Tíminn - 16.10.1990, Page 8

Tíminn - 16.10.1990, Page 8
Götubörnum og utangarðsunglingum hefur fjölgað mikið. Svo virðist sem ð neiti að trúa því: jólamat á aðfangadagskvöld Götubörn og utangarðsunglingar eru vandi sem í mörgum tilfellum virðist ekki viður- kennt að sé til staðar í þjóðfélaginu. Stað- reyndin er hins vegar sú að fjöldi utan- garðsunglinga hefur farið vaxandi á undan- förnum árum. Hildur Biering, starfsmaður Útideildarinnar, sagði í samtali við Tímann að það væri ekki spurning að þetta vanda- mál hefði aukist mikið á síðustu árum. Hún hefði byrjað að vinna hjá útideildinni 1978 og fjöldi þeirra unglinga á aldrinum 15-20 ára, sem hefðu hvergi höfði að halla, hefði aukist mikið á þeim tíma. Aðspurð sagði Hildur að fjöldi þeirra væri nokkuð breytilegur. Oft kæmust þessir krakkar inn í húsnæði tímabundið, en venjulega misstu þau húsnæðið eftir nokk- urn tíma. Hildur sagði að ósköp lítið væri hægt að gera í málum þessara krakka. Krakkarnir væru komnir út í mikla neyslu á áfengi og fíkniefnum og virtust oft ekki hafa áhuga á að taka sig á eða gera neitt í sínum málum. Vímuefnin gerðu þau sljó og sinnulaus um eigin afdrif. Uppgjöfin væri orðin mikil, fangelsið biði hinum megin við hornið og mat þessara unglinga væri að ástæðulaust væri að gera eitthvað í eigin málum. Þau væru hvort eð væri komin of- an í skítinn. Hildur sagði að þessir krakkar kæmu úr alls kyns umhverfi. Sums staðar væri heim- ili þeirra hreinlega ekki til lengur, annars staðar væri mikið ósamkomulag inni á heimilunum og sums staðar hefði þeim hreinlega verið hent út. Ekki væri nein ein ástæða fyrir því að unglingar færu á götuna og ástæðurnar næstum því jafn margar og börnin eru mörg. Margir trúa ekki að ástandið sé orðið svona slæmt Hildur sagði að starfssvið starfsmanna Útideildar væri að þekkja kerfið og vita hvert ætti að vísa unglingunum og reyna að finna einhverjar lausnir fyrir þá. Hún sagði að það væri oft á tíðum erfitt að finna lausnir á einstökum vandamálum. Aðspurð um það hvort þjóðfélagið gæti gert eitthvað fyrir þessi börn, sagðist Hildur ekki trúa öðru en að það ætti að vera hægt að gera eitthvað meira. Ef ekkert væri gert værum við þar með að sætta okkur við ástandið. Það sem helst vantaði væri viðurkenning á því að ástandið væri jafn slæmt og það er. Mjög margir fullyrði að þetta sé ekki til á fs- landi. Til dæmis hefði hún farið með einn skjólstæðing þeirra á opinberan stað og hann var spurður þar hvar hann byggi. Hann sagði að hann byggi hvergi, sem var laukrétt. Starfsmaðurinn, sem talaði við hann, sagði við hann: „Vertu ekki með þetta kjaftæði" og neitaði að trúa að hann ætti hvergi heima. Aðspurð sagði Hildur að það væru ekki margir staðir sem þessir unglingar gætu leitað eftir aðstoð. Unglingadeild Félags- málastofnunar, Útideildin og Rauðakross- húsið væru helstu staðirnir, en það væru allt skammtímalausnir. Hildur sagði að ald- urshópurinn frá fimmtán, sextán ára og fram að tvítugu væri mjög afskiptur. Ung- lingaheimilin væru fyrir unglinga upp að 16 ára, en nú fyrst væri að fara í gang vímu- efnadeild, þar sem pláss yrði fyrir þennan aldurshóp. Fram að því hefur Rauðakross- húsið verið eini staðurinn þar sem þessi hópur gat komið. Þar væri ekki um með- ferð við fíkniefnaneyslu að ræða, en mörg þessara ungmenna væru sokkin það djúpt að byrja þyrfti á að senda þau í meðferð áð- ur en nokkuð annað væri hægt að gera. Margir þessara unglinga hafa ekki getað notfært sér þá aðstoð, sem nú er boðið upp á, vegna þess hversu djúpt þau eru sokkin í neyslu eiturlyfja. Margir koma í ævintýraleit til Reykjavíkur Rauðakrosshúsið tók til starfa 14. desem- ber 1985. Upphaflega átti það að vera at- hvarf fyrir unga fíkniefnaneytendur, en eft- ir u.