Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminii Laugardagur 1. desenber Í99Ö Spennan eykst við Persaflóa og herimir styrkjast Oryggisráð SÞ heimilar valdbeitingu 15. janúar Öryggisráð SÞ samþykkti seint á fimmtudagskvöldið að leyfa Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra að beita hervaldi gegn innrásarliði íraks í Kúvæt ef það hefði ekki faríð þaðan 15. janúar. Tólf þjóðir samþykktu valdbeitingu, Kína sat hjá og Jemen og Kúba voru á móti. Þetta er sögulegur fundur, þar sem þetta er aðeins í annað sinn sem Öryggisráðið samþykkir beitingu hervalds. Fyrst var það samþykkt áríð 1950 eftir innrás Norður- Kóreumanna í Suður-Kóreu. Með samþykkt Öryggisráðsins hefur spennan í Persaflóadeilunni aukist allverulega og þrýstingur verið settur á Iraka. Hersveitum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra var skipað í viðbragðsstöðu af ótta við skærur íraka eftir af- greiðslu Öryggisráðsins, en sá ótti reyndist ástæðulaus. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að samþykkt Öryggisráðsins ætti að þrýsta á deiluaðila um að ná friðsamlegri lausn á deilunni, en ef ekki tækist að leysa deiluna eftir diplómatísk- um leiðum yrðu írakar að taka af- leiðingunum. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa umtalsverða yfirburði í lofti, en írakar hafa yfirburði á landi. Flugfloti Bandaríkjanna og bandamanna þeirra á Persaflóa- svæðinu telur 1.400 flugvélar, allt frá háþróuðum Stealth-orrustu- vélum sem sjást ekki á ratsjá til þyrla sem ætlaðar eru til að sprengja skriðdreka. Auk þess eru B-52 sprengjuflugvélar skammt frá Persaflóasvæðinu sem eru mjög áhrifaríkar, en þeim hefur ekki verið beitt síðan í Víetnam- stríðinu. Orrustuflugvélar íraka, 550 tals- ins, eru aðalskotmörkin. Hernað- aráætlun bandamanna mun vera í því fólgin að eyðileggja eins marg- ar flugvélar á jörðu niðri og ryðja þannig veginn fyrir landgönguliða og skriðdreka. Bandamenn hafa mikla yfirburði í lofti en ekki á landi. írakar hafa helmingi fleiri hermenn og fjórum sinnum fleiri skriðdreka. Bandaríkin hafa ákveðið að senda 150 þúsund hermenn til viðbótar og verða þá bandamenn með sam- tals 400 þúsund hermenn. írakar, sem hafa þegar 450 þúsund her- menn, sögðust ætla að bæta við 250 þúsund hermönnum. Finnland: Hjarta- áföllum fækkar Fínnum hefur tekist að fækka verulega hjá sér dauðsföllum af völdum hjartaáfalla með því að breyta aldagömlum lífsvenjum fólks með stöðugum áróðri. Þannig hefur dauðsföllum af völdum hjartaáfalla í Norður- Karelia, afskekktu sveitahéraði í Austur:FinnIandÍ, fækkað um 40%. Áróðursherferðin sem hófst í Norður-Karelia hefur haft víðtæk áhrif um landið allt. Þessi áróðursherferð byggðist á því að fræða íbúa svæðisins um þá áhættuþætti sem geta leitt til bjartaáfaila. „Þegar við byrjuðum ... þá borðuðu Finnar yfirleítt ekki grænmeti. Þeir sögðu að það væri fyrír kanín- ur,“ sagði stjórnandi áróðurs- herferðarinnar, Pekka Puska prófessor. Frumkvæði að áróðursverk- efninu áttu íbúamir sjálfir. Þeim fannst tíðni hjartaáfalla allt of mikil. Enda var Finnland með einna hæstu tíðni hjarta- áfalla árið 1970 og verst var ástandið í Norður-Karella. Puska sagði að áróðursher- ferðin hefði ekki kostað mikið. Framkvæmd