Tíminn - 19.10.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.10.1990, Blaðsíða 16
— AUGLVSiNGASIMAR: 680001 — ^ RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhusinu v Tryggvagotu. S 28822 I SAMVINNUBANKINN Li BYGGÐUM LANDSINS NI55AN Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 Sími 91-674000 [BÆNDATRYGGING Wf’ SJQVÁbgfALMENNAR Frumvarp um að breyta Síldarverksmiðjum ríkisins í hlutafélag lagtfram í ríkisstjórn. Halldór Ásgrímsson: Rekstrarform SR er einfaldlega úrelt Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- þingi frumvarp sem felur í sér að hlutaféiag. Hann kynnti frumvarpið í herra hefur ákveðið að leggja fyrír Al- breyta Sfldarverksmiðjum ríkisins í ríkisstjórninni í gær. „Lögin um Síldarverksmiðjur ríkis- ins eru orðin mjög gömui og í þeim ákvæði sem eru ekki í neinu sam- ræmi við nútíma stjórnunarhætti," sagði Halldór í samtali við Tímann. Rétt sé því að láta Alþingi fjalla um málið. Hann benti á að Síldarverkmiðjur ríkisins væru mikilvægt fyrirtæki og því væri nauðsynlegt fyrir það að geta þróað starfsemi sína með þeim hætti sem gengur og gerist í samfé- Iaginu í dag. „Ég tel það eðlilegt form fyrir slíkt félag, að það sé hlutafélag. Síldarverksmiðjurnar þyrftu að geta tekið upp samstarf við aðra aðila, eins og t.d. eigendur loðnuskipa, og jafnframt verið opn- ar fyrir því að nýir aðilar komi inn í reksturinn með áhættufé." Fyrir rúmlega ári síðan skilaði nefnd, sem fjaliaði um málefni Sfld- arverksmiðja ríkisins, nefndaráliti og var þar lagt til að lögunum yrði breytt. í framhaldi af því var samið frumvarp, m.a. þess efnis að breyta fyrirtækinu í hlutafélag, þó það hafi ekki verið lagt fyrir þingið. „Það hef- ur mætt nokkurri andstöðu, meðal annars innan stjórnar Síldarverk- smiðjanna, sem telja þetta form hafa gefist vel. Þannig að málið var aldrei lagt fyrir Alþingi á síðasta vetri. Ég tel hins vegar eðlilegt að Alþingi fái málið til umfjöllunar og ef menn vilja breyta þessum lögum með ein- hverjum öðrum hætti, en þarna er lagt til, þá verður það að koma í Ijós hver vilji þingsins er.“ Hann sagði þetta frumvarp vera lítið breytt frá því í fyrra. Halldór sagði lögin vera einfald- lega úrelt. „Hlutafélagsformið er ekkert ann- að en form sem almennt er notað í Hafnarfjörður: Brotist inn í Sandafell HF 82 Brotist var inn í Sandafell HF 82 þegar það lá við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði einhvemtímann á tíma- bilinu frá sunnudagskvöldi til há- degis á mánudag. Brotist var inn í vistarverur skip- verja og þaðan stolið tveimur sjón- varpstækjum, myndbandstæki og magnara fyrir myndbandstæki. Einnig hafði verið rótað í skipinu og átt hafði verið við lyfjakassa skips- ins. Málið er nú í höndum Rann- sóknarlögreglu ríkisins. —SE atvinnurekstri. Það er eðlilegt að ríkið geri það líka, í þeim fáu tilvik- um sem það er í atvinnurekstri. Það er nú hins vegar svo, að það er ekki á stefnuskrá stjórnmálaflokka, að rík- ið sé í atvinnurekstri nema í algjör- um undatekningatilvikum. Ég tel að rfkið eigi almennt að forðast slíkt, því það eru hlutir sem einstakling- arnir í samfélaginu eiga að takast á við.“ -hs. Franskur orgelsnillingur kominn til landsins: Blindur og fatlaður. Samt einn sá besti Hingað er kominn til lands á veg- um söngmálastjóra Þjóðkirkjunn- ar franski orgelsnillingurinn Lou- is Thiry. Thiry hefur mikla sér- stöðu meðal orgelleikara vegna þeirrar fötlunar sem hann hlaut í slysi sem bam. Hann er bæði blindur og ennfremur vantar framan á fingur vinstri handar. Fyrstu tónleikar Louis Thiiy verða laugardaginn 20. október kl. 17.00 á Akureyri en á þriðju- daginn 23. október kl. 21.00 heldur hann tónleika í Fríkirkj- unni í Heykjavík. Þriðju tónleíkar Thiry verða síðan í Dómkirkjunni f Reykjavík á iostudagskvöldið kl. 21.00 og verða þá á efnisskránni m.a. fantasíur í f-moll eftir