Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 8
16 HELGIN Laugardagur 17. nóvember í TÍMANS RÁS ATLI MAGNÚSSON: Saga í skildagatíð Umskiptin í austantjaldslönd- unum voru hugleiðingarefni vort hér fyrir viku, sem og um- skiptin sem í vændum eru í V- Evrópu með uppsiglingu hins nýja efnahagssvæðis. Enn er ætlunin að klappa þann sama steininn nú, enda önnur eins borg fleiri en einnar messu virði. Á ferðalagi um Sovétríkin fyrir fáeinum árum lét ungur og vel gáfaður Rússi þau orð falla við undirritaðan (með þann mel- ankólíusvip á andlitinu, sem sagt er að þessari þjóð sé svo eiginlegur) að líklega væri Rússum ætlað að þjást meira en öðrum þjóðum. Að undanförnu hefur sú spurning gerst áleitin hvort ekki muni vera eitthvað hæft í þessu — að svo miklu leyti sem miklar fullyrðingar geta nokkru sinni verið sannar. Það liggur til grundvallar þess- um vangaveltum að það féll í hlut Rússlands að verða að til- raunastofu fyrir kenningar kommúnismans. Má ekki spyrja hvort það hefði ekki eins getað orðið hlutskipti einhverrar ann- arrar þjóðar eða þjóða? Eftir byltinguna í Rússlandi voru önnur lönd aðeins áhorf- endur að þeim hamförum sem þar áttu sér stað, bæði gífurleg- um framkvæmdum, er kostuðu óhemju fórnir, sem og pólitísk- um ógnarhryðjum á fárra ára fresti. Þeim er þetta skrifar finnst ekki alveg ólíklegt að fyr- ir vikið hafi það frestast og farist fyrir að byltingar yrðu gerðar annars staðar á fyrri hluta aldar- innar. Til dæmis í Þýskalandi. Það má vel hugsast að sósíal- istabylting hefði tekist þar (nógu oft var reynt), ef ekki hefði verið farið að kvisast út allsnemma að kjör rússneska al- múgans væru ekki svo eftir- sóknarverð undir nýja skipulag- inu. Sögunni þóknaðist hins vegar að hafa það þannig að Þjóðverjar komu sér upp fas- ismanum, sem sigaði milljóna- herjum á Rússa, sem höfðu þó í nógu að mæðast fyrir. Sósíal- istabylting í Þýskalandi á þriðja áratugnum hefði aftur á móti að öllum líkindum fríað Rússa af þýskri innrás og sama hvort þar hefði ríkt sósíalismi eða eitt- hvert skipulag annað. En nóg um það að sinni — menn lenda skjótt á hálli braut er þeir byrja að skrifa mannkynssöguna í skildagatíð. Hitt er aftur á móti ekki bund- ið neinu „ef‘-i að Rússar hafa mátt þjást mikið og lengi. Og vér teljum að þeir hafi satt að segja þjáðst fyrir heiminn með því að búa við ráðstjórnarskipu- lag í sjötíu ár. Hefðu þeir ekki gert það og hefði það ekki kom- ist á einhvers staðar annars staðar, þá lifðu menn áreiðan- lega í draumaheimi um komm- úníska frelsun enn. Margir þeirra manna sem trúðu á þetta skipulag voru sannarlega engin flón og þeir héldu að volæðinu i veröldinni yrði útrýmt með þessum meðulum. Ekkert minna en fjörbrotin miklu síð- ustu tvö eða þrjú árin hefðu get- að fengið þá af þeirri skoðun — fengið þá til að íhuga að mann- skepnan, alþýðan eða hvaða nafnsem menn annars kjósa, er víst ekki nógu fullkomin handa kommúnismanum. Kannske því miður...? Og svo eru örlögin ósanngjörn að þegar kommúnismanum er varpað fyrir róða, þá ætlar það að kosta Rússa enn nýjar þján- ingar. Hvaða óheillastjörnu er þessi blessuð þjóð annars borin undir ...? Forsjónin hlýtur að ætla henni alveg sérstaklega stórt hlutverk einhvern tíma í framtíðinni. Það var kirkjan á Melstað í Miðfirði, sem gat að iíta hér í skotinu fyrir viku. Skammt er síðan við spurðum um einn fossa Vatnsdalsár. Við birtum nú aftur mynd af einum fbssa hennar og vonandi eru þeir margir sem kunna að nefna nafn hans. LO E- BE i s Sj u- S E 0 <~n H cC pr </> P- 0 B t/> T- s CC Q> ,=3 a: i D CO 'X A !SI m a a d (Q E EE 2 — O z •Ul ~4 B! tC L_, h. B 71 LO • a: E If) 12. CC öi 3 jc t- C I u- B E fc~ 7L\ B <3; í i: Cd Ltí L5 cxr z. CS pr cr Z > 1! va O b- t- * l; - Ws - O o PQ £ <r [is 41 u. u dz 5 131 T uJ UJ |Q| 5 71 E- > •£ ct F3 E " E <C , o: - ■■*'&:** E E BE <C ct E- KROSSGATA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.