Tíminn - 03.01.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.01.1991, Blaðsíða 15
Fímmtudagur 3. janúar 1991 Tíminn 15 dagbok; 26. tbl. Vikunnar komið út t árslok kom út það tölublað Vikunnar sem flestir bíða með eftirvæntingu, en það er blaðið með hinni árlegu völvuspá. Stjömuspeki skipar stóran sess í þessu blaði því einnig er fjallaö um samskipta- kort Eddu Andrcsdóttur og hcnnar manns og greint frá eðli steingeita. Rætt er við fólk sem hefúr dottið í lukkupottinn og unnið stóra vinninga í lottó eða happ- drættum. Margt fleira er að finna í Vik- unni að þessu sinni og of langt mál að telja það upp hér. Tryggingamiðstöðin veitir korthöfum tryggingavernd frá og með áramótum Bæði greiðslukortafyrirtækin, VISA IS- LAND — Greiðslumiðlun hf. og EURO- CARD á íslandi — Kreditkort hf., hafa samið við Tryggingamiðstöðina hf. um að annast ferðatryggingar korthafa sinna frá ogmeð I. janúar 1991. Tryggingaffíðindi em snar þáttur þeirra sérstöku hlunninda sem korthafar og fjöl- skyldur þeirra njóta á ferðalögum, jafht innan lands sem utan. Þá stendur þeim jafnframt til boða aðgangur að viðlaga- þjónustu og neyðarhjálp crlcndis, kort- höfúm Visa hjá Europe Assistance og korthöfúm Eurocard hjá GESA Assist- ance. Stjómir kortafyrirtækjanna ákváðu fyrir nokkm að bjóða þcssar tryggingar út. Til- boð Tryggingamiðstöðvarinnar reyndist hagstæðast. Mcð því að semja við sama tryggingafélagið um að annast þcssar sér- hæfðu persónu- og ferðatryggingar fyrir bæði félögin samciginlega náðist fjár- hagslegin' ávinningur scm mun m.a. gera það kleift að halda árgjöldum grciðslu- korta niðri enn um sinn f anda þjóðarsátt- ar. Hér er um mjög stóran tryggingasamn- ing að ræða á íslenskan mælikvarða, sem tekur til um 125.000 korthafa cða helm- ings þjóðarinnar. Munu iðgjöld kortafé- Iaganna hans vcgna nema um 50 milljón- um króna á árinu 1991. Tryggingamiðstöðin hf. er rótgróið og traust fyrirtki, stofnað 1956, það þriðja stærsta á íslenska tryggingamarkaðnum. Félagið tryggir m.a. verulegan hluta af ís- lenska fiskiskipaflotanum. Trygginga- samningur kortafýrirtækjanna er endur- tryggður hjá Lloyd’s í Lundúnum. Tímarit Máls og menningar Út er komið nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar og er það 4. hefti 51. árgangs. Það er helgað bókmenntum og umfjöllun um bókmenntir og eru höfúndar efnis 23 talsins. I hcftinu eru þijár greinar um Jónas Hall- grimsson og kveðskap hans, tvær um ís- lcnskar fombókmcnntir. Kjartan Ólafsson sýnir hve virkur Jónas Hallgrímsson var í þjóðmálastarfi síðustu vikumar sem hann lifði, en Kristján Ámason og Guðmundur Andri Thorsson skrifa hvor um sitt kvæða hans, Sæunni hafkonu og Ferðalok. Hcr- mann Pálsson skrifar um draum Flosa um Jámgrím í Njáls sögu og rckur meðal ann- ars tcngsl draumsins við hugmyndir manna um landvættir íslands. Úlfar Bragason skrifar um Huldar sögu þá scm Sturla Þórðarson á að hafa sagt Magnúsi Hákonarsyni. Sögur í heftinu em eftir Kristján G. Am- grimsson, Sólveigu Einarsdóttur og Ro- bert Walser og þýddi Hjálmar Sveinsson sögur Walsers og skrifar um höfúndinn. Kvæði í hcftinu em eftir Bárð R. Jónsson, Andrc Breton (Sigurður Pálsson þýddi og skrifar inngang), Gunnar Hersvein, Ingi- björgu Haraldsdóttur, Octavio Paz (Sig- fús Bjartmarsson þýddi), Stefán Hörð Grímsson og Andrej Voznésenski (Gcir Kristjánsson þýddi). Ritdómar í heftinu em cftir Jón Karl Hclgason, Silju Aðal- steinsdóttur og Þorleif Hauksson. Loks er í tímaritinu ítarleg grein eftir Gísla Sig- urðsson um menningarlega stöðu íslands á tímum aukinnar alþjóðlegrar samvinnu. Sigríður Elfa Sigurðardóttir er höfúndur málvcrks á kápu. Heftið ere 112 blaðsíður að stærð. Prentsmiðjan Oddi hf. prcntaði og annaðist