Tíminn - 07.12.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.12.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. desember 1990 Tíminn 7 llNNt VETTVANGUR Guðni Ágústsson alþingismaður: Markarfljótsbrúin byggó á næsta ári Haustþingið hefur fætt af sér mörg sérkennileg þingmál. Flest þeirra eru í formi þingsályktunartillagna, einnig er um frumvörp að ræða. Auðvitað er það frelsi þingmanna að flytja nánast hvað sem er og svo á það að vera. Þó verða þingmenn að huga nokkuð að virðingu Alþingis og auðvitað að bera smá virðingu fyrir sjálf- um sér og félögum sínum á þingi. í miðju prófkjöri sjáifstæðis- manna á Suðurlandi skaut upp einu þessu þingmáli sem hvorki er þinglegt né eðiilegt að rétt sé að flytja sem þingsáiyktun. Það var alþingismaðurinn Eggert Haukdal sem þar var að verki. Mál- ið snérist um brúarframkvæmdir á Suðurlandi, alþingismaðurinn byrjaði austast í kjördæminu og hélt vestur og taldi upp nauðsyn þess að brúa og brúa öll fljótin. Nú er það rétt hjá Eggert Haukdal að margt er ógert í brúargerð og vegamálum á Suðurlandi, þó hitt skuli viðurkennt að mikið hefur áunnist á síðustu árum. Sá er þetta ritar telur verst hversu malarvegir í sveitum hafa fengið lítið fé í nauðsynlegt við- hald, en hin stefnan er uppi að reyna að gera aðalæðar með bundnu slitlagi á sem stystum tíma. Þegar Eggert Haukdal bauð þeim er þetta ritar að flytja málið með sér voru tvö atriði í þings- ályktuninni sem gerðu það að verkum að slíkt var ekki hægt. Ég gat ekki farið að skora á ríkis- stjórnina að hraða og kanna og staðsetja brýr sem þegar voru ákveðnar og komnar í vegaáætlun, framkvæmdirnar markaðar í ákvörðunum Alþingis og komnar á framkvæmdastig. Að auki alfarið í höndum þingmanna kjördæmis- ins en ekki á borði ríkisstjórnar. Þarna á ég við brúna á Markarfljót annars vegar, svo og göngubrúna á Ölfusá við Selfoss. Fleiri af þing- mönnum kjördæmisins hafa víst haft sömu skoðun, því enginn þeirra skrifaði upp á tillöguna, ekki einusinni Þorsteinn Pálsson. Ekki að undra, því áður en tillag- an var flutt á Alþingi höfðu alþing- ismenn Sunnlendinga komið saman í Vegagerðinni og ákveðið hvernig að verkinu væri staðið. Það var nefnilega þeirra en ekki ríkisstjórnarinnar. Brúin yfir Markarfljót verður byggð næsta ár, framkvæmdir hefjast í mars nk. og þeim lýkur í október. Aðrar framkvæmdir verða hins vegar að bíða ársins 1992, þ.e. vegagerðin og varnargarðarnir. Til að brúin verði ekki alltof dýr er nauðsynlegt að byggja hana á þurru, þess vegna mun fljótið renna vestan brúarframkvæmd- anna meðan á þeim stendur. Framkvæmdir við vegagerð og varnargarða hefjast svo um leið og brúarsmíðinni lýkur, enda verður þá fljótinu veitt undir brúna. Hins vegar, ef eitthvað óvænt gerist við gömlu brúna næsta sumar, er neyðaráætlun til þar sem hægt væri með snarræði að tengja nýju brúna og taka fyrr í notkun. Það er ekki hægt af peningaleg- um og tæknilegum ástæðum að Nú hef ég rakið hvernig þingmaðurinn Eggert Hauk- dal hefur annaðhvort vegna gleymsku eða vanþekkingar á stöðu brúarinnar yfir Mark- arfljót og við Selfoss flutt þessi mál á ný inn á Alþingi eða þá í hreinni blekkingu hent þessum málum í þenn- an búning til að sýnast fyrir kjósendum í prófkjörsslag í sláturtíð. Hitt vakti enn meiri athygli að í grein hans í Morgunblaðinu fimmtudag- inn 29. nóv. s.l. talar hann enn eins og ekkert hafi gerst. ljúka þessu verki á næsta ári. Að framkvæmdir vari í 2 ár verður vonandi til þess að heimamenn fái í sínar hendur stærri hlut en ann- ars yrði af vinnunni. Göngubrúin á Selfossi hefur þeg- ar fengið sína fjárveitingu en á neyðarstundu þegar Múlakvíslar- brúin brast var fjármagnið tekið og sett í byggingu nýrrar brúar þar. Þingmenn eiga svo að skila peningunum í göngubrúna af fjár- veitingum kjördæmisins. Ég álít og berst fyrir því að það verði gert í vor vegna afmælis Selfossbæjar og ekki síður