Tíminn - 03.01.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.01.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. janúar 1991 Tíminn 9 pils. Hún getur þakkað það hand- lagni sinni að hún hefur næg verk- efni til að sjá fjölskyldu sinni far- borða. Tveim árum eftir að stríðið braust út hvarf maður hennar, hún veit ekki enn þann dag í dag hvort hann týndi lífínu eða „hljóp bara frá mér og strákunum". Hún þarf 300.000 líbönsk pund (tæpar 2400 ísl. kr.) á mánuði til að komast nokkurn veginn af. Þess vegna verða synir hennar, Fadi og Salih, að Ieggja sitt af mörkum. Fadi hjálpar henni við saumaskapinn, það sem sauma þarf í höndunum, og sá yngri vinnur á bensínstöð, þar sem hann sér um að skipta um olíu og þvær bíla. „Við verðum að lifa eins og rotturn- ar,“ segir saumakonan, „innanum skít og fylu.“ Eftir að Aun hershöfð- ingi eyðilagði aðalrafveitu borgar- innar fyrir tveim árum, er ekki raf- magn nema í besta falli í nokkrar klukkustundir á dag. Og sé ekkert rafmagn kemur ekkert vatn úr krön- um. Því verður Fatima að taka hluta mánaðarlaunanna sinna frá til að kaupa rafmagn og vatn frá sjálfstæð- um fyrirtækjum. Hún hefur ekki fé til að eignast sinn eigin rafal. Vatnið kemur úr brunnum og er yfirleitt svo salt vegna nálægðarinnar við hafið, að það er ódrykkjarhæft. Oft er það líka svo skítugt og illa- þefjandi að hún segir að þeim bjóði við m.a.s. að þvo sér um hendurnar úr því. 200 lítrar af ísköldu sjóvatni, sem hún kaupir af tankbílum, kosta 1200 líbönsk pund. Drykkjarvatn, sem ábyrgst er að sé hreint, er yfir- leitt ekki að fá nema gegn greiðslu í dollurum. „Líbanon nær sér aldrei aftur á strik“ í hvert sinn sem lát varð á bardög- um í líbanska borgarastríðinu, þó að mökkurinn eftir skothríðina hyrfi ekki nema í nokkra daga, sýndu Beirút-búar fádæma kraft við að koma á einhverju sem líktist eðli- legu lífi, þrátt fyrir skelfingar stríðs- ins. Þessi viljakraftur til að komast af hefur nú vikið fyrir eins konar upp- gjöf hjá mörgum íbúanna, líka Fa- tima. Hvort stríð brýst aftur út og borginni verður aftur skipt, eða hvort sameiningarvald Sýrlendinga getur stöðvað blóðbaðið í nokkrar vikur, eða jafnvel mánuði, það skipt- ir saumakonuna Fatima engu máli. „Hvernig sem það verður nær Líb- anon sér aldrei aftur á strik," segir hún uppgefin. Þar sem Fatima Alufi á enga ætt- ingja erlendis, sem gætu tekið að sér drengina hennar eða a.m.k. sent öðru hverju eftirsóknarverða dollara segist hún auðveldlega geta gert sér grein fyrir hvað um syni hennar verður. Til að vinna sér fyrir ein- hverjum föstum launum ganga Fadi og Salih líklega til liðs við bardaga- menn Amal-hreyfingarinnar, en þátttaka í bardagasveitum einka- herjanna er eitt af fáum traustum störfum sem ungum mönnum bjóð- ast, og að því er virðist til langframa. Bardagamennimir enn í viðbragðsstöðu Reyndar eru þessa stundina allar vopnaðar sveitir opinberlega brott- reknar úr borginni, en í reyndinni hafa margir stríðsmennirnir bara falið vopnin sín og einkennisbún- ingana. í íbúðum sínum og húsum bíða þeir eftir því að geta hafið skot- hríðina á ný. Hitzbollahmaður segir að það taki þá ekki nema nokkrar klukkustundir að ná öllu aftur und- ir sig. Fari svo grípur Fatima til þeirrar bjartsýni sem hefur fleytt Beirút- búum í gegnum stríðið og gerir sér vonir um að sorphaugurinn við hús hennar hverfi. „Þvflíkt láta bara þessir skítugu Sýrlendingar við- gangast. Bardagamennirnir okkar eru a.m.k. hreinlátir," segir hún. Löggæslumaðurinn góði Kristján Pétursson er