bókband. Svala sýnir í Gallerí Sævars Karls Föstudaginn 4. janúar opnar Svala Sigur- leifsdóttir sýningu á ljósmyndavcrkum í Gallcrí Sævars Karls, Bankastræti 9. Hún standaði myndlistamám í Myndlista- og handíðaskóla Islands og síðan í skólum í Denver, Osló og New York. Myndimar em svart-hvítar ljósmyndir litaðar með olíulitum, unnar á seinasta ári. Vcrkin em flest samsett úr nokkmrn ljósmyndum, myndum af náttúmlífs- myndum og styttum. Sýningin stendur til 1. fcbrúar og er op- in á verslunartíma frá 9-18 og 10-2 á laugardögum. Námskeiö í náttúruvernd Náttúmvemdarráð hcfúr á undanfömum ámm haldið nokkur námskeið í náttúm- vemd scm gjaman hafa verið kölluð land- varðanámskeið, enda er nú gert að skil- yrði að þeir sem ráðast til landvörslu- starfa á vegum Náttúmvemdarráðs hafi slíkt námskeið að baki. Störf landvarða hafa verið að brcytast nokkuð á undanfömum ámm og er það stefna Náttúruvemdarráðs að fræðsla og leiðbcining til ferðamanna vcrði stærri hluti í verkefnum þcúra. Mikilvægi fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerða er sí- fellt að koma betur og bctur í ljós eftir því scm ferðamönnum fjölgar og umferð um landið cykst. Fræðsla til ferðamanns, sem eykur skilning hans á náttúm landsins, er mun vænlegri til árangurs en boð og bönn og kunna fcrðamenn mjög vcl að meta þá þjónustu sem landverðir veita f dag á nokkmm friðlýstum svæðum. Landvcrðir sinna einnig ýmsum vcrkum sem til falla við rekstur tjaldsvæða cn þar scm því verður við komið cr æskilcgt að ráða sér- stakt starfsfólk í vcrkamannavinnu og þrif á snyrtihúsum. Á námskeiði í náttúmvcmd er gefin inn- sýn í náttúm landsins, jarðffæði, gróður og dýralíf. Kynnt cm lög og reglur um náttúmvemd og m.a. farið allítarlcga i al- mannarctt, það er rétt almennings til um- fcrðar um landið. Hlutvcrki og störfúm Náttúmvemdarráðs em gerð sérstök skil svo og ffiðlýsingarmálum, flokkum ffið- ---------------------------------------------------------N í Móðir okkar Sigríður Ingvarsdóttir frá Efri-Reykjum, Biskupstungum verður jarðsungin frá Skálholtskirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður frá Torfastöðum. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Minningasjóð hjúkrunarheimilis fyr- ir aldraða, Ljósheimum, Selfossi. ^Synir hinnar látnu. ------------------------------------------------'Á H* Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu, dóttur, tengdamóður, systur og mágkonu Ólafar Jónsdóttur Tjamargötu 16 Sérstakar þakkir til starfsfólks Tímans. Baldur Zophaníasson Þyrí Marta Baldursdóttlr Soffia Kolbrún Pitts David Pitts Ellas Bjami Baldursson Smári Óm Baldursson Elvur Rósa Siguröardóttlr Hafdís Bima Baldursdóttir Þyrí Marta Magnúsdóttir Ema Jónsdóttir Ólafur Ólafsson og bamaböm. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Gunnars Níels Siguriaugssonar frá Grænhóli Tryggvi N. Siguriaugsson Fanney Sigurlaugsdóttir SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ Auglýsing Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent útgerðum fiskiskipa 10 brúttólestir og stærri veiðileyfi ásamt tilkynningu um aflamark af botnfiski og út- hafsrækju fyrir fiskveiðitímabilið er hefst 1. janú- ar og lýkur 31. ágúst nk. Jafnframt hefur ráðu- neytið sent út tilkynningu um aflamark af hörpu- diski fyrir allt næsta ár. Vinnu við úthlutun veiðiheimilda til báta minni en 10 brúttólestir er ekki lokið, en gert er ráð fyrir að því verki Ijúki um miðjan janúar. Af þeim sökum var ekki unnt að senda út veiðileyfi til þessa hluta fiskiskipaflotans fyrir áramót. Útgerðum báta undir 10 brúttólestum, sem sótt hafa um veiði- leyfi með aflahlutdeild og fengið hafa tilraunaút- hlutun, er þrátt fyrir það heimilt að hefja veiðar strax eftir áramót, enda hafi viðkomandi bátur haffærisskírteini. Bátum sem velja leyfi til línu- og handfæraveiða með dagatakmörkunum er ekki heimilt að hefja veiðar fyrr en 1. febrúar nk. Sjávarútvegsráðuneytið, 31. desember 1990. NORRÆNA HÚSIÐ POHJOLAN TALO tíi£®SÍ3ðl NORDENS HUS iOJ REYKJAVÍK 8 17030 ISLAND Norræna húsið verður lokað vegna viðgerða frá 2.