Tíminn - 20.10.1990, Qupperneq 6

Tíminn - 20.10.1990, Qupperneq 6
6 Tíminn Laugardagur 20. október 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Síml: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hreinskilni þökkuð Friðrik Sophusson alþingismaður er glaðbeittur og opin- skár í eðli sínu og undirhyggjulaus skylmingamaður í stjórnmálum. Hann hefur gaman af því að mæta andstæð- ingum sínum á hösluðum velli og láta á reyna hver eða hvor hafi betur frammi fyrir áhorfendum. Menn vita alltaf fyrir fram hvernig Friðrik býst til bardagans. Hann gerir það drengilega og ber ekki hnífinn í erminni. Grein Friðriks í Morgunblaðinu í gær er með þessum ein- kennum hans. Þar er hann að fjalla um álmálið, sem er eitt- hvert vandasamasta málefni sem Alþingi mun fá til úrlausn- ar á þessum vetri, þar sem á öllu veltur að ræða það mál- efnalega með heildarhagsmuni þjóðarinnar fyrir augum og leggja nokkurn þunga í þær umræður, gera þær ekki að pól- itísku bitbeini fram yfir það sem óhjákvæmilegt er. Um grein Friðriks verður það ekki sagt að hann fjalli af miklum alvöruþunga um álmálið. En umfjöllun hans er hins vegar ekki ódrengileg, því að í henni er þessi sérstaki áskorunar- tónn sem fylgir því að þykja skemmtilegra að skylmast létti- lega með orðsins korða en leggja mikinn þunga á málefnið sjálft. Hins vegar verður ekki fyllilega skilið, hvers vegna Friðrik lætur undan eðlislægri gamansemi sinni með því að ræða álmálið eins og hann gerir vegna þess að framtak hans ljóstrar því upp hvað sjálfstæðismenn eru að hugsa í þess- um efnum, nefnilega að spilla fyrir framgangi málsins á Al- þingi eins og þeir frekast geta. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætluðu að láta þessa af- stöðu sína fara leynt, þar til á hólminn væri komið, allir nema Friðrik Sophusson, sem segir andstæðingunum það fyrir fram eftir hvaða reglum sjálfstæðismenn ætla að berj- ast. Höfuðreglan er sú, samkvæmt upplýsingum Friðriks, að notfæra sér ætlaðan ágreining í stjórnarliðinu til þess að tefja málið svo lengi þings, að því verði ekki lokið fyrir þing- lok og kosningar. Sjálfstæðismenn ætla með öðrum orðum að tefja fyrir málinu með þófi og fundahrekkjum. Friðrik á þakkir skilið að hafa ljóstrað upp hernaðaráætlun flokks síns tímanlega. Þessi hernaðaráætlun kemur vel fram í eftirfarandi orðum í grein Friðriks Sophussonar: „Verði ekki samkomulag milli stjórnarflokkanna um málið ... verður (ríkisstjórnin) að segja af sér eða falla frá samningum um nýtt álver. Sjálf- stæðisflokkurinn hvorki vill né getur því bjargað ríkis- stjórninni úr þeirri stöðu, sem hún sjálf kom sér í. Hrökkl- ist ríkisstjórnin frá kemur til kasta Sjálfstæðisflokksins." Friðrik segir að vísu, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætli að leggja sitt af mörkum til að ná viðunandi samningi, en þau orð eru sögð fyrir siða sakir, og gilda ekki að svo komnu, því að á þessari stundu felst hernaðaráætlun flokks- ins í því að koma í veg fyrr að álmálið verði leyst í tíð núver- andi ríkisstjórnar, þ.e. á þessu þingi. Sjálfstæðismenn lifa í voninni um að hægt verði að tefja málið fram yfir kosning- ar. Skylmingaráskorun Friðriks Sophussonar felur þetta í sér, en stjórnarflokkarnir munu slá korðann úr hendi hans með því að ljúka álmálinu á tilsettum tíma. En þökk á hann fyrir hreinskilnina. EIN MÁLSTOFA Leiörétting prentvillu Vegna þeirrar prentvillu í forystugrein blaðsins í gær, að þar er ritað „kostnaður“ í stað kostur, ber að leiðrétta að textinn átti að hljóða þannig: Allt löggjafarstarf getur sem best farið fram í einni málstofu. Virkara nefndarstarf myndi vega upp á móti því sem sumir halda að sé kostur við tvær þingdeildir. A J. llþingi hóf störf eftir langt sumarhlé 10. þ.m. Þar með er haf- ið síðasta þing fyrir alþingiskosn- ingar, sem verða eigi síðar en 25. apríl á vori komanda. Sýnt