Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. nóvember 199U Tíminn 13 Valgeröur Sverrisdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Noröurlandskjördæmi eystra, í helgarviðtali Tímans: Ríkisstjórnarmyndun erf- iö án Framsóknarf lokks Valgerður Sverrisdóttir hefur setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í Norðurlands- kjördæmi eystra frá því árið 1987 og er eina konan á þingi fyrir flokkinn. Valgerður verður í öðru sæti á lista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra og mun því að öll- um líkindum gegna áfram þingmennsku næstu árin. Valgerður Sverrisdóttir er að þessu sinni í helgarviðtali Tímans. Hvernig virðast henni störf Alþingis vera eftir þá reynslu sem hún hefur fengið? Er Alþingi eitthvað líkt því sem þú áttir von á? „Já, það kom mér a.m.k. ekki á óvart, kannski fyrir það að ég var búin að fá tækifæri til að sitja þar áður. Mér féll strax ágætlega við andrúms- loftið í húsinu og fólkið sem þar starfar. Ég er búin að vera á þingi í þrjú og hálft ár, en ég verð reyndar að taka fram, að ég missti úr næstum því eitt ár er ég fór í bamsburðarleyfi. Því finnst mér ég ennþá vera að læra. Á Alþingi er fjallað um geysi fjölbreytileg mál- efni og við erum með puttann á slagæð þjóðlífs- ins. Þó þingmenn sitji ekki í öllum fastanefnd- um þingsins, þá kemst maður ekki hjá því að afla sér undirstöðu þekkingar á öllum sviðum. Þetta er mikið starf og þó segja megi ýmislegt um þingmenn, sem er reyndar gert, þá verður ekki borið upp á þá að þeir vinni ekki. Vinnudegi þingmannsins er aldrei lokið í sjálfú sér, heldur er starfið svona meira og minna viðvarandi allan sólarhringinn, a.m. k. í huga okkar. Það er held- ur ekki mikið um frí þingmanna, þó að þingið starfi ekki á sumrin, því þá er tíminn notaður til að vera innan um fólkið í viðkomandi kjördæmi og kynnast málefnum heima fyrir, sem er mjög mikilvægt." Karlaveldi á Alþingi? Er einhver munu á karlþingmanni og kven- þingmanni? ,Maður tekur eftir því að konumar vinna öðm vísi; þær em málefnalegri og nota tímann á ann- an hátt. Konur em greinilega minna fyrir að eyða tímanum til einskis, eins og t.d. að gaspra um hluti sem manni finnst ekki skipta neinu máli.“ Er ekki karlaveldi á Alþingi? „Ég get sagt það sem hvatningu fyrir konur, sem em að velta því fyrir sér að fara út í þing- mennsku, að svo er ekki. Ég hef aldrei fundið það, að eitthvað minna sé gert með konur held- ur en karla. Það finn ég alls ekki heldur í mínum þingflokki. Konur eiga a.m.k. alveg eins mikið erindi á þing og karlar og kannski meira erindi, þar sem hlutfall kvenna á þingi er þetta dapur- legt“ Erfitt að byrja eftir bamseignarfrí Nú varst þú í bamseignarfríi í eitt ár á miðju kjörtímabili; var ekki erfitt að koma aftur til starfa eftir svo langa fjarvem frá þingstörfum? „Það var alveg yndislegt að eignast þetta bam, eins og öll bömin sem við hjónin höfum eign- ast. Það er nú þannig og náttúran sér til þess, að þegar konur em nýbúnar að eignast böm þá em þær svo uppteknar af baminu, finnst allt sem því tengist svo stórkostlegt, að annað verður einskis virði. Þannig varð það með mig, eftir að ég eignaðist litlu stúlkuna okkar. Mér fannst að ég myndi steinhætta í pólitík, ekkert