Tíminn - 19.10.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.10.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 19. október 1990 VALUR ARNÞORSSON Valur Arnþórsson á aöalfundi Kaupfélags Eyfirðinga. til hans fyrir hönd Starfsmannafé- lags KEA og hann studdi við bakið á því á ýmsa lund í gegnum árin. Vinnuþreki og dugnaði Vals var löngum við brugðið, en hann kunni líka að skemmta sér og gleðjast með öðrum. Það kom glöggt fram á árs- hátíðum og öðrum samkomum starfsmanna. Þar var Sigríður Ólafs- dóttir, kona hans, jafnan einnig virk- ur þátttakandi og vann sér almenna hylli. Fyrir hönd starfsmanna KEA sendi ég Sigríði, börnum hennar og öðr- um aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur á sárri sorgarstundu. Hlýr hugur og góðar óskir leita ykkar héðan að norðan. Stefán Vilhjálmsson formaður Starfsmannafélags KEA Það réð því áreiðanlega engin til- viljun hvar Valur Arnþórsson kaus að hasla sér völl í lífinu. Ævistarf hans var unnið á vettvangi sem gaf honum tækifæri til að láta félags- mál, í víðustum skilningi, til sín taka. Valur var sá gæfumaður að geta sameinað störf og þjóðmálaáhuga sinn. Á báðum sviðum, í daglegum störfum og á vettvangi félagsmála og stjórnmála, var hann að vinna að framgangi hugsjóna sem ristu dýpra en ætla mátti við fyrstu viðkynn- ingu. Kynni okkar Vals voru fyrst og fremst á hinum félagslega vettvangi samvinnuhreyfingarinnar og í Framsóknarflokknum, en á báðum stöðum var hann valinn til helstu trúnaðarstarfa. Þar lét hann sér fátt, sem til framfara horfði, óviðkomandi og mælti fyrir málum af þeirri rök- festu sem honum einum var lagin. En málefnum vann hann ekki síður fylgis með viðmóti sínu og fram- göngu sem laðaði að. í mínum huga var hann hinn síungi hugsjónamað- ur sem missti ekki sjónar á því til hvers hin félagslega barátta er háð. Hann var einlægur jafnaðar- og sam- vinnumaður og vildi heilshugar vinna að því að hreyfingar þessara afla störfuðu saman, sem kjölfesta íslenskra stjórnmála, um ókomna tíð. Lengst af var það samvinnuhreyf- ingin sem naut starfskrafta Vals en auk daglegra starfa fyrir hana lét hann sér annt um, að þær hugsjónir sem sú hreyfing byggir á, yrðu ekki útundan í veraldarvafstrinu. Því var hann óþreytandi að hlúa að þeim veika gróðri hugsjónastarfa sem, þegar öllu er á botninn hvolft, er hin eina uppspretta framfara. Valur var gæddur þeim hæfileika að skoða hluti og þróun mála til lengri tíma litið og dæma síðan málefnin eftir því. Slíkt ber vott um víðan sjóndeildarhring og það að menn láti vandamál hversdagsins ekki yfir- gnæfa annan tilgang og mikilvægari. Við sem eftir lifum verðum að sætta okkur við að fá aldrei oftar að heyra hina hlýju rödd, né njóta þeirra frjóu hugmynda og uppörvunarorða sem Valur miðlaði óspart. Þrátt fyrir öfl- ugt lífsstarf átti hann eftir að vinna að framfaramálum enn um langa hríð og vorum við mörg sem vonuð- umst til að fá að njóta krafta hans í frekara starfi. Aðstandendum Vals votta ég mína innilegustu samúð. Blessuð veri minning Vals Arnþórs- sonar. Bolli Héðinsson Þær voru daprar hádegisfréttirnar sunnudaginn 14. okt. sl. Þær boð- uðu m.a. að Valur Arnþórsson bankastjóri hefði farist daginn áður í flugslysi. Okkur hjónin setti hljóð. Var þetta virkilega svona? Um það var ekki að villast. Maðurinn með Ijáinn hafði komið þarna við og