varð fyrir valinu... Við
mættum tveir Snæfellingar til inn-
ritunar í MA... Margir skólafélag-
anna urðu lífstíðarvinir... Að loknu
stúdentsprófi 1937 las ég forspjalls-
vísindi við Háskóla íslands og lauk
prófi í þeim vorið 1938... Var mér fal-
in ritstjóm „Nýja stúdentablaðsins"
(Afréð M.G. síðan að lesa viðskipta-
fræði í París við Ecole des Hautes
Etudes Commerciales). ... ég hóf að
sækja frönskunámskeið Alliance
francaise... haldið var til Frakklands
miðsumars 1938... Járnbrautarlestin
staðnæmdist við svonefnda Norður-
stöð (Gare du Nord) í París... Áfanga-
staðurinn var gistiheimili Madame
Luciani í Latneska hverfinu. Þar
höfðu íslendingar búið áður... Fyrsta
verk mitt morguninn eftir komu
mína var að skrifa Þórami Björns-
syni og skila bréfinu í póstinn...
mætti ég honum í iðandi mannhafi
gangstéttanna... Ég fékk inni í
heimavist skólans... Námið var
strangt... Ætlast var til, að nemend-
ur skrifuðu fyrirlestrana niður og
lærðu þá... Þennan vetur í París
kynntist ég séra Jóni Sveinssyni,
Nonna, sem þá var 81 árs að aldri, og
fyrir hans tilstilli mennta- og lista-
fólki úti á landsbyggðinni... Þegar
seinni heimsstyrjöld skall á í sept-
emberbyrjun 1939, var viðskiptahá-
skólinn fluttur frá París til Caen og
deild fyrir útlendinga lokað... Eftir
skamma dvöl í Kaupmannahöfn ...
hélt ég heimleiðis... kom til Reykja-
víkur 15. nóvember 1939.“ (Bls. 12-
20)
„Vorið 1940 var mér nánast ýtt út í
viðskiptalífið... rekstur veitingastofu
að Skólavörðustíg 3... Við gerðum
róttækar breytingar innanhúss ... og
auglýstum stofuna undir heitinu
„Leifskaffi"... Árið eftir var flutt að
Laugavegi 28B með aðstoð nýrra fé-
laga... Kaup voru og gerð innan tíðar
á fasteigninni sjálfri... Jafnframt var
hafinn innflutningur, aðallega þó á
útgerðarvörur f umboðssölu." (Bls.
25-26)
,Á miðju ári 1944 lét ég til skarar
skríða og innritaðist í... Montréalhá-
skóla... Kennsluskráin var hins vegar
mjög á aðra Iund en sú, sem fylgt var
í París. Spurðist ég fyrir um nám í
McGiIl-háskólanum... Fóru leikar
svo, þótt enskan væri mér ekki töm,
að ég innritaðist þar í deild hagfræði
og stjórnvísinda... Að loknu tveggja
ára námi náði ég á lokaprófi gráð-
unni „The Degree of B A with Hono-
urs in Economics and Political Sci-
ence.“ (Bls. 29-30)
II
Heim kominn hvarf M.G. til veit-
ingarekstrar, en sneri við blaði um
miðjan sjöunda áratuginn: „Bæði
fyrirtækin, sem ég hafði rekið í rétt
25 ár, voru ábatasöm, en störfin orð-
in krefjandi og lýjandi. Veitingahús
eru opin frá kl. 8 að morgni til mið-
nættis — alla daga ársins... Annríkið
mæddi meira á fjölskyldunni, konu
og börnum, en sjálfum mér... Réðst
ég til Hagstofu íslands... Frá ársbyrj-
un 1967 hóf ég svo störf í Seðlabanka
íslands, hagfræðideild... Eftir 6 ára
starf í Seðlabankanum leist mér svo,
að tölfræðin og hagfræðin yrðu við-
fangsefni mín til frambúðar... Lét ég
innritast í Manitoba- háskóla... Sér-
greinar mínar urðu áfram að eigin
vali verðlagsmál og banka- og pen-
ingamál, en hinni þriðju bætt við,
ríkisfjármálum.... og varð titill rit-
gerðar endanlega ,AnaIysis and Ev-
aluation of the Danish Monopolies
and Restrictive Practices Control Act
1974“... Ritgerðarverkefhið knúði
mig til Kaupmannahafnar, þar sem
ég ræddi við forstöðumann Einok-
unareftirlitsins.... Veitti hann og
starfsfólkið mér margvíslegar upp-
lýsingar og gögn. Úrvinnsla þeirra,
aðrar kannanir og athuganir, svo og
samning ritgerðar, tóku mig 2 ár
alls... Doktorsvöm var svo ákveðin í
júní 1977... Alls tók þetta munnlega
próf 3 klst.... Að stundarkomi liðnu
birtist forseti og óskaði mér til ham-
ingju með „the Degree of Doctor of
Philosophy (Economics)..." (Bls. 47-
49)
„Nokkm eftir komuna heim 1977
tók ég við sérhæfðu starfi í verðlags-
stofnun... Á miðju ári 1978 barst mér
starfstilboð frá Hagráði Kanada í
Ottawa... Henni var komiö á fót upp
úr árinu 1960 til þess meðal annars
„að kanna með hvaða hætti opinber-
ar hagstjómarstefnur gætu best
stuðlað að jafnvægi í þróun allra
byggða Kanada." ... Vinnuhópur
Hagráðs ferðaðist til Sjávarfylkjanna
og var staðnæmst um hríð í St.