er því að nýbyrjað þing verður í styttra lagi, en hlýtur þó að setja sér ákveðin markmið um hvaða mál skuli hafa sérstakan forgang um fullnaðarafgreiðslu. Verkeíhi Alþingis Þar sem þingtíminn verður stuttur er ríkisstjóm og þing- meirihluta hennar mikill vandi á höndum um að velja forgangs- mál. Um að verður að takast skyn- samlegt samkomulag innan stjórnarflokkanna. Útilokað er að hægt sé að koma fram viðamikl- um lagabálkum á þessu þingi í málaflokkum sem ekki eru ein- asta ágreiningsefni í eðli sínu heldur, heldur einnig þess eðlis að þingið verður að gefa sér góðan tíma til að fjalla um þau. Þetta á m.a. við um húsnæðislöggjöf og skólalöggjöf og ýmis fleiri stór mál. Lögum um svo viðamikil málefni er ekki hægt að breyta án viðhlítandi undirbúningsvinnu og samráða milli stjórnmála- flokka og margs konar samtaka í þjóðfélaginu. Ef það er talið nauð- synlegt að ráðast í umfangsmiklar breytingar á mikilvægustu laga- bálkum þjóðfélagsins, er fráleitt að hespa slíku af á stuttum tíma. í stað þess að efna til kapphlaups milli ráðherra um framgang sér- stakra áhugamála þeirra, ætti rík- isstjóm að einbeita sér að því að tryggja áframhaldandi bata í efna- hags- og fjármálum og sjá til þess að ekki sé hvikað frá meginmark- miðum efnahagsstefnunnar sem þetta stjómarsamstarf byggist fyrst og fremst á. Núverandi ríkis- stjórn mun fá góð eftirmæli í sög- unni fyrir það að í hennar tíð og fyrirrennara hennar, sem tók við völdum að loknum brösóttum starfsferli ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, tókst að koma böndum á verðbólguna og endurreisa hmninn rekstrargmndvöll út- flutningsatvinnuveganna. Aðhaldssteína f sambandi við árangursríkan feril þeirra ríkisstjórna sem setið hafa undir forsæti Steingríms Hermannssonar síðan haustið 1988 er fróðlegt að lesa þjóðhags- áætlun sem lögð hefur verið fyrir Alþingi samhliða fjárlagafmm- varpinu. Þar segir svo í inngangs- og yfirlitskafla um stöðu efna- hagsmála í þingbyrjun: „Mikill árangur hefur náðst í efnahagsmálum á þessu ári. Mestu máli skiptir að verðbólgan er nú komin niður á svipað stig og í helstu viðskiptalöndum okkar. Verðbólgan hefur verið 20-30% á síðustu fímm ámm. Nú stefnir í að verðbólgan verði um 8% frá upphafi til loka þessa árs. Undan- farna þrjá mánuði var verðbólgan einungis tæplega 4%. Horfur em á að halda megi verðbólgunni í 6- 7% á næstu mánuðum miðað við heilt ár. Stórfelld hækkun olíu- verðs á heimsmarkaði að undan fömu gæti þó breytt þessum horf- um til hins verra. Mikilvægt er að staðfesta þann árangur sem náðst hefur í viðureigninni við verð- bólguna á síðustu missemm.“ „Þennan árangur má einkum þakka aðhaldssamri efnahags- stefnu og kjarasátt ríkisstjórnar- innar og aðila vinnumarkaðarins í byrjun þess árs,“ segir ennfremur. „Eftiahagsstefnan hefur skapað betri skilyrði til jafnvægis í þjóð- arbúskapnum en áður. Þetta á einkum við um aðhaldssemi á sviði peninga- og lánamála, sem vegið hefur á móti halla á ríkisbú- skapnum. Mikilvægur þáttur þessarar steftiu hefur verið inn- lend fjármögnun hallans á ríks- sjóði. Þá hefur dregið úr halla rík- issjóðs. Að baki kjarasamningun- um í febrúar lá raunsætt mat á stöðu efhahagsmála og eindreg- inn ásetningur um að ná verð- bólgunni niður. Ljóst er að árang- ur í viðureigninni við verðbólgu verður ekki tryggður nema með góðu samstarfi stjómvalda og annarra aðila í hagkerfmu." „Þrátt fyrir erfið skilyrði í þjóðar- búskapnum á undanfömum ár- um hefur tekist að koma á betra jafnvægi á milli þjóðarútgjalda og þjóðartekna en verið hefur um langt skeið. Þetta var og er for- senda árangurs í baráttunni við verðbólgu og viðskiptahalla. Við- skiptahallinn var 1,6% af lands- framleiðslu í fyrra og nú em horf- ur á að hann verði um 2% á þessu ári. Til samanburðar var hallinn um 3,5% af landsframleiðslu að meðaltali á ámnum 1980-1988. Umskiptin í utanríkisviðskiptum koma enn skýrar fram í vöm- skiptajöfnuðinum. Á ámnum 1987 og 1988 varð halli á vöm- skiptajöfnuði, eins og flest árin á undan, en 1989 var um 7,5 millj- arða afgangur sem svarar til um 2,5% af landsframleiðslu. Horfur em á að afgangurinn verði svipað- ur á þessu ári. Þetta er mikilsverð- ur árangur í ljósi þess að halli á viðskiptum við útlönd hefur jafn- an aukist á samdráttartímum.