um það þýddi ekki að fást. Á haustdögum árið 1952 settist ég á skólabekk í Samvinnuskólanum ásamt hópi annarra ungmenna. í þessum hópi voru meðal annarra Valur Arnþórsson og Sigríður Ólafs- dóttir. Þau felldu hugi saman og hafa verið iífsförunautar síðan. Þá hófust kynni mín af Vali, sem í dag er kvadd- ur af samferðamönnum sínum. Voriö 1953 lauk Valur prófi frá Sam- vinnuskólanum. Jafnframt fram- haldsnámi hóf hann strax störf hjá Samvinnutryggingum. Á þessum haustdögum árið 1952, helgar Valur sig Samvinnuhreyfingunni og hófst þar glæsilegur ferill, sem stóð sam- fleytt í rúman aldarþriðjung. Það duldist engum, sem þekkti hann, að þar fór maður sem var til foringja fallinn, fór þar saman í senn djörf og fáguð framkoma og frábær ræðusnilld á mannfundum. Sam- vinnumenn kvöddu Val fljótlega í forystusveit, einnig á öðrum sviðum þjóðlífsins voru honum falin mikils- verð trúnaðarstörf. Allt þetta axlaði Valur af fádæma atorku. Eins og títt er um þá sem til forystu veljast var Valur umdeildur. Hjá því komast baráttumennirnir ekki. Víst er um það að hann tók af okkur sem aftar vorum í fylkingunni marga skvettu. Það breytir því hins vegar ekki að hann var óumdeildur foringi samvinnumanna um árabil og á stórum stundum í sögu samvinnu- hreyfingarinnar verður hann mér ógleymanleggur, fyrir glæsilega framkomu. Þegar íslenskir sam- vinnumenn héldu upp á aldarafmæli hreyfingarinnar var haldinn sérstak- ur hátíðafundur á Laugum í Þingeyj- arsýslu. Sá fundur verður mér og vafalaust fleirum ógleymanlegur, ekki hvað síst fyrir glæsilega fundar- stjórn stjórnarformanns Sambands íslenskra samvinnufélaga, Vals Arn- þórssonar. Ég minnist líka hátíða- halda á Akureyri í sambandi við ald- arafmæli Kaupfélags Eyfirðinga, þar var glæsileg framkoma Vals eftir- minnileg. Lengur mætti telja í þeim dúr. Að því kom svo að Valur hvarf frá störfum hjá Samvinnuhreyfing- unni, og gerðist bankastjóri Lands- bankans í ársbyrjun 1989. Þessi ákvörðun var honum örugglega erfið og þarf engan að undra eftir svo fjöl- þættan starfsferil. Ég mun ekki rekja hér frekar starfsferil Vals, það mun víða verða gert. Við unnum ekki saman að úrlausn mála í eiginlegum skilningi, við vorum þó lengi saman á báti. Ég átti símtal við Val síðasta daginn sem hann sat við stjórnvöl hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, ég heyrði glöggt að hann saknaði margs af því sem hann var að hverfa frá. Hann sagðist samt ekki kvíða nýju starfi. Við ræddum aðeins um þau um- skipti sem voru í stétt kaupfélags- stjóra, þar sem margir gamalreyndir kaupfélagsstjórar voru um það bil að hverfa frá störfum. Ég lét þau orð falla að mér væri kannski innan- brjósts eins og manni sem stæði á ströndinni og horfði á eftir skipinu sigla burt. Að sjálfsögðu grunaði mig ekki þá, að svo skammt væri þess að bíða að hann yrði kallaður með svo sviplegum hætti og við hin stæðum ráðþrota á ströndinni. Afi Vals, Vilhelm Jensen, var um nokkurra ára skeið á Kúvíkum við Reykjarfjörð ásamt bróður sínum Carl. Af þeim sökum var Árneshrepp- ur Val dálítið hugleikinn. Það var fastmælum bundið milli okkar að hann kæmi einhvem tíma hingað og við fæmm saman á þennan forna verslunarstað. Af þessu verðir ekki, því „Mennirnir álykta en Guð ræð- ur“. Þrátt fyrir fádæma dugnað var Valur ekki bara þræll starfsins. Þegar létt var af sér oki