Tíminn - 16.10.1990, Page 16

Tíminn - 16.10.1990, Page 16
RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hotnorhusinu v Tryggvogotu. S 28822 NISSAIM! Réttur bíll á jréttum sfað. Ingvar Helgason hf. Sævartiöfða 2 Sími 91-674000 | B/ENI>AÍjÍWXING| SJÓVÁbCALMENNAR ríniinn ÞRIÐJUDAGUR16. Ok iiiww i'i hi ir Technica a.s. hefur lokið áhættumati fyrir Aburðarverksmiðjuna. Stenst ströngustu kröfur: AHÆTTA ALMENNINGS TALIN ASÆTTANLEG Norska fyrirtækið Technica a.s. hefur lokið gerð áhættumats fyr- ir Áburðarverksmiðjuna. Fyrirtækið telur að áhætta almennings vegna Áburðarverksmiðjunnar nú í dag sé ásættanleg, miðað við ströngustu viðmiðunarreglur sem gilda í heiminum. Veridð var unnið að beiðni ríkisstjómar íslands og fjallar fyrst og fremst um áhættu vegna verksmiðjunnar fyrír nálæga íbúðabyggð. f kjölfar þess að eldiir kviknaði í eldri ammoníaksgeymi Áburðar- verksmiðjunnar á páskadag 1990 og vegna þeirra umræðna sem síðan urðu um hugsanlega hættu af starfsemi verksmiðjunnar, samþykkti ríkisstjórnin m.a. að sjá til þess að lokið yrði við örygg- isgreiningu á verksmiðjunni. Ör- yggisgreiningin var framkvæmd af ráðgjafafyrirtækinu Technica a.s. og lauk henni í byrjun júní- mánaðar sl. Á svipuðum tíma fól landbúnaðarráðherra Áburðar- verksmiðjunni að taka tilboði Technica a.s. í gerð áhættumats fyrir starfsemi verksmiðjunar. Athugun Technica a.s. á fram- leiðslurásum Áburðarverksmiðj- unnar leiddi í Ijós að á svæðinu eru nokkur efni og efnasambönd í nægilega miklu magni til þess að geta haft áhrif á íbúðabyggð í ná- Hvítá: Netaveiði bönnuð Horfur eru á að enginn lax verði veiddur í Hvítá í Borgarfirði næsta sumar. Netaveiðibændur samþykktu á fundi um helgina með þorra atkvæða að heimila stjóm Félags netaveiðlbænda við Hvítá að ganga frá samning- um við veiðiréttarhafa í laxveiði- ám í uppsveitum Borgarfiarðar. Rætt hefur verið um að neta- veiðibændur við Hvítá fái í sinn hlut samtals tæpar 10 milljónir króna. Samningar hafa staðið milli netabænda og veiðiréttarhafa í allt sumar. Netaveiðibændur hafa deilt í sínum hópi um hvort rétt sé að ganga til samninga. Til að samningur fáist samþykktur þarf samþykki 2/3 netaveiði- bænda. Á fundinum um helgina fékkst loks nægur melrihluti hliðhollur samningi. Með því að kaupa upp veiði í Hvítá vonast veiðiréttarhafar tíl að veiði aukist í ám í uppsveitum Borgarfiarðar. Laxveiði hefur verið stunduð í Hvítá samfellt í yflr 100 ár. -EÓ grenni verksmiðjunnar. Technica a.s. mat og reiknaði út áhættu vegna verksmiðjunnar eftir mjög flókinni rannsókna- og matsað- ferð, sem krafðist mikillar sér- hæfðrar verkþekkingar. Niðurstöður rannsóknarinnar á áhættu vegna Áburðarverksmiðj- unnar leiddi í ljós að umhverfis- áhrif vegna starfseminnar eru næstum eingöngu bundin við hugsanlegan ammoníakleka sem gæti leitt til eituráhrifa á fólk í stefnu undan vindi frá lekastað. Technica a.s. vann að úrlausnum með það í huga að stuðst væri við ströngustu mengunarkröfur sem gerðar eru í heiminum í dag. í niðurstöðum fyrirtækisins segir m.a.: „Þegar á allt er litið er áhætta almennings vegna Áburð- arverksmiðjunnar nú í dag ásætt- anleg miðað við ströngustu við- miðunarreglur sem nú gilda í heiminum. Viðmiðunarreglurnar gefa jafnframt til kynna að æski- Iegt sé að framkvæma tilteknar endurbætur á búnaði og rekstri verksmiðjunnar þar sem slíkt er mögulegt innan skynsamlegra marka. Þegar framtíðarþróun íbúabyggðar Reykjavíkur fram á næstu öld er höfð í huga verður nauðsynlega að draga enn frekar úr áhættu