þ.b. 6 mánaða starf var ákveðið að taka á móti öllum sem áttu í verulegum erfið- leikum, án tillits til neyslumynsturs þeirra. í bæklingi um Rauðakrosshúsið segir að það sé heimili og athvarf fyrir ungt fólk sem er 18 ára og yngra. Til þeirra geti þeir leitað sem ekki eigi í önnur hús að venda. Þar er einnig starfrækt símaþjónusta og þar sem hægt er að spjalla við starfsmenn án þess að segja til nafns. Þá er þar einnig starfrækt ráðgjafarþjónusta fyrir börn, unglinga og aðstandendur þeirra. Hans Henttinen, forstöðumaður Rauða- krosshússins, sagði að þeir þekktu 10-15 krakka undir 18 ára aldri sem væru algjör- lega á götunni. Hans sagði að það, sem margir af þessum útigangskrökkum ættu sameiginlegt, væri vímuefnaneysla af ein- hverju tagi, hvort svo sem það væru for- eldrar eða þeir sjálfir sem ættu í hlut. Venjulega væri um mjög mikla neyslu að ræða. Hans sagði að meirihlutinn væri af höfuðborgarsvæðinu, en það færðist í auk- ana að krakkar utan af landi kæmu til Reykjavíkur. Þeir hefðu flestir hætt í grunnskóla í áttunda, níunda eða tíunda bekk og hefðu engan áhuga á námi. Krakk- ar utan af landi kæmu oft til Reykjavíkur í ævintýraleit og gerðu engar ráðstafanir til að fá vinnu eða húsnæði. Þeir kæmu í hálf- gerðu rugli og haldi að það sé æðislega gaman að djamma og djúsa í Reykjavík. Eft- ir nokkrar vikur séu þau sokkin talsvert djúpt í neyslunni og geri sér þá grein fyrir að þetta er ekki eins spennandi og þau héldu. Fæst hafi þó áhuga á að snúa aftur heim. Sem dæmi mætti taka stelpu, sem kom utan af landi þegar hún var 17 ára. Hún ætlaði upphaflega að fara að vinna og til að byrja með fékk hún að búa hjá vinum eða ættingjum. Síðan kynntist hún nætur- lífinu í Reykjavík og leiddist fljótlega út í mikla vímuefnaneyslu. Skömmu síðar tap- aði hún húsnæðinu, sem hún var í, og var á götunni. Eftir það fór hún á flakk og hélt sig með ákveðnum hópi sem var í mikilli vímu- efnaneyslu. Hans sagði að hún hefði leitað til þeirra þegar hún var í niðursveiflu, og þau hafi verið tilbúin til að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að hjálpa henni: Útvega henni húsnæði, koma henni heim til sín, koma henni í skóla, hjálpa henni til að fá vinnu og þar fram eftir götunum. Götulífið og vímuefnaneyslan væri hins vegar meira spennandi og hún væri ekki tilbúin til þess að leggja það á hilluna. Hans sagði að það kæmi honum ekki á óvart, ef hún leitaði aftur til þeirra eftir 12 til 18 mánuði, þegar alvarlegri einkenni neyslunnar tækju að segja til sín og hún gerði sér grein fyrir hversu djúpt hún væri sokkin. Hans sagði að eftir þessum krökkum að dæma væri það minnsta mál í heimi að verða sér úti um vímuefni eins lengi og þau ættu til peninga eða eitthvað til vöruskipta. Þó að það sé ekki til hefðbundið vændi á ís- landi, eins og við þekkjum það í kvikmynd- unum, þá hafi sumar stelpur leiðst út í að vingast við eldri menn gegn því að fá áfengi og önnur vímuefni í staðinn. Upplausn í fjölskyldum algeng meðal skjólstæðinga Rauðakrosshússins Hans sagði að þeir krakkar, sem leituðu til þeirra, kæmu úr öllu geirum þjóðfélagsins. Hins vegar hefðu þau ákveðnar vísbending- ar sem þau gætu ekki horft framhjá, eins og t.d. það að einungis fjórðungur þeirra sem kæmi til þeirra hefur alist upp hjá báðum kynforeldrum. 75% prósent alast því upp í fjölskyldum sem hafa sundrast á einhvern hátt, upplausn sé í fjölskyldunni sem hljóti að hafa sín áhrif á krakkana. Aðspurður um ástæður þessa, sagði Hans að það væru mörg atriði sem mættu betur fara í þjóðfélaginu. Hins vegar væru nokkur stór og veigamikil atriði sem væri mikil- vægt að tekið yrði á fyrr en síðar, t.d. staða fjölskyldunnar í samfélaginu í dag. „Engin fjölskylda kæmist af með eina fyrirvinnu á þessum meðallaunum. Báðir foreldrarnir neyðast til að vinna úti, neyðast til að setja mikinn hluta af sínum tekjum í húsnæðis- Eftir Stefán Eiríksson kaup og allt svona streð og strit á foreldrum hlýtur að hafa einhver áhrif á heimilislífið og aðstæður barnanna. Einnig er margt sem betur mætti fara í skólakerfinu. Að ekki skuli vera einsetinn skóli hér á íslandi fínnst mér afar dapurleg staðreynd