annað skipti mig máli en þetta bam og ég ætlaði að sinna því fyrst og fremst. Svo þegar fór að líða frá, þá kom í ljós að bakterían var enn í mér og mér fannst ég ekki vera búin að fá almennilega reynslu á þingi. Eitt kjörtímabil á þingi er ekki nóg til að öðlast fyllilega starfsreynslu. Ég ákvað því í samráði við fjölskyldu mína, að gefa kost á mér áfram og nú hefúr verið stillt upp þannig í Norðurlandskjördæmi eystra að ég held öðm sætinu. Pyrir það er ég ákaflega þakklát. Það tók svolítinn tíma að ná aftur flugi eftir bamseignarfríið, en mér finnst ég vera búin að ná því núna. Það var mikil hvatning fyrir mig þegar einn ágætur framsóknannaður í mínu kjördæmi sagði við mig um síðustu helgi, að oft myndu íþróttakonur tvíeflast við það að eignast böm og þegar þær væm komnar af léttasta skeiðinu. Þá sannfærðist ég um að það væri eins með mig, að ég væri að tvíeflast í pólitíkinni." Nú virðist vera friður um framboðsmál flokks- ins víða um land, nema hér í Reykjavík. Hvemig líst þér á þau mál öll? ,Mér finnst óskaplega leiðinlegt hvemig þetta gekk til í Reykjavík og get fátt um það sagt. Ég þekki ekki málið til hlítar, en mér sýnist fljótt á litið að sá einstaklingur sem tapaði geti ekki sætt sig við niðurstöðuna og það er víst ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Spár um gengi flokksins sem hafa birst í skoð- anakönnunum em mjög hagstæðar. Flokkurinn kemur yfirleitt verr út úr spám en í kosningum, það sýnir reynslan. Því em spámar miklu betri en við höfum mátt veniast og ef að líkum lætur, þá munum við fá mjög góð úrslit í kosningun- um. Blikur á lofti Hitt er annað mál að ýmsar blikur em á lofti og ég veit að framsóknarfólk víða um land hefur áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar. Sannleik- urinn er sá, að þetta kjörtímabil, sem senn er á enda, hefur á margan hátt verið mjög sérstakt og ekki síst fyrir þær sakir að þetta er þriðja rík- isstjómin sem situr. Fyrsta stjómin var alls ekki góð, enda var hún ekki langlíf. Hún varð að hætta vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýndi mikið forystu- og úrræðaleysi þegar kom að því að skapa rekstrargmndvöll fyrir undirstöðuat- vinnugreinamar. Eftir að Steingrímur Her- mannson myndaði ríkisstjóm, fór langur tími í að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Núna síð- ustu mánuðina höfum við verið að upplifa jafn- vægi í efnahagsmálum, sem fólk á mínum aldri hefur ekki gert áður og mér finnst við vera farin að lifa í alvöru þjóðfélagi. Þar með er kominn sá gmnnur sem hægt er að nýta til þess að styrkja Iandsbyggðina og hann verðum við að nota. Uppbygging á landsbyggðinni Tálað er um að byggja álver á suðvesturhorn- inu. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort hægt sé að greiða atkvæði með slíkri ákvörðun, þar sem hún hlýtur að hafa í för með sér enn frekari byggðaröskun. Ljóst er að við verðum að auka þjóðarframleiðslu í landinu enn frekar og eftir því sem ég velti þessu meira fyrir mér, tel ég ekki það ekki ábyrga afstöðu að vera á móti málinu, bara vegna þess að álverið verður ekki í eigin kjördæmi. Ég vil því frekar taka þann kost, að samhliða álveri á Suðumesjum verði uppbygg- ing á landsbyggðinni og nýta til þess hið