Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 8
16 T HELGIN Laugardagur 8. desnember 1990 Reiknaði Hussein rétt? Dagurinn styttist og þrátt fyr- ir hlýindi á haustinu má smám saman merkja það æ betur að hánorrænn vetur er við bæjar- dyr manna á Fróni. En suður við Persaflóa mun brennandi sólareldur ríkjandi og það er mikið af sódavatni og hvers kyns drykkjarvörum, sem ferja þarf suður þangað til þess að halda þeim við skaplega Iíðan, sem skipa herflokka Vesturveld- anna í Saudi-Arabíu. Að nokkru leyti er að sjá sem Saddam Hussein hafi ekki alveg reiknað rangt, er hann réðst inn í Kuwait og taldi ólöngun vest- rænna ríkja í hernaðarátök það mikla að hann mundi komast upp með þessa óvæntu hernað- araðgerð. Trúlega hefur hann gert ráð fyrir að uppnám yrði verulegt og séð fyrir ótal skyndi- og neyðarfundi hjá Sameinuðu þjóðunum, samþykktir og álykt- anir úr öllum heimshornum. Einnig að úr yrði þóf, þar sem öllum meiri aðgerðum yrði skotið á frest eftir mætti. Úr þóf- inu hefur hann svo vænst að yrði löng pattstaða, áhugi heimsins á málinu færi þverr- andi og að á endanum sæti hann uppi með fullan eða a.m.k. hálfan sigur. Hvort sem yrði þá mundi hann standa eftir sem mikill og rómaður leiðtogi með- al Arabaþjóða, maðurinn sem tókst að knésetja hinar ríku og valdamiklu þjóðir á Vesturlönd- um. Ekki er þó víst að Hussein hafi átt von á að viðbrögð yrðu svo snörp að stefnt yrði alþjóðlegu herliði gegn honum og ætlum vér að hvergi nema þar hafi hann feilreiknað sig. En hann hefur eftir sem áður haldið ró sinni, að minnsta kosti út á við. Til þessa er ekki víst nema að sú seigla eigi eftir að launa sig. Honum hefur að vísu verið sett- ur úrslitafrestur fram á nýtt ár til að draga sig út úr Kuwait, en hann mun trúa að nýjar mála- miðlanir muni fæðast áður en þar að kemur og úr verður styrj- öld. Ekki er vafi á að þessum „elsk- aða“ leiðtoga íraka er akkur í því að Thatcher er nú horfin úr fosætisráðherrastóli á Bret- landi, en hún var sem kunnugt er allra leiðtoga mest fysandi að hafnar yrðu hernaðaraðgerðir. Vafi er á að eftirmaður hennar verði jafn áfram um stórræðin og það því heldur er Bandaríkja- forseti mun nú ekki með öllu fráhverfur að skoða málamiðlun með viðræðum við íraka. Segj- ast verður að veikir blettir voru í málflutningi ýmissa leiðtoga (þ.á m. Thatcher), er stefnu Ir- aka var líkt við utanríkispólitík Þjóðverja og Hitlers fyrir síðara heimsstríð. Talsvert mun hæft í því að Hussein hafi tileinkað sér hugsunarhátt og aðferðafræði Hitlers og lýst er hér að ofan. Hitt er vafasamara að líkja írak við Þýskaland. Þýskaland var í stríðsbyrjun háþróað iðnríki með feiknalegan hernaðarmátt og miklar auðlindir. Aðalút- flutningsvara íraka er aftur á móti döðlur. Her landsins er ekki tiltakanlega vel vopnum búinn og helst ógn sem hann hefur yfir að ráða eru efnavopn, en stríð með slíkum tækjum einum hlýtur að vera tapað í upphafi. Það yrði án vafa hið hryllilegasta, en mundi svarað með þeim meðulum að ekki gæti það staðið lengi. Sennilegt er að úrslit fáist í þessari deilu þegar í janúarmán- uði. En eins og sakir standa er ekki ólíklegt að Hussein láti undan síga með því að vestræn ríki geri honum kleift að snúa við blaðinu, þannig að hann haldi einhverju af „særnd" sinni. Vafi er samt á hvort sú lausn væri best. Kynni á að sannast að hið gamla spakmæli að lausn gærdagsins verði skelfing dags- ins í dag og martröð morgun- dagsins. Gettu nú Það var Álfaborg við Borgarfjörð eystra, sem við spurðum um hér fýrir viku. Nú er birt mynd af botni eins hinna mörgu fjarða austanlands. Þessi sér- kennilegu flöll ættu að verða glöggum mönnum vegvísir til ráðningar á gátunni. KROSSGÁTA Its- .... £FNF ByA'KJ fl SIGLO 0URT fU&L iKðB/tÐ RÍF- upisr KEW rAFM- ■jterKti- Ifl/GtJR ■ftÖVTA STOFUR oýR GEt-D- IMGAR DREir 6KAS firr SEM mm NEFNDA STjOfiM ?fum FoNM OVEDUR ómptJ- XA EKK- " ifi&JM/l TfíGUR FOÐ KUSK ML)t1£R <9 SP'fWS I EI6IND 1 T 1 ~5 ~L 1 1 T ~7o Ti li T MoT- /VÆ4ÍK SoGN 3QK omm FE/f/VA vrm-r -rit- Sorr VLlhlD HflND- 8 EFNI (JS5 B OKG 5 i hrr V/LLT- LLS. LEIWi.fi þofltM r BERflN mm L/ir/MK IVGUK Sf 41 JD 7'lMl pCfiA) ÓfÚ6T. S.tt.M DUfiAÐ HV/ES VIR& ] TVGi MBÐ- 5ÖWG PÓLK BúUNft 'ÓTUG & nmm MARL S- IV KLfi KI HfíNKI BE/SK Bea/mg, BJo MIPI 73 - ABfiR Íjvt/E. VURBfi fiGR lcKllbL rw M Mbfin se/v- fíSTUR irrON MKTfiL Sllblj fio TT- AT r 16 rjfim rifisu <sm EINN 'ftTT 41 T TÓnN SPáR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.