Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 1. desember 1990 Breiðdælingar vonast nú til að halda kvóta frystitogarans Andeyjar eftir: Togari seldur tveimur: Hvor þeirra fær ham? Nú blasir við að togarinn Andey frá Breiðdalsvík verður seldur úr plássinu. Ekki er þó enn vitað hvort hann verður seldur til Jemen eða Homafjarðar, sem skiptir miklu máli fyrir byggðalagið: Ef hann fer úr iandi þá haida Breiðdælingar eftir kvótanum, en ekki ef togar- inn fer til Homafjarðar. Það era tæplega 900 tonna þorskígildi mið- að við næsta ár. Breiðdælingar bíða því eftir staðfestingu á tiiboði Jemena, en von er á því í næstu viku. Um þessi mál var rætt á borgarafundi í Breiðdalsvík sl. þriðjudagskvöld og fannst mönnum sárt að þurfa að horfa á eftir Andey. Tilboð í Andey hefur komið frá Jemen sem þykir vænlegt, en enn vantar nægilegar tryggingar fyrir sölunni. Því var samningur um sölu togarans til Hornafjarðar undirritaður á mið- vikudagsnótt með þeim íyrirvara að af sölunni verði ekki, berist tilskildar tryggingar frá Jemen. Togarinn fer því frá Breiðdalsvík og ekki aftur snú- ið með það. Það er þó bót í máli fyrir Breiðdælinga ef togarinn fer úr landi og kvótinn verður eftir í plássinu. Eigandi frystitogarans Andeyjar er Hraðfrystihús Breiðdælinga. Lang- stærsti hluthafi þess er Hlutafjár- sjóður eftir að Hraðfrystihúsið var endurskipulagt fyrir ári síðan. Hluta- fjársjóður setti það sem skilyrði fyrir aðstoð við fyrirtækið að Andey yrði seid, þar sem hún er frystitogari og starfsreglur sjóðsins miða fyrst og fremst að því að koma atvinnu í landi til aðstoðar, að sögn Lárusar Sigurðs- sonar, sveitarstjóra á Breiðdalsvík, í samtali við Tímann. Ýmis vandamál hafa einnig orðið þess valdandi að Andey er seld. Benda má á að Andeyin er tiltölulega nýtt skip og á henni hvflir mikill fjár- magnskostnaður sem erfiðlega geng- ur að hemja. Einnig er talið að með nýju kvótalögunum bætist eitt vandamál við. Um síðustu áramót gátu Breiðdælingar valið um hvaða aðferðum þeir beittu við veiðarnar. Þeir völdu sóknarmarkið, en þar ríkir frelsi á vissar fiskitegundir á ákveðn- um tímum og hentaði það vel á Breiðdalsvík. Það gerði m.a. að verk- um að afkoma skipsins í ár er þokka- leg. „Nú hins vegar, með nýju kvóta- lögunum sem taka gildi um áramót- in, þá verðum við í þeirri stöðu að vera með 897 tonn af þorskígildum, sem er tæplega helmingurinn af því sem við veiðum núna, og varla það,“ sagði Lárus. Það þarf því kannski ekki að vera svo slæmt að selja Andey til Jemen, eða hvað? Ef svo fer þá helst kvóti togar- ans á Breiðdalsvík og leggst við ísfisk- togarann Hafnarey, sem er einnig í eigu Hraðfrystihúss Breiðdælinga. Lárus sagði það vitanlega vera mun skárra heldur en að togarinn yrði seldur innanlands, því þá færi kvót- inn einnig. Að hans mati hefur of lít- ill kvóti verið á Hafnarey hingað til, eða kvóti sem nemur u.þ.b. 7-8 mán- aða vinnu og hefur verið úthlutað 1783 tonna kvóta á næsta ári. „Ef kvóti Andeynnar legðist við, þá vær- um við allvel settir, en samt þyrftum við frekar að sækja á en hitt til að vel væri. Kvótinn yrði því hrein viðbót hjá landverkafólki, en myndi hins vegar ekki þýða neina aukningu á mannafla hjá því. Þessi frystitogari hefur skapað drjúgmikil störf í landi við þjónustu, bæði hvað varðar véla- verkstæði, rafvirkjun, veslun og fleira. Sú þjónusta verður í dálítilli hættu eftir að Andey er farin.“ Lárus var spurður að því hvort ekk- ert hafi verið hægt að gera til að forða þessu, t.d. með opinberri aðstoð. „Menn töldu sig vera komnir á enda- punkt í því efni og stjórnarformaður og framkvæmdastjóri hafa verið langdvölum í stofnunum vegna þessa. Ég fór sjálfur með þeim í síð- ustu viku og við töldum okkur kom- ast lengst með því að fá þennan frest til 15. desember og bíða eftir þessu erlenda tilboði. Það var það lengsta sem við komumst gagnvart Hluta- fjársjóði," sagði Lárus að lokum. Breiðdælingar bíða því í nokkurri óvissu um framhald mála fram yfir helgi, og hvort þeir komi til með að missa umtalsverðan kvóta frá byggð- ariaginu eða ekki. —hs. NÝJAR VÖRUR Mjólkursamsalan setur á mark- að um þessar mundir tvær nýj- ar bragötegundir af skólajógúrt, þ.e. epla-/karamellubragð og bananabragð. Skól^jógúrt kom fyrst á mark- aðinn í mars s.l. Nafnið, Skólaj- ógúrt, er til komið vegna þess að sölumarkaðshópurinn er yngsta kynslóðin. Skólajógúrt er framleidd úr nýmjólk með 2% undanrennudufti eins og óskajógúrtin. Skólajógúrt er sýrð með jógúrtgerlum, sem eru frábrugðnir hinum hefð- bundnu að tvennu leyti: Jógúrt- in verður þykkri og jógúrtin súmar lítið sem ekkert eftir að hún er komin í dósimar og er því mildari. ....,......