góða ástand í efnahagsmálum. Þannig verði einnig nýttur sá skilningur sem er í þjóðfélaginu á því, að frekari byggðaröskun er ekki æskileg og allra síst fyrir höfuðborgarsvæðið." Hvaða möguleikar em aðrir í stöðunni fyrir Eyjafjörð, þar sem álverið verður ekki reist þar? „Það em sem betur fer margir möguleikar. Ég hef bent á að flytja megi opinbera þjónustu út á landsbyggðina og þá er ég ekki eingöngu að tala um að flytja stofnanir út á land. Mér finnst það ákveðin minnimáttarkennd þegar menn segjast ekki vilja útibú. Þannig er með marga opinbera þjónustu, að ekki er hægt að flytja heilu stofnan- imar og því getur málið snúist um að flytja störf. Það verður hins vegar að byggja upp opin- bera þjónustu úti á landsbyggðinni. Ef við lítum á síðustu 10 ár eða svo, þá sést að atvinnutæki- fæmm í framleiðslugreinum hefur fækkað á meðan aukning hefur verið í opinberri þjón- ustu, sem er svo til öll á höfuðborgarsvæðinu." Tál okkar berst að Iandbúnaðarmálum og áhrif hugsanlegs GATT-samkomulags fyrir íslenskan landbúnað. „Það er nokkuð gott jafnvægi á mjólkurfram- leiðslunni og ég tel ekki vera svo miklar blikur á lofti hvað það snertir. Ég hef hins vegar vemleg- ar áhyggjur af sauðfjárræktinni, því þar er fram- leiðslan mikið umfram innanlandsneyslu og því verður að draga hana saman. Ég hef litið svo á að jaðarsvæði verði að hafa ákveðinn forgang, þar sem bændur geta ekki snúið sér að öðm og þola ekki nokkum samdrátt. GATT-tiIboð ekki svo hættulegt Um þessar GATT-viðræður er hægt að segja margt f fýrsta lagi er fyrirvari í tilboði ríkis- stjómarinnar um að hægt sé að draga allt til baka, ef okkur sýnist svo. Annars er tilboðið gal- opið og má skilja á þann veg sem mönnum sýn- ist. Það hafa kratar notfært sér og skilið tilboðið eins og þeim líkar best, enda dregur nú að kosn- ingum. Ég held að um fátt annað sé að ræða fyr- ir ísland, en taka þátt í þessum viðræðum, ekki síst vegna þess að við emm svo mikið háð inn- og útflutningi. Við höfum verið að koma ýmsum góðum hlutum áleiðis í gegnum GATT, t.d. fella niður tolla á saltfiski. Á það ber einnig að líta, að við megum ekki einangra okkur. Styrkur til landbúnaðar hér á Iandi er svo að segja allur framleiðsluhvetjandi. í öðmm lönd- um er mikill hluti styrkjanna byggðastyrkir, sem teljast ekki með í þessum útreikningum. Við þurfum því að draga tiltölulega mikið úr styrkjum til að hafa upp á eitthvað að bjóða, eða öllu heldur breyta þeim. í tilboðinu er ekki ver- ið að tala um að opna landið fyrir innflutningi búvara, heldur auka hann eitthvað örlítið. Annað atriði varðandi þetta tilboð er, að jöfnun- argjöldum verður beitt í framtíðinni á þessar hugsanlegu innfluttu búvömr. Það þýðir að samkeppnin verður ekki á sviði verðs, heldur gæða. Þó að ég hafi ákveðnar áhyggjur vegna þessa tilboðs, þá vil ég láta það koma fram að til- boðið er ekki eins alvarlegt fyrir landbúnaðinn og sumir vilja vera láta. Og meðan við fram- sóknarmenn höfum einhver völd, þá hef ég ekki svo miklar áhyggjur. Ef þetta mál verður hins vegar ekki komið í höfrí fyrir kosningar og við ekki í ríkisstjóm eftir þær, þá líst mér ekki á blikuna. Það er hægt að klúðra þessu alveg hræðilega." Fyrsta konan í stjóm SÍS Þú ert fyrsta konan sem