Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. desember 1990 Tíminn 5 - Með samþykkt þingflokks Sjálfstaeðisflokksins um að fella bráða- birgðalögin gerði flokkurinn sig sekan um meiriháttar pólitísk mistök: Styður Sjálfstæðis- flokkur þjóðarsátt? Það er almennt álitið að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi gert stór pólitísk mistök þegar hann samþykkti að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Oiafur G. Einarsson, formað- ur þingflokksins, segir að með þessarí afstöðu sé flokkurinn ekki að lýsa andstöðu við þjóðarsáttina. Hann segir flokkinn styðja þjóðar- sáttina. Menn spyrja nú: Ætlar Sjálfstæðisflokkurínn að sýna þenn- an stuðning í verki? Mjög margir undrast að Sjálfstæð- isflokkurinn skyldi láta freistast til að gera þessa samþykkt. Menn telja að flokkurinn hafi með samþykkt- inni gert meiriháttar pólitísk mistök og jafna því við fyrri pólitíska afleiki flokksins, þ.e. leiftursóknina fyrir kosningarnar 1979 og brottrekstur Alberts úr fyrsta sætinu í Reykjavík fyrir kosningarnar 1987. Almennt eru menn sammála um að það hefði verið klókast af flokknum að lýsa því yfir að hann ætlaði að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna, eins og stjórn- arandstaða gerir jafnan við af- greiðslu fjárlaga. Með því móti hefði flokkurinn getað sagt: Þessi lög eru vond og þau átti aldrei að setja. Við tökum ekki þátt í þessum leik. Rík- isstjórnin setti lögin og hún á að súpa seyðið af pólitískum og efna- hagslegum afleiðingum lagasetn- ingarinnar. Viðbrögð Morgunblaðsins við sam- þykkt þingflokksins hafa vakið at- hygli. Fluttar eru fréttir af sam- þykktinni eins og um eldgos sé að ræða. Fulltrúum vinnuveitenda er gefið gott pláss í blaðinu til að lýsa undrun sinni á afstöðu þingflokks- ins. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður VSÍ og einn aðalhöfundur þjóðarsáttarinnar, hefur verið óspar á yfirlýsingar. Nægir að minna á við- tal sem sjónvarpið átti við hann í gærkvöldi. Vinnuveitendasamband- ið og Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna hafa óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Sjálf- stæðisflokksins, Samtökum um jafnrétti og félagshyggju og for- mönnum ríkisstjórnarinnar. A fund- inum verða bráðabirgðalögin til umræðu. Fundurinn með sjálfstæð- ismönnum verður á mánudag, en hinir fundirnir verða á þriðjudag. Menn spyrja sig nú hvernig forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar að spila úr þeirri erfiðu stöðu sem hún er búin að koma sér í. Ólafur G. Einars- Því er spáð að verð á erlendum ferskfisksmörkuðum fari hækkandi í kjölfar hruns á fiskistofnum EB- landa: Á að flytja út fisk eða störf? Á ráðstefnu sem Fiskiðn, fagfé- lag flskiðnaðaríns, hélt í vik- unni tókust á tvö ólík viðhorf. Annar vegar viðhorf fisk- vinnslufólks, sem vill fá aukinn afla til vinnslu innanlands, og hins vegar viðhorf ferskflsksút- flytjanda, sem vilja áfram hafa frelsi til að selja flsk á erlendum mörkuðum þar sem verðið er hátt. Fram kom á ráðstefnunni að störfum í fiskvinnslu á ís- landi hefur á fáum árum fækkað úr um 12000 í um 90Q0. Snær Karlsson, formaður deildar fiskvinnslufólks innan VMSÍ, gagn- rýndi harðlega þann mikla útflutning á ferskum fiski sem orðið hefur