Tíminn - 07.12.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.12.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 7. desember 1990 ÚTLÖND Saddam Hussein ákveður að sleppa öllum gíslum Saddam Hussein hefur ákveðið að sleppa öllum erlendum gíslum sem eftir eru í írak og Kúvæt. Hann sagði í bréfi, sem hann sendi íraska þinginu, þar sem þess var krafist að þingið heimilaði frelsun gíslanna, að hann hefði tekið ákvörðunina af mannúðlegum ástæð- um en ekki af pólitískri þróun undanfarna daga. Þingið kemur sam- an í dag til að samþykkja ákvörðun Saddams. Nú eru yfir 2.000 vest- rænir og japanskir gíslar í írak og Kúvæt og 3.300 sovéskir eða samtals 5.300 manns. íraska fréttastofan (INA) vitnaði orðrétt í Hussein þar sem hann sagði að gíslanir hefðu stuðlað að friði. „Þótt gíslatakan hafi haft slæm áhrif á fólkið þá hefur hún átt þátt í að friður hefur haldist", sagði hann. James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði, eftir að hon- um var kunnugt um að Saddam ætl- aði að sleppa gíslunum, að þetta væri ánægjuleg og mikilvæg þróun, en tók það skýrt fram að lausn gísl- anna yrði ekki til að draga úr áform- um Bandaríkjamanna um að koma írökum frá Kúvæt. Fleiri stjórn- málamenn tóku í sama streng. írakar og Bandaríkjamenn eru nú nær því en áður að leysa Persaflóa- deiluna á friðsamlegan máta eftir að þeir hafa komið sér saman um bein- ar viðræður. James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, mun hitta Saddam Hussein í Bagdað en Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks, mun hitta George Bush í Washington. Ætlunin er að fundurinn í Hvíta húsinu verði f næstu viku en hinn fundurinn á milli 15. desember og 15. janúar. Hussein hefur látið í Ijós áhyggjur sínar um að eini tilgangur Bandaríkjamanna með fundinum sé að réttlæta fyrir sér og öðrum að þeir hafi reynt allt til að ná friðsam- legri lausn. Þeir séu ekki tilbúnir að gefa eftir. „Við vonum að Bush leiki ekki einhvern lögreglumann, heldur verði góður samningsaðili sem sé tilbúinn til að fórna einhverju fyrir samninga", sagði Hussein. Baker sagði að viðræðurnar væru teknar alvarlega af Bandaríkjamönnum og þeir myndu reyna allt hvað þeir gætu til að ná friðsamlegri lausn en þeir hvikuðu hvergi frá samþykkt Ítalía: Herflugvél hrapaði og a.m.k. 12 dóu ítölsk herflugvél hrapaði í gær- morgun á unglingaskóla með þeim afleiðingum að minnsta kosti 12 létu h'Oð og rúmlega 100 siösuðust. Atburðurinn átti sér stað í út- hverfi Bologna. Að sögn lögregl- unnar í Bologna tilkynnti flug- maðurinn að stjórntæki vélarinnar væru í ólagi og örskammri stundu seinna hrapaði vélin á unglinga- skólann og mikill eldur braust út. Margir hinna slösuðu eru illa brenndir og eru enn í lífshættu. Flugvélin var ítölsk að gerð Macchi 326, einna sæta. Flugvélin fór inn í skólann á fyrstu hæð þar sem 200 nemendur á aldrinum 15-18 ára voru í kennslustund. í viðtali við ítalska sjónvarpið sögðu nemend- ur að flestir þeirra nemenda sem hefðu komist af hefðu stokkið út um glugga á kennslustofunni og þannig sloppið við eldtungurnar og eitraðan reyk sem stóð af vél- inni. Nokkur vitni að atburðinum sögðu að eldur hafí verið í vélinni áður en hún brotlenti. Reuter-SÞJ Stjórnmálasamband: Búlgaría og Vatíkanið I gær tóku Vatíkanið og Búlgaría upp stjómmálasamband, að sögn Vatíkansins. í stuttri yfirlýsingu, sem Vatíkanið sendi frá sér, sagði að Búlgaría og Vatíkanið hefðu ákveðið að taka upp fullt stjórnmálasamband og stofha sendiráð Páfagarðs í Sofíu og sendi- ráð Búlgaríu í Róm. Þá er aðeins eitt ríki í Austur-Evrópu sem ekki hefur tekið upp stjórnmálasamband við Vatíkanið en það er Albanía. Eftir hrun einræðis í Austur-Evrópu hafa Sovétríkin, Ungverjaland, Tékkóslóv- akía og Rúmenía tekið upp stjóm- málasamband við Páfagarð. Sam- bandið milli Búlgaríu og Páfagarðs hefur verið stirrt allt frá því að búlg- arskur maður, Sergei Anatov, var ákærður fyrir að eiga þátt tilræði við Jóhannes Pál páfaárið 1981. í Búlgaríu er rétttrúnaður ríkjandi og kaþólskir menn munu ekki vera nema um 65 þúsund. Reuter-SÞJ ;."'r Bandarískir hermenn með dagblað sem segir firá samþykkt Öryggisráðsins. Öryggisráðs SÞ um að írakar yrðu að fara frá Kúvæt fýrir 15. janúar eða...taka áhættu á miklum hörm- ungum fyrir írak‘‘. íraski sendiherr- ann í Washington sagði