Tíminn - 20.10.1990, Qupperneq 4
4 Tíminn ,
Laugardagur20. október>1990
Húseignir á Skagaströnd
Kauptilboð óskast í 2 skála að Strandgötu 34 á Skaga-
strönd, samtals 301 fm að stærð. Brunabótamat er kr.
7.291.000.00. Skálarnir verða til sýnis í samráði við Vil-
helm Jónsson, Bogabraut 9, Skagaströnd (sími: 95-
22729).
Tilboðseyðublöð eru afhent á staðnum og á skrifstofu
vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Kauptilboð þurfa að ber-
ast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 30. október 1990, þar sem
þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda.
INIMKAUPASTOFIMUN RÍKISINS
________BQRGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
1 P”T ALLIR í BÍLUM SPENNI BELTI!
Lifiu yxFB,DAB
Vísindaráð auglýsir
styrki úr vísindasjóði
fyrir árið 1991
til rannsókna í
• náttúruvísindum
• líf- og læknisfræði
• hug- og félagsvísindum
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Vísindaráðs, Báru-
götu 3, 101 Reykjavík, og hjá sendiráðum íslands er-
lendis.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 1990 og skal um-
sóknum skilað á skrifstofu ráðsins sem veitir upplýsing-
ar daglega kl. 10-12 og 14- 16.
VÁTRYGGINGAFÉLAG
ÍSLANDS HF
UTBOÐ
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem
skemmst hafa í umferðaróhöppum.
Chevrolet Monza
Subaru Justy GL
Toyota Corolla 1300
Mazda 626 2000
Toyota Celica 1600
Dodge Aries
Citroen Axel
Fiat Uno
Daihatsu Charade
Fiat Uno
Subaru Justy GL
Range Rover
Mazda 626 2000
Ford Sierra
Ford Fiesta
Skoda 120 L
MMC Lancia
Fiat 127
WV Golf GTi
SAAB 900 GLE
Citroen Pallas GSA
BMW 320
Mercedes Benz 200
árgerð 1989
árgerð 1988
árgerð 1987
árgerð 1987
árgerð 1987
árgerð 1987
árgerð 1987
árgerð 1987
árgerð 1986
árgerð 1985
árgerð 1985
árgerð 1984
árgerð 1984
árgerð 1984
árgerð 1984
árgerð 1984
árgerð 1984
árgerð 1983
árgerð 1983
árgerð 1982
árgerð 1982
árgerð 1982
árgerð 1982
Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka
9, Reykjavík, mánudaginn 22. október
1990, kl. 12-16.
Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags
íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, eða
umboðsmanna fyrir kl. 17.00 sama dag.
Vátryggingafélag íslands hf.
ÖKUTÆKJADEILD
Námuslys í Tékkóslóvakíu:
Þrjátíu ffórust í
gassprengingu
Hryllilegt slys varð í Barborakolanámunum í Tékkóslóvakíu í fyrra-
dag, er gassprenging varð í neðanjarðargöngum. Björgunarsveitir,
sem voru að leita að mönnum sem hefðu hugsanlega lifað þetta af,
áttu erfitt um vik, þar sem námugöngin hrundu við sprenginguna.
Yfirmenn námanna, sem eru rétt við
pólsku landamærin, sögðu að 21 lík
hefðu þegar fundist. Sprengingin
varð vegna uppsöfnunar metangass
í göngunum og henni fylgdi mikill
eldsvoði.
Einn maður fannst á lífi, en lést
skömmu eftir að hann komst á
sjúkrahús. Átta menn eru enn
ófundnir. Jan Carnecky, forstjóri
námufélagsins sem er í eigu ríkis-
ins, sagðist ekki telja að nokkur
maður hefði sloppið lifandi úr þess-
um hörmungum.
Björgunarsveitir voru að störfum í
alla fyrrinótt og allan gærdag, en
þeim miðaði mjög hægt, þar sem
renna þurfti nýjum stoðum undir
þak ganganna jafnóðum og þau voru
grafin út.
Innanrfkisráðherra Tékkóslóvakíu
sagðist hafa fyrirskipað rannsókn á
því hvort þarna væri um glæpsam-
legt athæfi að ræða varðandi það að
stofna almenningi í hættu, en gaf
ekki upp gegn hverjum sú rannsókn
ætti að beinast.
Sérfræðingar stjórnarinnar hröð-
uðu sér þegar á slysstað og atvinnu-
málaráðherrann, sem er í opinberri
heimsókn til Víetnam, sendi samúð-
arskeyti fjölskyldum þeirra sem fór-
ust. Hann sendi líka þegar starfshóp
á svæðið, til að leysa úr þeim félags-
legu vandamálum sem slysið hefur í
för með sér.
