Tíminn - 03.01.1991, Blaðsíða 2
<*•>}; udmoaab .S-iuDcbuínrp;
2 Tíminn
Fimmtudagur 3. janúar 1991
VERDA
FRÆGUR
Um kl. 11.22 á nýársdag var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt
að íbúi í 28 fermetra kvistíbúð að Laugavegi 46 hefði hótað að
skjóta nágranna sinn. Sá sem varð fyrir hótuninni hafði gert
athugasemdir við manninn út af hávaða sem bárust frá kvist-
íbúðinni.
Víkingasveitarmenn taka því rólega á þessari mynd en maðurinn (frakk-
anum er ólánsami nágranninn sem fékk hótunina um að verða skotinn.
Víkingasveitarmaður á gangi á Laugaveginum á nýársdag.
Að sögn Ómars Smára Ármanns-
sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns
fór lögreglan strax á staðinn og
kannaði aðstæður. Reyndu lög-
reglumennirnir að ná tali af
manninum í kvistíbúðinni án ár-
angurs. Þá var hringt í manninn
og í því samtali kom í Ijós að hann
var verulega undir áhrifum áfeng-
is. Maðurinn óskaði eftir því að fá
að tala við Jón Oddsson lögfræð-
ing. í samtalinu við Jón sagðist
maðurinn hafa undir höndum
skotvopn, fleira en eitt, og vera í
þannig stuði að líklegt væri að
hann beitti þeim.
í framhaldi af þeim upplýsingum
var víkingasveitin kölluð á stað-
inn. Ættingjar mannsins sem og
lögregla reyndu margsinnis að
tala um fyrir honum með litlum
árangri.
Eftir að útséð var um að maður-
inn væri fáanlegur til þess að
koma út úr íbúðinni réðust vík-
ingasveitarmenn inn í hana um kl.
17.45 og handtóku hann eftir
smáátök.
Maðurinn var einsamall í íbúð-
inni og vopnlaus þegar hann var
handtekinn. Við leit í íbúðinni
fundust engin vopn. Ein af skýr-
ingunum sem maðurinn hefur
gefíð lögreglunni vegna hegðunar
sinnar er að hann vildi ná athygli
fjölmiðla og gerast frægur.
khg.
Á myndínni sést maðurinn sem oJi ölu umstanginu vera kominn inn í lögreglubíl
Víkingasveitin kölluð til á nýársdag:
VILDI
Átta fleiri íslendingar létust í slysum í fyrra en á árinu 1989.
Á síðasta áratug létust 240 manns í umferðarslysum:
57 íslendingar létust
í slysum á síðasta ári
AÐEINS TVÓ
RIFBEIN BROTIN
eftir um 150 metra fall
57 íslendingar létust í slysum á ár-
inu 1990 þar af 7 erlendis. Þetta eru
heldur fleiri en árið á undan, en þá
fórust 49 menn í slysum hér við land
og 2 erlendis. Líkt og undanfarin ár
voru það umferðarslysin sem tóku
stærstan toU, en 28 Islendingar lét-
ust í umferðarslysum á síðasta ári,
það er tveimur færra en á árinu
1989. Alls létust 240 íslendingar í
umferðarslysum á síðasta áratug.
Tólf drukknuðu eða létust í sjóslys-
um á síðasta ári, þar af tveir eríendis.
Sjö létust á sjó árið 1989. Fjórir létust
í flugslysum í íyrra, en einn árið á
undan. Af þeim 28 sem létust í um-
ferðarslysum í fyrra létust fimm er-
iendis. Þrettán létust í ýmiss konar
öðrum slysum. Þessar upplýsingar
koma fram í frétt frá Slysavamafélagi
íslands.
Að meðaltali hafa 24 íslendingar lát-
ist í umferðarslysum á síðustu tíu ár-
um. Það gera 240 manns. Óvíða í
heiminum eru banaslys í umferðinni
eins tíð og á íslandi, sé miðað við
höfðatölu. Óli H. Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Umferðarráðs, sagði
erfitt að segja hvað valdi þessu. Ljóst
sé að við íslendingar eigum ekki sam-
bærileg umferðarmannvirki og aðrar
þjóðir og það skipti örugglega máli.
Óli sagði hins vegar aö það jákvæða
við þessi mál væri að á síðustu árum
hefur dregið umtalsvert úr banaslys-
um í umferðinni á íslandi sé miðað
við bifreiðaeign landsmanna. Hann
sagðist telja að áróður og fræðsla ætti
hér einhvern hlut að máli, en betri
heilbrigðisþjónusta skipti einnig
verulegu máli.
