Tíminn - 20.10.1990, Side 2
Miðvikudagur 17. október 1990
Tíminn 2
KAUPMATTUR RYRNAR
HÆGAR EN í FYRRA
í fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar kemur fram, að greitt tíma-
kaup iandverkafólks í Alþýðusambandinu hefur hækkað að meðal-
tali um 7% á öðrum ársfjórðungi frá sama ársfjórðungi á fyrra árí.
Á móti því kemur hins vegar að á sama tímabili minnkaði kaupmátt-
ur miðað við 17% hækkun framfærsluvísitölu. „Þetta er nokkuð
minni minnkun kaupmáttar en mældist milli fyrsta ársfjórðungs
áranna 1989 og 1990, og hefur samdráttur kaupmáttar þannig
stöðvast," segir í fréttatilkynningu frá Kjararannsóknarnefnd.
Ef litið er á breytingu mánaðar-
tekna, þ.e. heildarlaun með yfir-
vinnu, þá hafa þær einungis hækk-
að um rúm 4%. Það þýðir að kaup-
máttur heildartekna hefur minnk-
að um tæp 11%. Meginástæðan
fyrir þessu er talin vera sú að með-
alvinnutími styttist um eina
klukkustund á viku á þessu tíma-
bili. „Þetta er mesta vinnutíma-
stytting sem orðið hefur á einu ári
frá því að vinnutími styttist um
rúmar 2 stundir árið 1988,“ segir í
fréttatilkynningunni.
Milli fyrsta og annars ársfjórðungs
ársins í ár hækkaði greitt tímakaup
um 2,7%, sem er meiri hækkun en
hækkun kauptaxta á sama tímabili.
Til að kanna hvort hér væri um
launaskrið að ræða, var gerð sér-
stök könnun þar að lútandi. Niður-
staða hennar reyndist vera sú að
svo væri ekki, heldur mætti rekja
þetta frávik til þess hversu lágt
tímakaup mældist á fyrsta ársfjórð-
ungi 1990, miðað við ársfjórðung-
inn á undan og eftir.
-hs.
Framhaldsskólakennarar fá um landsins. Háskólinn hefur
tækifæri til að stunda rannsóknir hug á að efla tengsl framhafds-
við Háskóla íslands, ýmist sem skólakennara við þessa starfsemi
þátttakendur í verkefnum á veg- og stuðla þannig að bættri
um kennara eöa sérfræðinga Há- kennslu í framhaldsskólum. í
skólans eða með því að vinna að þeim tilgangi viU Háskólínn hvetja
eigin verkefnum, með eða án leiö- til þess að framhaldsskólakennar-
sagnar. Þetta var samþykkt á ar stundi rannsóknir og fræði-
fundi Háskólaráðs þann 14 júní störf í samvinnu við fræðimenn í
sl. Til greina kemur að Endur- sömu grein við Háskólann sam-
menntunarnefnd Háskólans kvæmt nánara samkomulagi, td.
skipuleggi sérstök námskeið fyrir yflr sumartímann. Upplýsingar
framhaldsskólakennara af þessu um rannsóknarverkefni háskóla-
tilefni. kennara má finna í ritinu Rann-
í fréttatilkynningu frá Háskóla sóknir við Háskóla fslands 1987-
íslands kemur fram að við Há- 1988. Er bókin fáanleg í BóksÖlu
skólann fara fram rannsóknir og stúdenta og á Aðalskrifstofu Há-
fræðistörf í ýmsum þeim greinum skólans.
sem kenndar eru í framhaldsskól- khg.
Fjallað um at-
vinnumál fatl-
aðra hér á landi
Aðalfundur Oryrkjabandalags
íslands var haldinn fimmtudag-
inn 11. október sl. og í framhaldi
af honum efndi Öryrkjabandalag-
ið til ráðstefnu um atvinnumál
fatlaðra.
