Tíminn - 03.01.1991, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 3. janúar 1991
RIGOLETTO
íslenska óperan frumsýndi Rigol-
etto eftir Verdi á annan í jólum, 26.
desember. Eins og kunnugt er,
ríkti lengi óvissa um þaft hvort af
frumsýningunni yrfti; stjóm Óper-
unnar „setti WÚsstjóm íslands
upp aft vegg“ og tókst aft heija út
25 milljónir. Aft svona færi — að
óperan lenti á endanum á ríkinu en
dáei ella — var auftvitaft íyrirsjáan-
legt frá upphafl, enda entist arfur
Sigurlifta ekki til annars en aft
koma fyrirtældMi af stað. Hins
vegar sýna ávextirair aft íslenska
óperan er betur aft opinberu fram-
færi komin en mörg önnur „einka-
fyrirtæki“ í þessu landi pilsfalda-
kapítalismans — Rigoletto er
nefnilega 20. verkefni íslensku
óperunnar á 11 ára glæsilegum
ferli.
Rigoletto er fyrsta óperan sem sett
var á svið með nær eingöngu ís-
lenskum söngvurum, í Þjóðleikhús-
inu 1951. í þeirri sýningu „debútt-
eraði“ Guðmundur Jónsson á
óperusviði sem Rigoletto, og var
stjarna sýningarinnar svo ýmsum
hefur ógleymanlegt orðið í þau tæp
40 ár sem síðan eru liðin. Þó söng
Stefán Islandi hertogann og austur-
ríska söngkonan Else Múhl Gildu. Á
sama hátt segja fróðir menn að
Kostas Paskalis hafi verið stjarna
Rigoletto-sýningar Covent Garden-
óperunnar í Lundúnum árið 1970,
þótt sjálfur Pavarotti syngi hertog-
ann. En núna fór svo, að Sigrún
Hjálmtýsdóttir sem Gilda er stjarna
sýningarinnar í íslensku óperunni,
sem samkvæmt rökfræðinni er all-
vel af sér vikið: Ef Paskalis ber af Pa-
varotti og Sigrún af Paskalis, ber
hún þá ekki af Pavarotti?
Síðan hefur það að vísu gerst með-
al annars, að Paskalis er orðinn 20
árum og mörg hundruð Rigoletto-
sýningum eldri en hann var 1970;
hann leikur hlutverkið mjög vel,
röddin er gríðarlega sterk, einkum
á efri tónum, en mýktin er horfin,
svo sannarlega er hann ekki eins
góður söngvari og hann var fyrir 20
árum. En mjög góður Rigoletto þó.
Óperuhandritið samdi Francesco
Piave eftir sögu Victors Hugo, Kon-
ungurinn skemmtir sér. Þar er mál-
uð heldur dökk mynd af réttlæti
heimsins — mynd sem mörgum
hefur raunar þótt blasa við frá
fyrstu tíð — því skúrkarnir verða
ofan á en hjartahreinir undir. Þær
tvær vammlausu sálir, sem fram
koma í óperunni, deyja báðar í
leikslok, Gilda fýrir hnífi morðingja
en Monterone greifi á höggstokkn-
um. Föðurástin verður Rigoletto að
falli, svo hann tapar öllu nema tó-
runni. En hertoginn siðlausi, strák-
ar hans og morðinginn Sparafucile
dansa hlæjandi áfram gegnum lífið.
Á sinni tíð reyndi Sókrates að
sanna að það væri blekking, sem
flestum virtist, að vonska og óheið-
arleiki borgi sig; hjá Hellenum var
ekki von á neinu straffi eftir dauð-
ann eða í öðru lífi. En þrátt fyrir
röksemdir Sókratesar og eilífar
kvalir syndugra í hreinsunareldi
kristninnar hefur þessi hugsun loð-
að við, uns hún er gerð að undir-
stöðuatriði í trúarkerfi kapítalism-
ans. í heilagra manna sögum hinna
nýju trúarbragða segir frá mönnum
eins og Rockefeller og Joe Kennedy,
og þar ætti Makki hnífur líka heima.
Þessi sýning íslensku óperunnar á
Rigoletto hefur að flestu leyti tekist
mjög vel. Sviðið er auðvitað óþægi-
lega grunnt, og leiktjöldin þar með
af nauðsyn höfð eins einföld og
kostur er, en það sem mestu máli
skiptir kemst þó prýðilega til skila.