-19. janúar 1991. Skrifstofa Norræna hússins verður opin virka daga frá 7. janúar kl. 9-16.30. Gleðilegt nýár og velkomin í Norræna húsið frá og með 19. janúar. lýstra svæði og hlutvcrki landvarða. nám- skeiðið cr það stutt að þátttakendur vcrða að lcggja á sig nokkuð sjálfsnám heima fyrir. Síðasti hluti námskeiðsins er verklegur, nemendum hefúr áður verið skipt í hópa sem hver um sig hcfiir fcngið verkefúi til undirbúnings og úrvinnslu. Dvalið er í fimm daga, til dæmis 1 þjóðgarðinum 1 Skaftafclli, og þátttakendur þjálfaðir í því að fara mcð fólk 1 gönguferðir og fræða um það sem fyrir augu ber, lífriki, jarð- myndanir og söguminjar. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru starfsmenn Náttúru- vemdarráðs auk sérffæðinga t.d. í lögum um almannarétt og landvarða. I vetur verður námskeið i náttúruvemd haldið í Reykjavík og væntanlega einnig á Akurcyri eða á Egilsstöðum, en það fer eftir þátttöku þar. Nánari upplýsingar em veittar á skrifstofú NáttúruvcmdarTáðs. F.E.B. Kópavogi Þriggja kvölda keppni í fclagsvist hefst að nýju í húsi Lyonsklúbba Kópavogs, Auðbrekku 25, föstudaginn 4. janúar kl. 20.30. Dans á eftir. Jón Ingi og félagar sjá um fjörið. Allir velkomnir 60 ára og eldri. Verð aðgöngumiða kr. 400. Kaffi og/eða gosdrykkir ásamt meðlæti innifalið. Fjöl- mcnnum nú. Krossgátan 6188 Lárétt 1) Yfirhafnir 6) Slæ 7) Gramm 9) Krít 10) Ráðið 11) Keyr 12) 1500 13) Málmi 15) Samanvið Lóðrétt 1) Gladdist 2) Bor 3) Fræðsla 4) Kílómetri 5) Prófuðum 8) Dríf 9) Stök 13) Utan 14) Greinir Ráðning á gátu nr. 6187 Lárétt 1) Leysing 6) LLL 7) FG 9) KN 10) Truntan 11) Fá 12) LI 13) Aum 15) Ráðríkst Lóðrétt 1) Loftfar 2) Y1 3) Slyngur 4) II 5) Ginnist 8) Grá 9) Kal 13) Að 15) Ráð- ríkt Bilanir Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má hringja í þessi símanúmer: Rafmagn: [ Reykjavlk, Kópavogi og Seltjarn- amesi er simi 686230. Akureyri 24414, Kefla- vik 12039, Hafnarfjörður 51336, Vestmanna- eyjar 11321. Hitaveita: Reykjavík simi 82400, Seltjarnar- nes slmi 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar í síma 41575, Akureyri 23206, Keflavlk 11515, en eftir lokun 11552. Vestmannaeyjar sími 11088 og 11533, Hafn- arfjöröur 53445. Sími: Reykjavik, Kópavogi, Seltjarnamesi, Akureyri, Keflavlk og Vestmannaeyjum til- kynnist (síma 05. Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita- veita o.fl.) er I slma 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svaraö allan sólarhringinn. Tekiö er þar viö til- kynningum á veitukerfum borgarinnar og [ öörum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aöstoö borgarstofnana. Geitgisskranmg 28. desember 1990 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar ....55,720 55,880 Steriingspund ..105,701 106,004 Kanadadollar ....47,966 48,104 Dönskkróna ....9,4964 9,5236 Norsk króna ....9,3490 9,3758 Sænsk knóna ....9,7712 9,7992 Flnnskt mark ..15,1846 15,2282 Franskur franki „10,7823 10,8132 Belgiskur franki ....1,7740 1,7791 Svissneskur ffanki „42,9524 43,0757 Hollenskt gytlini „32,4993 32,5926 ..36,6700 36,7753 0,04874 5,2266 ftölsk líra ..0,04860 Austurriskursch .„.5,2116 Portúg. escudo „..0,4111 0,4122 Spánskur peseti ....0,5734 0,5750 Japanskt yen „0,41031 0,41149 97,468 97,748 78,8774 Sérst. dráttarr. ...78,6516 ECU-Evrópum ...75,1663 75,3821

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.