Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. nóvember 1990 Tíminn 13 Bömin úr Selásskóla í Árbæjarhverfi áður en þau lögðu upp í hjólreiöaferðlna um Elliðaárdalinn með Sigríði Einarsdóttur myndmenntarkennara í fararbroddi. Selásskóli í Reykjavík: 50 ARA AFMÆLI AKUREYRARKIRKJU Akureyrarkirkja á 50 ára afmæli þann 17. nóvember nk. Miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í og við kirkjuna undanfarið, bæði vegna þess að brýn þörf var á umbótum og eins vegna afmælis kirkj- unnar. Þá hefur Sverrir Pálsson, fyrrverandi skólastjóri, unnið að ritun á sögu Akureyrarkirkju, og er formlegur útgáfudagur hennar 17. nóvember. Að sögn séra Birgis Snæbjörnsson- ar er framkvæmdum nú að mestu Iokið. Lóð er frágengin og flóðlýsing utan á kirkjunni hefur verið endur- bætt. Kirkjan sjálf hefur verið mál- uð í hólf og gólf, gólf kirkjunnar slípað og lakkað og kórinn teppa- lagður. Forkirkjan var einnig máluð og salerni þar endurbætt til að auð- velda aðgengi fatlaðra. Verið er að leggja síðustu hönd á framkvæmdir við safnaðarheimilið og stefnt er að því að það verði form- lega vígt á afmælisdaginn. Við það tækifæri mun fyrrverandi biskup ís- lands, herra Pétur Sigurgeirsson, flytja hátíðarræðu. Halldór Jónsson bæjarstjóri mun flytja ræðu og mik- ið verður um söng og tónlistarflutn- ing. Sunnudaginn 18. nóvember verður hátíðarguðþjónsta í Akureyr- arkirkju, og mun biskup íslands prédika, en vígslubiskup og sóknar- prestar þjóna fyrir altari. Saga Akureyrarkirkju er ríflega 500 síður, prýdd um 300 myndum. Bók- in skiptist í 10 kafla og hefur að geyma sögu kirkna og kirkjulegs starfs á Akureyri allt frá upphafi og fram til vorsins 1990. Fyrsta kirkju- sókn Akureyringa var til Hrafnagils- kirkju, en árið 1863 var fyrsta kirkj- an vígð við Aðalstræti á Akureyri, en hún var tekin ofan árið 1942 og stendur núverandi Minjasafnskirkja á grunni hennar. Fimmtíu ára saga núverandi Akureyrarkirkju er rakin í bókinni, gerð grein fýrir kirkjulegu starfi, félagsstarfi safnaðarins, sókn- arnefndarmönnum, safnaðarheimili og kirkjugarði. Þá eru í bókinni ævi- atriði þeirra 18 presta sem starfað hafa við Akureyrarkirkju. hiá-akureyri. - SK/L- KRAFT VERKF/íRI ^ - ÞESSI STERKU KYNNINGARVERÐ Á NÝJUNG FRÁ SKIL Ferðamannastraumurinn það sem af er árínu: Fleiri ferðamenn en á síðasta ári í októbermánuði sl. komu tæp- lega 1.000 fleiri erlendir ferða- menn til landsins en í sama mán- uði í fyrra. Alls komu 7.187 út- lendingar til iandslns með skip- um og flugvélum og 11.927 ísiendingar. Það er heldur hærra en f sama mánuði í fyrra en þá komu 6.281 erlendur ferðamað- ur og 11.481 íslendingur til landsins. Frá áramótum hafa alls 252.497 farþegar komið til landsins, 120.604 íslendlngar og 131.893 útlendingar. Á sama tíma í fyrra höfðu 245.451 far- þegi komió tii fslands, 123.702 ísiendingar og 121.749 útlend- ingar. Því hafa um 10.000 fleiri útiendingar heimsótt landið nú í ár en í fyrra en íslenskum farþeg- um heldur fækkað. Flestír útlendinganna f október voru frá Bandaríkjunum, 1.702, Svíarvoru 1.167, 858 Danir létu sjá sig, 659 Norðmenn og 321 kom frá Finnlandi. 