Raunar hefði hugsanlega farið betur
á því að stíga skrefið til fulls fremur
en hálfs frá fátæklegum „natúral-
ískum" leiktjöldum til stílfærðra. í
hinni veglegu leikskrá er mynd frá
uppfærslu Þjóðleikhússins 1951
sem sýnir að nokkru mun á glæsi-
leika, bæði í búningum (sem Þjóð-
leikhúsið fékk að láni frá Kaup-
mannahöfn) og leiktjöldum. Nú,
þegar Borgarleikhúsið er komið
upp og önnur leikhús starfandi víða
um bæinn, hvarflar sú hugsun að
hvort ekki ætti að gera Þjóðleikhús-
ið að þjóðaróperu, jafnvel þótt
nauðsynlegar breytingar kostuðu
einhverjar milljónir í viðbót. Nema
búið sé að eyðileggja hljómburðinn
í húsinu, sem líklegt er.
Textavélar íslensku óperunnar
gera það að verkum, að nú njóta
áheyrendur leikritsins sjálfs betur
en áður. Og þegar sá vandi er þann-
ig leystur, að sunginn texti skilst, er
ópera í rauninni mun áhrifameira
listform en venjulegt leikrit, því
tónlistin í vel saminni óperu skapar
bæði umgjörð atburðarásarinnar og
eykur dýpt hennar.
Eins og fyrr sagði, vinnur Sigrún
Hjálmtýsdóttr umtalsverðan nýjan
óperusigur sem Gilda, með hrífandi
söng og leik. Guðjón Óskarsson
vekur jafnan athygli fyrir mikla og
sérlega fallega bassarödd sína —
hann leikur hinn skuggalega Spar-
afucile morðingja, og lítur út eins
og Beina-Þorvaldi er lýst, frænda
Gríms Thomsens: „skuggalegur,
svartskeggjaður, skoteygur með
hatt sinn slútandi niður í augu“.
(Sjá grein eftir Andrés Björnsson í
Andvara 1990). Hertoginn siðspillti
af Mantúa er í öruggum höndum
Garðars Cortes, sem þannig fær
tækifæri til að syngja vinsælustu
aríu óperunnar, La donna e mobile.
Og alltaf er gaman að sjá og heyra
Sigríði Ellu Magnúsdóttur, sem
syngur Maddalenu, systur Spar-
afuciles. Önnur hlutverk eru minni,
en „valinn maður í hverju rúrni"
sem ástæðulaust er að telja upp hér
— þeir skipta mörgum tugum sem
standa að sýningunni á einn eða
annan hátt. Þó ber að nefna sérstak-
lega hinn ágæta kór, hirðmenn her-
togans, sem leikur bæði og syngur
sérlega vel.
Bríet Héðinsdóttir leikstýrði þess-
ari vel heppnuðu uppfærslu, en Svf-
inn Per Ake Andersson stjórnar
hljómsveitinni. í sýningunni er
lögð meiri áhersla á tónlistina og
„drama“ sögunnar en á ytri glæsi-
leika, og fyrir bragðið verður sýn-
ingin mjög áhrifarík. Eins og endra-
nær er leikskráin sérlega vegleg,
með lærðum ritgerðum um hvað-
eina sem að verkinu snýr, auk hefð-
bundinna upplýsinga um flytjendur.
Vonandi taka óperuunnendur
þessari sýningu eins og hún á skilið;
árið 1951 sáu 18.605 manns Rigol-
ettoá30sýningum. Sig.St.
Ifflfil
LESENDUR
Raunsætt mat, verum raunsæ
Mér var að berast blaðið Suðurland
í hendur. Þar kennir margra grasa
hjá Þorsteini formanni, sem athug-
andi er, hvernig reynst hafa Sunn-
lendingum. Þar má nefna afl Sjálf-
stæðisflokksins, orðheldni, breiður
flokkur, trúnað, djörfung, víðsýni,
fastmótuð stefna, opinn hugur, um-
burðarlyndi o.fl. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur lengi átt 1. þingmann
Sunnlendinga. Hann heftjr ca. 10
seinustu árin verið formaður Sjálf-
stæðisflokksins, stærsta flokks
landsins. Fyrir 6 árum var hann fjár-
málaráðherra og fyrir 3-4 árum var
hann forsætisráðherra. Það er við
þessar aðstæður, sem atvinnulíf á
Suðurlandi hefur stórlega látið á sjá.
Byggingarfélagið Ás hf., Hvolsveíli,
Kaupfélagið Þór á Hellu, Entek hf.,
Hveragerði o.fl. o.fl. hafa nánast
orðið að gefast upp vegna rangrar
efnahags- og fjármálastefnu Sjálf-
stæðisflokksins. Hún hefur verið
ótrúlega mikið ráðandi sú stefna
hans, sem með árunum hefur valdið
því, að ólíklegustu burðarásar at-
vinnulífs hafa farið halloka. Nefna
HÖNNUN
AUGLÝSIR í
w . .. .. _ _ _
Tímanum
AUGLYSINGASÍMI
má á stöðum eins og á Akranesi,
Grundarfirði, Patreksfirði, Bolung-
arvík, Sauðárkróki, Ólafsfirði, Seyð-
isfirði, Reykjavík, Hafnarfirði, Kefla-
vík og víðar. Hin lamandi hönd fjár-
magnskostnaðar, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn þorði ekki að taka
afstöðu til, sbr. tillögur Eggerts
Haukdal, svo og lamandi hönd verð-
bólgu, sem Sjálfstæðisflokkurinn
réð alls ekki við, hafa riðið húsum,
en nú allra seinustu árin hefur mál-
um verið breytt og bjargað, þrátt
fyrir andstöðu Sjálfstæðisflokksins.
