Tíminn - 19.10.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.10.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. október 1990 Tíminn 7 Valur Arnþórsson Fæddur 1. mars 1935 - Dáinn 13. október 1990 Valur Arnþórsson, bankastjóri. Laugardagurinn 13. október var fagur. Með lækkandi sól var roðinn óvenjulega sterkur í vestri. Ef til vill var það þess vegna sem nafn Vais Arnþórssonar kom sterkt í hugann þegar ég heyrði í fréttum að flugvél hefði brotlent í Skerjafirðin- um. Það var á slíkum dögum sem Valur kaus gjarnan að bregða sér í stutt æfingaflug og halda þannig við ágætri flugkunnáttu sinni. Ég eyddi þó fljótlega þeirri hugsun. Valur var sérstaklega athugull og varkár flugmaður. Auk þess átti hann svo margt ógert í þessu lffl. En fáein- um mínútum síðar voru mér flutt þau illu tíðindi að Valur Arnþórsson væri látinn. Þennan fagra haustdag hafði Valur unnið við að lagfæra hús sitt að Mávanesi 17 fyrir veturinn. Að góðu verki loknu ákvað hann að skjótast út á flugvöll. Hann gerði þó ekki ráð fyrir að fara í loftið að þessu sinni. Þegar þangað kom stóð flugvélin ályllt, tilbúin til flugs og honum til reiðu. Það var erfitt að hafna svo góðu boði á svo fögrum degi. Þrem- ur mínútum eftir flugtak var Valur Arnþórsson allur. Er það kannski svo að „enginn má sköpum renna"? Getur það verið að þessum ágæta manni hafi verið ætl- að eitthvert hlutverk, sem við ekki þekkjum? Vali Arnþórssyni kynntist ég fyrst fyrir tæpum þrjátíu árum. Það var í stjórn Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavík. Leiðir okkar lágu síðan saman í stjómmálum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir flokkinn, bæði á Akureyri og í miðstjórn og framkvæmda- stjórn. Valur átti auðvelt með sam- starf, bæði við samherja og andstæð- inga, enda hygg ég að honum hafi allir treyst. Hann var ætíð reiðubú- inn þegar til hans var leitað og sér- stakíega ráðhollur. Vali Amþórssyni stóðu allar leiðir opnar í stjórnmál- um, hefði hann kosið, og eflaust til æðstu metorða. Framsóknarmenn standa í mikilli þakkarskuld við Val Arnþórsson. Valur kaus sér ævistarf í samvinnu- hreyfingunni. Eftir nám starfaði hann í nokkur ár hjá Samvinnu- tryggingum. Árið 1965 réðst Valur til Kaupfélags Eyfirðinga. Jakob Frí- mannsson var mannþekkjari og hann vildi fá traustan eftirmann. Valur Arnþórsson tók við starfi kaup- félagsstjóra árið 1971, aðeins 36 ára að aldri, og stjórnaði þessu mikla fyrirtæki með sérstökum myndar- brag í 18 ár. Slíkur maður hlýtur að veljast til trúnaðarstarfa hjá samvinnuhreyf- ingunni. Valur var m.a. stjórnarfor- maður Sambands íslenskra sam- vinnufélaga í mörg ár. Valur Arnþórsson var samvinnu- maður af hugsjón og að sumu leyti brautryðjandi. Hann gerði sér einna fyrstur grein fyrir því að samvinnu- hreyfingin varð að aðlagast breytt- um tímum — tímum fjármagnsins. Á fundum samvinnumanna gerði Valur grein fyrir hugmyndum sínum um breytt rekstrarform og vann að og lagði fram slíkar tillögur. En hann var á undan sinni samtíð. Nú sjá menn nauðsyn breytinga og vilja hrinda í framkvæmd ýmsu af því sem Valur lagði til. Það er, því miður, helst til of seint. Valur Arnþórsson afréð að færa sig um set og tók við stöðu bankastjóra Landsbanka íslands í upphafi árs 1989. Valur flutti ómetanlega reynslu sína úr viðskiptalífinu og stjórnunarhæfileika sína inn í þenn- an stærsta banka landsins. Á skömmum