Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 17. nóvember 1990 Pólitísk eigin- kona með skoðanir keppir við Thatcher Mikla athygli vakti þegar sir Geoffrey Howe sagði af sér embætti aðstoðarforsætis- ráðherra og öðrum virðingarstöðum innan breska íhaldsflokksins á dög- unum. Howe á einna lengstan sam- starfsferil með Margaret Thatcher en nú hefur honum greinilega þótt nóg komið og varð ásteytingarsteinninn ágreiningur um sameiginlega mynt innan Evrópubandalagsins. Fréttaskýrendur sögðu að það væri „hin óárennilega eiginkona" sir Ge- offreys Howe, sem gaf honum kjark til að segja af sér. Það var reyndar Elspeth Howe, sem sumir segja næstvaldamestu konuna í íhalds- flokknum sem hafði hrundið af stað aðskilnaði manns hennar og Margar- et Thatcher. Pískrað var um að Howe hefði fundist hann teygður og togað- ur milli kvennanna tveggja í lífi hans, þar sem eiginkonan hvatti hann til að hremma launin sem henni þótti hann hafa til unnið, þ.e. búsetu í Downingstræti 10, og hjá- konunnar sem naut þess æ meir að auðmýkja hann opinberlega. Elspeth Howe naut stöðu sinnar Á því leikur enginn vafi að Elspeth á stóran þátt í afsögn manns síns úr embætti aðstoðarforsætisráðherra. En það verður líka hún sem á eftir að sakna mest lífsins á pólitíska hátind- inum. Ef hennar hefði ekki notið við er sennilegt að Howe hefði sagt skil- ið við Margaret Thatcher þegar í fýrra þegar hún svipti hann embætti utanríkisráðherra. Sir Geoffrey Howe er sagður hafa boríð með sér hvað honum hafi létt við afsögnina. Þau 12 ár sem Thatcher hefur setið við völd, heíur enginn annar maki stjórnmálamanns, að Denis Thatc- her undanskildum, látið Iíkt því eins mikið á sér bera og Elspeth Howe. Alla tíð síðan maður hennar settist að í Downing stræti 11, hefur Elsp- eth notið sín vel þar í húsfreyjuhlut- verkinu þar sem hún hefur tekið á móti opinberum embættismönnum og fjármálaráðherrum annarra landa, verið jafningi karla í þeirra heimi. Þegar hún komst að raun um að hún hafði ekki í fullu tré við fjár- málasérfræðinga í umræðum dreif hún sig í London School of Econom- ics. Þá stóð hún á fimmtugu. Óspör á að gefa viðtöl um hvaðeina Hún ferðaðist um allan heim með Howe og eftir henni var tekið hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, Alþjóða- bankanum og á fundum þar sem hæst settu stjómendur efnahags- mála komu saman. Þar heilsaði hún upp á forystumenn f fjármálalífi og utanríkisþjónustunni eins og göml- um vinum. Heimaíyrir var hún óþreytandi að gefa viðtöl um „hvemig það er að vera eiginkona háttsetts embættis- manns", eða „hvað lafði Howe gerir til að hálda manni sínum rólegum á fjárlagadegi" (gefur honum eftirlæt- ishádegisverðinn, eggjaköku með bökuðum baunum og salat með an- anasbitum). Ef frúin hefur einhvem tíma komið manni sínum í bobba hefur hann aldrei látið það í ljós. Hann hefur bara brosað gæflega til hennar þegar hún hefur sett ofan í við einhvem ólánsgepil fyrir að vera ...kjörin leið til sparnaðar er Kj örbók Landsbankans Betri, einfaldari og öruggari leiö til ávöxtunar sparifjár er vand- fundin. Háir grunnvextir og verötryggingarákvæði tryggja góða ávöxtun. Aö auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 1 6 og 24 mánuði. Samt er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Við skólann er laus staða fjármálafulltrúa. Leitað er eftir manni með bókhaldsþekkingu og reynslu af fjármálastjórn. Viðkomandi skal hefja störf í janúar 1991. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar gefur konrektor, Sverrir Einarsson, á skrifstofu skól- ans. Við skólann er einnig laus staða skólaritara. Um er að ræða hálft starf. Æskilegt er að umsækj- endur hafi nokkra tungumálaþekkingu og vélrit- unarkunnáttu. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar gefur áfangastjóri, Steingrímur Þórðarson, á skrifstofu skólans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.