hennar hefði verið að miklu leyti í höndum samfé- lagsins. Aðrir landshlutar voru iengi að taka við sér en nú hef- ur hjartaáföllum fækkað í þeim hlutfallslega jafnmikið og í Norður-Kareliu. Hjartabilanir eru einar algengustu dauðaor- sakimar í iðnþróuðum samfé- lögum. Því hefur árangurinn af finnska áróðursverkefninu vak- ið heimsathygli og dregið til sín erlenda stjómmálamenn og menn úr heilbrigðisstétt. Madonna hneykslar Nýjasta myndband Madonnu með laginu Justify My Love hef- ur hneykslað marga fyrir að vera mjög svo klámfengið. Kap- alssjónvarpsstöðin MTV mun t.d. ekki sýna þetta myndband. Hins vegar gaf breska sjónvarps- eftirlitið í gær grænt ljós á sýn- ingu þess eftir kl. 9 í breskum sjónvarpsstöðvum. „Okkur finnst )að ekki hentugt sem fjölskyldu- FRETTAYFIRLIT Baghdad - 49 sænskum gísl- um var sleppt frá frak um há- degisbilið í gær eftir að íraska þingið hafði samþykkt tilmæli Saddams Hussein þess efnis. Gislunum var sleppt í kjölfar yf- irlýsingar sænskra stjórnvalda um að þau vildu friðsamlega lausn á Persaflóadeilunní. Einn íslendingur er eftir í Irak. efni. En ef það er sýnt eftir kl. 9 á kvöldin, þá er okkur sama“, sagði talsmaður sjónvarpseftirlitsins. Bresku slúðurfréttablöðin birtu myndir úr myndbandinu með grófum fyrirsögnum. Gervi- hnattasjónvörpin sem heyra ekki undir breska sjónvarpseftirlitð hafa þegar sýnt hluta úr mynd- bandinu. Þar var Madonna í flík- um sem huldu ekki nema lítinn hluta líkamans og brá á leik með konu í svörtum leðurklæðnaði og irhugaðri ferð sinni til Moldavíu. Að sögn talsmanns forseta Moldavíu gerðist það í kjölfar yfirlýsingar frá þingmönnum af tyrknesku og rússnesku ættemi þess efnis að þeir ætluðu ekki að hlusta á Gorbatsjov. Moskva - Sovéska leyniþjón- ustan KGB hefur sagt að hún hafi myndað samtök til að vernda matvæli, en erlendir stjórnarerindrekar i Sovótríkj- unum telja að ekki sé um neitt hungur að ræða og ástandið sé miklað fyrir Vesturlandabú- um. París - Aö sögn franska utan- rlkisráðuneytisins þá hafa upp- reisnarmenn I Chad náö bæn- um Abeche í norðaustur Chad á vald sitt og stefna í átt að höfuðborginni N'Djamena. átti ástaratlot með Tony Ward sem mun vera kærasti hennar í dag. Madonna hefur orðið fyrir von- brigðum með viðtökurnar og hafnaði öllum ásökunum um að lesbískar ástarsenur og sjálfs- kvalalosti kæmu fram í mynd- bandinu. Madonna er enginn venjulegur tónlistarmaður. Símamynd Reuter þjóðlega heilbrigðismálastofn- unin WHO hefja áróðursher- ferð gegn eyðni með þvf að predika að konur séu örlaga- valdur í útbreiðslu sjúkdóms sem virðist ekkert minnka. London - stjórn NATO hefur hafnað tillögum um breytingar á markmiðum bandalagsins. Tillögurnar gera ráð fyrir að varnarsvæði bandalagsins nái út fyrir Evröpu. Kaíró - Fimm voru drepnir og 92 særöust í kosningaóeirðum I Egyptalandi I gær. Nairobi - Utanrfkisráðherra Suður- Afríku, Pik Botha, kom til Nairobi í gær, en þar munu fara fram viðræður um stjórn- málasamband milli Suður- Afr- íku og Kenýa, en það hefur Moskva - Mikhail Gorbatsjov, Genf - Á árlegum degi sem ekki verið síðastliöna fjóra ára- forseti Sovétrikjanna, aflýstl fyr- kenndur er viö eyðni mun Al- tugi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.