dagsins var hann hrókur alls fagnaðar. Sérstaklega minnist ég samveru með þeim hjón- um í mörgum sumarferðum kaupfé- lagsstjóra og þeirra fjölskyldna, í byggðum og óbyggðum, þær stundir eru geymdar í sjóði minninganna. Valur stóð ekki einn í lífsbarátt- unni. Eiginkona hans, Sigríður Ól- afsdóttir, var hans dyggi lífsföru- nautur. Þau bjuggu sér fagurt heim- ili og þar var Ijúft að vera gestur. íslenskir kaupfélagsstjórar hafa löngum haft með sér félagsskap, sem hefur kannski ekki alltaf staðið föstum fótum, en lifir þó. Þar eins og annars staðar var Valur dyggur félagsmaður. Hann var ávallt ótrauður að telja kjark í menn, þótt á móti blési. Honum var umhugað um að í landinu gætu starfað bæði stór og lítil kaupfélög. Þannig taldi hann að Samvinnuhreyfingin yrði sterkust. Að leiðarlokum vil ég, fyrir hönd Kaupfélagsstjórafélagsins, þakka honum vegferðina. Islenskir kaupfé- lagsstjórar drúpa höfði í virðingu fyrir látnum félaga og votta eftirlif- andi eiginkonu, börnum og öldruð- um föður dýpstu samúð. Sigríður mín, við hjónin hugsum til þín barnanna og Amþórs á þess- um myrku haustdögum, megi Guð veita ykkur styrk í sorginni. Gunnsteinn Gíslason Norðurfirði Það tilheyrir sextugsaldrinum að vera farinn að venjast því að vinir^ hverfi fyrirvaralítið yfir móðuna miklu vegna bráðra sjúkdóma. Mað- ur veit, að samkvæmt lögmálinu hendir þetta ákveðinn hluta okkar og fyrir því beygir maður sig því al- valdur ræður. En þegar mikill hæfi- leikamaður á besta aldri er hrifinn á brott á lítt skiljanlegan hátt eins og Valur Arnþórsson, kemur upp sterk löngun til að mótmæla. íslenska þjóðin þurfti á honum að halda miklu lengur því Valur hafði sér- stæða og mikilvæga hæfileika, sem nýttust honum afar vel í hinu nýja starfi sem bankastjóri Landsbanka íslands, eins og þeir nýttust honum í fyrri störfum. í bankanum vann hann að því að leysa vandamál sem eru brýn úrlausnar og sem varða okkur 611. Sæti Vals er vandfyllt og tjón fámennrar þjóðar er mikið. Enn þyngra er þó áfall fjölskyldunnar sem fékk hina óvæntu helfregn þeg- ar enginn átti sér ills von. Árin fram- undan, sem áttu að verða svo góð, þegar uppskomir yrðu ávextir far- sællar starfsævi og fjölskyldulífs, virðast allt í einu myrk og kvíðvæn- leg. Besti vinurinn, eiginmaður, fað- ir, afi, sonur og bróðir, er horfinn og allt verður að hugsa upp á nýtt. Leiðir okkar hjóna og Vals og Siggu lágu snemma saman. Ég man fyrst eftir þeim á fundum í FUF fyrir meira en 30 árum. Kynni konu minnar og þeirra voru þá nánari því hún lenti í vinahópi ungs fólks, þar sem þau voru meðal vinanna. AJltaf vissum við hvert af öðru en allt í einu lágu leiðirnar þétt saman norður á Akureyri. Valur fór til starfa hjá KEA og var þar að búa sig undir að taka við starfi kaupfélagsstjóra þegar ég fór þangað norður sem bæjarstjóri. Valur og Sigga tóku okkur opnum örmum og mikið var auðveldara að nema land á nýjum stað með þá hauka í horni. Síðan fluttu Lárus Jónsson og Rúna í bæinn og við, þessi brenn hjón, héldum oft hóp- inn. Á þessum árum kynntust við mannkostum þeirra Vals og Siggu. Minnisstæð var hugulsemin, það að muna eftir manni og gera svolítið meira fyrir mann en maður átti von á. Aldrei gleymum við því, þegar við vorum fjögur að koma heim úr jóla- ferð til ættingja syðra með fimmta fjölskyldumeðliminn rétt ófæddann. Það var