að írökum fyndist að öll vandamál Mið-Austur- landa tengdust og það ætti að ræða um þau í samhengi. „Það er hægt að semja um allt. Samningaviðræður byggjast á því að gefa og þiggja. Okkur finnst að vandamál Mið-Aust- urlanda séu tengd og það þurfi að ræða um þau öll í einu, hvernig sem litið er á málið“, sagði sendiherrann. Þetta hefur einmitt verið megin- krafa Husseins og á þriðjudaginn ræddi hann um tilboð Bandaríkja- manna, um beinar friðarviðræður, við Yasser Arafat leiðtoga skæruliða- samtakanna PLO, Hussein Jórdan- íukonung og varaforseta Yemens. Bandaríska leyniþjónustan CIA hef- ur gert úttekt á því hve viðskipta- bann SÞ er öflugt. Þar kemur fram að næsta vor verði efnahagsástandið í írak orðið mjög slæmt en við- skiptabannið sé ekki líklegt til að knýja íraka til að hörfa með herlið sitt frá Kúvæt. CIA telur að írakar geti haldið núverandi hernaðarstyrk sínum í allt að 9 mánuði til viðbótar. Útflutningur íraka hefur minnkað um 97% og innflutningur um 90% í kjölfar viðskiptabannsins. Bandaríkjamenn þrýstu á aðrar NATO þjóðir að taka meiri þátt í hernaðaruppbyggingunni við Persa- flóann. Þær þyrftu að senda ýmis hergögn, veita læknisaðstoð og hjálpa til við flutninga á hergögnum Bandaríkjamanna. Dick Cheney varnarmálaráðherra bar upp þessa ósk á fundi varnamálaráðherra NATO í gær. Reuter-SÞJ Málamiðlun í landbúnaðarmálunum á síðustu stundu: Farið að roffa til etftir dumbunginn í GATT-viðræðunum Evrópubandalagið og Bandaríkin settu fram á seinustu stundu tillög- ur sem fólu í sér tilslakanir. Evr- ópubandalagið kom með samnings- drög um landbúnaðarmál og Banda- ríkin um þjónustu. Var þetta tilraun beggja aðila tii að bjarga GATT-við- ræðunum og virðist sú tilraun ætla að takast. Tálsmaður GATT-fundarins sagði við Reuter-fréttastofuna: „Við erum að semja, þetta er allt á réttri leið“. Viðskiptamálaráðherra Ástralíu, Ne- al Blewett, sagði að árangurinn gæfi mjög góða von. Búist var við að við- ræður stæðu fram á nótt. Þær tilslakanir, sem EB bauð upp á, voru að opna markaði sína meir en áður og minnka styrki sem það veitti í baunarækt. Bandaríkjamenn sögð- ust hafa breytt afstöðu sinni gagn- vart þjónustugreinunum og vildi opna þá markaði. Þeir höfðu verið hvað mest á móti því áður, því þeir töldu að það væri bitastætt fyrir ut- anaðkomandi að komast inn á bandaríska markaðinn, en þeir sjálfír fengju ekkert í staðinn. Þjónustu- geirinn er annar mikilvægasti flokk- urinn á eftir landbúnaðarmálunum í GATT- viðræðunum, en alls er rætt um 15 málaflokka, allt frá bankavið- skiptum til kvikmynda. Reuter-SÞJ að hann ætli að sleppa öllum erlondum gíslum hefur gefið mönnum von til að frið- samleg lausn fáist á Persaflóadeilunni. MOSKVA - Stjórnvöld í Moskvu lýstu yf- ir ánægju sinni með ákvörðun Saddams, BAGDAÐ - Saddam Hussein sendi I gær en 3.300 Sovétmenn eru í frak og Kúvæt, skipun til íraska þingsins um að sam- og töldu þetta merki um að írakar ætluðu þykkja lausn allra gísla frá frak og Kúvæt aö draga herlið sitt frá Kúvæt. Verð á hrá- svo þeir gætu komist heim I tæka tlð fyrir olíu lækkaði i Lundúnum. jól og nýár. 5.500 gfslar eru enn eftir I írak og Kúvæt og þar á meðal er einn (slend- BRÚSSEL - Bandaríkin þrýstu á önnur ingur. ríki NATO aö senda meira af hergögnum og birgöum til Persaflóa á NATO fundi í LUNDÚNIR - Tilkynning Saddams um gær. LUNDÚNIR - Hagfræðingar óttast að KUALA LUMBUR - Fyrsti forsætisráð- breska stjómin muni draga úr ríkisútgjöld- herra Malasiu, Tunku Abdul Rahman, lóst um til þess að reyna að slá á verðbólg- í gær. Hann varð 87 ára. Tunku var for- una. sætisráðherra Malasíu á tímabilinu 1957- Búist er við að samdrátturinn verði sá 1970. Hann var þekktur undir nafninu mesti í áratugi. „Faðlr Malasfu“ en hann ruddi Malaslubú- um braut til sjálfstæðis frá Bretum árið SANTIAGO - [ Santiagoborg I gær 1957. sprakk sprengja nærri þvl hóteli sem Bush átti að flytja ræðu. Bush kom til NEW YORK - Fjögurra ára gamall Chile I gær. drengur var gripinn i skólanum með hlaðna skammbyssu i fórum sínum. Að DHAKA - Forseti Bangladesh, Hossain sögn lögreglunnar er hann yngsti New Mohammed Ershad, afsalaði völdum sín- York-búi sem hefur verið tekinn með skot- um formlega til bráðabirgöaforseta í gær. vopn. Reuter-SÞJ FRÉTTAYFIRLIT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.