síð- ustu ár. Hann sagði að með þessari stefnu værum við að flytja störf úr landi og benti í því sambandi á þá fækkun fiskvinnslufólks sem orðið hefur á síðustu árum. Afleiðing þessa væri atvinnuleysi og erfiðari rekstur hjá fiskvinnslustöðvum sem ekki fengju nægilega mikið hráefni. Snær gagnrýndi ennfremur þá vinnslu sem fer fram í frystitogurum. Hann sagði þar fara fram viss sóun á verðmætum, því að frystitogararnir neyddust til að henda hluta aflans fyrir borð þar sem þeir hefðu ekki aðstöðu til að vinna hann. Hann gagnrýndi einnig harð- lega að fiskvinnslan skuli ekki hafa nein áhrif á skipulag veiðanna. Hann spurði hvaða réttlæti fælist í því að skip, sem hafa aflað sér aflareynslu m.a. með aðstoð innlendrar fisk- vinnslu, notuðu veiðiheimildir sínar með þeim hætti sem mörg skip gera, þ.e. flytja aflann óunninn úr landi. Ásgeir Daníelsson, starfsmaður Þjóð- hagsstofnunar, varaði íslenska fisk- vinnslumenn við því að byggja vernd- armúra í kringum vinnsluna hér heima. Hann sagði eðlilega samkeppni jákvæða í þessum efnum. Hann sagði íslenska fiskvinnslu hafa alla burði til að geta staðist þessa samkeppni. Ás- geir sagði að útflutningur á ferskum fiski hefði aukist mikið á síðustu ár- um, en horfur væru á að úr honum væri að draga. Hann sagði flest benda til að hlutfall ferskfisksútflutnings yrði það sama á þessu ári og hann var í fyrra. Hann sagði að sama þróun hefði orðið í vinnslu á frystitogurum. Allir framsögumenn á ráðstefnunni voru sammála um að ásókn erlendra fiskkaupmanna eftir íslenskum óunn- um fiski myndi aukast á næstu árum, en eftirspurnin er þó ærin fyrir. Fiski- mið í aðildarlöndum Evrópubanda- lagsins eru að hrynja. Tilraunir banda- lagsins til að hafa stjórn á fiskveiðum hafa mistekist. Það má því búast við að hátt verð á erlendum fiskmörkuðum hækki enn. íslenskir útgerðarmenn muni væntanlega horfa áfram spennt- ir f átt til þessara markaða, íslenskri fiskvinnslu til lítillar gleði. son, formaður þingflokks Sjálfstæð- isflokksins, sagði í gær í samtali við Tímann að sjálfstæðismenn styddu þjóðarsáttina. Hann sagði að Sjálf- stæðisflokkurinn vildi leggja sitt af mörkum til að þau markmið í efna- hagsmálum, sem sett eru í þjóðar- sáttinni, næðust. í framhaldi af þessu vakna spurningar. Hvað eru sjálfstæðismenn tilbúnir að leggja á sig til að ná þessum markmiðum? Hvert er framlag þeirra til þjóðar- sáttarinnar? Sjálfstæðismenn hafa sakað forsæt- isráðherra um að hafa sagt Alþingi ósatt þegar hann sagði að gengið hafi verið úr skugga um að meiri- hluti hafi verið fyrir bráðabirgðalög- unum. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins viðurkenndu þó í samtölum við Tímann að meirihluti hafi verið fyr- ir lögunum þangað til Stefán Val- geirsson lýsti í vikunni afdráttar- lausri afstöðu gegn lögunum. For- sætisráðherra hefur nú upplýst að samkvæmt stjórnarskrá þurfi ríkis- stjórn ekki að tryggja fyrirfram að bráðabirgðalög sem hún setur hafi meirihluta í þingi. Þessi röksemd sjálfstæðismanna virðist því ekki halda. Sama má segja um þau rök að bráðabirgðalögin stangist á við stjórnarskrá. Mál hefur verið höfðað í bæjarþingi Reykjavíkur og fýrir al- þjóðlega dómstólnum í Haag. Nið- urstaða liggur ekki fyrir og því hefur ekki