tíma vann hann sér álit og traust, jafnt innan bankans sem utan. Þótt kynni mín af Vali Arnþórssyni hæfust fyrir alllöngu, fóru þau vax- andi með árunum. Við áttum marga fundi um málefni lands og þjóðar. Síðast daginn fyrir slysið þáði Valur kaffibolla á skrifstofu minni. Hann var glaður og reifur að vanda, glögg- ur á menn og málefni. Við hétum því að njóta góðra stunda saman við veiðar að sumri. Þær eru margar minningarnar, sem ég á frá árbakkanum með Vali. Minn- ingar, sem munu lifa meðan ég lifi. Ég á erfitt með að trúa því að tími þeirra sé liðinn. Á sextugsafmæli mínu hét Valur mér 23 punda laxi úr Laxá. Hann er ókominn, enda var það ekki tímasett. Kannski fæ ég hann bráðum. Árið 1955 gekk Valur að eiga þá ágætu konu Sigríði Ólafsdóttur. Hjónaband þeirra var afar farsælt og stóð Sigríður við hlið Vals í blíðu og stríðu. Þau eiga fimm mannvænleg böm. Valur og Sigríður urðu næstu nágrannar okkar þegar þau fluttu að norðan. Á því glæsilega heimili er nú skarð fyrir skildi. Við hjónin vottum Sigríði, bömun- um, tengdabörnum og bamaböm- um og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Steingrímur Hermannsson Við sviplegt fráfall Vals Amþórssonar bankastjóra hvarflar í hug mér Ijúf endurminning frá liðnu sumri. Við hjónin erum stödd á efri hæðinni að Hólum í Öxnadal, þar sem Valur og Sigríður hafa af mikilli smekkvísi innréttað baðstofu í gömlum stfl. Fyrir áeggjan okkar sest húsbóndinn við orgelið og Ijúfir tónar Iíða um húsakynnin. Þessi tæpa stund að Hólum, tekin að láni úr annríki dagsins, reynist verða hinsta stund okkar með Vali Arnþórssyni. Á leiðinni frá Akureyri hafði Valur sagt mér margt um bændur og bú- skap í Hörgárdal og Öxnadal. Á þess- um slóðum, sem annars staðar um landið, á það við að „hver einn bær á sína sögu“ og það leyndi sér ekki að þá sögu þekkti Valur út í hörgul. Samúð hans með fólkinu, sem þama býr, og áhugi hans fyrir kjörum þess leyndi sér ekki. En við ræddum líka um löngu liðna nágranna hans í Öxnadalnum; í þeirra hópi voru skáldjöframir Jónas Hallgrímsson á Hrauni og séra Jón Þorláksson á Bægisá. Valur Arnþórsson var fæddur á Eskifirði 1. mars 1935. Foreldrar hans voru Arnþór Jensen, fram- kvæmdastjóri þar, og kona hans, Guðný Pétursdóttir. Guðný er látin fyrir nokkrum árum en Arnþór lifir son sinn. Fyrir um það bil tveim ára- tugum höguðu atvikin því þannig til, að við Valur vorum nokkra daga samtímis á Eskifirði. Þá kynntist ég Arnþóri og Guðnýju, sem sýndu mér mikla gestrisni og vináttu; það duld- ist mér ekki, að æskuheimili Vals var gróið menningarheimili. Valur stundaði nám á Eiðum og síð- an í Samvinnuskólanum en þaðan brautskráðist hann vorið 1953. Vet- urinn 1955 til 1956 stundaði hann nám í London í trygginga- og versl- unarfræðum. Um áratug síðar stundaði hann og framhaldsnám við skóla samvinnumanna í Svíþjóð. Val- ur starfaði hjá Samvinnutrygging- um frá 1953 til 1965, síðast sem deildarstjóri í áhættudeild. Er mér í minni frá þeim tíma, að hæfni hans á svið endurtrygginga var við brugðið. Árið 1965 verða þáttaskil í störfum Vals fýrir samvinnuhreyfinguna. Það ár flyst hann norður til Akureyrar með fjölskyldu sína og gerist fulltrúi Jakobs Frímannssonar, kaupfélags- stjóra Kaupfélags Eyfirðinga; hann var aðstoðarkaupfélagsstjóri 1970 til 1971 og kaupfélagsstjóri Kf. Eyfirð- inga frá 1971 til janúarloka 1989. Hinn 1. febrúar 1989, tók Valur við