vegna þeirrar hættu sem gangandi fólk er f á Ölfusár- brú. Guði er fyrir að þakka að þar hefur ekki orðið slys. Þetta mál átti þingmaðurinn að þekkja að var ekki verkefni ríkisstjórnar og Alþingis, hinsvegar í höndum hans og hinna þingmannanna á Suðurlandi. Um hinar brýrnar tvær sem stikl- að er á í þessari þingsályktun er lítið að segja, um þær eiga þing- menn og Sunnlendingar sér draum. Kúðafljót telja Sunnlendingar þó sitt næsta stórverkefni í brúargerð þegar Markarfljóti lýkur. Brú hjá Bræðratungu er framtíð- arsýn og sá er þetta ritar telur brýnt byggðarlega að það gerist á næstu árum. Að tengja hina tvo stóru hreppa Biskupstungur og Hrunamannahrepp með þessum hætti atvinnulega er mikilvægt. Nú hef ég rakið hvernig þing- maðurinn Eggert Haukdal hefur annaðhvort vegna gleymsku eða vanþekkingar á stöðu brúarinnar yfir Markarfljót og við Selfoss flutt þessi mál á ný inn á Alþingi eða þá í hreinni blekkingu hent þessum málum í þennan búning til að sýn- ast fyrir kjósendum í prófkjörsslag í sláturtíð. Hitt vakti enn meiri at- hygli að í grein hans í Morgun- blaðinu fimmtudaginn 29. nóv. s.l. talar hann enn eins og ekkert hafi gerst. Þó sat hann fund með okkur hin- um í Vegagerðinni þar sem áform- in um framkvæmdir um Markar- fljót voru samþykkt með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Hann tuðar ennfremur á niður- skurði á vegafé frá áætlunum. Þó er staðreyndin sú að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tókst að verja hærri upphæð til vega- mála 1989 en ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar gerði 1988; munurinn er 1.50 afvergri landsframleiðslu í stað 1.16 árið áður. Nú spyr maður: Veit þingmaður- inn eða veit hann ekki, eða er allt sett á svið til að sýnast? Skrýtin er pólitíkin á stundum. Þórarinn Þórarinsson: Fullveldinu megum við aldrei glata Hinn 11. september síðastliðinn birtist eftirfarandi frétt í Morg- unblaðinu frá fréttaritara þess í Kaupmannahöfn: „Nú stefnir í að ríkissjóður Danmerkur verði rekinn með 30 milijarða króna halia (rúmir 280 milljarðar ÍSK) á yfirstandandi fjárhagsári. Haliinn hefur aukist verulega frá í fyrra og staðan er mun verri en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar. Á síðasta ári var ríkissjóður rek- inn með 19 milljarða króna tapi og var gert ráð fyrir því að ástandið myndi fara skánandi á þessu fjár- lagaári. Nú er því á hinn bóginn spáð að rekstrarhallinn verði tvö- faldur á við það sem gert var ráð fyrir í frumvarpi Hennings Dyre- mose fjármálaráðherra. Á þessu ástandi hafa menn eink- um tvær skýringar. í fyrsta lagi koma olíuverðshækkanir sér sér- lega illa fyrir Dani, en að auki hef- ur sífellt aukið atvinnuleysi í för með sér gífurlegan kostnað fyrir ríkissjóð. Því er spáð að á næsta ári verði 280.000 Danir án atvinnu og að kostnaður ríkissjóðs sökum þessa verði ekki minni en 2,6 millj- arðar króna." Þessi reynsla Dana ætti að«geta orðið nokkur lærdómur fyrir þá menn, sem titla sig hagfræðinga, stjórnmálafræðinga og sagnfræð- inga, þegar þeir eru að hvetja ís- lendinga til að fe.ta í slóð Dana og ganga í Efnahagsbandalag Evrópu. Framangreindar staðreyndir sýna að innganga í EB hefur ekki reynst Dönum neinn auðnuvegur. Áður- nefndir hagfræðingar, stjórnmála- fræðingar og sagnfræðingar kepp- ast nú við að halda því fram, að það muni auka hagvöxt og bæta lífs- kjör, ef við göngum í Efnahags- bandalagið. Þá muni það tryggja íslendingum mikil völd í stofnun- um bandalagsins. Engin haldbær rök eru þó færð fyrir þessu, eins og t.d. að íslend- ingar muni græða á frjálsu fjár- streymi milli landa. Þetta fjár- streymi gæti allt eins orðið á þá lund að meira fslenskt sparifé flytt- ist til útlanda en erlent sparifé til íslands. Benda má á, að nýlega lýsti einn af forvígismönnum líf- eyrissjóðanna yfir því að þeir ættu að ávaxta fé sitt með kaupum á er- lendum hlutabréfum. Það væri