Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. desember 1990 Tíminn 7 Vegna legu sinnar í miðju Atl- antshafi á fjölfarinni alþjóðaleið á sjó og í lofti, en fjarlægt meg- inlöndum heimsálfanna í austri og vestri, mun ísland halda áfram að hafa sérstöðu í nýju varnar- og öryggiskerfi eins og sérstaða þess hefur verið augljós síðustu '40 ár, ár kalda stríðsins. Steingrímur Hermannsson vék að þessari íslensku sérstöðu í ræðu sinni á Parísarfundinum, þegar hann ræddi ítarlega um nauðsyn þess að áætlanir um af- vopnun næðu ekki síður til haf- anna en meginlandanna. For- sætisráðherra krafðist þess fyrir hönd íslendinga að kjarnorkuaf- vopnun næði til Norður-Atlants- hafsins og fylgdi þar eftir stefnu sem flokkur hans, Framsóknar- flokkurinn, hefur lagt þunga áherslu á um langa hríð og er yf- irlýst stefna Alþingis samkvæmt þingsályktun um afvopnunar- mál frá 23. maí 1985. Steingrím- ur Hermannsson fjallaði um slys sem orðið hafa á kjarnorkukaf- bátum í Norður- Atlantshafi og þá áhættu fyrir lífríki sjávar sem fælist í því að vita kjarnorkukaf- báta sokkna á hafsbotni. Forsæt- isráðherra sagði í ræðu sinni að geislavirkni í höfunum kringum Island gæti skaðað íslenskan efnahagsgrundvöll varanlega. Þess vegna kvað hann það ekki undrunarefni að íslendingar krefðust þess að haft væri öruggt eftirlit með ferðum kjarnorku- kafbáta. Öryggis- og ________vamarmál___________ íslensk umræða um öryggis- og varnarmál í ljósi nýrra viðhorfa í þeim efnum hlýtur að beinast að stöðu íslands í Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamningi við Bandaríkin. Þetta þarf ekki að þýða það að menn verði sam- mála um að hernaðargildi ís- lands hafi minnkað að ráði. Það þarf heldur ekki að leiða til þeirrar skoðunar að íslendingar eigi ekki að sinna varnar- og ör- yggismálum með einum eða öðrum hætti. Þrátt fyrir allt eru flestir svo pólitískt raunsæir og upplýstir um veruleikann, að sjálfstæðri og fullvalda þjóð ber að tryggja öryggi sitt og varnir. Allt annað er pólitísk fásinna. Þar með er ekki sagt að aðeins sé til ein leið og ein forskrift að því hvernig varnar- og öryggismál- um er fyrir komið. Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður vék að þessu efni í ræðu sem hann flutti nýlega á Alþingi, þegar skýrsla utanríkis- ráðherra var þar til umræðu. Ræða Þorvalds Garðars vakti at- hygli fyrir efni sitt, en þó ekki síður þá staðreynd að þar talaði þingmaður úr Sjálfstæðisflokkn- um á svipuðum nótum og fram- sóknarmönnum er lagið og öðr- um „tregum bandamönnum“ í varnarsamstarfinu við Bandarík- in. Skoðun Þorvalds Garðars er sú að í Evrópu hafi orðið svo af- gerandi umskipti í sambúð þjóða að það hljóti að hafa áhrif á hugmyndir manna um hlutverk varnarstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli. Þorvaldur benti á að Atlantshafsbandalagið væri þegar byrjað að laga sig að nýj- um kringumstæðum og eðlilegt væri að kanna hvort ekki sé breytinga þörf á hlutverki og stöðu varnarliðsins hér á landi. Þótt Þorvaldur Garðar leggi að vísu mikla áherslu á það atriði, sem flokksbræður hans ýmsir hafa kallað „framsóknarfrasa", að hér á landi skuli ekki vera her á friðartímum, er hann ekki að krefjast brottfarar hersins að svo komnu. Hann bendir hins vegar á að tímabært sé að ís- lendingar fari að taka í sínar hendur ýmis verkefni sem her- inn annast nú. Þingmaðurinn gat þess að á tímum varnar- samningsins hefði slík þróun átt sér stað og náð til ýmissa verkefna, þ.á m. rekstrar rat- sjárstöðva, og taldi að þarna mætti bæta ýmsu við og gera umsvif hins erlenda hers þeim mun minni. Þegar þessar röksemdir Þor- valds Garðars eru virtar í heild má fullyrða, að þær falla að al- mennri skoðun í landinu og af- stöðu þjóðarinnar til dvalar er- lends varnarliðs hér á landi. Þjóðin vill að forystumenn sínir árétti, þegar það á við, að hér eigi ekki að vera her á friðartím- um. Slík yfirlýsing er ekki merkingarlaus orðaleppur, heldur ítrekuð staðfesting á því, að dvöl erlends varnarliðs er tímabundin ráðstöfun í eðli sínu, þótt hún dragist á lang- inn. Það er einnig rétt hjá Þor- valdi, og kemur a.m.k. Tíma- mönnum ekki á óvart, að varn- arsamningurinn er ekki óum- breytanlegt plagg eða óháður þróun heimsmála. Það er hluti af íslenskri pólitík að ræða efni varnarsamningsins og sýna ein- urð í að breyta honum ef að- stæður krefjast. Það er athyglis- vert að þingmaður úr Sjálfstæð- isflokknum skuli hvetja til minni umsvifa varnarliðsins og að íslendingar taki við verkefn- um þess í vaxandi mæli. Sú skoðun hefur lengi átt hljóm- grunn í öðrum stjórnmála- flokkum, sem af heilindum hafa stutt varnarsamstarfið við Bandaríkjamenn, ekki síst í Framsóknarflokknum. r A breiðum ________grundvelli í þessu sambandi er skylt að hafa í huga að þátttaka íslands í Atlantshafsbandalaginu hefur verið kjarninn í fslenskri örygg- is- og varnarmálastefnu í full 40 ár. Hugleiðingar um breytingar á framkvæmd þessara mála hljóta að miðast við þessa meginstefnu. íslendingar verða áfram aðilar að varnar- og öryggiskerfi Norður- Atlantshafsins út frá sömu grundvallarforsendu og verið hefur, enda verði ekki þær breyt- ingar á hlutverki Atlantshafs- bandalagsins sem íslendingar geta ekki sætt sig við. Hins vegar eru slík tímamót í þróun varnar- og öryggismála og í afvopnunar- málum að íslendingar geta ekki látið þau mál framhjá sér fara. Raunsæisástæður valda því að um þessi efni eiga íslendingar fyrst og fremst við Bandaríkja- menn að eiga. Án þess að hafa uppi bráðar fyrirætlanir um ger- breytingu á eðli varnarsamstarfs- ins við Bandaríkin, er á hinn bóginn nauðsynlegt að varnar- samningurinn sé til endurskoð- unar á ákveðnum fresti, ekki síst þegar ástand heimsmála tekur stakkaskiptum. Þegar um slíkt er rætt er skylt að minnast þess að varnarsamstarfið við Bandaríkin hefur farið vel úr hendi og því betur sem á hefur liðið. En þetta samstarf má ekki staðna í sinnu- leysi um breytingar vegna breyttra tíma eða aðlögunar að nýju ástandi heimsmála, umfram allt almennri þróun Evrópumála. Telja verður tímabært að íslend- ingar ræði þessi mál við Banda- ríkjamenn á breiðum grundvelli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.