löngu orðin landsþekktur vegna starfs síns sem löggæslumaður. Fyrir þessi jól sendi hann frá sér bók, JMargir vildu hann feigan", þar sem hann segir frá reynslu sinni og störfum við löggæslu. Til að byija með segir hann lauslega frá æsku sinni og uppvexti en fljótlega hefst frásögn sem oft á tíðum er ansi athyglis- verð. Segir þar frá baráttu Kristjáns og félaga hans í lögreglunni á Kefla- vðmrflugveHi við smyglara, nauðg- ara, þjófa og morðingja. Einnig seg- ir þar frá viðskiptum Kristjáns og ýmissa ráðamanna sem oft á tíðum voru ekki sáttir við Kristján og hans starfsaðferðir. Kristján var einn af frumkvöðlum íyrir baráttu gegn fðmiefnum á íslandi og samkvæmt bókinni vann hann þar gífurlega gott og mikið brautiyðjandastarf. Þá koma inn í bókina erlendar saka- málasögur, túikun Kristjáns á Geir- finnsmálinu, kaflar um njósnir Sov- étmanna á íslandi og fleira. í formála bókarinnar segir Kristján að áður en hann ákvað að skrifa bók- ina, hefði hann velt því fyrir sér lengi hvemig hægt væri að koma efninu til skila án þess að valda aðstandend- um þeirra sem hlut eiga að máli sársauka og óþægindum. Síðan seg- ir: „Niðurstaðan varð sú að enda þótt um endurminningar væri að ræða kaus ég að skrifa þær að hluta til í skáldsöguformi en byggja samt á staðreyndum úr lífi mínu sem lög- reglumanns.“(bls.5). Þessi ákvörðun Kristjáns, að skrifa bókina að hluta til í skáldsöguformi, gerir það að verkum að lesandinn er svolítið í lausu lofti meðan hann er að lesa bókina. Maður spyr sig ósjálfrátt meðan á lestri stendur hvar stað- reyndir eru látnar víkja fyrir skáld- skap. Bókin verður fyrir vikið ekki eins beinskeytt og hún líklega átti að vera. Að sjálfsögðu er það góðra gjalda vert að reyna að valda ekki að- standendum viðkomandi aðila sárs- auka eða óþægindum en spuming hvort og þá hvernig hægt er að milda óþægindin með öðrum hætti en að láta þessi viðkvæmu mál kyrr liggja. Eftir því sem á líður verður bókin heldur losaraleg. í síðari hluta bók- arinnar er m.a. fjallað um tvö erlend sakamál sem koma Kristjáni ekki við að öðru leyti en því að honum vom sagðar sögumar þegar hann var á ferð erlendis. Sögumar em góðar og merkilegar en eiga að mínu mati ekki heima f þessari bók og virka sem uppfyllingarefni. Kaflinn um njósnir sovésku leyniþjónustunnar KGB er heldur endasleppur. í bók- inni kemur Kristján fram sem hvítur sauður í svartri hjörð. Hvert sem hann lítur, hvort heldur sem er til róna eða ráðamanna, má sjá svarta bletti á samvisku þeirra. Kristján minnir stundum á njósnara hennar hátignar, James Bond, þó hann falli ekki í sömu freistni og hann, þ.e. að lúra næturstund hjá fallegum fljóð- um sem hann kemst í tæri við og em oftar en ekki hin verstu glæpa- kvendi. Bókin er engu að síður nokkuð merkileg. Barátta Kristjáns við að uppræta ólögmæt athæfi er um margt virðingarverð. Aðferðir hans vom ekki allar samkvæmt laganna bókstaf, en bám oft á tíðum árangur. Þrátt fyrir vankanta er bókin skemmtileg aflestrar og ágæt afþrey- ing. Stefán Eiríksson. Raunsæ sveitasaga Guömundur Halldórsson frá Bergsstööum: f afskekktinni. Bókaútgáfan Hildur 1990. Hér segir frá sveitafólki og hefst sagan 1914 þegar heimsstyrjöld er að hefjast. Jón í Heiðarseli bytjaði búskap við lítil efni og er nú skuld- ugur maður með æma ómegð þar sem sjötti sonurinn fæðist um vet- urinn. Svo stendur á að hann er kominn að því að vinna sér sveit- festi með 10 ára samfelldri búsetu og því vill oddvitinn koma honum heim í fæðingarsveitina og hefur útvegað honum jarðnæði