Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 3. nóvember 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL DNA-greining felldi morðingja ungrar móður Það var að birta af degi í Arden Hills, lítilli útborg St Paul í Minnesota, þann 11. mars 1989 þegar ungi pilturinn fór að bera út blöðin sín. Stinningsgola var úr norðvestri og þyrlaði snjófjúkinu yfir skaflana. Pilturinn lét veðrið ekki á sig fá en þegar hann hafði gengið nokkum spöl kom hann auga á eitt- hvert hrúgald í einum skaflinum. Forvitni hans vaknaði og hann beygði af leið sinni til að athuga þetta nánar. Andartak stóð hann þama hreyfing- arlaus en brá svo við eins og örskot og þaut að næsta húsi, barði allt hvað af tók á hurðina og þegar hún opnaðist, útskýrði hann óðamála: —Ég fann lík í snjóskafli. Hringdu til lögreglunnar. Fulltrúar lögreglustjóra í Ramsay- umdæmi, sem komu fljótt á vett- vang, athuguðu hvort líf leyndist með ungu stúlkunni en fúndu ekkert lífs- mark. Þeir afgirtu staðinn til að halda forvitnum vegfarendum frá líkinu. Þeir þyrptust auðvitað að þegar heyrðist til lögreglubfla. Lögreglulæknir var kallaður til og við frumathugun fann hann hvorki skot- né stungusár á líkinu. Á hálsi og upphandleggjum voru stórir mar- blettir og af ástandi líksins taldi hann að stúlkan hefði aðeins verið látin skamma hríð. Við krufhingu kæmi í ljós hvort henni hefði verið nauðgað. Leit að sönnunargögnum á vett- vangi bar engan árangur og því taldi lögreglan allt eins að stúlkan hefði verið myrt annars staðar og líkinu síðan fleygt þama við götuna. Skaf- renningurinn hafði afmáð öll fótspor og hjólför sem eflaust hefðu verið þama. Rannsóknarlögreglumenn gengu nú í næstu hús og spurðu hvort nokkur hefði orðið var við ferðir ókunnugra eða séð ókunnugan bfl í grennd við staðinn þar sem líkið fannsL Enginn hafði orðið var viö neitt óvenjulegt um nóttina. Þegar hér var komið sögu voru fféttamenn komnir á vettvang í því skyni að fá nafrí hinnar látnu og dán- arorsök. Þeim var tjáð að enginn vissi enn hver stúlkan væri og um dánar- orsök yrði ekkert hægt að fullyrða fyrr en við krufríingu. Votel fulltrúi, sem stjómaði rannsókninni enn sem komið var, sagði aðeins að læknirinn teldi að um morð væri að ræða. 17 ára móðir Síðar um daginn staðfesti náinn ætt- ingi að hin látna héti Shelby Pavlacky. Hún var 17 ára og átti heima í Coon Rapids ásamt ársgömlu bami sínu. Daginn áður hafði hún farið í síðasta próf sitt, en ekki komið aftur. Hún stefndi að því aö verða stúdent Lög- reglunni var gert viðvart um kvöldið og eftir að líkið fannst var hringt til ættingjanna til að biðja þá að koma og athuga hvort um týndu stúlkuna væri að ræða. Kennarar Shelby sem rætt var við sögðu að hún hefði tekið prófið föstu- daginn 10. og sfðan farið heim að ætl- að var. Af viðtölum við skólafélaga hennar varð Ijóst að hún hafði sést fara með skólafélaga sínum, Marv nokkmm Green frá Robbinsdale. Lögreglumenn fengu heimilisfang hans og fúndu hann heima. Þegar hann heyrði að þeir væru að rannsaka dauða Shelby, sagðist hann hafa átt von á vini sínum. —Þegar ég heyrði þetta í útvarpinu, trúði ég ekki að svona lagað gæti hent Shelby, sagði pilturinn og var greinilega í öngum sínum. Hann skýrði lögreglunni frá því að þegar þau voru búin í prófinu, sem var það síöasta, hefðu þau Shelby far- ið heim til hans og fengið sér í glas en skömmu seinna komu tveir kunn- ingjar til viðbótar og drukku með þeim. —Þegar áfengið var búið, sagð- ist Brent sá elsti þeirra, hafa falsað