Tíminn - 19.10.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.10.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 19. október 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin f Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason SkrifstofunLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar. Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð f lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ein málstofa Góðu heilli eru alþingismenn að ræða í alvöru að gera Alþingi að einni málstofu. Það skipulag sem nú gild- ir, að þingið sé þrískiptur umræðu- og afgreiðsluvett- vangur, er úrelt. Það á rætur í gömlum tíma og af- lögðu kosningafyrirkomulagi. Konungur tilnefndi á sinni tíð vissan hluta þingmanna og þeir sátu í efri deild. Síðar var konungkjörið afnumið, en tekið upp svokallað landskjör og enn var deildaskiptingin látin halda sér. Ástæðulaus íhaldssemi hefúr ráðið því að skipulagsbreytingar hafa ekki verið gerðar á Alþingi. Ýmis önnur þing hafa gengið í gegnum svipaða þró- un og starfa nú í einni málstofu í stað þess að vera skipt í deildir eða sérþing. Það sem mælir með því hér á landi að Alþingi sé ein málstofa er þó ekki endilega það að vísa til erlendra fyrirmynda, heldur hitt að all- ir alþingismenn eru í raun og veru kosnir til þess að sitja í einni málstofu. Efri og neðri deild gegna ná- kvæmlega sama hlutverki í löggjafarstarfi og engin sönnun fyrir því að þess háttar tvíverknaður bæti meðferð þingmála. Allt löggjafarstarf getur sem best farið fram í einni málstofú. Virkara nefndarstarf myndi vega upp á móti því sem sumir halda að sé kostnaður við tvær þingdeildir. Ef halda ætti deilda- skiptingu Alþingis væri rétt að gera mun á verkefnum deildanna og kjósa þingmenn með mismunandi hætti eins og gerist í þeim þingum sem hafa fulltrúadeild og öldungadeild. Fleira mælir með því að Alþingi leggi niður þá þrí- skiptingu starfsdeilda sem nú er við lýði, þ.e. að skipta sér í efri og neðri deild og starfa auk þess sem sameinað þing, en það er sú fáránlega útkoma sem orðið getur að meirihluti í sameinuðu þingi kann að umbreytast í minnihluta í annarri hvorri þingdeild- inni, eins og fyrir hefur komið oftar en einu sinni og síðast haustið 1988, þegar Steingrímur Hermannsson myndaði lögfulla meirihlutastjóm miðað við stöðuna í sameinuðu þingi, en lenti í pattstöðu í neðri deild, hafði þar ekki formlegan meirihluta. Á þeim tíma vom þessi mál rædd ítarlega í ritstjóm- argreinum Tímans og eindregið mælt með því að al- þingismenn tækju skipulagsmál Alþingis til endur- skoðunar með það fyrir augum að gera þingið að einni málstofu. Þessi hugmynd er að sjálfsögðu ekki „ný“, hún hefur lengi verið rædd án þess að hafa al- mennan stuðning ráðamanna. Þetta virðist vera að breytast. Páll Pétursson, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, hefur fýlgt þessari hugmynd mynd- arlega úr garði með frumvarpsflutningi á síðustu þingum og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, styður slíka breytingu. Hugmyndin mun eiga stuðningsmenn í öllum stjómmálaflokkum. Þótt það sé af formsástæðum og eftir þingsiðum óvenju- legt að forsetar þingsins þrír beiti sér sérstaklega í pólitísku máli af þessu tagi á þann hátt sem þeir hafa gert, er ekki ástæða til að gera mikið úr því. En um- ffarn allt er þetta málefni þingflokkanna en ekki þing- forsetanna. ■■ —■ — i i ■ i .......... GARRI Erfiðlega hefur