Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 10
18 HELGIN Laugardagur 17. nóvember 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁI Ungu elskend- umirsátu íbíln- um og ræddu framtíðina þegar byssuhlaupi var stungiðinnum bílgluggann. Ástarfundurinn endaði með tveimur morðum Ungu elskendumir sátu í bflnum úti við Biscayneflóa, rétt eins og svo mörg önnur kvöld. Þau horfðu á stjömumar og töluðu um eitt og annað, einkum framtíðina saman. Þetta örlagaríka kvöld, 6. nóvem- ber 1988, var milt og parið horfði á báta sem liðu framhjá og flski- menn sem köstuðu netum sínum í lygnan sjóinn. Grunlausir ung- lingarair áttu bjarta framtíö fyrir höndum og nutu góðs stuðnings ástríkra fjölskyldna sinna. Þau vom bæði frá öðmm Iöndum og unnu ötullega að því að aðlaga sig og koma undir sig fótunum í borgarlífi Miami, þar sem meiri hraði er á öllu en þau vom vön að heiman. Stúlkan hét Isilia Paguada, var 18 ára, gullfalleg, fædd í Hondúras og gekk í Jackson-menntaskólann. Unnusti hennar var Frank Najarro, 19 ára glæsilegur piltur frá E1 Sal- vador. Hann gekk í Dade-mennta- skólann. Þau höfðu kynnst um það bil ári áður er þau voru í sama gagn- fræðaskóla. Þau höfðu í heiðri sterk fjölskyldu- tengsl og menningararf þjóða sinna. Fyrst þegar Frank kom til Miami naut hann aðstoðar Hjálp- ræðishersins. Hann var svo þakklát- ur fyrir hjálpina að hann starfaði endurgjaldslaust hjá Hjálpræðis- hernum góðan tíma á eftir því hon- um fannst hann þurfa að launa greiðann með því hjálpa öðrum sem nýkomnir voru til landsins. Þar sem Isilia og Frank sátu og ræddu áætlanir sínar var byssu- maður á ferli skammt frá. Hann hafði allt aðrar áætlanir. Hann fylgdist með hverri hreyfingu unga fólksins meðan rökkrið féll yfir. Þegar aldimmt var orðið, gekk hann að bflnum. Morðinginn gekk fyrst að Frank og stakk hlaupsöguðum .22 hlaupvídd- ar riffli inn um opinn bflgluggann og heimtaði peninga. Frank var skelfingu lostinn og svaraði því til að hann væri ekki með peninga á sér. Af fullkomnu miskunnarleysi tók morðinginn nokkrum sinnum í gikkinn og skaut Frank á innan við 30 sm færi. Særður til ólífis féll ungi maðurinn niður í sætið og blóðið spýttist úr skotsárunum. Isilia æpti af hryllingi og skelfingu þegar morðingi unnusta hennar gekk fram fyrir bflinn, staðnæmdist við gluggann hennar megin og beindi að henni rjúkandi vopninu. Hann seildist inn fyrir greip um öxl hennar og heimtaði nokkra hringa sem hún var með. Isilia var svo hrædd að hún þorði ekki annað en taka af sér hringana og afhenda honum. Hiklaust og án nokkurrar ögrunar tók morðinginn enn í gikk- inn og hleypti nokkrum sinnum af. Fyrsta skotið kom í handlegg stúlk- unnar og hún reyndi að verjast hin- um skotunum en það var vonlaust. Loks seig hún í blóði sínu fram af sætinu og miskunnarlaus morðing- inn skaut enn og batt þar með enda á líf hennar. Lögreglumaður fann líkin Eftir ódæðisverkið hljóp hann að bíl sem beið og ók burt. Lífsglöðu elskendurnir hefðu aldrei getað ímyndað sér slíkan atburð. Rólegt fjöiskyldulíf, heiðarlegt uppeldi og ást þeirra til hvors annars var allt svo gerólíkt og víðsfjarri þeim veru- leika sem þau reyndu þetta skelf- ingarkvöld. Líkin voru óhreyfð f bflnum þar til um sjöleytið um morguninn að um- ferðarlögreglumaðurinn John Bagnardi ók framhjá á eftirlitsferð sinni um tengiveginn milli borg- anna Miami og Miami Beach en þær eru tengdar saman með löngum leiruvegi sem á eru nokkrar brýr. Bagnardi kom auga á silfurgráan Plymouth sem stóð niðri við fjöru- kambinn. Hann ók að honum og hugðist athuga málið til vonar og vara. Ekki hvarflaði að Bagnardi að hann fyndi neitt annað en það venjulega við þessar aðstæður, elsk- endur í faðmlögum eða tóman bfl í eigu einhvers fiskimannsins. Því miður gegndi öðru máli í þetta sinn. Nú tekur rannsóknarlögreglumað- urinn Nelson Andreu við og skýrir sjálfur frá rannsókn málsins eins og hún gekk fyrir sig: Þegar Bagnardi