enn verið skorið úr um lög- mæti laganna. Óvíst er hvenær bráðabirgðalögin verða tekin á dagskrá þingsins. Þau eru nú í nefnd og er talið hugsanlegt að nefndin afgreiði þau í næstu viku. Líklegt er talið að lögð verði áhersla á að afgreiða fjárlög og lánsfjárlög áður en bráðabirgðalögin koma á dagskrá. Langan tíma tekur að koma þessum mikilvægu málum í gegn- um þingið. Mörg önnur stór frum- vörp eru óafgreidd. „TINDAR" - NÝTT MEÐFERDARHEIMIU Nýtt meöferðarheimili fyrír unglinga undir 17 ára aldri var opnað á fimmtudaginn s.l. Heimilið ber nafnið „Tindar" og er staðsett á Kjalarnesi. Með- ferðarheimilið er ætlað 12-14 unglingum og munu fjórtán starfsmenn vinna við heimilið, þar af læknir sem er í 20% starfi. Samkvæmt heimildum forráða- manna heimilisins hefur vímuefna- vandi unglinga farið vaxandi á und- anförnum árum. Er nú svo komið að stór hópur unglinga á aldrinum 13-18 ára er nánast í daglegri neyslu, er ýmist dottinn út úr skóla eða stendur þar mjög höllum fæti, tengsl fjölskyldu ýmist rofin með öllu eða mjög slæm. Líf þessara ungmenna er undirlagt af vímu- efnaneyslu, sem í allmörgum tilvik- um leiðir til dauða eða varanlegs tjóns. Um mitt árið 1989 ákváðu stjórn- völd að bregðast við þessum vanda og fólu Unglingaheimili ríkisins að koma á fót meðferðarheimili fyrir unga vímuefnaneytendur. í fram- haldi af því var í febrúar s.l. ráðinn við Unglingaheimili ríkisins fjög- urra manna starfshópur til að vinna að undirbúningi að rekstri meðferð- arheimilis fyrir unga vímuefnaneyt- endur. Nú nýlega var síðan bætt við 10 starfsmönnum við heimilið. Fyrsta verkefni fjögurra manna hópsins var 12 vikna náms- og kynnisferð til Minnesota í Banda- ríkjunum á meðferðarstofnun sem nefnist Fairview Deaconess. Stofn- un þessi hefur í 15 ár sérhæft sig í meðferð unglinga í vímuefnavanda og er ein sú virtasta á sínu sviði í Bandaríkjunum. Milligöngu um þessa ferð hafði Dr. Harvey Milk- man, prófessor í sálarfræði við Den- verháskóla, en hann er jafnframt ráðgjafi varðandi mótun meðferðar- stefnu á meðferðarheimilinu og hef- ur samið það „meðferðarpró- gramm" sem unnið verður eftir. Dr. Milkman er einn af leiðandi fræði- mönnum í Bandaríkjunum á sviði Á myndinni sjáum við Dr. Harvey Milkman, en hann verður sérstakur ráðgjafi meðferðarheimilisins Tinda. vímuefnafíknar og misnotkunar vímugjafa. Hann hefur einnig samið bækur og haldið fjölda fyrirlestra um þessi mál. Á miðvikudaginn s.l. hélt hann einmitt einn fyrirlestur á Hótel Sögu er fjallaði aðallega um forvarnir gegn áfengis- og fíkniefna- vanda. khg. JOLAPROFLESTUR í SÍÐASTA SINN Þessi jól verða síðustu jólin sem stúdentar við Háskóla íslands munu eyða í próflestur, því næstu haust- misserispróf verða haldin í desem- ber í flestum deildum. Fram að þessu hafa próf yfirleitt verið haldin í janúar. Þær breytingar sem fylgja þessu nýja kerfi eru m.a. að kennsla mun almennt hefjast 5. september, en á móti því kemur að skólinn hættir fýrr á vorin. Kennsla á vormisseri hefst á bilinu 7. til 18. janúar og stefnt er að því að henni Ijúki eigi síðar en 28. apríl. Jólapróf jólin 1991 hefjast 10. desember og standa til 21. des. og vorpróf standa frá 29. aprfl til 26. maí. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.