nafrískírteini, hélt pilturinn áfram. —Við keyptum bjór og viský og heim- sóttum síðan kunningja bæði í Richfi- eld og Robbinsdale. Við héldum áfram fram yfir miðnætti. Þá varð Shelby veik og samkvæmið leystist upp. Við fórum á bfl Brents og ókum öllum heim. Þegar komið var að mér var Shelby ein eftir og Brent lofaði að aka henni heim til Coon Rapids. Ég sá hvorugt þeirra eftir það. Efdr að hafa fengið lista yfir þá staði sem unga fólkið heimsótti um kvöld- ið og það fólk sem það hafði hitt fóru lögreglumennimir til að yfirheyra piltana sem fyrstir komu í samkvæm- ið. Þá var komið fram undir kvöldmat Piltamir reyndust hafa verið í vinnu allan daginn en síðan farið til Roc- hester að heimsækja kunningja sína, enda voru þeir báðir þaðan. Sá eldri, Brent Nielsen, var tvítugur. Hann haíði gengið í flotann eftir stúd- entspróf en þurft að hætta af heilsu- farsástæðum. Hann hafði síðan verið í Rochester þar til fyrir hálfum mánuði að hann flutti til Minneapolis þar sem hann bjó í íbúð hjá vini sínum. Lögreglan í Rochester fékk beiðni um að leita piltanna og með fyrirspum- um til vina þeirra komu þeir f leitim- ar um miðnættið. Þá vom lögreglu- menn frá Ramsay-umdæmi komnir á staðinn. Athygli vakti að Brent var skrámaður í andliti og með glóðar- auga. Fátt varð um svör þegar hann var spurður um ástæðuna. Varðandi það sem gerðist eftir að hann varð einn með Shelby í bflnum og átti að aka henni heim, sagði Brent að hún hefði sofríað í aftursæt- inu og þá ekki verið búin að gefa hon- um fúllar leiðbeiningar um leiðina heim til sín. Þegar hún loks vaknaði kastaði hún upp á bflgólfið. —Mér bauð svo við þessu að ég setti hana út við bensínstöð og hef ekki séð hana síðan, sagði Brent Nielsem. Er hann var spurður nánar um bensínstöðina var litlar upplýsingar að fa. Hann kvaðst hafa verið villtur og þar sem hann hefði ekki búið á svæðinu nema hálfan mánuð rataði hann lítið f Minnestota og St. Paul sem oft em kallaðar tvíburaborgim- ar. Nú var Brent Nielsen ákærður fýrir morð að yfirlögðu ráði og úrskurðað- ur í gæsluvarðhald í St. Paul. Sak- sóknari úrskurðaði að gerð skyldi DNA-greining á sönnunargögnum sem fundust á líkinu, blóði, sæði og hári og í bfl Brents og fötum hans og skyldi greiningin hafa farið fram áður en sleppa yrði Brent vegna skorts á sönnunum. Fimmtudaginn 16. mars kom Brent fyrir héraðsdóm og var þar ákærður fýrir manndráp. Saksóknari sagði fýéttamönnum að hann ætlaði að reyna að fara fram á morðákæm. Ljóst væri að Shelby hefði verið nauðgað og hún látið lífið í átökun- um. Spurður hver væri meginástæða þess að Brent hefði verið ákærður, svaraði saksóknari að það væm skrámumar og glóðaraugað sem ákærði gæti ekki gert grein fýrir. Þegar málið var dómtekið lýsti Brent sig saklausan af morðákæm og nauðgun. TVygging var sett hálf millj- ón dollara en þegar hún fékkst ekki greidd, var hann áfram í fangelsinu. Verjandi hans var skipaður Patrick McGee. í upphafsræðu sinni sagði Susan Ga- ertner sækjandi að úrslit málsins yltu að mestu á framburði sérfræðing- anna sem sáu um DNA-greininguna svo og klefafélaga Brents í gæsluvarð- haldinu. —Shelby Pavlacky var 17 ára menntaskólanemi og móðir ársgam- als bams, sagði Gaertner sækjandi í ræðu sinni. —Hún var að byggja upp líf sitt og sá fram á betri tíma. Daginn áður en hún var myrt lauk hún stúd- entsprófum. Eftir síðasta prófið fór hún með skólafélaga sínum heim til hans, þar sem þau fengu sér drykki og síðar hefði nauðgað Shelby og kyrkt hana. —Þeir fundu sæði í