—...........0----hægri eiganda og stofnanda Hörpuútgáf- unnar, Braga Þórðarson. Við hlið hans er kona hans Elín Þorvaldsdótt- ir og þá sonur þeirra Þorvaldur Bragason. Hörpuútgáfan þrjátíu ára Hörpuútgáfan á Akranesi er þrjátíu ára um þessar mundir. Á þessu tímabili hefur útgáfan geflð út um þrjú hundmð bókatitla. Aðalstöðvar útgáfunnar em á Akranesi og hafa verið þar frá upphafí, en jafnframt hefur útgáfan leigt aðstöðu í Reykjavík. Á þessu ári var afgreiðsl- an í Reykjavík flutt í eigið húsnæði að Síðumúla 29. Árið 1974 hóf Hörpuútgáfan útgáfu eftirprentana af málverkum, mynd- um úr þjóðlífinu, og gefin voru út nokkur málverk. Árið 1988 var síðan hafin útgáfa sögusnælda. Þar er um að ræða sígildar barnasögur og æv- intýri. Útgáfan hefur samtals gefið út 18 slíkar sögusnældur. Á þessu ári koma út hjá Hörpuútgáfunni tólf bækur, tvær nýjar sögusnældur og átta endurútgefnar. Af verkum sem eru í undirbúningi hjá Hörpuútgáfunni, má nefna Borgfirðingaljóð, sýnisbók borg- firskra Ijóðahöfunda. En Hörpuút- gáfan hefur ávallt leitast við að sinna útgáfumálum í heimabyggð, þ.e. á Akranesi og í Borgarfirði, auk al- mennrar bókaútgáfu á landsvísu. khg. Stúlkuandlit Sigurðar seldist á 1,6 milljón Málverk eftir Sigurð Guðmundsson málara, Stúlkuandlit, seldist á 1,6 milljónir króna á 30. listmunaupp- boði Gallerís Borgar sem haldið var sl. fímmtudag í samvinnu við List- munauppboð Sigurðar Benedikts- sonar. Annað verk eftir Sigurð seldist á 850 þúsund og mynd af Reykjavík- urhöfn eftir Gunnlaug Blöndal seld- ist á 900 þúsund. Málverk eftir Ás- grím Jónsson, Frá Þingvöllum, seld- ist á 460 þúsund, málverk af Goða- fossi eftir Kristínu Jónsdóttur seld- ist á 350 þúsund og verk eftir Þórarin B. Þorláksson, Við glugg- ann, seldist á 650 þúsund. PÓSTUR OG SÍMI: Þjónustusvæði boðkerfa stækkað Póstur og sími mun á næstunni stækka það þjónustusvæði er fyr- irtækið býður upp á fyrir boðkerfí. Einnig mun þjónusta verða aukin. Verð á boðtækjum hefur almennt lækkað að undanfömu og getur þar munað allt að 10.000 krónum fyrir og eftir lækkun. T.d kostar Storno Senser talna- boðatæki núna 19.950 en kostaði áður 29.083. Storno Bravo tón- boðatæki kostar nú 12.542 en áður 14.542. Sterno Bravo talnaboða- tæki kostar núna 15.739 en áður 19.437. Stutt er síðan boðkerfaþjónusta Pósts og síma var tekin í notkun en það var um áramótin 1989/1990.1. nóvember s.l. var notendafjöldi boðkerfisins um 1.100. Tilgangur- inn með þessu nýja kerfi er að gefa kost á að koma skilaboðum á fljót- virkan og öruggan hátt til manna, óháð því hvar þeir eru innan vissra landfræðilegra marka. Til þess að svo megi verða þarf sá sem skila- boðin á að fá að bera á sér lítið tæki, boðtæki, og sá sem skilaboð- in sendir þarf að hafa aðgang að ólæstum síma. Ef nýta á alla möguleika kerfisins verður að nota tónvalssíma eða farsíma með tón- vali. Þjónusta eða útbreiðsla radíó- senda boðkerfisins nær þegar yfir allt höfuðborgarsvæðið, Keflavík, Akranes, Akureyri og Selfoss. Sam- band á að vera mjög öruggt á þess- um svæðum. Um næstu áramót bætast við ný svæði þegar sendum verður komið fyrir á Þorbjarnar- fjalli, Hegranesi í Skagafirði, Hrís- ey, Gagnheiði, Vestmannaeyjum og Háhrygg við Nesjavelli. Boðtækin eru af tveimur aðal- gerðum: tónboðtæki og talnaboð- tæki. Þjónustutegundir eru fimm: Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri er á myndinni að hringja í eitthvert boðtækið. Sjálfur er hann með eitt slíkt hangandi í jakkan- um. tónboð, talnaboð, talhólf, eigið kynningarsvar og hópkall. Boð- tækin eru lítil og þétt, og er algeng stærð 7,5 x 4,7 x 1,8 cm. Þau geta flest geymt nokkur, allt að 12 stafa, númer. Sótt er um aðild að boð- kerfinu með því að fylla út um- sóknareyðublöð á póst- og sím- stöðvum eða hjá öðrum söluaðil- um boðtækja. Aætlað er að stækka þjónustusvæði boðkerfisins á næstu árum með því að setja upp upp fleiri senda. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.