Tíminn - 20.10.1990, Qupperneq 7
haldbesti sáttmáli sem nokkru
sinni hefur verið gerðir milli
áhrifaafla þjóðfélagsins um sam-
stiga þróun kjaramála og al-
mennra efnahagsmála. Þess mun
ekkert dæmi í íslenskri þjóðar-
sögu að svo víðtækt samkomulag
hafi náðst um aðferðir til að ná
settum efnahagsmarkmiðum. í
Ijósi þess má sýnt vera að laun-
þegahreyfingin hefur lagt mikið
undir í þessu tilfelli, sem gerir það
enn brýnna en nokkru sinni fyrr
að opinberir aðilar og atvinnurek-
endur standi fast við skyldur sínar
samkvæmt samkomulaginu.
Fullyrða má að launþegahreyf-
ingin hefur enga ástæðu til að ve-
fengja vilja ríkisstjórnarinnar til
þess að framfylgt sé skyldum sam-
komulagsins gagnvart launþeg-
um, enda hefur slíkum ásökun-
um ekki verið hreyft. Hvert
vandamál sem upp hefur komið
það sem af er gildistímanum hef-
ur verið leyst með góðu sam-
komulagi.
Ríkisstjórnin hefur lagt sig fram
um það í hvert skipti sem hætta
hefur virst á því að forsendum
þjóðarsáttar yrði raskað, að jafna
þau met með beinum aðgerðum
eða ströngum viðvörunum. Þetta
hefur fyrst og fremst átt við um
fullt aðhald í verðlagsmálum, sem
launþegahreyfingin hefur eðli-
lega lagt mesta áherslu á. Ríkis-
stjómin hefur gert atvinnurek-
endum og milliliðum ljóst að þeir
hafa gengist undir aðhald í verð-
lagsákvörðunum eins og launþeg-
ar em bundnir af ákvæðum þjóð-
arsáttarinnar um breytingar á
kaupgjaldi. Það er svo mikilvægt
atriði að þessi ákvæði um verð-
lagsaðhald og hófsama kaup-
gjaldsþróun haldist, að þar má í
engu víkja frá settum grundvall-
arreglum. Árangur þjóðarsáttar-
innar veltur á því að þær séu hafð-
ar í heiðri.
Fram til þessa hefur framkvæmd
febrúarsamkomulagsins tekist
vel. Snarlækkandi verðbólga á
síðustu mánuðum er gleggsti
vitnisburðurinn um það. I kjölfar
minnkandi verðbólgu hefur átt
sér mikil vaxtalækkun sem ekki
verður borið á móti að er mikil
kjarabót fyrir þúsundir fjöl-
skyldna í landinu, ekki síst ungt
fólk sem þarf að standa undir
margs konar skuldum.
Gildistími þjóðarsáttar
En þótt svo vel hafi tekist til um
framkvæmd febrúarsamkomu-
lagsins til þessa, þá er eigi að síður
full ástæða til að minna á, að ekki
er enn liðinn hálfur gildistími
samkomulagsins, við erum enn á
fyrri helmingi hans, og það er
engan veginn útilokað, að þegar
síga tekur á tímabilið fari að gæta
óþreyju um „sýnilegan" árangur
þjóðarsáttarinnar, sem margir
hyllast til að meta eingöngu í
fjölda krónanna sem laun manna
eru greidd í. Þetta hefur m.a. kom-
ið skýrt fram í kröfum Bandalags
háskólamenntaðra starfsmanna
ríkis og bæja sem kosið hefur að
ganga gegn þjóðarsáttinni með yf-
irlýsingum og langsóttum kæru-
leiðum sem liggja jafnvel utan
landsteinanna.
Það verður því aldrei lögð of mik-
il áhersla á að áfram verður að
fylgja fast eftir stefnunni, sem
mörkuð var með þjóðarsáttinni,
að henni er ætlað að gilda fram á
síðari hluta næsta árs og felst í
samstiga þróun efnahagslífsins og
kjaramálanna, markmiðið er að
koma á varanlegu efnahagsjaih-
vægi með því að tryggja að verð-
lagsþróun sé í samræmi við það
sem er í viðskiptalöndum okkar.