líkinu og það drepur mig, hafði hann eftir Brent Þegar náinn ættingi Shelby hóf framburð sinn sem vitni, sagði hann að Shelby hefði ætlað til annars ætt- ingja í Brainerd til að tryggja sér vinnu þar með haustinu. Hún hefði ætlað að fara 12. mars, daginn eftir að hún var myrt Marv Green, skólabróðir Shelby, staðfesti að Brent Nielsen og annar kunningi hefðu verið heima hjá honum við drykkju fram að mið- nætti, en þá hefði Brent boðist til að aka öllum heim. Shelby hefði þá ver- ið orðin veik af of mikilli drykkju. Áður en ákærði var kallaður til að standa fýrir máli st'nu reyndu sækj- Hann ætlaði að aka henni heim eftir próf. Lík hennar fannst í snjóskafli. Þótt lygasagan væri sennileg stóðst hún ekki nýjustu greiningartækni. Brent var með skrámur og glóð- arauga sem hann gat ekki gert grein fýrír. Vísindin tóku af hon- um ómakið. komu tveir kunningjar þeirra í heimsókn. Annar þeirra var Brent Nielsen. Þau héldu áfram að drekka fjögur saman, keyptu meira áfengi og fóru að heimsækja fleiri kunn- ingja. Um miðnættið varð Shelby veik og bað um að sér yrði ekið heim til Co- on Rapids. Brent bauðst til að aka henni. Á leiðinni ók hann hinum heim og þegar hann skilaði Marv Green af sér var Shelby ein eftir í bflnum hjá honum, hélt Gaertner áfram. Síðar í ræðu sinni sagði hún að Brent hefði tjáð lögreglunni að Shel- by hefði kastað upp í bflinn og Brent hefði boðið svo við óþrifríaðinum að hann stöðvaði bflinn og setti Shelby út við bensínstöð. Susan Gaertner sagði að þetta væri ósatt, hann hefði ráðist á hana, gripið um háls henni og nauðgað henni. Hún hefði látist af kyrkingu í átökunum en Brent síðan ekið líkinu til Arden Hills og fleygt því þar í snjóskafl. ■ Eftir að verjandi flutti byrjunar- ræðu sína var tekið til við að kalla vitni. Fyrst þeirra var örverufræð- ingur frá rannsóknarstofú í Mary- land. Hann skýrði nákvæmlega sam- anburð á sæði og blóði úr líkinu og Brent Nielsen. Niðurstaðan var sú að sæðið var úr Brent Nielsen svo óyggjandi væri. Þessi aðferð væri jafríörugg og fingrafaragreining. Næsta vitni saksóknarans var klefa- félagi Brents úr fangelsinu í Ramsayumdæmi. Fanginn sagði að Brent hefði trúað sér fýrir að hann andi og verjandi að komast að niður- stöðu um hvort áverki á brjósti Shel- by væru bit og hvort hann hefði komið fýrir dauða hennar. Læknar kváðust ekki geta skorið úr um hvort Shelby hefði verið á lífi þegar henni var nauðgað. Grátur ogjátning Verjandinn sagði að ef kviðdómur yrði sammála sér um að Shelby hefði verið látin þegar ákærði hefði mök við hana, yrði ekki hægt að dæma hann fýrir morð sem afleiðingu nauðgunar. Brent neitaði staðfast- Iega að hafa ætlað að myrða Shelby. Réttarsalurinn var troðfullur þegar Brent hóf framburð sinn. Hann gerði oft hlé á máli sínu til að gráta og jafna sig. Þegar lögmaður hans áminnti hann um að segja réttinum allan sannleikann um það sem gerð- ist umrædda nótt, talaði hann svo lágt að varla heyrðist. Hann sagði að hann og félagi hans hefðu komið í samkvæmi hjá Marv í Robbinsdale. Þar hefði Shelby Pavlacky verið fýrir. Þau hefðu drukkið og reykt mariju- ana. —Það var orðið áliðið og ég þurfti í vinnu daginn eftir. Klukkan rúmlega eitt var hann orð- inn einn með Shelby í bflnum og ætlaði að aka henni heim til Coon Rapids. Hún hefði verið hálfsofandi í aftursætinu og ekki getað gefið sér nema óljósa leiðarlýsingu. —Ég komst á þjóðveg 694 en keikti þá Ijós inni til að sjá betur á kortið. Þá settist hún upp og bað mig að slökkva ljósið og á