“ Atvinnuvegir og lífskjör „Eftir þrengingar í þjóðarbú- skapnum á síðustu tveimur ámm hafa orðið umskipti til hins betra í afkomu atvinnuveganna á þessu ári. Þetta má einkum rekja til betra jafnvægis í þjóðarbúskapn- um, lækkunar verðbólgu og batn- andi viðskiptakjara. Þótt sam- drátturinn hafi meðal annars komið fram í vaxandi fjölda gjald- þrota hefur hann einnig leitt til skipulagsbreytinga og hagræð- ingar í atvinnulífinu. Þegar á heildina er litið hefur atvinnu- ástandið verið viðunandi, þótt gætt hafí staðbundinna erfíð- leika.“ Um lífskjör þjóðarinnar segir svo: „Óhjákvæmilegt var að Iífskjör þjóðarinnar versnuðu á síðustu tveimur ámm vegna aflabrests og viðskiptahalla frá fyrri árum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann rýrnuðu um 3% á árinu 1988, 10% 1989 og talið er að hann rýrni um 3,5% milli áranna 1989 og 1990. Á þessu ári hefúr kaupmáttur hins vegar haldist nokkum veginn óbreyttur. Nú em horfúr á að samdráttarskeiðið í þjóðarbúskapnum sé á enda. Tal- ið er að landsframleiðsla standi í stað á þessu ári og þjóðartekjur einnig. Á næsta ári er spáð um 1,5% aukningu landsframleiðslu og tæplega 2% aukningu þjóðar- tekna. Gert er ráð fyrir að kaup- máttur aukist í hátt við lands- framleiðslu en viðskiptahallinn minnki nokkuð vegna betri við- skiptakjara." I þjóðhagsáætluninni er síðan gert ráð fyrir því að verðbólgan verði 7% og ráðstöfunartekjur í heild hækki um 8%. í þessu felst að verðbólga og almennar launa- breytingar verði ívið meiri hér- lendis en í aðildarlöndum Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Sú stofnun spáir 5% verðbólgu milli áranna 1990 og 1991 og 6% hækkun almennra launa. Þótt reiknað sé með bata í efnahagslífinu á þessu ári er spáð hægari hagvexti hér á landi en í nálægum löndum, því að OECD spáir 2-2,5% hagvexti í aðildar- löndum sínum. Hins vegar em horfúr um framvindu efnahags- mála á alþjóðavettvangi óvissar, sérstaklega í ljósi atburðanna við Persaflóa, eins og segir í þjóð- hagsáætlun fyrir næsta ár. Það sem hér hefúr verið rakið af efni þjóðhagsáætlunar leiðir í ljós að helstu erfiðleikar íslensks efna- hagslífs fara mjög minnkandi. Þessi batamerki sýna sig í eftirfar- andi: 1. Samdrátturskeiði því sem stað- ið hefúr í a.m.k. þrjú ár er að ljúka. 2. Verðbólga er komin á svipað stig og er í heistu viðskiptalönd- um okkar. 3. Halli í utanríkisviðskiptum fer minnkandi og má teljast viðráð- anlegur. 4. Hagur útflutningsframleiðsl- unnar hefur ekki verið betri í langan tíma. Em umskiptin á því sviði skýrasta vitnið um að efna- hagsaðgerðir ríkisvaldsins hafa skilað árangri, þótt viðurkenna beri að markaðs- og viðskiptaað- stæður hafa einnig verið hliðholl- ar sjávarútvegi. Hitt er annað mál að þjóðin hef- ur ekki að fullu komist út úr af- leiðingum samdráttarskeiðsins að því leyti sem tekur til beins lífskj- arabata af kaupmáttaraukningu. Kaupmáttur rýrnaði á samdrátt- arárunum, en nú standa vonir til þess að kaupmátturinn haldist að mestu óbreyttur í ár sem vonandi er upphafið að því að hann fari að aukast á næstu ámm. Þjóðarsáttin Þegar horft er til þróunar kaup- gjaldsmála á yfirstandandi ári er enginn vafi á því að samkomulag það sem varð milli ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins í febrúar ríður þar baggamuninn. Þetta samkomulag hefur verið kallað þjóðarsátt og hefur reynst í framkvæmd árangursríkasti og

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.