Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 8
16 HELGIN Laugardagur 10. nóvember 1990 Nú grýtir enginn skáld Nú mun vera runnin upp gullöld í bókaútgáfu, sem eins og alkunna er stafar af því aö ríkið hefúr afsalað sér virðisaukaskattinum af þessari vöru- tegund. En gullöld í bókaútgáfu þarf ekki jafnfrarht að merkja að það sé runnin upp gullöld í bókmenntun- um — þótt vel megi vera að á daginn komi að svo sé, þegar allt það er á þrykk út gengið sem boðað er að vænta megi nú fyrir jólin. Athygli vekur að í þetta skiptið virðist von á mörgum ljóðabókum. og höfundarnir eru á ákaflega mis- munandi aldri og úr ólíkum stéttum samfélagsins. Þetta á meðal annars rætur að rekja til þess að þeir sem búa yfir skáldlegri taug en hafa ann- ars lítinn tíma, geta fundið sér útrás í þessu knappa formi, sem getur tjáð svo mikið, ef vel tekst til. Og þótt ár- angurinn sé ekki alltaf neitt merki- legur í augum þeirra, sem lánuð er hin bókmenntalega spektin, þá geta skáldin átt erindi fyrir það. Kannske til þeirra sem ekki eru vel fallnir til að skilja mikinn skáldskap eða þá til þakklátra sveitunga eða vina. Margir sem gefa út Ijóðabækur láta sér slíkt þakklæti líka alveg nægja og dettur ekki í hug að þeir séu neinir tíma- mótamenn í bókmenntunum. Þeir dirfast samt að bera sál sína á torg í litlu kveri og hógværð þeirra er vissulega fögur ein og út af fyrir sig. Víst lifum við tíma þegar öll blóm fá að spretta og það er svo sem ágætt. Fyrir svo sem þrjátíu árum, þegar undirritaður tók fyrst að fylgj- ast ögn með því er nýtt birtist á prenti, kom skelfilega lítið út af nýj- um ljóðabókum. Helst var að það væru fáeinir karlar, löngu aðlaðir og í öndvegi leiddir sem skáld, er gáfu út ljóð eftir sig af og til. Þær bækur voru venjulega eitthvað á annað hundrað síður og voru gefnar í af- mælisgjafir, eins og konfektkassar. Samt man ég eftir einu ungu skáldi á þessum árum sem gaf út sína fyrstu bók — lítið kver. Þetta uppá- tæki fékk honum samstundis veru- legrar frægðar, vegna þess hve fá- -heyrt það var, en það var ekki að öllu Ieyti eftirsóknarverð frægð. Það þótti sjálfgefið að hann væri eitt- hvað geggjaður, stráklingar gerðu aðsúg að honum með grjótkasti og þar fram eftir götunum. Hvort sem það voru þessar viðtökur eða eitt- hvað annað sem réð, þá leið ekki á löngu uns hann gekk fyrir ætternis- stapa með voveiflegum hætti og kann ég þá sögu ekki lengri. Nú þarf ungt skáld ekki að óttast aðra eins athygli og umræddur mað- ur naut, því það sem var svo maka- laust þá er orðið hversdagslegt. Nú þarf sennilega ekkert minna en goð- umborinn snilling til þess að fá sig grýttan á almannafæri. Ef það þá dugar til. Það fylgir blómamergðinni í garði listarinnar að það er erfitt að koma auga það sem sker sig úr. Sjaldgæft er að einhver stöngull rísi svo beinn og hár að allra augu bein- ist að honum. Og þótt ritdómaramir leggist á fjóra fætur, rýni í liti og mynstur, og greini ilm og vaxtar- prýði alla og skýri samviskusamlega frá því fagra er þeir sáu, þá kemur það ekki alltaf fyrir mikið. Það er eins og svo fá hinna prýðilegu blómstra lifi af árið og verði að finna eða þeirra minnst, þá völlurinn blómgast annað sinni. En vonandi fjölgar þessum fjölæru einstakling- um eftir því sem sáð er til fleiri bók- menntaverka og af fleiri skáldum. Þá má segjast aö niðurfellingin á virðis- aukaskattinum hafi verið góð ráð- stöfun og andanum til blessunar. Fossinn sem um var spurt hér síðast og var í Vatnsdalsá nefnist því fagra nafni „Skínandi". Þá er spurt um hún- vetnskan kirkjustað. Guðshús þetta er að vísu lágreist, en þó ættu menn að bera kennsl á staðinn, sem kunnugir eru á þessum slóðum. KROSSGATA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.