Formaður bandalagsins, Arriþór
Helgason, flutti ítarlega skýrslu um
starfsemi bandalagsins. Samskipti
bandalagsins við erlend samtök hafa
aukist en Öryrkjabandalagið tekur
þátt í starfi norrænna samtaka og al-
þjóðlegra um endurhæfingu o.fl. Þá
hefur bandalagið veitt ýmsa styrki til
velferðarmála fatlaðra.
Á ráðstefnunni kom fram að atvinnu-
ástand öryrkja hér á Iandi er betra en í
nágrannalöndum okkar. Þó hefúr
reynst erfitt að útvega þeim sem eru
mest fatlaðir atvinnu við sitt hæfi. í
umræðum og íyrirlestrum kom fram
að leita verður nýrra leiða til þess að
skapa fötluðu fólki atvinnutækifæri.
Reglugerð um öryrkjavinnu hefur
reynst mjög erfið í framkvæmd og
þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hefur reynst
ókleift að fá henni breytt.
Varpað var fram hugmyndum um
endurhæfingu fatlaðra og starfs-
menntun á vegum einkafyrirtækja en
til þess að það sé unnt verður ríkis-
valdið að styðja við bakið á atvinnu-
Burt með
„Eina ásættanlega lausnin er
að starfsemi Áburöarverksmiðj-
unnar verði lögð niður á þessum
stað,“ segir í ályktun sem sam-
þykkt var á stjómarfundi hjá
Ibúasamtökum Grafarvogs í
fynadag.
Á fundinum var fjallað um ný-
birt áhættumat á rekstri Áburð-
arverksmiðjunnar. Niðurstaðan
varð sú að ítreka fyrri ályktun
sem gerð var á borgarafundi 21.
apríl sl. Jafnframt skorar stjóm
íbúasamtakanna á borgarstjóm,
alþingismenn Reykjavíkur og
ríírisstjóm að taka höndum sam-
an og vinna ákveðið að lausn
málsins svo íbúar Grafarvogs
geti búið áhyggjulausir í hverfi
sínu. —sá
rekendum. Þá komu fram hugmyndir
um samræmdari stjóm á framleiðslu
vemdaðra vinnustaða til þess að koma
í veg fyrir óæskilega samkeppni þeirra
á milli.
Atvinnumál fatlaðra á landsbyggð-
inni eru nokkuð annars eðlis en á
Reykjavíkursvæðinu, en þar veldur
einhæfni atvinnulífsjns nokkmm
vandræðum við lausn á atvinnumál-
um fatlaðra. í máli Soffiu Lámsdóttur,
framkvæmdastjóra Svæðisstjórnar
Austurlands um málefni fatlaðra, kom
fram að knýjandi nauðsyn er á skipu-
lagðri atvinnuleit í nánum tengslum
við atvinnuleit sveitarfélaganna.
Ráðstefnu bandalagsins um atvinnu-
mál fatlaðra sóttu um 120 manns og
þóttu umræðurnar marka þáttaskil á
þessu sviði. khg.
Hópur eldri borgara frá Austfjörðum var á dögunum í heimsókn í höfuðborginni og nágrenni á vegum
Rauða kross fslands og Rauða kross deilda Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfiarðar. Fólkið lagði m.a.
leið sína í útvarpshúsið og naut þar fylgdar Péturs Péturssonar sem er landsmönnum kunnur fýrir þularstörf
sín í gegnum árin. Hann sýndi fólkinu húsakynnin og sagði ffá ýmsu markverðu og skemmtilegu í sögu Rík-
isútvarpsins. f leiðangri um húsið rakst hópurinn á Jónas Jónasson sem sést hér á myndinni spjalla við Aust-
firðinga.
Ráðstefna um velferðarsveitarfélag:
Fjórða ráðstefna
félagsmálastjóra
Fjórða ráðstefna samtaka félagsmála-
stjóra á íslandi verður haldin dagana
5.-6. nóvember nk. að Borgartúni 6.