kalsaleg tilhugsun að fara ferðalúinn beint í dimma íbúðina á jólunum og fara síðan að undirbúa kvöldverð og sinna börnum. En Val- ur beið í flugstöðinni, að því við töld- um til að keyra okkur heim, og það var góður greiði. En hann ók ekki heim til okkar heldur heim til sín þar sem Sigga beið með dásamlega máltíð, og þar hvarf ferðalúinn og jólaskapið tók við. Þetta er eitt af gullkornum minninganna og þeir sem slíkum komum dreifa yfir líf annarra safna sjóðum þar sem vert er að eiga sjóði. Valur Arnþórsson tók störf sín mjög alvarlega og einnig hafði hann mik- inn áhuga á málefnum bæjarins, landsbyggðarinnar og landsins alls. Oft vom þessi mál tekin til umræðu í tveggja eða þriggja manna hópi. Ég tók fljótt eftir því hve Valur hlustaði vel á það sem aðrir sögðu, hve auð- velt hann átti með að greina aðalat- riðin frá aukaatriðunum og hve fljót- ur hann var að átta sig á flóknu máli. Þetta eru grundvallareiginleikar þess sem ráða á miklu. Við þetta bættist svo fjölhæfnin og þessi gífur- lega starfsorka, sem ég sáröfundaði hann af. Mér og öðrum á Akureyri varð því fljótt Ijóst, að þar fór maður sem ná mundi langt og sem skila mundi miklu og góðu ævistarfi. Og fyrir norðan kom hann víða við, ekki bara hjá KEA og fyrirtækjum þess og Sambandsins, heldur einnig hjá bænum, þar sem hann varð afbragðs bæjarfúlltrúi, einstaklega farsæll nefiidarmaður og aðsópsmikill og ákveðinn forseti bæjarstjórnar, sem umgengist gat hvaða tiginmenni sem að garði bar á einfaldan, látlaus- an en virðulegan hátt. Valur var gæfumaður í starfi og í einkalífi. Þau Sigríður lögðu snemma hugi saman og hófu búskap og eignuðust bam þegar aðrir voru að leika sér. Oft er sagt að hjónabönd sem stofnað er til snemma endist skammt. En þarna varð raunin önn- ur. Samstæðari hjón hef ég ekki þekkt, og víst er það ein skýringin á því hve Val vegnaði vel í starfi og á hinni endalausu starfsorku hans, hve gott heimili Sigríður bjó honum og hve dyggilega hún studdi hann. Valur unni fjölskyldu sinni og heim- ili, það var hans heilaga vé. Bömin urðu fimm á um tuttugu árum. í þeim öllum koma hæfileikar foreldr- anna fram, ekki síst fjölhæfnin, því þeim er margt til lista lagt. Það er eðlilegt að staldrað sé við, íhugað og spurt hver tilgangurinn sé með því að taka slíkan mann sem Val Arnþórsson frá okkur, einmitt þegar við þurfum umfram allt á hæfileika- mönnum eins og honum að halda. Störf hans voru einstaklega upp- byggileg og í þeim tilgangi unnin að bæta lífið í landinu. Slík störf eru unnin í guðs þágu og í guðs nafni enda virti Valur guð af einlægni, var sáttur við hann og efaði ekki hjálp- ræði hans. Því er, samkvæmt mann- legum skilningi, rökrétt, að honum hefði verið tryggð sem lengst starfs- ævi. En okkur tjáir ekki að deila við hinn mikla dómara, hann hlýtur að hafa þurft á Val að halda til enn mik- ilvægari verka. Við, sem söknum vinar, góðs drengs og mikilhæfs manns, höfum rétt til að harma. En sárari er söknuður eig- inkonu og barna, aldraðs föður og annarra ástvina. Tjón þeirra verður aldrei bætt þótt ná verði sáttum við þann sem þessu réði. Við hjónin og börnin okkar vottum ykkur öllum dýpstu samúð og við biðjum guð að styrkja ykkur. Minningu Vals skulum við öll bera í hjörtum okkar þar til við hittum hann aftur. Bjami Einarsson Slys gera ekki boð á undan sér. Svo er einnig um