817 tilheyrðu Stóra Bretlandi, 178 Spánveijar komu, 220 Fraidcar og 64 Sovét- menn. —SE Manngert umhverfi barna Börn í 11 ára bekk í Selásskóla í Reykjavík fóru í sér- staka hjólreiðaferð um Elliðaárdalinn í vikunni. Þessi hjólreiðaferö er iiður í verkefni sem snýst fyrst og fremst um manngert umhverfl barna og hvemig þau geta haft áhrif á það, en það er styrkt úr þróunarsjóði grunnskóla. Verkefnið er að miklu Ieyti byggt upp á hugmyndum baraanna sjálfra, en margar þeirra hvetja til vettvangsferða þar sem safnað er gögnum og efni til frekari úrvinnslu. Hjólreiðaferðin er þriðja vettvangsferð barnanna sem er skipulögð með skoðun á manngerðu umhverfi að mark- miði. í þessari ferð koma umferðarmál sérstaklega við sögu og voru þau unnin í samvinnu við Guðmund Þor- steinsson, námsstjóra hjá menntamálaráðuneytinu. Áð- ur en börnin lögðu af stað útskýrði Guðmundur fyrir þeim nokkra þætti á leiðinni sem áætlað var að fara, tal- aði um öryggi í umferðinni og brýndi fýrir þeim nauðsyn þess að nota hjálma á reiðhjóli, en Fálkinn hf. lánaði börnunum reiðhjólahjálma til fararinnar. Einnig var lög- reglan með þeim í för. Þetta verkefni er í umsjá Önnu Möller umsjónarkennara 6-S, 11 ára barnanna og einnig Áslaugar Harðardóttur umsjónarkennara 2-S, 7 ára barna í Selárskóla, en þau taka þátt í öðrum þáttum verkefnisins. Ætlunin er að þessi ferð eins og hinar fýrri verði síðan til nánari umfjöllunar og skoðanaskipta inni í bekk hjá umsjónarkennara og að einnig verði unnið úr henni hjá myndmenntarkennara. —GEÓ KYNNINGARVERÐ KR. 7.980 ALHLIÐA HÖGGBORVÉL MEÐ NÝRRI HÖNNUN A TANNHJ0LAH0GGI • GERÐ - 6850 EMH -500 vatta mótor -13mmpatróna - einstaklega létt að boralstein - allt að þreföld ending á steinborum - stiglaus hraðrofi frá 0-1500 sn/mín. - höggtíðni frá 0 - 5000 högg/mfn. - báðar snúningsáttir EIGUM ÁVALLT FJÖLBREYTT URVAL SKIL RAFMAGNS- HANDVERKFÆRA 0G FYLGIHLUTA JAFNT TILIÐNAÐAR- SEM HEIMILISN0TA ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ N0TA ÞAÐ BESTA Þekking Reynsla Þjónusta Opið bréf til alþingismanna FÁLKINN Blaðinu hefur borist eftirfarandi opið bréf frá Inga B. Ársælssyni til allra alþingismanna: Árétting beiðni um stuðning við kröfu mína um opinbera rannsókn á hvarfi opinbers skjals, dags. 9.4. 