kom að bflnum sá hann þegar hvers kyns var og kall- aði á hjálp um talstöð sína. Þar sem líkin voru í umdæmi Miamiborgar, barst kallið á stöðina til okkar. Daniel Sanchez varð fyrstur á vett- vang. Hann girti staðinn af til að vernda sönnunargögn sem kynnu að finnast umhverfis bílinn og kall- aði síðan upp morðdeildina. Thomas Watterson kom á vettvang og kannaði aðstæður en gerði síðan yfirmanni sínum viðvart, Mike Gonzales. Númer bflsins var sett í tölvu og þá kom fram að bfllinn var skráður á Frank Najarro sem var búsettur skammt frá. Tveir lög- reglumenn fóru til heimilis hans og hittu þar fyrir ættingja Franks. Þótt ekki hefðu verið borin form- leg kennsl á líkin var strax vitað af lýsingu aðstandenda á klæðnaði Franks að pilturinn var hann. Lík- legast þótti þá að stúlkan væri Isilia unnusta hans. Það voru aðstand- endur Isiliu sem síðast sáu parið saman kvöldið áður. Þegar lögreglumennirnir komu aftur á morðstaðinn var klukkan orðin tíu og tæknimenn að leggja síðustu hönd á vettvangsrannsókn. Næst lá fyrir að rannsaka líkin sem lágu eins og alblóðug hrúgöld í framsætinu og á gólfinu framan við það. Allt var ljósmyndað frá öllum hliðum áður en hreyft var við nokkru í bflnum og lögreglulækn- irinn tók við. Vitni hringir Mörg skot höfðu hæft bæði fórnar- lömbin og öll í höfuð og efri hluta líkamans. Ljóst var af skotsárum á handleggjum stúlkunnar að hún hafði reynt að verja sig. Eftir frum- rannsókn á staðnum voru líkin flutt til krufningar sem er skylda í svona tilfellum. Auðvitað vissi lög- reglan hvert banameinið var en skýrsla krufningalæknis ræður úr- slitum. Eftir að farið var með líkin var bfll- inn rannsakaður vandlega að innan. í honum fundust fjögur skothyiki úr .22 hlaupvíddar riffli og kven- hringur á gólfinu við framsætið far- þegamegin. Annar hringur lá á jörðinni rétt utan við bfldyrnar. Bfllinn var síðan dreginn á rann- sóknarstofuna til leitar að fingarför- um. Síðar um daginn var rætt við að- standendur Isiliu sem sögðu að Hin gullfallega Isilia Paguada sést hér með nokkra af Samræður í almenningsgarði, sem maður varð hríngunum sem morðingi hennar rændi. áheyrandi að, urðu til þess að Lavarity Robertson var I \ handtekinn. Hann neitaði fýrst öllu en talaði af sér. Frank hiefði sótt hana um hálfsex- leytið ogjþau ætlað í stöðvar Hjálp- ræðishersins að venju. Þá kom fram að Isilia hafði farið að heiman með veski og fjóra hringa sem varj lýst fyrir lögreglumönnum. Þeir fóru síðan heim til Franks og ræddu bet- ur við foreldra hans. Þeir höfðu einnig talið að þau Isilia ætluðu á Herinn og þegar hann kom ekki heim hringdu þau heim til Isiliu. Báðar fjölskyldurnar sögðu að unga parið hefði oft og iðulega setið í bflnum við leirubrúna, horft á sjó- inn og stjörnurnar og gert áætlanir um framtíðina. Fréttir um morðin í fjölmiðlum leiddu til þess að mikið var hringt á stöðina og ótal borgarar buðu fram aðstoð sína. Næstu tvo sólarhring- ana unnu Robertson, Watkins. Martinez og Ochoa lögreglumenn hvfldarlaust að því að hafa uppi á morðingjanum. Þar sem tveir hringar Isiliu höfðu ekki verið á lík- inu, voru þeir teiknaðir eftir lýsingu fjölskyldunnar og myndirnar birtar í sjónvarpi og blöðum ef vera kynni að einhver hefði reynt að veðsetja þá eða jafnvel gefið þá. Það bar eng- an árangur. Það var ekki fyrr en 11. nóvember að til mín hringdi maður sem ekki vildi í fyrstu láta nafns síns getið. Hann kvaðst hafa orðið áheyrandi í almenningsgarði að samtali um morðin. Þegar þetta gerðist gjör- þekkti ég ekki málið enda hafði ég ekki unnið við rannsóknina. Bruce Robertson stjórnaði henni og ég ræddi strax við hann. Hann var tor- trygginn, enda höfðu margar svona vísbendingar ekki leitt til neins. Þar sem mér hafði tekist að fá manninn til að greina frá nafni og símanúmeri, hringdi Robertson til hans. Maðurinn tjáði honum að tveimur dögum eftir morðin hefði hann verið í almenningsgarði í hverfinu sínu