John’s... Hver og einn átti að gera
sínar kannanir og skila séráliti fyrir
lok 1979... í vinnuhópnum vom
sumir hagfræðingar landsins, þeirra
á meðal dr. Neil M. Swan... Mér stóð
til boða endurnýjun samnings við
Hagráð, en sneri heirn..." (Bls. 50-
54)
III
Peningamál, einkum verðtryggingu
Haraldur Jóhannsson
og vexti, tekur M.G. fræðilegum tök-
um, en flest önnur efnahagsmál
ræðir hann vítt og breitt og tilfærir
þá oft fróðleg dæmi utan úr heimi.
Kann hann frá kreppu- og stríðsár-
unum á Nýfundnalandi að segja:
„Nýfundnaland ... varð fyrir þungum
skakkaföllum í heimskreppunni...
Útflutningsmarkaðir landsins fyrir
fisk, auk timburvara og málma, bók-
staflega hmndu... Reynt var án ár-
angurs að fá erlend lán... Var þá leit-
að ásjár Breta. Þeir skipuðu sérstaka
stjórnarnefnd embættismanna frá
báðum Iöndum og létu í té fjármagn
til greiðslu skulda... Þáttaskil urðu í
seinni heimsstyrjöldinni, er herlið
kom frá Bretlandi, Bandaríkjunum
og Kanada... Peningar streymdu inn
í Iandið, eftirspum vinnuafls jókst
og kaupgjald þrefaldaðist. Jafnframt
lifnaði erlendur markaður fýrir hrá-
efni landsins. Verðmæti fiskafurða
óx um 400% ... Atvinnuleysi hvarf...
„Góðærið11 hélst um nokkurt skeið
að styrjöldinni lokinni, en síðan sótti
í sama farið, víðtækt atvinnuleysi og
fátækt... (Aðild að Sambandsríki
Kanada) varð ofan á með naumum
meirihluta atkvæða.“ (BIs. 55-56)
Að fimm löndum, sem reynt hafa
verðtryggingu fjárskuldbindinga,
víkur M.G.: „Brazilía, sem var fyrir-
mynd okkar, hélt henni áfram með
verðbólgu á bilinu 30-40%. Sú verð-
bólga átti reyndar eftir að vaxa ...