kosin er í stjóm Sam- bandsins, sem var 1985. Hvemig stendur á því að kona fór ekki fyrr þar inn? Já, ég var bæði fyrsta konan sem kjörin var í stjóm KEA og stjóm SÍS. Síðan hafa tvær konur verið kjömar í stjóm SÍS eftir það. Ætli skýring- in sé ekki sú, að samvinnuhreyfingin er mikið karlaveldi. Við tókum stöðu kvenna í samvinnu- hreyfingunni fyrir sem sérstakt umræðuefríi á einum aðalfúndi Sambandsins. Það var einmitt á þeim fúndi sem ég var kosin í stjóm SÍS og vildu aðalfundaríúlltrúar sýna með því vilja sinn í verki. Það hefði kannski ekki gerst ennþá, að kona væri komin í stjóm Sambandsins ef þessar sérstöku aðstæður hefðu ekki skapast á þessum aðalfundi." Bóndi og þingmaður Þú ert bóndi og átt auk þess langa þingmanns- leið að sækja. Hvemig gengur þér að samþætta þessi tvö störf? „Ég verð að viðurkenna að seinni árin hef ég ekki mikið unnið við landbúnaðarstörfin. Það hefur komið til af því að ég hef verið með ung börn. Þá er kjördæmið mjög stórt og mikil vinna að sinna því öllu, sem maður sjálfsagt ger- ir aldrei nógu vel. Ég nýt hins vegar hjálpar góðra manna, á góðan mann sem t.d. hefur tek- ið það að sér núna að vera húsmóðir og sjá um börnin og heimilið svo ég geti sinnt starfinu sem best. Á sumrin höfum við haft hjálp heima fyrir og þetta gengur svona þokkalega upp.“ Kosningar eru framundan. Viltu spá fyrir um úrslit þeirra og hugsanlegt stjómarsamstarf eft- ir þær? „Það er mjög líklegt að allir hinir flokkamir ætii að nota þann áróður í kosningabaráttunni, að Framsóknarflokkurinn sé búinn að vera of lengi í ríkisstjóm og því verði að gefa honum frí. Ég spái því nú samt að sú staða komi upp eftir kosningar, eins og svo oft áður, að ekki verði þægilegt að mynda ríkisstjóm án Framsóknar- flokksins. Reyndar hefúr Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, verið að senda okk- ur tóninn og segir okkur vera óábyrgan lítinn flokk. Miðað við mína reynslu af Framsóknar- flokknum þá hefur mér frekar fundist hann vera of ábyrgur, ef eitthvað er. Hjá okkur eru þjóðfé- lagslegir hagsmunir alltaf settir ofar flokksleg- um. Það kalla ég að sýna mikla ábyrgð. Sjálfstæðisflokkurinn tapar í kosningabaráttunni Ég spái því að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki eins stór og skoðanakannanir gefa til kynna. Hann mun tapa í kosningabaráttunni þegar rifj- að verður upp ýmislegt úr ríkisstjómarþátttöku hans á árunum ‘87 til ‘88. Fólk kann vel að meta jafnvægið sem náðst hefúr í efnahagsmálum og því held ég að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það kýs Sjálfstæðisflokkinn, sem treysti sér ekki til að taka á þeim vanda.“ Að lokum vildi Valgerður segja eftirfarandi: „Mér finnst að konur eigi heima í Framsóknar- flokknum, ekki síst vegna þess að hann er öfga- laus flokkur og konur eru miklu síður öfgafullar en karlar. Ég vil því hvetja konur til starfa innan flokksins, starfa með Framsóknarflokknum. Það er kannski orðið of seint að hvetja þær í framboð að þessu sinni, en samt sem áður vil ég gera það, því ekki er allstaðar búið að ganga frá listum. Það er nefnilega Iíka skemmtilegt að vera í pólit- ík, enda væri öll þessi vinna óbærileg ella.“ Hermann Sæmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.