gengið að halda ut- an nm Sölusamtök íslenskra út* flytjenda, Á örðugkíkatímum urðu samtök |>es«i til. Þá var fereppa og erfiftkikar í saltfisksölu. Hörðusfcu enn eins og ið innan aamtaka, sem ksmu fram eins og ein heild út á við. Nú um langt skeið hefur sala á sjávarafurð- um, saltfiski sem öðrum fiski, var færð út ng út- eldn hirt fisldnn boöum inn á tsienskan markað. Gróðavonin glepur, það sem þéttu Hísnauðsynieg samtök á árum áður þykir betra að eiga sitt undir duttl- ungum markaðarins á meðan hann býður vel. Minna er hugað að því að samtök sem eru eyðilögð í dag nýt- ast engum á morgun. Á móti sjálfu sér Erfiðkikar SÍF hafa kristaUast í uppsögn Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra samtakanna. Hann stúð að tillögu á félagsfuodi, þar sem lagt var tíl að félagsmenn flyttu ekki út flattan ferskan fisk, sem síðan er saltaður erlendis og veitír saltfiski okkar harða sam- keppni. Tillagan var felld. Menn vikiu heldur eiga þess kost aö sulla flöttum fiski á erkndan markað heldur en vemda saltfisksöiuna héðan. Með því var gróðavonin iátin hera fyrirhyggjuna ofurilði, Því var horið vlð að ummæK utanrfldsráð- herra uro að gefa saltfisksöluna frjálsa hefðu ráðið úrslitum t at- kvæðagreiðslunni. Orð utanríkis- ráðherra geta eldn verið blórabögg- inu. Þat IOTI á Jónunum að vestan, þessum nýk- rötum með ftjálshyggjubakternina frá fhatóinu, helðu þeir orðið að taka við sjávarútveginum þjóðnýtt- Utanrfldsjíðherra hefur gert stlkkprufu og leyft elnum saltfisk- vericanda að flytja út saltfisk utan vlð sölukerfi SIF. Ekki tókst þú bet- Magnús Gunitarsson. ull íþessu tHviki. Undfarótin er vflji að selja flattan fisk í sam- ið sölusamökin. Eðlilegt verður að teljast að Magnús Gunn- arsson kæri sig ekki um að vínna hjá samtökum, sem hafe ekki manndóm í sér tíl að verja eigið Iff. Baktería 'unnar ogfáþví breytt. Þessi stikkprufe ut- anríkisráðherra varð því hvorki honum né útflytjandanum til fremdar. Þeir hafa sumh hverífe látið f sér heyra út af upp- sögn Magnúsar Gunnarssonar og iýst iítílit hrifhingu út af þvf máli. Magnús hefur staðið sig vel í starfi og í hans tíð hefur verið biyddað á að bitnlr yfir því að Magnús Gunnars- son skuli ætía að hætta störfum. Ef svo fer að ekki verður hægt að í forsvari fyrir samtök á sjálfs- morðsskeiði, verífe meðliimmir hefur verið tafeð um, að mildð skortí á, að fiskur væri unninn hér niðor samtök og ríkisstofnamr, fku eíns og þelr hafi tetóð bakteríu tii að fraroleiða ma. saltfisk svo ins. Sú var þó tíð að halda varð aft- otótur á eríendum mörkuðum eftír ur af krötum, og beita póBtfskum að fiskimið við lönd þeirra em oi•&- kröftum, svo þeim tældst etód að in meogun að bráð. Garri AF ERLENDUM VETTVANGI Hrottaskapur Israela Mánudaginn 9. þ.m. varð sá at- burður á Musterishæðinni í Jerú- salem að 21 maður féll dauður íyr- ir byssukúlum lögreglu og 150 lágu særðir eftir með mismunandi alvarleg skotsár. Skotmennirnir voru ísraelskir lögreglumenn, þeir sem féllu eða særðust voru Palest- ínumenn. Þótt þjóðfélagsástandið í ísrael hafi í áratugi verið þannig að það hefur alið á viðvarandi hrottaskap af þessu tagi, fór samt svo að heiminum virtist blöskra þetta atvik, og er það að vonum. Fordæming S.Þ. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna, sem alla jafna hefur ekki þótt samstætt um fordæmingu á hrottaskapnum í Austurlöndum nær, þ. á m. ísrael, mannaði sig upp að fordæma þennan verknað, en þó með svo teygjanlegu orða- lagi, að hvorugum málspartinum þykir viðunandi fyrir sig, og þarf það út af fyrir sig ekki að koma á óvart. ísraelsmönnum þykir aldrei nóg með sinn málstað gert eins og alkunna er og Palestínumönnum finnst þeir vera í stöðu ljóta andar- ungans og öskubuskunnar. Land- leysingjar sem þeir eru njóta þeir í hæsta lagi góðgerðarsamúðar ef mikið ber út af en Iítils skilnings á raunverulegum vanda sínum. Meira en 40 ára úrræða- og mein- ingarleysi stórþjóðanna í málefn- um ísraelsmanna og Palestínu- þjóðarinnar speglaðist í klaufaleg- um orðum Hurds, utanríkisráð- herra Breta, um þau efni, þegar hann var á ferðalagi í ísrael til þess að tala við báða málsaðila nú í vik- unni. Hurd tókst að gera sig tor- tryggilegan í augum Palestínu- manna með vanhugsuðum orðum sínum um sjálfstætt Palestínuríki. Þótt ráðherrann hafi eftir á reynt að skýra nánar merkingu orða sinna, breytir það engu um úr- ræðaleysi Breta og annarra stór- velda um Iausn á deilum ísraela og Palestínumanna. Þessar deilur eru þó bæði langvinnar og hættulegar og ein rótin að ófriðarástandinu í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins og Miðausturlöndum yfir- leitt. Án lausnar á vanda Palestínu- manna verður aldrei friður í þess- um heimshluta. Skotið í bakið En af því að það var þessi afmark- aði atburður á Musterishæðinni 9. þ.m., sem hleypt hefur Iífi í al- þjóðaumræðu um deilur ísraela og Palestínumanna, mitt í öllu Persa- flóafárinu, er fróðlegt að vita meira um það sem gerðist. Breska blaðið Sunday Times reynir að gera þessu máli skil og slær því upp á forsíðu 14. þ.m. að ísraelska lögreglan hafi skotið á Palestínumennina án þess að hafa hina minnstu stjórn á at- höfnum sínum. Skotárásin var hrottafengið hryðjuverk og í engu samræmi við tilefnið. Fyrir þessu kveðst blaðið hafa sannanir frá ísraelskum öryggisyfirvöldum sjálfum, sem segja að lögreglan hafi farið þvert gegn fyrirmælum, þegar hún skaut úr hríðskotabyss- um á Palestínumennina, sem voru óvopnaðir. Það sýnir hversu stjórnlaus og hrottafengin þessi árás var, að lögreglan skaut fólkið í bakið á flótta og beindi skothríð að hjúkrunarliði sem var að hlúa að særðum og dauðvona mönnum. Réttur Palestínumanna Það er því síst að furða, þótt Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna for- dæmi siíkar aðfarir. En það er e.t.v. heldur ekki undrunarefni, þótt rík- isstjórn undir forsæti manna á borð við ísak Shamir bregðist illa við fordæmingunni og neiti Sam- einuðu þjóðunum um að alþjóðleg rannsóknarnefnd kanni þetta fólskuverk ísraelsku lögreglunnar. Shamir hefur aldrei átt önnur svör í viðskiptum sínum við Palestínu- menn en að þeir séu réttdræpir, ef þeir sýna andróður. Honum fmnst það réttlætanlegt að svara hnefa- höggum og steinkasti með hríð- skotaárás. Iþessu tilfelli er reyndar vafamál að Palestínumennirnir hafi barið frá sér eða kastað grjóti, svo að það þyrfti að verða upphaf miskunnarlausrar skotárásar. Hrottaverk ísraela á Musteris- hæðinni er vissulega vert fordæm- ingar eitt út af fyrir sig. En um- fram allt er þetta spegilmynd af ástandi sem felur það í sér að hryðjuverk verði endurtekin með- an það varir. Þetta er ein áminn- ingin enn um að stórveldi og Sam- einuðu þjóðirnar verða að samein- ast um lausn á vanda Palestínu- manna. Réttur þeirra hefur of lengi verið fyrir borð borinn. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.