Fyrsta ráðstefnan var haldin árið 1984
og bar heitið „Félagsleg þjónusta-
undanfarið og framundan". Sú næsta
var „Fátækt á íslandi" árið 1986 og
þriðja ráðstefnan nefhdist .Málþing
um hamingju” árið 1988.
Ráðstefnan í ár ber heitið „Velferðar-
sveitarfélagið" og hefur tvíþættan til-
gang. Annars vegar þann að fræða
þátttakendur á gagnrýninn hátt um
hin mörgu nýmæli sem eru á ferðinni
um þessar mundir í löggjöf um félags-
lega þjónustu í landinu. Hins vegar að
tengja lagaatriði þessi og stefhuna
sem í þeim felst, spurningum um vel-
ferð almennt og aðild sveitarfélagsins
að velferð íbúa sinna. Þá verður leitast
við að tengja hagnýtar upplýsingar og
fræðslu fræðilegri umræðu og spurn-
ingum um tilgang og markmið.
Á ráðstefhunni verða nokkrar nýj-
ungar í löggjöf kynntar, sem síðan
verða gagnrýndar af þeim sem hafa
hagsmuna að gæta sem neytendur
eða notendur laganna. Táldir verða
upp kostir og lestir á breytingunum.
Fjórir fyrirlesarar munu fjalla um vei-
ferðarhugtakið, stefnu og horfúr í
þróun velferðar á íslandi. Meðal ann-
ars munu þeir fjalla um hvað velferð
sé og hver aðild sveitarfélagsins geti
verið og eigi að vera að velferð íbú-
anna. Þá mun listafólk annast dag-
skráratriði milli framsöguerinda. Þeir
sem hafa áhuga á þátttöku geta fengið
frekari upplýsingar og skráð þátttöku
á Félagsmálastofnun Kópavogs.
khg.
Síldog loðnatil bræðslu:
Verðlagsráð sjávarútvegslns
ákvað sl. þriðjudag að gefa
frjálsa verðlagningu á loðnu til
bræðslu á loðnuvertíð haustið
1990 til vors 1991. Einnig hef-
ur frjáls verðlagning verið gefin
á sild og síldarúrgangi til
bræðslu á síldarvertíð haustið
1990.
—SE
Heimildaskrá um ðldrunarmál á íslandi
Út er komið nýtt hefti af ritröðinni
„Lykill: Rit um bókfræði" og ber það
heitið „Öldrunarmál á íslandi.
Heimildaskrá". Skrá þessi er unnin
af Ásgerði Kjartansdóttur bóka-
safnsfræðingi á vegum Rannsókna-
stöðvar í bókasafna- og upplýsinga-
málum við Háskóla íslands að
beiðni Öldrunarfræðifélags íslands.
Öldrunarráð íslands styrkti jafn-
framt gerð skrárinnar, en þjónustu-
miðstöð bókasafna gefur hana út.
í skránni er vísað til um 1300
heimilda um málefni aldraðra á ís-
landi og hefur þeim verið safnað
saman frá bókasöfnum, stofnunum
og félagasamtökum, sem tengjast
öldrunarmálum. Alls hefur verið
skráð efni úr 44 íslenskum og er-
lendum tímaritum, auk þess sem í
skránni er að finna tilvísanir í bæk-
ur, skýrslur, rannsóknaniðurstöður
og kannanir.
Tilgangurinn með gerð skrárinnar
er að ná saman yfirliti um allar
helstu upplýsingar sem til eru um
þennan mikilvæga aldurshóp hér á
landi. Hún á því að koma að gagni
öllum þeim sem vinna með öldruð-
um, hvort sem er á sviði heilbrigðis-
eða félagsmála og einnig er hún að-
gengileg öllum almenningi, sem vill
fræðast um hvað til er ritað um aldr-
aða.
Bókin er um 190 bls. og fæst hún
hjá Þjónustumiðstöð bókasafna,
Austurströnd 12, Seltjarnarnesi,
sími 91- 612130. Bókin kostar kr.
2800.00,-
Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands: