Tíminn - 20.10.1990, Síða 15
Laugardagur 20. október 1990
Tíminn 23
IÞROTTIR
íþróttir helgarinnar:
NORÐANLIÐIN MÆTAST
— f úrvalsdeildinni í körfuknattleik
Um helgina eru 5 leikir á dagskrá
úrvalsdeildarinnar í körfuknatt-
leik. Fjórir þeirra eru á morgun. i»á
mætast noröaniiðið Tindastóll og
Þórá Sauðárkróki kl. 16.00.
Á sama tíma mætast ÍR og Hauk-
ar í Seljaskóla. Kl. 20 eru einnig
tveir feikir. í Njarðvík taka heima-
menn á móti Snæfelli og á HHðar-
enda feika Valur og Keflavík.
í gærkvöld léku Njarðvík og KR í
Njarðvík. Sagt verður frá úrslitum
leiksins í blaðinu á þriöjudag um
feið og greint verður frá gangi mála
ÍBV á Seltjamamesi og Valur og
Stjaman á Hlíðarenda. I gærkvöld
léku KA og Víkingur nyrðra. Úrslit
allra feikjanna birtast í þriðjudags-
blaðinu.
í öðrum leikjum helgarinnar.
{ 1. deiid leika í dag ÍS og UÍA í
Hagaskóla kl. 13.00. í 1. deild
kvenna Ieika í dag UL 14.00 UMFG
og ÍR í Grindavík og ÍBK og ÍS í
Keflavík.
Handknattleikur 60 fþróttaþing ÍSÍ verður haldið
í dag eru 5 leikir í 1. deild karia í um helgina í Félagsheimili Kópa-
handknattleik. Leikimir hefjast all- vogs, Fannborg 2. Þingið verður
ir kl. 16.30. í Kaplakrika taka FH- sett kL 10 á laugardagsmorgun (í
ingar á móti ÍR-ingum, Fram og dag). Yfir 200 kjömir fulltrúar eiga
KR feika í LaugardalshöU, Selfoss rétt til þingsetu. Fjöldi mála iiggur
og Haukar á Selfossi, Grótta og tyrir þinginu.
Evrópuleikur Fram og Barcelona:
Leikið kl. 15.30
á þriðjudaginn
Enska knattspyrnan:
lan Rush leikur sinn
500. leik í dag þegar
Liverpool mætir Norwich
Velski landsliðsmaðurinn mark-
sækni, Ian Rush, skoraði sitt 250.
mark fyrir Liverpool í síðustu viku
og í dag nær Rush öðrum merkum
áfanga: að leika sinn 500. leik sem
atvinnumaður.
Á miðvikudag skoraði Rush eitt
marka Wales í 3-1 sigri á Belgíu og
var það hans fyrsta landsliðsmark í
28 mánuði. Kappinn er bjartsýnn á
að honum takist að skora fyrir Li-
verpool í dag, þegar liðið mætir
Norwich City á útivelli. Liverpool
hefur unnið 9 fyrstu leiki sína í
deildinni og er því með fullt hús.
Af þeim 500 leikjum, sem Rush
hefur leikið sem atvinnumaður, eru
meðtaldir allir deildar-, bikar- og al-
þjóðaleikir, 46 landsleikir fyrir Wa-
les og 29 leikir fyrir ítalska liðið Ju-
ventus.
Kenny Dalglish hafði í gær ekki
endanlega ákveðið hvaða leikmenn
hann myndi nota á miðjunni í leikn-
um í dag. Bæði enski landsliðsmað-
urinn Steve McMahon og írski
landsliðsmaðurinn Ronnie Whelan
hafa náð sér af meiðslum í nára.
Norwich-liðið gengur ekki heilt til
skógar. Fjórir af framherjum liðsins
missa af leiknum. Robert Rosario
verður frá í mánuð til viðbótar,
vegna ökklameiðsla, og Robert
Fleck er í þriggja leikja banni.
Danski U-21 árs landsliðsmaðurinn
Henrik Mortensen þurfti að fá
saumuð 6 spor í ökklann í vikunni
og Dean Coney, sem meiddur er á
hné, mun líklega ekki leika meira á
þessu ári.
í fremstu víglínu hjá Norwich í dag
verða sennilega Ruel Fox og írski U-
21 árs landsliðsmaðurinn Lee Po-
wer, sem aldrei hefur byrjað inná í 1.
deild. Þessir leikmenn hafa því aldr-
ei leikið saman áður í framlínunni.
Enski landsliðslyrirliðinn Gary
Lineker varð að fara af leikvelli með
sár á höfði í landsleiknum gegn Pól-
verjum á miðvikudag og sauma varð
8 spor. í gær átti Lineker að fara í
læknisskoðun og eftir hana átti að
koma í Ijós hvort hann gæti leikið
með Tottenham gegn Sheffield Wed-
nesday, en Tottenham-liðið er ósigr-
að á heimavelli.
Arsenal verður með alla sína menn
heila í dag, þegar liðið mætir Manc-
hester United á Old Trafford. Leik-
menn Arsenal verða í hefndarhug,
minnugir 1-4 tapsins í opnunarleik
síðasta keppnistímabils. Bæði Lee
Dixon og David O’Leary sluppu við
meiðsl í landsleikjum vikunnar.
„Við vorum með æfingu á fimmtu-
dagsmorgun og allir leikmennirnir
voru heilir. Það er þægileg tilfmning
að vera ekki með einn einasta leik-
mann á sjúkralista," sagði George
Graham, framkvæmdastjóri Arsen-
al, í Reuter-viðtali í gær.
Paul McGrath býst við að verða
með Aston Villa gegn Wimbledon í
dag, þrátt fyrir að hafa farið af leik-
velli í landsleik íra og Tyrkja á mið-
vikudag, meiddur á hné.
Óvíst er hvort Roger Joseph og
Lawrie Sanchez geta leikið með
Wimbledon í dag. BL
Fyrri leikur Fram og Barcelona í
Evrópukeppni bikarhafa verður á
Laugardalsvelli á þriðjudaginn kemur
ld. 15.30, hálf fjögur. Leikmenn
spænska liðsins koma til landsins síð-
degis á sunnudag og fara af landi brott
að kvöldi feikdags með leiguflugi.
Leikurinn er 31. leikur Fram í Evr-
ópukeppni frá upphafi. Fram hefur
leikið 6 leiki í keppni meistaraliða, 6
leiki í UEFA-keppninni, en leikurinn á
þriðjudag er sá 19. í röðinni í keppni
bikarhafa.
Dómari í leiknum verður Gifford frá
Wales og landar hans verða í hlutverk-
um línuvarða. íslenskur eftirlitsmaður
á leiknum verður Guðmundur Har-
aldsson milliríkjadómari.
Fyrir tveimur árum mættust þessi
sömu lið í sömu keppni. Barcelona
sigraði 2-0 í leiknum á Laugardalsvelli
og 5-0 í Barcelona.
Lið Barcelona hefur byrjað vel í
spænsku 1. deildinni í ár, betur en um
áratuga skeið og er í efsta sætinu. Fé-
iagið hefur 10 sinnum sigrað í
spænsku deildinni og 22 sinnum í bik-
arkeppninni. Þá hefur Barcelona þrí-
vegis orðið Evrópumeistari bikarhafa.
Þjálfari liðsins er hinn heimskunni Jo-
han Cruyff frá Hollandi.
Frá því Fram og Barcelona léku fyrir
tveimur árum hafa orðið vemlegar
breytingar á liði Barcelona. í íýrra
komu Daninn Michael Laudmp frá Ju-
ventus og Ronald Koemann frá PSV
Eindhoven til liðs við Börsunga. Nú í
ár komu Femando Munoz ffá Sevilla
og ekki síst markaskorarinn Hristo
Stoickov frá CSKA Sofia í Búlgaríu.
Liðið er því mun sterkara en það lið,
sem kom fyrir tveimur ámm, og
sennilega er liðið sterkasta félagslið
sem hingað til lands hefur komið.
Leiknum verður sjónvarpað til Spán-
ar á vegum TVE, spænska ríkissjón-
varpsins. Spænskar auglýsingar verða
því á vellinum. Þar sem engin flóðljós
em á Laugardalsvelli verður leikurinn
að hefjast kl. 15.30.
Framarar leika í alhvítum búningum
í leiknum á þriðjudag, en Barcelona
mætir til leiks í sínum alþekktu rauð-
bláu, röndóttu búningum. í síðari
leiknum verður Fram í sínum bláu
búningum, en leikmenn Barcelona
verða þá að hafa búningaskipti.
Reglur um lyfjapróf í Evrópuleikjum
hafa nú verið hertar til muna og nú
verða leikmenn kallaðir fyrirvaralaust
í lyfjapróf. Ákveðnir leikir em dregnir
út hjá borgarfógeta í Genf og síðan
kemur læknir UEFA á keppnisstað eft-
ir að leikur er hafinn.
Verð aðgöngumiða á ieikinn er 900
kr. f stúku, en ókeypis verður fyrir
böm yngri en 14 ára. Miðasala hefst kl.
12 á leikdegi.
Tveir leikmenn Fram verða í Ieik-
banni í leiknum, þeir Pétur Ormslev
fyrirliði og Viðar Þorkelsson varafyrir-
liði. Pétur er í leikbanni vegna brott-
reksturs, en Viðar vegna tveggja gulra
spjalda. Jón Sveinsson, sem stundar
nám f Bandaríkjunum, kemur til
landsins vegna leiksins og verður í öft-
ustu víglínu Fram-vamarinnar. Krist-
inn R. Jónsson verður fyrirliði Fram í
leiknum.
Leikurinn er að sjálfsögðu síðasti
stórleikur ársins íknattspymunni hér-
lendis og einstakt tækifæri til að sjá
eitt besta félagslið heims í leik. BL
Handknattleikur—Bikarkeppnin:
Fjölnir gegn FH
I gær var dregið um hvaða lið
leika saman í 16-liða úrslitum blk-
arkeppninnar í handknattleik.
Drátturinn fór sem hér segir:
Karian
Víkingur-KR, Valur-Grótta, Fram
b- KA, Þór-Ármann, UBK ÍR,
Fjölnir-FH, Selfoss-Haukar og FH
b-ÍBV. Leikimir fara fram 22.-24.
Konurt
Víkíngur b-FH, Selfoss-Fram, Ár-
mann-Víkingur, UMFN-KR,
UMFG-ÍBK, ÍBV-Valur, ÍR-Stjam-
an og Haukar- Grótta.
Leikimir fara fram 13.-15. nóv-
ember. BL
lan Rush leikur sinn 500. leik sem atvinnumaður ( dag gegn Norwich
City.
SAMKEPPNI
um hús yfir borholur
Hitaveitu Reykjavíkur
Hitaveita Reykjavíkur efnir til samkeppni í samvinnu við Borgarskipuiag um
hönnun húsa yfir borholur Hitaveitunnar, sem eru í borgarlandinu og í Mosfells-
bæ, samkvæmt keppnisgögnum og samkeppnisreglum Arkitektafélags íslands.
Markmið keppninnar er að leiða fram hagkvæma lausn hvað varðar notagildi,
form og fegurð húsanna.
Heimild til þátttöku hafa íslenskir ríkisborgarar og útlendingar með fasta búsetu
á (slandi.
Heildarverðlaunafé er kr. 1.000.000.- Fyrstu verðlaun verða ekki lægri en kr.
500.000.- Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr.
300.000.-
Keppnisgögn eru afhent hjá trúnaðarmanni dómnefndar, Ólafi Jenssyni, fram-
kvæmdastjóra Byggingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1 í Reykjavík, sími: 91-
29266.
Tillögur skal afhenda trúnaðarmanni, eigi síðar en 31. janúar 1991, kl. 18.00 að
íslenskum tíma.