Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 13
Láugárdagur 17. nóvembér 1990 tíminn ‘25 ^JMíW VATRYGGINGAFEIAG ^rlar ÍSLANDSHF UTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Toyota Corolla 1300 sedan Honda Civic 1600 Toyota Corolla Daihatsu Charade Chevrolet Monza Subaru 1800 4wd Chevrolet Blazer Lada Vaz 1500 Fiat 127 Panorama Ford Escort 1300 Lada 1500 Fiat Uno 45 s Ford Escort 1600 Ford Bronco II Nissan Cherry 1500 Nissa Sunny Toyota Tercel 1500 4wd Honda Civic Daihatsu Charade Volvo 244 Sprite Musketeer hjólhýsi árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð árgerð 1988 1988 1988 1988 1987 1987 1986 1986 1985 1985 1984 1984 1984 1984 1983 1983 1983 1983 1980 1977 1989 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 19. nóvember 1990, kl. 12-16. Á SAMA TÍMA Á SIGLUFIRÐI: Lada Sport árgerð 1984 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanns fyr- ir kl. 17:00 sama dag. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF._ — Ökutækjadeild — FEIAG ELDEI BORGÁRA Félag eldri borgara óskar eftir sölufólki til að selja jólakort félagsins. 20% sölulaun. Upplýsingar í síma 28812, Nóatúni 17. F*E‘B Jörð óskast keypt Félagasamtök á höfuðborgarsvæðinu óska eftir að kaupa jörð á Suður- eða Suðvesturlandi í 70- 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Jörðin þarf að bjóða upp á fjölbreytta útivistar- möguleika. Ýmsir möguleikar koma til greina, t.d. að jörðin verði afhent í áföngum. Bændur athugið Til sölu Volvo Lapplander, góður og mikið breytt- ur bíll. Verð aðeins kr. 550.000.- Upplýsingar í síma 91-30496. SKAFTFELLINGAR Á REYKJAVÍKURSVÆÐINU Félagsfundur verður haldinn í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, þriðjudaginn 20. nóv. kl. 20.30. Fundarefni: Leigusamningur við Tónlistarfélagð og önnur veigamikil mál. Félagsmenn fjölmennið. Stjómin 15 ára lækna- nemi! Þegar Cynthia Martel var aðeins fimm ára gömul !as hún langa vísindagrein um uppbyggingu at- ómsins. Síðan kom hún ná- granna sínum gersamlega í opna skjöldu þegar hún fitjaði upp á flóknum umræðum um efnið og svaraði rétt öllum spurningum sem hann lagði fyrir hana. En þetta er ekkert einsdæmi hvað hana varðar. Hún hefur hlotið alla sína grunnmenntun heima hjá foreldrum sínum og lauk stúdentsprófi fyrir ári, að- eins 14 ára gömul. í haust hóf hún nám í læknadeild háskólans í Kaliforníu og hyggst leggja fyr- ir sig rannsóknir á sviði lækna- vísindanna. Cynthia er algert undrabarn. Þegar hún var tveggja ára þekkti hún í sundur klassískar sinfón- íur, fjögurra ára gömul svaraði hún öllum spurningum rétt sem lagðar voru fram í spurninga- þætti í sjónvarpi og fimm ára leysti hún flóknar stærðfræði- þrautir. Foreldrar Cynthiu ákváðu að hæfileikar hennar fengju ekki notið sín í venjulegum grunn- Flóknustu stærðfræðiþrautir leysir Cynthia eins og að drekka vatn. skóla og ákváðu því að kenna henni sjálfir heima. Dagurinn var skipulagður út í ystu æsar og for- eldrar hennar þurftu stöðugt að lesa sér til um hin margvísleg- ustu efni til að standa henni á sporði. Cynthia hóf menntaskólanám 10 ára gömul og útskrifaðist með heiðri og sóma fjórum árum síð- ar. Læknavísindin verða víst ekki svikin af þessum liðsmanni. 10 ára Dennis Vollmer er nú að semja og myndskreyta sína aðra bók — og hann er aðeins 10 ára gamall. Fyrri bók sína gaf hann út þegar hann var bara sex ára og komst þar með í Metabók Guinness sem yngsti rithöfundur allra tíma. Dennis er hinn hógværasti þegar minnst er á útgáfustarfsemi hans og segir að þetta geti hver sem er. Og vera kann að hann hafi rétt fyr- ir sér. Því Dennis hefur átt við námserfiðleika að stríða, hann er það sem kallað er ofvirkur, og varð að fara tvisvar í fyrsta bekk grunn- skóla vegna þess. Fyrsta bók hans, Jósúa óhlýðn- ast“, hefur þegar selst í 10.000 ein- tökum og fært höfundi sínum 6.500 dollara í aðra hönd. Bókin fjallar um hvalsunga sem strandar þegar hann óhlýðnast mömmu sinni og syndir of nálægt ströndinni. Framhald bókarinnar, sem nú er í smíðum, fjallar um baráttu Jósúa og móður hans við hvalveiðimenn. Dennis segist hafa fengið hug- myndina að Jósúa frá litlum frænda sínum sem ber sama nafn. Sá frændi er víst fádæma óþekkur og Dennis segir að hann hafi látið hvalsungann í bókinni fram- kvæma ýmislegt sem hann hafði séð til frænda síns. Dennis varð að endurtaka fyrsta bekkinn vegna námsörðugleika, en hefur nú tekið sig virkilega á við lærdóminn og heldur jafnvel fyrirlestra um hvernig fara skuli að því að skrifa og myndskreyta barnabækur. Útgefandinn sem sér um að koma bókum hans á markað er mjög bjartsýnn á sölumöguleika nýju bókarinnar og telur útgáfu hennar ennfremur líklega til að hleypa líf- inu aftur í söluna á þeirri fyrri. ríthöHindur Dennis Vollmer, 10 ára gamall rithöfundurog Guinnessmethafi, með bókina sína. Við hliðina á honum sést ein síða úr bókinni um hvalsungann Jósúa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.