Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 4
X HELGIN Laugardagur 8. desember 1990 12 Opið alla daga frá kl. 9-22. r Tryggvi Emilsson. Ný skáldsaga eftir höfund Fátæks fólks Bókaútgáfan Stofn hefur gefið út bókina Blá augu og biksvört hempa eftir Tryggva Emilsson. Þetta er fyrsta skáldsaga Tryggva en hann er þekktastur fyrir ævi- mirvningar sínar sem komu út í þremur bindum fyrir nokkrum árum: Fátækt fólk, Baráttuna um brauðið og Fyrir sunnan. Síðast- liðirrn vetur sýndi Leikfélag Ak- ureyrar leikgerð Böðvars Guð- mundssonar eftir tveimur fyrstu bókunum við mildar vinsældir. Af skáldverkum hefur Tryggvi ennfremur gefið út ljóðabækur og smásögur. í káputexta segir meðal annars: „Blá augu og biksvört hempa" er örlagasaga einstaklinga og þjóðar. Raunsannir atburðir og þjóðsagnakenndir vefast saman í eina listræna heild líkt og þær sögur sem sprottið hafa úr þjóð- ardjúpinu og lifað á vörum fólks sem höfundurinn hefur kynnst. Þó persónur sögunnar rísi ekki allar hátt á mælikvarða þjóðfé- lagsins eru örlög þeirra stórbrot- in, skapferli þeirra hetjulegt. Per- sónur og atburðir eiga sér fyrir- myndir og stoð í raunveruleikan- um en lúta í öllu lögmálum skáldsöguruiar. Ungur, fátækur prestur giftist ríkri sýslumannsdóttur. En hug- ur hans er ístöðulítill og leitar til vinnukonu á bænum, til hennar sem er með svo blá augu. Fyrir hana fómar hann öllu, fyrir ást þeirra kastar hann frá sér hemp- unni, eiginkonunni og auðnum. Sagan fylgir síðan þessum hempulausa presti á lífsgöngu hans á einum mestu umbrotatím- um íslenskrar þjóðarsögu. Frásagnarlist Tryggva er einstök, tungumálið fjölskrúðugt, gaman og alvara haldast ávallt í hendur. Innsæi í mannlegar tilfinningar, breyskleika og styrk, skín af frá- sögninni svo persónurnar spretta ljóslifandi upp af síðum bókar- innar og hreiðra um sig í hug- skoti lesandans." Blá augu og biksvört hempa er 240 blaðsíður að stærð og kostar 2.480 krónur. Kápumynd gerði Jón Reykdal en Ritsmiðjan sf. sá um hönnun kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði og annaðist bókband. Vaka-Helgafell sér um dreifingu bókarinnar. I sveit ísafold hefur gefið út bókina Þegar stórt er spurt... eftir Gunn- hildi Hrólfsdóttur, en áður hafa komið út eftir hana fjórar bama- og unglingabækur. Þar segir frá ævintýrum þeirra félaganna Tomma og Ama er þeir dvelja sumarlangt í sveit. Á bókarkápu má meðal annars Iesa: „Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör, segir máltækið, og víst er að hjá tveimur 11 ára strákum vakna ýmsar spuming- ar um lífið og tilvemna sem ekki er alltaf auðvelt að svara. Afi og amma í sveitinni eiga svör við flestum lífsins gátum og vinirnir Tommi og Ámi koma þroskaðri heim eftir viðburðaríkt sumar." Þegar stórt er spurt... er sjálf- stætt framhald bókarinnar Þið hefðuð átt að trúa mér! sem kom út í fyrra og hlaut góðar viðtökur lesenda. Bókin er myndskreytt af Elínu Jóhannsdóttur og unnin í ísafoldarprentsmiðju hf. í TÍMA OG ÓTÍMA Umsjón Árni Gunnarsson og Friðþjófur Árnason / \ Todmobile. Todmobile: Betri en Betri en nokkuð annað Á síðasta árí kom fram á sjón- um kóngulær og villiflær. Á eft- arsviðið hljómsveitin Todmobile ir Pöddulaginu róast tónlistin en hana skipa þau Andrea Gylfa- nokkuð niður, sveiflast frá því dóttir, Þorvaldur B. Þorvalds- að vera dulúðleg og myrk son og Eyþór Arnalds. Það sama (Requiem) til þess að vera björt ár sendu þau frá sér plötuna og léttleikandi, jafnvel í hálf- Betra en nokkuð annað, sem gerðu söngleikjaformi (Spila- fékk mjög góðar viðtökur, enda dósarlagið). um eigulegan grip að ræða. Fyr- Það sem þessi plata hefur um- ir skömmu kom síðan önnur fram fyrri plötuna er fjölbreyti- breiðskífa sveitarinnar út, nefn- leikinn, lögin hafa öll sín sér- ist hún einfaldlega Todmobile kenni og eru ólík hvert öðru. og það var með eftirvæntingu Sem fyrr eru það fagmannleg sem ég setti hana í geislaspilar- vinnubrögð sem eru höfuð, ann. Reyndar átti ég von á öllu, herðar, mittí og mjaðmir hljóm- jafnvel að platan væri ekkert sveltarinnar enda sprenglærðir sérstök, í það minnsta ekki eins tónlistarmenn hér á ferð. Það er góð og fyrri plata. En eftir þó alls ekki nóg að vera lærður fyrsta lagið var ég ekki í vafa um fagmaður ef flytja á frumsamda að Todmobile vær góð, verulega tónlist. Hugmyndir og frumleiki góð. Ég sat skælbrosandi í verður að vera til staðar og á stólnum og hugsaði djö... er þessari plötu er hann það í rík- þetta skemmtilegt. Reyndar er um mæli. Andrea, Eyþór og fyrsta lagið, eða Pöddulagið Þorvaldur dæla út heillandi lög- eíns og það heitir með réttu, um og skemmtilegum textum mest grípandi lag plötunnar, beint í æð. Svo sannarlega betra hörku rokkari þar sem sungið er en nokkuð annað. — FÁ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.