Hlutaíjársjóður og atvinnutrygg-
ingasjóður hafa gegnt sínu hlut-
verki. Fyrirtæki eldheitra sjálfstæð-
ismanna í Bolungarvík og á Ólafs-
firði og miklu víðar hafa jafnvel not-
að sér fyrirgreiðslu sjóðanna, en
ekki er þökkunum fyrir að fara,
heldur beinar yfirlýsingar þeirra um
að nú sitji hin versta ríkisstjórn, sbr.
Einar K. Guðfinnsson. Viðurkenn-
ing á staðreyndum og þakkir fyrir
staðfasta og trausta stjórn er ekki
fyrir hendi. Það þarf að toga út úr
mönnum að viðurkenna það gífur-
lega hagræði, sem miklu lægri fjár-
magnskostnaður er. Forstjóri Eim-
skips taldi það atriði allra síðast upp,
gat varla tekið sér það í munn, þegar
hann skýrði bætta stöðu félagsins af
því að það er ríkisstjórninni að
þakka og Sjálfstæðisflokkurinn kom
þar hvergi nærri. Sá flokkur er á
engan hátt aðili að bættum og betri
þjóðarhag síðustu árin. Þjóðarsátt-
in, lægri fjármagnskostnaður, hag-
stæður vöruskiftajöfnuður, betra at-
vinnuástand o.fl. o.fl. sér nú dagsins
ljós. Lán jafnvel lækka nú við hverja
afborgun og er það stórkostleg
breyting.
Kæru ungu kjósendur. Verkin tala
núna. Þið getið raunverulega stað-
reynt ástandið. Hin ýmsu hugtök
Sjálfstæðisflokksins hafa ekki dug-
að. Það þarf að segja til um það hver
vaxtabyrðin verður, hverjar atvinnu-
horfur verða, það skiftir máli. ís-
landsbanki hf. hækkaði vexti og
reynir að verja það með oddi og egg,
en það var Ragnar Önundarson hjá
þeim banka, sem gaf einu réttu skýr-
inguna á vaxtahækkuninni. Hún var
sú, að eftirspurn eftir fjármagni hafi
verið svo mikil í byrjun október s.l.
Hvað þýðir þetta? Jú, yfirstjórn
bankans brást illilega, hún lét und-
an, óstjórn réð ríkjum. í stað þess að
draga úr útlánum og hafa samstöðu
um lægri vexti var framfylgt útlána-
aukningu og vaxtahækkun skellt á. í
þessum banka eru líklega 95% ráða-
manna úr Sjálfstæðisflokknum. Þó
að varði þjóðarhag er samt reynt að
spilla fyrir. Vonandi tekst Birgi ísleifi
og Davíð ekki að skemma fýrir eða
útiloka nýtt álver. Trúið varlega
hugtökum Sjálfstæðisflokksins. Það
er enginn vandi að vera borgarstjóri,
þegar tekjur borgarinnar eru eins og
gullnáma. Gífurleg heitavatnssala,
ótrúleg fasteignagjöld m.a. af eign-
um, sem þjóna öllu landinu, stærsti
útsvarsmarkaður landsins og svo öll
aðstöðugjöldin, sem eru þráfaldlega
af atvinnurekstri, sem nær til alls
landsins. Það verður breytt staða hjá
Davíð, þegar hann verður fjármála-
Þegar írakar heraámu Kuwait fyr-
ir þremur mánuftum þá voru ýmsar
þjóftir með Bandaríkjamenn í fylk-
ingarbrjósti fljótar aft fordæma þaft
og nú hafa Washington-herramir
fengið Öryggisráðiö til aft sam-
þykkja aft ráðast megi á íraka verði
þeir ekki farair burt úr Kuwait 15.
janúar nk.
Hvítahússmenn og taglhnýtingar
þeirra sýna ekki svona viðbrögð þó
að Palestínumenn séu drepnir, fang-
elsaðir og barðir til óbóta, kúgaðir
og niðurlægðir svo áratugum skiftir.
Meðferð ísraelsdáta á þessu fólki er
svo hroðaleg að æ fleiri eru farnir að
ráðherra í tómum ríkissjóði. Þá
verður skorið niður, samneysla
minnkuð og það harðnar á dalnum.