starfi bankastjóra við Landsbanka ís- lands. Valur Arnþórsson var ritari Sam- bandsstjórnar frá 1975 til 1978 og formaður stjómarinnar frá 1978 og til þess tíma er hann tók við starfi sfnu í Landsbankanum. Fjölmörg- um trúnaðarstörfum öðrum gegndi Valur, ekki aðeins á vettvangi sam- vinnustarfsins, heldur einnig á sviði þjóðmálanna. Formennsku gegndi hann í Olíufélaginu hf., Samvinnu- tryggingum og Andvöku, svo og í stjórn Laxárvirkjunar. Hann var for- seti bæjarstjómar Akureyrar 1974- 1978 og um margra ára skeið stjóm- armaður í Landsvirkjun. Er þá að- eins fátt eitt upp talið. Kaupfélag Eyfirðinga er ekki aðeins í hópi allra stærstu fyrirtækja lands- ins, heldur með óvenju fjölþættan rekstur til lands og sjávar að slíks munu fá dæmi. Þessu stóra fyrirtæki stýrði Valur Amþórsson í tvo tugi ára með þeim hætti, að hann ávann sér traust, virðingu og þakklæti allra sem þarna áttu mestu undir að vel tækist til og í leiðinni varð hann þjóðkunnur maður. Við Sambandsstjórnarmenn minn- umst atorku hans og málafylgju við hin margvíslegustu störf í þágu sam- vinnuhreyfingarinnar. Skarpar gáfur og mikil og fjölþætt reynsla brutu honum rökrétta leið að kjarna hvers máls. Svo prýðilega sem honum fórst úr hendi að stýra störfum í Sambandsstjórn þá gat engum dulist að hann var ekki síður maður hinna stóru funda. Hjá honum voru efnis- tök og meðferð tungunnar með þeim hætti, að þeim sem á hann hlýddu mun seint úr minni líða. Sem ég festi þessar línur á blaðið, þá vekjast upp fýrir mér endurminning- ar frá aðalfundum Sambandsins að Bifröst í tíð hans sem stjórnarfor- manns. Skýrslur hans til fundarins voru að sjálfsögðu svo vel unnar, að ekki varð á betra kosið, en þó verða mér ennþá minnisstæðari lokaorð þau til fundarmanna, er hann mælti jafnan af munni fram. Eftirlifandi kona Vals er Sigríður Ólafsdóttir og varð þeim fimm barna auðið. Mikill harmur er nú kveðinn að frú Sigríði og fjölskyldu hennar allri við svo svipleg umskipti. Nú voru þau aftur komin heim í Garða- bæinn, eftir langa og farsæla dvöl norðan heiða, og vissulega var það von þeirra sjálfra og vina þeirra allra, að þar mætti hús þeirra standa um mörg ókomin ár. Fyrstu tveir kaflarnir í lífsbók Vals Arnþórssonar voru helgaðir sam- vinnuhreyfingunni. Segja má að þriðji kaflinn hafi hafist í Lands- bankanum í ársbyrjun 1989. Enginn þarf að efa, að í fyllingu tímans hefði hann skilist við þann kafla með þeirri farsæld og giftu sem ein- kenndu fyrri kaflana tvo. En nú hafa forlögin brotið blað með þeim hætti, að ekki gefst kostur á framhaldi. Ég þakka Vali Arnþórssyni allt það sem hann var íslensku samvinnu- starfi og kveð hann hinsta sinni með þessum ljóðlínum nágranna hans í Öxnadalnum: „...svo vermir fögur minning manns margt eitt smáblóm um sveitir lands, frjóvgar og blessun færir. “ Frú Sigríði, börnum hennar og barnabörnum, aldurhnignum föður Vals og öllum ættingjum öðrum, færum við Inga dýpstu samúðar- kveðjur. Megi sá Drottinn, er gæðir blómin lífi, styrkja þau öll á þessum erfiðu tímamótum. Sigurður Markússon Þegar við hjónin vorum á leið til Reykjavíkur úr Landbrotinu, laugar- daginn 13. október, og komum niður í Svínahraunið, blasti við okkur ógleymanleg sjón. Birtan á suðvest- urhimninum var engu lík. í fjarska var lárétt dökkt skýjaþykkni, afmark- að með svo beinni línu að neðan að það minnti á svart beint pensilstrik á málverki. Fyrir