útvarpinu, sagði Brent. Hann bætti við að þau hefðu farið að þrasa og það hefði orðið að átökum. —Hvað gerðist svo? spurði verjand- inn. Ákærði brast í grát en reyndi að stilía sig. —Ég sló hana utan undir . og sagði henni að þegja en þá versn- aði ástandið bara. Ég seildist aftur fýrir mig, greip í hana og skipaði henni að þegja. Hún klóraði mig. Þá fauk í mig og allt í einu var ég kom- inn ofan á hana. Þegar Brent gerði sér Ijóst að Shel- by var látin varð hann hræddur og ók um útverfin í leit að sjúkrahúsi en fann ekkert. —Ég reyndi að ná í hjálp. kjökraði hann. —Hvað gerðist svo? vildi verjand- inn vita. —Ég stansaði, svaraði Brent og þagði svo um stund. Shelby fagnaði próflokum með kunningjum sínum en kom ekki heim til sín framar. —Svo leysti ég niður um hana og gerði það, játaði hann loks hálfkæfðri röddu, en skýrði málið ekki frekar. Eftir þessa áhrifamiklu frásögn hvatti verjandinn kviðdóm til að falla frá ákæru um morð að yfirlögðu ráði. Gaertner verjandi kvaðst ekki amast við því að kviðdómur tæki til athug- unar að breyta ákærunni en vissu- lega væri það kviðdóms að ákvarða sannsögli ákærða. Gaertner beindi síðan athyglinni að því að ákærði hefði byrjað á að segjast ekki hafa komið nálægt hinni myrtu og engan þátt eiga að málinu. Hann hefði líka logið um að hafa skilið Shelby eftir við bensínstöð. Ennfremur hefði hann haldið því fram að hann missti oft minnið tímabundið eftir drykkju. Svíðsetníng dugði ekki Hins vegar hefði DNA-greiningin ótvírætt tengt þau Shelby náið og meðfangi hans hefði haft eftir hon- um að hann hefði kyrkt stúlkuna og nauðgað henni. Aðeins þar hefði Brent viðurkennt að hafa logið. í lokaræðu sinni sagði Susan Ga- ertner að táraflóðið og kjökrið hefði verið vel undirbúinn Ieikur til að komast hjá ákærðu fýrir morð að yf- irlögðu ráði. Verjandinn hefði sett þetta á svið því vitað var að hefði nauðgunin átt sér stað eftir morðið, væri ekki hægt að ákæra fýrir fýrstu gráðu morð. Hins vegar hefði ákærði myrt Shelby þegar hún vildi ekki þýðast hann til samfara. Gaertner benti á að sam- kvæmt lögum væri það morð hvort sem það væri ákveðið fýrirfram eða yrði af slysni við nauðgunartilraun. í báðum tilvikum væri refsingin lífstíð- arfangelsi. Óvænt aðstaða kom upp þegar sak- sóknari sagði kviðdómi að dómarinn hefði leyft sér að benda á að sam- kvæmt lögum Minnesota þyrfd fóm- arlamb nauðgunar ekki að vera á lífi við nauðgunina til að hægt væri að ákæra fýrir nauðgun með morð sem afleiðingu. Aðeins þyrfti að staðfesta að nauðgun og morð væri einn og sami glæpurinn. Brent vildi hafa mök við Shelby en hún kærði sig ekki um það, sagði Ga- ertner. —Þess vegna kyrkti hann hána til að fa vilja sínum framgengt. Verjandinn svaraði því til að Brent hefði verið örþreyttur þegar atburð- imir áttu sér stað. Hann hefði varla vitað hvar hann væri eða hvað hann gerði. —Hann missti bara stjóm á sér. Hann bað kviðdóm líka að dæma skjólstæðing sinn annaðhvort sekan um manndráp eða annarrar gráðu morð sem orsakaðist óvart við lík- amsárás. Það tók kviðdóm hálfa áttundu klukkustund að komast að þeiri nið- urstöðu að Brent Nielsem væri sekur um nauðgun og morð sem afleiðingu hennar. Brent Nielsen horfði ffam fýrir sig þegar úrskurðurinn var lesinn en þegar kom að dómsuppkvaðningu laut hann höfði og lokaði augunum. Hann fékk lífstíðarfangelsi. Susan Gaertner saksóknari kvaðst ánægð með dóminn en að hún von- aðist eftir að Brent fengi hjálp geð- lækna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.