1984, úr fjármálaráðuneytinu og ólögmætri uppsögn úr starfi mínu hjá Ríkisendurskoðun. Ég leita enn til ykkar, alþingis- menn, út af máli mínu sem rekið er fýrir Bæjarþingi Reykjavíkur gegn fjármálaráðherra og Ríkisendur- skoðuninni fýrir hönd ríkissjóðs og vísa til opins bréfs míns til ykkar, dags. 10. október 1990. Eg og lögmaður minn höfum haft uppi margar og ítrekaðar aðgerðir til að afla sem gleggstra gagna í mál- inu og teljum einsýnt að opinber rannsókn skuli fara fram á öllum at- riðum tengdum því í samræmi við ákvæði III. kafla laganna nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Aðgerðir okkar hafa Ieitt til þess að fjármálaráðuneytið hefur nú með bréfi, dags. 11. okt. 1990, viðurkennt tilurð skjalsins frá 9. aprfi 1984, sem kvað á um hækkun launa minna fýr- ir janúar og febrúar 1984. Jafnframt hefur lögmaður minn fengið svar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags 26. október 1990, sem er neit- un við beiðni um opinbera rann- sókn. Það sem vekur sérstaka athygli við greint bréf dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins er að Þorsteinn Geirs- son ráðuneytisstjóri undirritar bréf- ið. Það tel ég algera ósvífni og lög- brot. Þorsteinn Geirsson var við- staddur á skrifstofu fjármálaráð- herra í fjármálaráðuneytinu 9. aprfi 1984, sá eini af starfsmönnum fjár- málaráðuneytisins, auk ráðherrans. Aðrir viðstaddir voru ríkislögmaður og Gestur Jónsson hrl. auk mín. Af þessum sökum er Þorsteinn Geirs- son nú eini starfsmaöur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem vitað er að gæti verið vitni í máli mínu. Og óneitanlega berast böndin að Þorsteini sem mögulegt er að teng- ist því að opinbera skjalið frá 9. aprfi 1984 misfórst og ekki fékkst leið- rétting á fyrr en nú, eftir rúm sex ár. Það varpar enn frekari skugga á tengsl Þorsteins við málið að hann hefur ef til vill átt að sjá um að skjal- ið yrði virkt og hann hefur heldur ekki sinnt ítrekuðum óskum af hálfu lögmanns míns um að upplýsa um tilurð og afdrif skjalsins. Ég vil því beina þeirri ósk til ykkar, alþingismenn, að þið kannið hvort það er í samræmi við lög og venjur hér á landi að möguleg vitni í mál- um og/eða þeir sem hugsanlega gætu tengst málum sem sökunaut- ar, geti átt hlut að því að neita að op- inber rannsókn á málunum fari fram. Árétta óskir um stuðning við að op- inber rannsókn fari fram á máli mínu. Hjálagt fýlgja greind bréf fjármála- ráðuneytisins og dóms- og kirkju- málaráðuneytisins. Virðingarfýllst, Ingi B. Ársælsson SUÐURLANDSBRALTT 8 SlMI 84670 SÖLUAÐILAR: KEFLAVÍK HAFNARFJÖRÐUR REYKJAVjK REYKJAVÍK AKRANES OLAFSVÍK STYKKISHÓLMUR BUÐARDALUR PATREKSFJORÐUR BÍLDUDALUR B0LUNGARVIK BORÐEYRI BL0NDU0S SAUÐARKRÓKUR SIGLUFJORÐUR AKUREYRI EGILSSTAÐIR NESKAUPSTAÐUR HORNAFJÖRÐUR HV0LSV0LLUR SELF0SS HVERAGERÐI RAFTÆKJAVERSLUN REYNIS ÓLAFSS0NAR RAFBUÐIN ÁLFASKEIÐI VERSL. BRYNJA, LAUGAVEGI BYGGINGAVÖRUVERSL. G0S, NETHYL TRÉSMHDJAN AKUR LITABUÐIN ÓLAFSBRAUT HÚSIÐ HF. AÐALGÖTU VERSL. EINARS STEFÁNSS0NAR RAFBÚÐ JÓNASAR ÞÓRS SMIÐJAN HF. VÉLSM. BOLUNGARVlKUR KAUPF. HRUTFIRÐINGA TRÉSMIÐJA HJÖRLEIFS JÚLÍUSSONAR VERSLUNIN HEGRI, AÐALGÖTU TORGIÐ, AÐALGÖTU NAUSTHF. VERSLUNIN SKÓGAR VARAHLUTAVERSL. VÍK VÉLSM. HORNAFJARÐAR KAUPF. RANGÆINGA KAUPF. ÁRNESINGA BYGGINGAVÖRUVERSL. HVERAGERÐIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.