Ásíðasta ári létust 12 af þeim 28 sem
fórust í banaslysum í umferðinni í
mánuðunum maí og júní. Óli sagði
að það væri mjög oft þannig að flestir
færust í umferðarslysum snemma
sumars og á haustin. Hann benti á að
hvert slys skipti máli í þessu sam-
bandi af því tölumar em ekki háar. í
tveimur hörmulegum slysum sem
urðu í sumar fómst t.d. samtals fjórir
menn.
Óli sagði að það væri sláandi hversu
mörg banaslys í umferðinni verða í
Ámessýslu. Áámnum 1978-1989 lét-
ust í Reykjavík 69 manns í 68 umferð-
arslysum. Á þessu sama tímabili létust
í Ámessýslu 36 menn í 26 slysum. Þó
að umferð sé þung í Ámessýslu er hún
margfalt meiri í Reykjavík. Óli sagði
að Árnessýsla skæri sig algerlega úr
hvað þetta varðar. Til samanburðar
mætti nefna Borgarfjarðarhérað, en
það er á ýmsan hátt svipað og Ámes-
sýsla, þ.e. landbúnaðarhérað með fjöl-
mennt sumarbústaðaland. Þar fómst
á þessu ellefu ára tímabili 7 menn í 6
slysum. ÓIi sagði ljóst að umferð á
Suðurlandi væri mjög hröð og um-
ferð að sumarlagi væri geysilega mik-
il. Mjög margir höfuðborgarbúar ættu
þama sumarbústaði og svo virtist sem
menn áttuðu sig ekki á að aðstæður til
aksturs á landsbyggðinni em aðrar en
á höfúðborgarsvæðinu. -EÓ
17 ára piltur, Ólafur Gauti Sigurðs-
son, slapp ótrúlega vel þegar snjó-
hengja brást undan honum og hann
féll niður um 150 metra á gamlárs-
kvöld. Að sögn Sigurðar Ólafssonar
frá Aðalbóli í Jökuldal, föður Ólafs,
er það nánast kraftaverk að Ólafur
Steingrímur
Hermannsson.
Einar Oddur
Kristjánsson.
Pálmi
Jónsson.
MENN ARSINS
Hinir ýmsu fjölmiðlar hafa þá
venju að velja um áramót menn
ársins. Á rás 2 Ríkisútvarpsins
var niðurstaða úr kjöri hlustenda
stöðvarinnar kynnt á gamlárs-
dag. Maður ársins á rás 2 var val-
inn Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra. DV velur einn-
ig mann ársins og varð Einar
Oddur Kristjánsson, formaður
VSÍ valinn maður ársins þar.
Stöð 2 og Frjáls verslun velja
einnig mann árisins í viðskipta-
lífinu. í ár var Pálmi Jónsson í
Hagkaup valinn maður ársins í
viðskiptalífinu.
skuli ekki hafa meiðst meira en það
brotnuðu einungis tvö rifbein auk
þess sem Ólafur er illa marinn og
bólginn.
Ólafur var á leið til Vopnafjarðar
ásamt félögum sínum þegar þeir
ákváðu að stoppa við útsýnisskífu á
Burstafelli í Vopnafirði og skjóta upp
nokkrum flugeldum. Er Ólafur var
að kveikja í flugeldunum féll hann
skyndilega niður um snjóhengju og
niður Burstafellið. Félagar hans,
sem stóðu við hliðina á Ólafi, horfðu
á eftir honum niður fjallið og sáu
hvar hann staðnæmdist um 150
metrum fyrir neðan þá.
Héldu þeir strax á eftir honum en
er þeir komu á staðinn þar sem Ólaf-
ur hafði staðnæmst var hann horf-
inn. Ólafur hafði þá lagt af stað þeg-
ar hann rankaði við sér eftir fallið.
Félagar Ólafs létu lögregluna í
Vopnafirði strax vita hvað hefði gerst
í gegnum farsíma, og kallaði
lögreglan þegar í stað út leitarsveit-
ir, sjúkrabifreið og lækni. Ólafur
fannst fljótlega en þá var hann bú-
inn að ganga um einn kílómetra.
Ólafur var fluttur á sjúkrahúsið á
Vopnafirði þar sem hugað var að
meiðslum hans en síðar með flugvél
til sjúkrahússins á Akureyri til frek-
ari aðhlynningar. khg.