Verum raunsæ, veljum ekki Sjálf-
stæðisflokkinn strax aftur. Hann
þarf að þroskast meira og láta alveg
af þeirri stefnu, sem orsakaði vand-
ræðin 1985-1988. Hann réð 85% af
fjárlögum í stjórninni 1983-1987.
Það eru of fá ár síðan hann var við
völd. Hann þyrfti að bíða dálítið
lengur, breytast aftur í raunsærri
flokk líkari því, sem var t.d. árið
1965. Flokkur stórættanna og lög-
fræðinganna (6 lögfræðingar í 7
efstu sætunum í Reykjavík) er ekki
nógu breiður og víðsýnn til þess að
fá traust strax aftur.
Framsóknarflokkurinn styður
einkaframtakið af fullum þunga í
hvaða formi sem það birtist. Öflug-
ast er einkaframtakið, þegar það í
samvinnurekstri eflir byggðir og
bæi. Hve það er miklu hugstæðara
að styðja það heldur en ættarveldi
Sjálfstæðisflokksins.
Fullvalda þjóð í frjálsu landi, frels-
ið og manndáðin best. Látum Sjálf-
stæðisflokkinn bíða lengur og
þroskast. Kári.
líkja framgöngu þeirra við framferði
Gestapo og S.S.- sveitanna eins og
þær höguðu sér verst í hernumdum
löndum seinni heimsstyrjaldarinn-
ar. Neðar í ómennskunni verður vart
komist.
Nei, bandarísku hræsnararnir og
skósveinar þeirra horfa framhjá
þessum gjæpaverkum. Það er stað-
reynd að ísraelsmenn eru að fremja
þjóðarmorð á Palestínumönnum.
Skyldi nokkur hafa trúað því fyrir 45
árum að gyðingar ættu eftir að taka
sér til fyrirmyndar liðsmenn úr Waf-
fen S.S.?
Guðjón V. Guðmundsson.
Bölvaðir hræsnararnir!
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla
apóteka f Reykjavík 28. desember til
3. janúar er í Apóteki Austurbæjar og
Brelðholts Apóteki. Það apótek sem
fyrr er nefht annast eitt vörsluna frá kl.
22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni
virka daga en kl. 22.00 á sunnudög-
um. Upplýsingar um læknis- og lyQa-
þjónustu eru gefnar f síma 18888.
Hafnarflöröur: Hafnarfjarðar apótek og Norður-
bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl.
9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugardag
kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00.
Upplýsingar f símsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó-
tekin skiptast á sfna vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgldögum er opiö frá kl. 11.00-
12.09 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfja-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I
sima 22445.
Apótek Keflavfkur Opið virka daga frá k. 9.00-
19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl-
daga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl.
8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Op-
Ið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-
12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til
kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl.
9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Læknavakt fyrir ReyKjavík, Seltjamames og
Kópavog er i Heilsuverndarstöð Reykjavíkur alla
virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög-
um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Sel-
tjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-
21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokað á
sunnudögum.
Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingarog tímapantan-
ir I sima 21230. Borgarspitaiinn vaktfrá kl. 08-17
alla virka daga fyrir fólk sem ekki-
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi
696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild)
sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sólar-
hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um
lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar I simsvara
18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt
fara fram á Heilsuvemdarstöö Reykjavíkur á
þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmissklrteini.
Sdtjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni
Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00-
21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070.
Gaiðabæn Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I
síma 51100.
Hafnarijöróur Heilsugæsla Hafnarflarðar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, sími 53722. Læknavakt sími 51100.
Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Slmi 40400.
Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á
Heilsugaeslustöð Suðumesja. Sími: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál-
fræöilegum efnum. Sími 687075.
Landspítaiinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til
kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-
16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-20.30.
Bamaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga.
Öldrunariækningadeild Landspltalans Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa-
kotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30
til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartimi
annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg-
arspitalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga
kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 15-18.
Hafnarbúðír: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl.
14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30.
- Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa-
vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. - Vífilsstaðaspftali: Heimsóknar-
timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St
Jósepsspftali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16
og 19-19.30. _____________
Sunnuhlið hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heirn-
sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavikuriæknishéraðs og heilsu-
gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring-
inn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim-
sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um
helgar og á hátíðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-
19.30. Akureyri- sjúkrahúslð: Heimsóknartímí
alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á
barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1:
Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl. ’
22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness:
Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla
daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavfk: Seltjamames: Lögreglan sími
611166, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 11100.
Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkviliö
og sjúkrabifreið slmi 11100.
Hafharijörðun Lögreglan simi 51166, slökkvilið
og sjúkrabifreið simi 51100.
Keflavík: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og
sjúkrabill slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666,
slökkvilið slmi 12222 og sjúkrahúsið simi
11955.
Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222.
Isafjöröur: Lögreglan simi 4222, slökkvilið sfmi
3300, brunasími og sjúkrabifreið simi 3333.