neðan skýjaþykknið og yfir borginni varpaði eftirmið- dagssólin geislum sínum á himininn með óvenjulegri litadýrð. Ég var að því kominn að stöðva bflinn, svo við gætum betur notið þessa fagra út- sýnis, en þá hringdi bflasíminn. Dóttir okkar, sem vissi að von var á okkur til Reykjavíkur, vildi fá að vita hvenær við værum væntanleg til borgarinnar. Hún sagði okkur líka að fyrirstuttu hefði flugvél hrapað í sjó- inn f Skerjafjörðinn, beint fram af húsinu þeirra við Faxaskjól, og að einn maður, sem var í vélinni, mundi hafa látist. Um leið og við komum heim skömmu síðar, hringdi síminn. Vinur okkar tilkynnti okkur að Valur Amþórsson hefði farist í flugslysi á Skerjafirði. Þessi harmafregn kom eins og reiðarslag og hún var níst- ingsköld. Allt í einu virtist bregða birtu. Ósjálfrátt beindust hugsanim- ar fyrst að ástvinunum, sem snögg- lega höfðu misst svo mikið. Valur Arnþórsson var fæddur á Eskifirði 1. mars 1935, sonur hjón- anna Amþórs Jensen kaupfélags- stjóra og Guðnýjar Pétursdóttur Jensen. Föðurforeldrar Vals voru Pétur Vflhelm Jensen, kaupmaður og útgerðarmaður, og kona hans Þómnn Magnúsdóttir. Móðurfor- eldrar voru sr. Pétur Þorsteinsson og Hlíf Bogadóttir Smith, Eydölum í Breiðdai. Valur ólst upp í foreldrahúsum á Eskifirði. Að loknu barna- og ung- lingaskólanámi á Eskifirði stundaði Valur nám í Eiðaskóla og tók þar landspróf. Síðan lá leiðin í Sam- vinnuskólann og þaðan í Samvinnu- tryggingar árið 1953. Hann var síðan við trygginga- og viðskiptanám f London og einnig við sænska sam- vinnuskólann Vaar Gaard. í Samvinnutryggingum starfaði hann fyrst við bmna- og bifreiða- tryggingar 1953-56, síðan við endur- tryggingar 1956-58. Deildarstjóri endurtryggingadeildar var hann 1958-64 og deildarstjóri áhættu- deildar 1964-65. Um þetta leyti var Jakob Frímanns- son, kaupfélagsstjóri KEA, farinn aö hugsa um eftirmann sinn. Jakob hafði um áratuga skeið setið í stjóm Samvinnutrygginga og kynnst þar starfsmönnum, bæði sjálfur og af orðspori. Það var svo á árinu 1965 að Valur var ráðinn til starfa hjá Kaup- félagi Eyfirðinga sem fulltrúi kaupfé- lagsstjóra. Fimm ámm síðar er hann ráðinn aðstoðarkaupfélagsstjóri og ári síðar, 1971, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, þá 36 ára að aldri. Auk þess að stjórna daglegum rekstri Kaupfélags Eyfirðinga, lang- stærsta kaupfélagi landsins, hafði Valur með höndum margþætt fé- lagsmálastörf. Hann var í bæjar- stjóm Akureyrar frá 1970 og forseti bæjarstjómar frá 1974-1977. Var for- maður stjórnar Laxárvirkjunar frá 1971 og fulltrúi Laxárvirkjunar í Landsvirkjun frá 1981. Sat í Orku- ráði 1975-1979 og í Atvinnumála- nefnd Norðurlands, sem starfaði á vegum ríkisstjómarinnar, 1969- 1970. Vorið 1975 var Valur kjörinn í stjóm Sambands ísl. samvinnufélaga og varð strax ritari stjórnarinnar. Ár- ið 1978 var hann kjörinn formaður stjórnar Sambandsins og gegndi því starfi í tæp 11 ár eða til þess er hann gerðist bankastjóri Landsbanka ís- lands 1. febrúar 1989. Auk ofangreindra starfa átti Valur sæti í stjórn margra dótturfélaga KEA og Sambandsins, svo sem Plastein- angmnar hf., Efnaverksmiðjunnar Sjafnar, Samvinnutrygginga, Olíufé- lagsins hf., Útgerðarfélags KEA hf. og Útgerðarfélags Dalvíkinga hf. Einnig var Valur í stjóm Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar um nokkurra ára bil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.