Finnland og fsrael sluppu betur,
enda hurfu þau frá verðtryggingunni
um leið og í óefni var komið. Bretar
og Svíar höfðu á seinni hluta 8. ára-
tugarins þegar gert tilraun með
verðtryggingu á takmörkuðu sviði,
en hætt við hana.“ (Bls. 75)
Frá byggðastefnu í Kanada segir
M.G.: ,Að skoðun Hagráðs (Kanada)
á byggðastefna („regional policy")
einkum að leitast við að draga úr
hvers konar misræmi, — misræmi í
tölu atvinnulausra, í tekjum, í fólks-
fjölgun á ýmsum svæðum. Megin-
áhersla er lögð á tvo fýrrnefndu
þættina, enda er fólksfjölgun talin
ráðast af flutningum manna milli
landshluta fremur en af barnsfæð-
ingum...“ (Bls. 53)
IV
Gleggst allra hagfræðinga landsins
hefur M.G. sett fram rök gegn verð-
tryggingu fjárskuldbindinga, og skal
að lokum vikið að þeim málflutningi
hans: „Var mér falið af viðskiptaráö-
herra og fjármálaráðherra síðla árs
1979 (Svavari Gestssyni og Tómasi
Árnasyni) að gera ítarlega úrtaks-
könnun (ath. um vaxtakostnað í hag-
kerfinu), er tæki til nokkurra ára aft-
ur í tímann. Hávextir höfðu þá þegar
haldið innreið sína, enda þótt full
verðtrygging kæmi ekki fýrr en
1982... Nauðsynlegt er að finna hlut-
deild vaxta í þjóðartekjum... Verð-
bótaþáttur vaxta, sem bætist við höf-
uðstól skuldar, kemur ekki fram sem
kostnaðarliður í ársreikningunum,
heldur aðeins það brot hans, sem
greitt er á uppgjörsárinu. í greinar-
gerð frá (Þjóðhagsstofnun, ath.
„Greinargerð um hlutfall vaxta í
þjóðartekjum og þjóðarútgjöldum")
1. nóvember 1989 er reynt að slá
mati á raunvaxtabyrði atvinnu-
rekstrar og heimila 1985- 88... Árið
1988 telur ÞHS raunvaxtagjöld at-
vinnurekstrar, umreiknuð til ársm-
eðaltals, nema 16.777 milljónum
króna, og er þá gengið út frá meðal-
raunvöxtum 7,7% af lánastofni. Sú
fjárhæð er 42,4% af vergum rekstr-
arafgangi, sem er 39.600 millj. kr.
samkvæmt greinargerðinni. — Á
grundvelli þessara talna má reikna,
að verðbótaþáttur vaxta þetta sama
ár (1988) hafi verið 41.331 millj. kr.
... meðaltalshækkun lánskjaravísi-
tölu, sem mælir verðbótaþátt vaxta,
reyndist 23,39% 1988 eða liðlega
þrisvar sinnum hærri en raunvaxta-
prósentan, en verðbótaþátturinn
kemur að sjálfsögðu á lægri stofn ...
Samanlagt nema raunvextir og verð-
bótaþáttur vaxta 58.108 millj. kr. Það
táknar, að vaxtataka af atvinnu-
rekstri hefur verið rösklega 18 millj-
örðum króna meiri en vergur rekstr-
arafgangur. Jafnvel þótt sú tala
kunni að vera ofmetin, er vaxtatakan
án alls efa langt umfram arðgjöf fýr-
irtækjanna.” (BIs. 85- 87)
Mat verður hér ekki lagt á þessar
röksemdir M.G., en upp tekin þessi
orð forsætisráðherra í viðtali við
Morgunblaðið, 19. ágúst 1990: „Ég
hitti um daginn einn þekktasta fjár-
málamann Svía, Curt Nicolin...
Hann sagði ... að verðtryggingin
væri (ath. hérlendis) ekki talin til
vaxtakostnaðar, en hann hefði hvergi
kynnst því fýrr, enda væri það al-
rangt.“ — Skoðanabræður á M.G.
þannig utan lands.
Haraldur Jóhannsson
UR VIÐSKIPTALIFINU
Eyöing sorps, forns og nýs
Á Bretlandi munu um 10.000
gamlir haugar sorps, sem er að
grotna og af stafa jafnvel methan-
lofttegundir, sem valda nokkurri
sprengingarhættu. Margir haug-
anna eru vandfundnir, því yfir þá
hefur verið orpið og hús reist ofan á
sumum þeirra. Á meðal fýrirtækja,
sem leita slíkra hauga, eru Oceanfix
við Aberdeen og Ersac í Livingstone
við Edinborg. Telur tæknilegur
framkvæmdastjóri hins síðarnefnda,
dr. Colon Stove, að útgufunar met-
han-lofttegunda verði leitað úr
gervihnöttum.