með fleiri mönnum þegar einn þeirra leiddi talið að morðunum. Þar kom fram að morð- inginn hafði verið að veiða fisk þeg- ar hann sá bílinn og ákvað að ræna þá sem í honum voru. Sá sem hringdi vissi ekki hver náunginn var sem vissi þetta en hann þekkti annan í hópnum með nafni. Sá hlustaði líka í forundran á frásögn- ina. Morðinginn nefndur Maðurinn sem hringdi margend- urtók að hann vildi ekki flækjast í málið en kvaðst þó fús til að skýra frá því sém hann hefði heyrt í garð- inum. Robertson kom á stefnumóti með þeim oftar en einu sinni en maðurinn kom aldrei. Viku síðar hringdi hann enn og gaf nú upp nafn og heimilisfang annars sem heyrt hafði samtalið í garðinum. Robertson óskaði þess að við Spe- ar félagi minn færum og ræddum við þetta nýja vitni. Við fórum í skólann þar sem viðkomandi starf- aði og ræddum við hann. Hann við- urkenndi að hafa upplýsingar um málið og samþykkti að koma með okkur á stöðina og tala við Robert- son. Samtalið gekk stirt í fyrstu því maðurinn vildi draga í Iand en loks fékkst hann til að tala og það varð til þess að málið leystist og hægt var að handtaka morðingjann. Vitnið var í garðinum ásamt nokkrum kunningjum og voru þeir að spjalla um stúlkur. Skyndilega sagði einn úr hópnum sem maður- inn þekkti aðeins undir nafninu La- varity að hann hefði gert dálítið ljótt og yrði að segja frá því. Hann hélt áfram og sagði viðstöddum að hann hefði farið með vinum sínum niður að sjó til að veiða fisk og drekka bjór. Þeir hefðu séð silfur- gráa bílinn og Lavarity ákveðið að ræna þá sem í honum voru. Aðeins einn úr hópnum vildi taka þátt í því en hinir fóru. Lavarity bætti síðan við að hann hefði gengið að bílnum með byssu- hólkinn, sagt nokkur orð við pilt- inn undir stýri og svo bara skotið hann í öxlina. Síðan hefði hann far- ið farþegamegin og strokið stúlk- unni um hálsinn og öxlina en hún brugðist illa við og fjarlægt hönd hans. Þá hefði hann bara skotið hana líka. Þar sem vitnið var svo tregt til að tala í fyrstu ákvað Robertson að láta það gangast undir lygamælispróf til að sannprófa söguna. Ekki bar á öðru en það stæðist prófið og síðan var tekin nákvæm skýrsla. Þegar vitninu var ekið heim bauðst það til að benda lögreglunni á húsið sem Lavarity þessi ætti heima í, svo og annar úr hópnum sem heyrt hafði frásögnina. Eftir að hafa skilað vitn- inu af sér fór lögreglan í tiltekið hús, hafði þar uppi á umræddu vitni og rosknum ættingja þess. Gamli maðurinn var tregur til að leyfa þeim yngri að tala við lögregl- una en eftir að málið var skýrt fyrir honum gat hann ekki neitað. Pilt- urinn hafði nánast sömu sögu að segja og fyrra vitnið og nefndi einn- ig Lavarity. Lögreglumennirnir vildu að sjálfsögðu hafa uppi á Lava- rity sem fyrst áður en einhver var- aði hann við svo hann gæti stungið af. Nú var klukkan rúmlega 11 að kvöldi en ákveðið að var að heim- sækja Lavarity klukkan fimm um morguninn og koma honum ræki- lega á óvart. Taladi fljótt af sér Þrír lögreglumenn fóru á staðinn. Einn ættingi Lavaritys kom til dyra og bauð mönnum inn. Andartaki síðar kom Lavarity út úr herbergi sínu. Hann var kaldur og rólegur og samþykkti fúslega að koma á stöð- ina til yfirheyrslu. Það kom í hlut okkar Spears að yfirheyra hann. Hann vildi ekki nýta sér réttinn til að þegja en kvaðst skyldu segja okk- ur allt af létta. Fullt nafn hans var Lavarity Robertson. Nafni hans og yfirmaður okkar átti ekki að koma á vakt fyrr en síðdegis en þar sem hann hafði manna lengst unnið að rannsókninni lét- um vi hringja til hans og tilkynna honum þessa framvindu mála. Hann var kominn á stöðina klukkan sjö og tók við af mér við yfirheyrsl- una. í fyrstu neitaði Lavarity að hafa nokkuð komið nálægt morðunum og ekki einu sinni hafa heyrt um þau. Eftir að honum voru sýndar skýrslur hinna vitnanna viður- kenndi hann loks að hafa farið að veiða fisk með félögum sínum og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.