ábatasamasta Ieiðin. Því var sleppt, að kaup á hlutabréfum hafa ekki alltaf reynst gróðavænleg. Á þessu ári skipta hlutafélög í Bandaríkj- unum, sem farið hafa á hausinn, fleiri þúsundum og tap hlutafjár- eigenda þar skiptir milljörðum dollara. Svipað hefur gerst víðar, þótt ekki sé í jafnstórum stfi. ís- lenskir lífeyrissjóðir eða forráða- menn þeirra ættu að hugsa ráð sitt vel áður en þeir setjast við spila- borðin í erlendum kauphöllum. Þá benda umræddir hagfræðing- ar, stjórnmálafræðingar og sagn- fræðingar á, að frjáls búseturéttur Bjami Benediktsson. muni veita atvinnurekendum að- gang að ódýru vinnuafli, svo að hægt verði að lækka rekstrar- kostnað. En þessu getur líka fylgt að margt menntað og vel hæft starfsfólk freistist til að leita sér meiri fjár og frama erlendis. Bú- seta fólks hér verður síður en svo tryggð með innflutningi á ódýru vinnuafli, sem þrýstir kaupinu nið- ur. Þá er komið að þeirri röksemd, að íslendingar myndu geta orðið áhrifamiklir í stofnunum EB, ef þeir gengju í bandalagið. Senni- legra er þó, að það reyndist fslandi lítill styrkur þótt einhver hagfræð- inganna eða stjórnmálafræðing- anna, sem mæla með inngöngu í EB, fengi eitthvert embætti hjá bandalaginu. Þá er því haldið fram, að íslend- ingar gætu haft styrk af hinum Norðurlandaríkjunum, ef þau væru einnig í EB. Það er þó sögu- leg staðreynd, að íslendingar höfðu lítinn stuðning af Dönum, þegar þeir voru að berjast fyrir út- færslu fiskveiðilögsögunnar á haf- réttarráðstefnunni, en algera and- stöðu Svía. Sú saga gæti endurtek- ið sig innan EB, ef til kæmi. Aðalrökin fyrir aðild íslands að EB eru þau, að þá nytum við þar betri tollakjara á útflutningsvöru okkar. Því er þá sleppt, að við njót- um hagstæðra fríverslunarsamn- inga við EB, þegar tollur á saltfisk er undanskilinn. Þá er því gleymt að fiskur er eftirsótt vara, að eftir- spurn eftir fiski fer vaxandi en framboð minnkandi. Nokkurt dæmi um þetta er það, að verðlag á útfluttum saltfiski hefur hækkað um 60% á þessu ári eða um þrefalt hærri upphæð en tollinum nemur, sem EB leggur á saltfiskinn. Er lækkun á þessum tolli þess virði að útlend fiskiskip fái verulegan að- gang að fiskveiðilögsögunni? Sannarlega ekki. Við þetta er svo því að bæta, að EB getur lent í viðskiptastríði við lönd, sem ísland hefur eða getur í framtíðinni haft mikil skipti við, t.d. Bandaríkin, en oft hefur litlu munað, að til slíks viðskiptastríðs kæmi. ísland gæti þá tapað mikil- vægum mörkuðum, væri það aðili að EB. ísland er þannig staðsett, að það liggur í miðju Atlantshafi. í vestri eru Bandaríkin en í austri Vestur- Evrópa. Við þurfum að eiga góð samskipti við báða þessa aðila, en verðum að varast að tengjast öðr- um hvorum þeirra of náið. Slíkt myndi tryggja hagsmuni okkar best. Þeirri aðstöðu glötuðum við ef við gengjum í EB. íslendingar þurfa við mótun ut- anríkisstefnu sinnar að minnast þeirra orða f Sóleyjarkvæði Einars Benediktssonar, að vera áttvísir á tvennar álfustrendur, jafnvígir á báðar hendur. Einkennilegur er sá málflutning- ur þeirra stjórnmálafræðinga, sem vilja að íslendingar gangi í EB, að gera lítið úr fullveldi íslands, sem í raun sé litlu meira en lagalegur skáldskapur. Þess vegna hafi ís- lendingar ekki mikið að missa, þótt þeir gangi í EB og lög þess verði á íslandi æðri íslenskum lög- um. Þess er þá ekki gætt, að sam- kvæmt íslenskum lögum hafa fs- lendingar full yfirráð yfir fiskveiði- lögsögu sinni, en samkvæmt lög- um og reglum EB fengju skip frá löndum EB fullan aðgang að fisk- veiðilögsögunni, ef þau væru skrá- sett á íslandi, sem væri þeim leyfi- legt. Allir þeir, sem hafa opin augu, eiga að geta séð glöggt á þessu dæmi hver er munur á lögum ís- lands og EB. Það má því hiklaust taka undir það með Bjarna Bene- diktssyni Sveinssonar, að fullveld- inu megum við aldrei glata.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.