Fréttamönnum og Ijósmyndurum
var haldið frá slysstaðnum og alvar-
legir námuverkamenn voru ófúsir
til að ræða örlög starfsfélaga sinna.
Barboranámunum, sem undir
venjulegum kringumstæðum fram-
leiða 5000 tonn af kolum á dag, var
lokað og engum hleypt að nema
rannsóknar- og björgunarmönnum.
Þegar sprengingin varð voru 250
menn staddir í neðanjarðargöngum
námunnar. Náman er á víðáttu-
miklu námasvæði, sem teygir sig frá
borginni Ostava sem er í 20 km fjar-
lægð.
Flestir sluppu ómeiddir, en 30
menn lokuðust inni í 750 metra
löngum neðanjarðargöngum.
Nokkrir særðust lítillega og voru
fluttir á sjúkrahús skammt frá.
Hvernig gasið losnaði úr læðingi er
enn ekki vitað, en yfirvöld á staðn-
um segja að námum á þessu svæði
hafi alltaf hætt við uppsöfnun gass.
Versta námuslys í Tékkóslóvakíu
síðan í seinni heimsstyrjöld varð ár-
ið 1961, þegar 108 menn létust í
eldsvoða í Dolni Sucha-námunni á
þessu sama svæði.
Slysið á fimmtudaginn er það al-
varlegasta sem orðið hefur frá því í
september 1981, þegar 65 menn fór-
ust í yfirborðsnámu í norðanverðum
Bæheimi.
SMÁFRÉTTIR
Moskva — Gorbatsjev fær
samþykki þingsins fyrir breyt-
ingu á efhahagskerfi þjóðar-
innar frá miðstýringu til mark-
aðskerfis, en segir þá breyt-
ingu taka nokkur ár.
Moskva — Áætlanir til að
bjarga lösnu efnahagskerfi
ríkisins frá hruni fela i sér auk-
ið framboð á vörum en einnig
hættu á verðbólgu og atvinnu-
leysi.
Beirút —- Líbönsk yfirvöld
hafa gefið fjölskyldu og sam-
starfsmönnum Michei Aoun
leyfi til að fara til Frakkiands,
viku eftir að þau leituðu hælis I
franska sendiráöinu.
Jerúsalem — (sraelska lög-
reglan hindrar þúsundir mús-
lima í að fara til bænahalds á
Musterishæð, af ótta viö
óeirðir og mótmæli vegna
morðanna sem þar voru fram-
in á 21 Palestinumanni.
Jóhannesarborg — Yfir-
völd hafa lokað fyrir vatns-
leiðslur til þúsunda svarta
Suður-Afríkubúa í fjóra daga.
Talið er að þetta geti haft al-
varlegar afleiðingar fyrir
heiisufar fólksins.
UTBOÐ
ki 14
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjór-
ans í Reykjavík, óskar eftirtilboðum í gatnagerð, lagningu
holræsa, jarðvinnu vegna vatnslagna og lagningu hita-
veitulagna í nýju íbúðarhverfi í Borgarholti.
Verkið nefnist: Borgarholt II, 1. áfangi.
Heildarlengd gatna er um 1300 m, lengd holræsa um 1750
m og lengd hitaveitulagna um 1350 m.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
frá og með mánudeginum 22. október gegn 15.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 31.
október kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKLJRBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
1 ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hita-
veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í forein-
angraðar pípur.
Um er að ræða 2.270 m af 600 mm pípum og
260 m af 400 mm pípum ásamt viðeigandi fylgi-
hlutum.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn
20. nóvember 1990 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 Simi 25800
n
FORVAL
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgarverk-
fræðings, óskar eftir umsóknum verktaka um að fá að taka þátt f lokuðu
útboöi vegna byggingar fbúöa- og þjónustumiðstöðvar aldraðra að Lind-
argötu 57-61 og 64-66 f Reykjavfk.
Um er að ræða samtals 15 hús auk þjónustumiöstöövar.
Þeir verktakar, sem áhuga hafa á að taka þátt i lokuöu útboði vegna of-
angreindra verka, skulu skila skriflegri umsókn þar um ásamt þeim upp-
lýsingum sem óskað er eftir i forvalsgögnum.
Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frfkirkjuvegi 3, Reykjavik.
Útfylltum gögnum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama staö eigi síðar en
föstudaglnn 26. október 1990, kl. 16.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800