þar. Það er þó ekki freistandi, enda vill odd- vitinn þar nokkuð til vinna að Jón ljúki tíunda árinu þar sem hann er. Þetta er að mínu viti rétt aldarfars- lýsing og erfiðleikum hjónanna í Heiðarseli vel lýst, bæði fjárhagserf- iðleikum og áhrifum þeirra á sam- skipti. Sveitarstjórnir reyndu eftir mætti að verjast ómegð og ýmsar Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum. sögur eru til um það að reynt var að hjálpa mönnum í bili án þess að sveitarsjóður yrði bendlaður við það þegar þeir voru að verða sveitfastir annars staðar. Hér er því ekki neinn verulegur ýkjubragur á oddvitun- um. Sú mannlýsing sögunnar sem fjærst kynni að vera hinu sennilega er þar sem segir frá Kristmanni sem sinnir fræðimennsku og ritstörfum og lætur konuna sjá um búskapinn. En hér er ekki allt á yfirborði. Jón í Heiðarseli stendur undir vernd huldukonu, sem vitrast honum í draumi og hefur bjargað lífi hans. Og í sögulok hillir undir að rætist vonir hans um góða afkomu á góðri jörð með fulltingi sonanna. Sennilega hefur aldrei verið erfið- ara að trúa á huldar vættir og áhrif þeirra á mannlegt líf hér á landi heldur en á þeim tíma sem þessi saga gerist. Samt sem áður hefúr alltaf leynst líf með þeirri trú og því fer vel á því að bóndi treysti huldu- konunni í þessari raunsæissögu. H.Kr. Falleg minn- ingabók Nartelnn Meulenberf HólabUknp. Reykjavílt. Þorlákujóðnrl990. Þessi bók er gerð til minningar um fyrsta biskup kaþólskra á íslandi eft- ir siðaskipti. Marteini Meulenberg var falin for- usta kaþólskra manna á íslandi 1903. Hann var þá þrítugur að aldri. Árið 1929 var hann vígður biskup og gegndi því embætti til dauðadags 1941. Hér eru birtar nokkrar greinar um biskupinn. Þar koma fram kunnir menn, svo sem dr. Guðbrandur Jónsson, Vilhjálmur S. Vilhjálms- son, Jónas frá Hriflu og sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup. Sérstök ástæða er til að nefna minningar Sigurlaugar Guðmundsdóttur um biskupinn vegna þess hve skýr mannlýsing er þar. Svo eru hér 2 hirðisbréf Meulen- bergs biskups og fleira frá hans hendi. Til fróðleiks og fyllingar eru birtar myndir frá starfi kaþólska safnaðar- ins. Meulenberg biskup var það mætur og merkur maður að við hljótum að þakka fyrir þessa litlu en fallegu bók. H.Kr. Martelnn Meulenberg. Bláu augun TVvíívi Emilsson: Biá augu og biksvört hempa. Stofn. lieykjavik 1990. Tryggvi Emilsson er kominn fast að níræðu er hann sendir þessa skáldsögu frá sér. Áður var hann þekktur að (jóðagerð, en þó einkum vegna minninga- bóka sinna. Við vissum að hann var ritfær og kunni vel að segja sögur. Tryggvi hefur í æsku lesið fræg- ar sögur Jóns Trausta og Þorgils gjallanda um presta sem áttu í meinum börn sem öðrum voru kennd. Hér segir frá presti sem auðug sýslumannsdóttir hefur beðið og látið giftast sér en hann skilur við og gengur slyppur frá garði vegna barnsmóður sinnar. Sögð er uppeldissaga prestsson- arins og dóttur hans og er það vafið ýmsum ævintýrum. Sagan nær fram yfir hernámsvinnu og fléttast þar inn í sitthvað frá minningum höfundar frá stétt- armálum, en lauslega þó. Lýsing uppgjafaprestsins sem verka- manns verður líka næsta laus í reipum en hins vegar eru góðar sögur af ýmsum öðrum persón- um. Sagan er skemmtilega sögð, en hún eykur engu við hróður höf- undar síns sem rithöfúndar. Höfundar eru mældir eins og fjöllin svo að hæsti tindurinn gildir. Höfundur góðra minn- inga minnkar ekki þó að skáld- saga hans nái ekki minninga- bókinni. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.