Skaðvænlegu sorpi, eða einvörð-
ungu hvimleiðu, verður „eytt“
með ýmsu móti. Það verður grafið
upp og flutt á brott (en sú lausn er
aðeins til bráðabirgða); steypt
verður utan um það á staðnum
eða plasti um það brugðið; eða það
verður gert óvirkt fyrir starfsemi
baktería, upphitunar eða geislun-
ar með infrarauðum geislum. Á
meðal breskra fýrirtækja, sem
beita lífrænum aðferðum til sorp-
eyðingar, eru Biotreatment í
Cardiff og Land Restorations Syst-
ems í Slough. Þá mun deild líf-
fræðilegs varnings í Imperial
Chemical Industries hafa tekið til
við lífræna sorpeyðingu.
Á Þýskalandi hefur iðnsamsteypan
BASF samstarf við verkfræðingaf-
irma Bilfinger & Berger um athug-
un og beitingu aðferða til að hefta
efnaferli í sorpi, en sakir þeirra get-
ur grunnvatn spillst.
Hlutabréfaviðskipti
bandarískra banka á ný
Bandaríska Seðlabankaráðið hefur
veitt banka í New York, J.P. Morgan
& Co., skilorðsbundið leyfi til við-
skipta með hlutabréf. í reynd eru
þarmeð úr gildi þau ákvæði Glass-
Steagall laganna frá 1933, sem
bönnuðu þeim þau. Þessi kunni
banki ásamt nokkrum öðrum hefur
um árabil sóst eftir þessu leyfi. Fyr-
ir sig hafa þeir borið þeirri rök-
semd, að stóriðjufýrirtæki afli sér
lánsfjár í vaxandi mæli með útgáfu
verðbréfa hjá fjársýslufýrirtækjum í
Wall Street. Leyfið er bundið því
skilyrði helst, að bankar setji upp
dótturfýrirtæki með eigin höfuð-
stól og framkvæmdastjórn til að
annast viðskipti sín með hlutabréf,
þannig að áhætta þeirra af þeim
verði óbein.
í Japan hefur ráðuneyti utanríkis-
viðskipta birt álitsgerð um orkumál,
en Japan hefur sætt ámæli Alþjóð-
legu umhverfismálastofnunarinnar
sakir loftmengunar, ekki síst vegna
útstöfunar kolefnis-tvísýrings. í
álitsgerðinni segir, að næstu tvo
áratugi muni orkuþorf Japans vaxa
um 35%. Að nokkru með tilliti til
loftmengunar af kolakyntum raf-
orkuverum á landið þann kost skást-
an að reisa kjarnorkuknúin raforku-
Volkswagen
í stað Trabant?
Stjómarformaður Volkswagen AG.,
Carl Hahn, lagði 26. september 1990 í
viðurvist þýska ríkiskanslarans, Kohl,
homstein að nýrri bflasmiðju í Mosel
í Austur-Þýskalandi. Fullgerð mun,
bflasmiðjan kosta 1,9 milljarða $.
Hún tekur væntanlega til starfa 1995
ver til viðbótar þeim 38, sem í því
em starfrækt. Og lagt er til, að 40 ný
kjarnorkuknúin raforkuver verði
reist fram til 2010. Allnokkur and-
staða er samt sem áður í Japan við
byggingu nýrra kjarnorkuvera.
Krupp í félagi
um stálver í Kína
Þýska stórfýrirtækið Krupp Stahl
AG. ráðgerir að reisa stálver í Kína
og mun framleiða 250.000 bfla á ári.
Á eftir Daimler-Benz er Volkswagen
AG. stærsta fýrirtæki Þýskalands og
hefur 260.000 starfsmenn. Fram-
leiðsla þess 1989 nam 3 milljónum
bíla og sala 39 milljörðum $. Stefnir
Volkswagen AG. á að hafa aukið árs-
framleiðslu sína upp í 4 milljónir bfla
1995. Auk Volkswagen framleiðir það
Audi og hinn spænska Seat. Stígandi
ásamt tveimur kínverskum fýrir-
tækjum. Taiyuan Iron & Steel Co. og
China International TYust. Eignar-
hlutur Krupp í álverinu verður 30%,
en áætlað kostnaðarverð þess er 400
milljónir $. — Stálverið mun árlega
framleiða 415.000 tonn af hágæða
stáli og 350.000 tonn af stálþynnum
(rolled steel). — í Kína nam stál-
vinnsla 61,4 milljónum tonna 1989.
Enn flytur það þó inn stál, einkum
sérhæft. Stígandi
40 ný kjarnorkuver í Japan fram til 2010?