vegna verksmiðjunnar til að draga úr áhrifum þess að þá býr fleira fólk nálægt verksmiðj- unni en nú er. Að lokum skal það sagt að séu viðmiðunarreglur í öðrum löndum en Hollandi not- aðar til að meta áhættu af Áburð- arverksmiðjunni þá er áhættan fullkomlega ásættanleg bæði nú og í framtíðinni." Þegar hefur verið tekin ákvörð- un um það að gera þær endur- bætur á Áburðarverksmiðjunni sem Technica a.s. leggur til. Eftir að þær endurbætur hafa verið gerðar verður áhætta af vssserk- smiðjunni ásættanleg, þegar tillit er tekið til hvernig áformuð íbúa- byggð verður um næstu aldamót. — khg. Á þessari yfirtitsmynd sjáum við hvar Áburðarverksmiðjan er stað- sett í Gufunesi. Litli hringurinn sýnir svæði þar sem alls ekkert fólk ætti að búa, samkvæmt öryggisgreiningu og áhættumati Technica a.s. Fyrir utan ytri hringinn er áhættan að fólk verði lyrir slysi vegna Áburðarverksmiðjunar orðin svo lítil að ásættanlegt er að íbúa- byggð sé þar. Fyrir innan ytri hringinn er ekki ásættanlegt að fólk búi, samkvæmt ströngustu viðmiðunarreglum. Eins og sést á myndinni er engin byggð innan ytri hringsins. Nýtt tölvukerfi til að halda utan um skipaferðir og afla lítur dagsins Ijós á næsta ári. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Löndunarskýrslur um leið Samningur hefur verið undirritað- ur milli Sjávarútvegsráðuneytísins, Hafnarsambands sveitarfélaga og Tölvuþjónustu Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð tölvukerfis, kallað Lóðsinn. Kerfinu er m.a. ætlað að halda utan um skipaferðir og vigtun á afla, og verður það sett upp í höfnum landsins á næsta ári. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra markar þetta kerfi tímamót við öflun upplýsinga um afla sem berst að landi og hægt verður að fá upplýsingar nær sam- dægurs, í stað eins mánaðar eins og það er nú. Um er að ræða tölvunet, sem teng- ir flestallar hafnir landsins við tölvu Hafrannsóknarstofnunar. Þangað berast daglega upplýsingar um land- aðan afla, en gert er ráð fyrir því að aflinn sé skráður þar sem honum er landað hverju sinni. Auk aflaskrán- ingar er tölvukerfinu ætlað að skrá allar aðrar upplýsingar sem hafnirn- ar þurfa og skrifa út reikninga vegna hafnargjalda. Verkefni þetta er Iiður í samstarfi Hafnarsambands sveitar- félaganna og Sjávarútvegsráðuneyt- Lóðsinn kynntur Frá vinstri eru Logi Kristjánsson hjá Tölvuþjónustu Sambands íslenskra sveitarfélaga, Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra og Sturia Böðvarsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi. isins sem hófst á síðasta ári. Með þessu samstarfi mun tölvuvinnsla á aflaupplýsingum flytjast í auknum mæli út á landsbyggðina. Sagði Halldór Ásgrímsson að nú- verandi kerfi sé of seinvirkt til að hægt sé að grípa til aðgerða gegn þeim sem fara fram úr sínum afla- heimildum. Ekki sé hægt að grípa til aðgerða íyrr en of seint, en það mun breytast með þessu nýja kerfi. Það sparar auk þess verulegar fjár- hæðir fyrir Sjávarútvegsráðuneytið og t.d. þarf það nú ekki að koma upp sjálfstæðu eftirliti með vigtun afla. Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri á Stykkishólmi, sem jafnframt situr í Hafnarsambandi sveitarfélaganna, sagði mikilvægt fyrir hafnir að hafa glöggar upplýsingar um þann afla sem berst að landi, en hafriir fá tekj- ur samkvæmt því. í máli hans kom fram að kerfið verður tekið formlega í notkun 1. september á næsta ári og reiknað er með að sá áfangi kosti um 7 milljónir. -hs. I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.