Verði slakað á um þá stefnu sem
mörkuð hefur verið næst mark-
miðið aldrei.
Eins og rakið hefur verið hér að
ffaman horfír nú betur um hag-
vaxtarþróun hér á landi en verið
hefur á þriggja ára samdráttar-
skeiði. Þessi bati er þó ekki meiri
en svo að hagvöxtur á íslandi verð-
ur hægari en í öðrum löndum. Að
því leyti til standa íslendingar enn
ffammi fyrir efnahagsvanda, sem
nauðsynlegt er að gera sér fulla
grein fyrir. Um það geta allir orðið
sammála að stefna verður að því
að hagvöxturinn aukist, því að
eðlilegur hagvöxtur er undirstaða
þess að kaupmáttur vaxi í raun.
Það hefur auk þess komið ffam að
með þeim efnahagsbata sem orðið
hefur á þessu ári hefur dregið úr
þeirri kaupmáttarrýmun sem
fylgt hefur samdráttarárunum.
Þjóðhagsáætlunin upplýsir að
kaupmáttur hefur haldist svo til
óbreyttur á þessu ári, sem er upp-
haf þess að hann geti vaxið á kom-
andi tímum.
Þessi almenni efnahagsbati hefur
orðið fyrir þá bættu rekstrarstöðu
sem atvinnulífið hefur orðið að-
njótandi með sérstökum opinber-
um efnahagsaðgerðum, með
bættum markaðsaðstæðum og
fyrir bein áhrif þjóðarsáttarinnar.
Þessi bati rekstrammhverfisins
sannar það, að íslenskir atvinnu-
vegir búa yfir miklum fram-
leiðslumætti ef þeim em sköpuð
rétt skilyrði og markaðs- og geng-
isþróun er hagstæð.
Nauðsyn hagvaxtar
í inngangi þjóðhagsáætlunar
sem hér hefur nokkuð verið vísað
til, er lögð áhersla á að efnahags-
stefnan miði að því að varðveita
þann árangur sem náðst hefur á
síðustu misserum í átt til betra
jafnvægis í þjóðarbúskapnum og
koma í veg fyrir að þensla mynd-
ist á ný. Þetta stefnuskráratriði
verður aldrei nógsamlega ítrekað,
því að gæfa þessarar ríkisstjórnar
veltur algerlega á því að þar verði
engin tilslökun gerð.
Þótt vel hafi miðað í viðureign-
inni við verðbólguna, og þótt lík-
ur fyrir hagvaxtaraukningu hafi
aukist, þá verður að tryggja
áframhaldið með þeim aðferðum
sem svo vel hafa gefist. Nauðsyn
þess að rekstrargmndvöllur aðal-
atvinnuvega þjóðarinnar sé
traustur til frambúðar verður
ekki í efa dregin. Hitt er jafnvíst
að renna þarf fleiri stoðum undir
atvinnulífið í landinu, það leiðir
að sjálfsögðu til aukinnar fram-
leiðslu og verðmætasköpunar og
meiri hagvaxtar, sem þjóðin verð-
ur að stefna að. f því sambandi
þarf að ljúka á farsælan hátt
samningum um byggingu álvers,
því að frá því máli er ekki hægt að
snúa, þótt ýmis ágreiningur hafi
komið upp um einstök atriði
málsins.
Þrátt fyrir það verða menn að
fara að koma sér saman um lyktir
málsins að því er tekur til samn-
inganna við Atlantsálhópinn.
Hins vegar verður jalnframt að
takast pólitískt samkomulag um
að hefja aðgerðir til mótvægis
þeirri byggðaröskun, sem þegar á
sér stað í landinu og mun aukast
með því staðarvali álversins sem
ákveðið er. Að því verkefni verða
stjómmálamenn að ganga vitandi
vits og gera þær ráðstafanir sem
nauðsynlegar em. Engum stjóm-
málaflokki stendur nær en Fram-
sóknarflokknum að setja það mál
á oddinn.