og að allir krakkar skuli ekki fá máltíðir í skólum finnst mér jafn dapurlegt." Hans sagði að það væru tvær starfsstéttir, fóstrur og kennarar, sem væru í bestu að- stöðunni til að sjá fýrir hvaða krakkar það væru, sem gætu lent undir í þjóðfélaginu síðar meir. Það væri hægt að sjá ótal ein- kenni hjá börnum sem gæfu vísbendingar um aðstæður þeirra. Til dæmis þegar þau væru svefnlaus, vannærð eða illa þrifin. Fóstrur og kennarar væru í bestu aðstöð- unni til að benda á slíka einstaklinga, svo hægt væri að stöðva ógæfuferlið. Yfirvöld geri hins vegar þessum starfsstéttum ekki kleift að sinna þessu hlutverki nægilega vel. Kennarar séu t.d. með 28-30 nemendur í bekk hjá sér og hafi eina og hálfa mínútu per haus í kennslustund. Þó er kennurum ætlað að framkvæma marga hluti og sinna mörgum þáttum í uppeldi barnanna, sem ættu að eiga heima inni á heimilunum. Samkvæmt aðalnámsskrá grunnskóla er hlutverk kennara að fræða og upplýsa nem- endur sína um ótal þætti, s.s. reykingar, vímuefnaneyslu, ofbeldi og kynlíf. Á hinn bóginn er skólunum sniðinn mjög þröngur stakkur til að sinna þessum málum, t.d. með tímafjölda í töflu,“ sagði Hans. Hans sagði að skólakerfið sinnti alls ekki þörfum allra í þjóðfélaginu. Hann þekkti dæmi um einstæða móður með tvö börn, sem flutti til Reykjavíkur utan af landi. Hún hefði óskað eftir sérkennslu fyrir bæði börnin, sem voru mjög illa stödd námslega og félagslega. Hún fékk neitun frá skólan- um og var ástæðan sú að hann væri búinn með sérkennslukvótann. Skólinn sinnir þvf ekki sérþörfum þessara barna. Sum böm komast ekki í mat á aðfangadagskvöld Blaðamaður Tímans leit við í Rauðakross- húsinu eitt föstudagskvöld og hitti þar fyrir Unni Halldórsdóttur, kennara og starfs- mann Rauðakrosshússins, en hún hefur unnið þar síðan 1987. Hún sagði að styrkur Rauðakrosshússins lægi fyrst og fremst í því að þar væri opið allan sólarhringinn og þar væri ekki sagt við einhvern, sem væri í vandræðum: „Komdu eða hringdu á morg- un“, því krakki sem væri í vandræðum gæti ekki beðið. Unnur sagði að um síðustu jól hefðu verið þrjú ungmenni hjá þeim í mat á aðfangadagskvöld. Hún sagði að áður en hún hóf störf í Rauðakrosshúsinu, hefði hún vitað ýmislegt um unglinga og vanda- mál þeirra, en að einhverjir unglingar fengju ekki mat á aðfangadagskvöld, því hefði hún ekki trúað að óreyndu. Eins og áður sagði fer fram margvísleg starfsemi í Rauðakrosshúsinu. í nýlegum bæklingi, sem kynnir starfsemi þess, er ungt fólk sem vantar aðstoð hvatt til að leita til þeirra, ef það á í erfiðleikum eða hefur áhyggjur út af einhverju. Unglingar þurfa ekki að vera heimilislausir eða djúpt sokknir í vímuefnaneyslu til að leita þang- að. Ef þig vantar einhvern fullorðinn til að ráðfæra þig við, ef þér er strítt í skólanum, ef félagar þínir skilja þig útundan, ef þér líður illa vegna feimni, ef þú vilt ræða við- kvæm mál sem þú þorir ekki að ræða við aðra, ef þig vantar upplýsingar um getnað- arvarnir, kynsjúkdóma, blæðingar, þungun eða fóstureyðingu, ef þú nærð engu sam- bandi við foreldra þína, ef þú hefur þurft að þola ofbeldi heima hjá þér, ef þú hefur orð- ið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, ef þú ert að gefast upp á drykkjuskap og óreglu heima hjá þér, ef þú hefur ekki leng- ur stjórn á áfengisneyslu þinni eða notkun annarra vímugjafa, ef þú ert á götunni eða átt ekki í nein hús að venda, þá gæti starfs- fólk Rauðakrosshússins komið að góðum notum. Hægt er að hafa samband í síma 91- 622266 eða koma að Tjarnargötu 35, því ungu fólki á ekki að þurfa að líða illa. —SE Gotubom og utangarðsunglingar eru vandamál sem sífellt er að aukast. Helmilislausir unglingar eru nær alllr í mikilli vímuefnaneyslu og segja kunnugir að það só minnsta mál í heimi að verða sér úti um ffkniefni. Timamynd: stefán e. 8 Tíminn Þriðjudagur 16. október 1990 Þriðjudagur 16. október 1990 Tíminn 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.