brotthvarf bestu manna í blóma lífsins. Við Valur sáumst síðast í Borgarnesi 8. október sl., en þar var hann á fundi Byggðanefndar forsætisráð- herra til að hlýða á 37 framsögu- menn leggja í pott byggðanefndar- manna úrræði til lausnar byggða- vandans. Hann var ekki í hópi þeirra sem opinberuðu sig á þessum fundi, en auðséð var að hann fylgdist með af eftirvæntingu því sem fram fór á fundinum. Þetta tók af öll tvímæli um að þrátt fyrir að hann hefði valið sér nýjan vettvang í Landsbankanum var hann enn sem áður sami lands- byggðarmaðurinn og þegar hann var á meðal okkar hér fyrir norðan. Ég tel mig ekki hafa tök á að rekja feril Vals Arnþórssonar svo marg- þættur var hann. Hvflíkt starf sem liggur eftir hann á miðjum aldri. Það er meira að umfangi en ég tel mér fært að rekja hér í stuttri minningar- grein. Sá rithagi maður Helgi Sæmunds- son sagði í minningargrein um Hauk Snorrason ritstjóra, sem lést á sviplegan hátt á besta aldri, að hann hefði lokið slíku ævistarfi, sem taki aðra langa ævi og dugir ekki til. Svo var um Val Arnþórsson. Hann lauk ævistarfi á við marga ágætismenn fyrir miðjan aldur. Kynni okkar Vals eru gömul, allt frá þeim dögum þegar við vorum áhugasamir liðsmenn samtaka ungra framsóknarmanna. Hann var einn þeirra manna sem lyfti félagi ungra framsóknarmanna í Reykjavík úr því að halda fundi sína í herbergi í fundarsal og á þann veg að eftir var tekið. Hlutskipti okkar beggja var að flytja norður í land til ólíkra verkefna. Báðir að framkvæma hugsjónir sínar og takast á við komandi veruleika. Á Húsavíkurárum mínum hratt ég af stað umræðu um stóriðju og stór- virkjanir á Norðurlandi. Ljóst var að ekki voru möguleikar til að staðsetja stóriðju í nágrenni Húsavíkur. Skilyrðin voru best við Eyjafjörð. Það var ekki fyrr en á fyrstu árum Vals Arnþórssonar fyrir norðan og í samstarfi við þáverandi bæjarstjóra, Bjarna Einarsson og Lárus Jónsson, sem þá vann að norð- urlandsáætlun á vegum Efnahags- stofnunar, að Eyfirðingar fóru að gefa þessu gaum. Þrátt fyrir að margir Eyfirðingar voru þungir í taumi og að þeir skildu ekki sinn vitjunartíma um að verða öfugt mótvægi á móti höfuðborg- inni, hélt Valur þessu máli vakandi og það í óþökk margra. Ég tel mér óhætt að fullyrða að ef ekki hefði notið atfylgis Vals í stór- iðjumálum hefði Eyjafjörður aldrei í alvöru verið á borðunum varðandi staðarval fyrir stóriðju. Svo kunnug- ur þykist sá vera, sem þessar línur ritar, innviðum þeirra aðila, sem mestu hafa ráðið og ráða enn um stórvirkjunarröð og staðarval stór- iðju á íslandi, að þetta er fullyrt hér. Nú er skarð fyrir skildi. Fallinn er frá sá maður sem gjörþekkti innviði þessara mála og gat veitt forystu til gagnsóknar. I starfi mínu sem framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Norð- lendinga, átti ég mjög góð samskipti við Val og mat mikils stuðning hans. Hann mun hafa setið tvö fjórðungs- þing, þegar fjallað var um orkumál og Norðurlandsvirkjun. Eg er einn þeirra manna, sem hefur notið mikils í kynnum við Val Arn- þórsson. Ég harma þau grimmu örlög að brottkalla frá okkur afburðamann í miðju ævistarfi. Svo fjölhæfur var Valur að hann hefði sómt sér vel í fremstu röð stjórnmálaforingja þjóðarinnar. Éf til vill beið þetta hans, hefðu ævi- dagarnir orðið fleiri. Áskell Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.