Moz- art. Louis Thiry missti bæði sjón og framan af þrem fingrum vinstri handar þegar sprengja, sem hann var að leika sér að, sprakk í hönd- um hans. Þrátt fyrir slysið var Thiry staðráðinn í að komast í tónlistamám og aðeins sjö ára gamall óskaði hann eftir að kom- ast f tíma til píanókennara f heimaborg sinni. Kennarinn vís- aði Thiry frá vegna fotlunar hans. Thiry þrjóskaðist þó við og tók að æfa sig á píanóið á eigin spýtur. Ári síðar fór Thiry heim til sama kennara og haföi vfsað honum frá og spilaði fyrir hann. Er kennar- inn hafði heyrt Thiiy leika féllst hann á að kenna honum. Seinna fór Thiiy í blindraskól- ann í París og komst þá að hjá þekktum orgelkennara, André Marchal, sem var einn upphafs- manna þess að endurvekja orgel- tónlist í Frakklandi. Thiry stund- aöi einnig nám við tóniistarskól- ann í París hjá Rolande Fakinelli, þar sem hann fékk fyrstu verð- Iaun í orgelleik. Störf Thiry eru mjög fjöiþætt; hann kennir, heldur tónleika, ger- ir útvarpsþætti og leíkur Ínn á hljómplötur í Frakklandi og Öðr- um löndum. Hann hefur tekið þátt f fjölda tónlistarhátfða víða um Evrópu og tekur virkan þátt í flutningi kammertónlistar, bæði með hljóðfæraleikurum og söngv- urum. Einnig er hann heiðurs- organleikari við la Chapelle du Centre Hospitalier Universitairie Charles Nicolle í Rouen. öryrkjabandalag fslands og Landssamtökin Þroskahjálp veittu sérstaklega ijárhagslegan stuðning vegna komu Thiiy. Auk þess sfyrkti Hótel Holt sérstak- lega komu hans. —khg. Tíminn 'FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER1990 sflug Víglundar Þorsteinssonar varð undir. Tímamynd: Pjetur Áætlunarflug til Amster- dam og Hamborgar komið á hreint: Flugleiðir fengu leiðir Arnarflugs Samgönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, veitti í gær Flugleiðum hf. heimild til að haida uppi reglu- bundnu áætlunarflugi með farþega, vörur og póst á flugleiðum til Amst- erdam og Hamborgar. Þar með er stór hluti áætlunarflugs til og frá íslandi í hendi Flugleiða. Jafnframt þessu hefur ráðherra ákveðið að öllum íslenskum flugfé- lögum verði heimilað að stunda leiguflug með farþega á öllum flug- leiðum frá 1. maí til 30. september ár hvert, en utan þess tíma er leiguflug óheimilt. Leiguflug með vörur til og frá íslandi verður hins vegar óháð sérstökum leyfisveitingum stjórn- valda. Samgönguráðherra sagði á blaða- mannafundi í gær að verulega vant- aði upp á að fjárhagslegur grundvöll- ur ísflugs væri með þeim hætti að til greina hefði komið að veita félaginu áætlunarflugrekstrarleyfi. Umsókn ísflugs um flugleiðirnar til Amster- dam og Hamborgar kom því ekki til greina. Víglundur Þorsteinsson, forsvars- maður ísflugs, lýsti því yfir í gær að búið væri leggja áætlunarflug á fs- landi undir einokun með ákvörðun samgönguráðherra. Að mati Víg- lundar hefðu gögn þau, er ísflug lagði fram um fjárhagsstöðu féiags- ins, verið fullnægjandi til að veita fé- laginu flugrekstrarleyfi. Þá var Víg- lundur mjög óhress með vinnu- brögð Flugráðs, sem fjallaði um beiðni ísflugs um flugrekstrarleyf-ið. Víglundur sagði í því sambandi að Flugráð væri vanhæft til að fjalla um málið, þar sem formaður þess, Leifur Magnússon, væri einnig fram- kvæmdastjóri Flugleiða, samkeppn- isaðila ísflugs um umbeðnar flug- leiðir. Kvaðst Víglundur vera tilbú- inn til að leggja það fyrir dómstóla til að þeir skæru úr um hvort Flugráð væri vanhæft eða ekki, enda þótt sýnt væri að það myndi í engu breyta ákvörðun samgönguráðherra. Að sögn Víglundar ætlar ísflug að reyna að fá enn frekari rýmkun á því tímabili sem leiguflug með farþega er gefið frjálst. Sagði Víglundur að alls ekki væri nóg að gefa leiguflugið frjálst í aðeins þrjá mánuði. Níu til tíu mánuðir væru lágmark, ef ein- hver rekstrargrundvöllur ætti að vera undir rekstri leiguflugs. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.