Tíminn - 03.01.1991, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.01.1991, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 3. janúar 1991 Tíminn 17 Jólatrésskemmtun Verslunarmannafélag Reykjavíkur heldur jóla- trésskemmtun fyrir börn félagsmanna sunnu- daginn 6. janúar kl. 15.00 á Hótel íslandi. Miðaverð fyrir börn kr. 550,- og fyrir fullorðna kr. 200,- Miðar seldir á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Upplýsingar í síma 687100. Verslunarmannafélag Reykjavíkur —| i“i- //4 TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmíðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuyegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir I sveiganlegri keðju hringinn í kringum landið Bflaleiga nieO útibú allt í kringum landið, gera þér mögulcgt að leigja bíl á cinum slað og skila honum á öðrum. Nvjustu MITSUBISHI bilarnir alllaf til taks Reykjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjörður: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnafjörður: 97-31145 Höfn í Homaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HELGARPAKKAR VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu Gæðahjólbarðar á mjög lágu verði frá kr. 3.180,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hl. Skútuvogl 2, Reykjavfk Símar: 91-30501 og 91-84844 4----------------- Rafstöövar o& dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gottverð RafsL: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mfn Hús golfklúbbsins er ekki af lakara taginu. Fámennasti golf- klúbbur í heimi Yoshiaky Sakurai og Marcel Bich eru ekki reiðubúnir að leika golf hvar og við hverja sem er. Les Bordes Golf International er talinn fámennasti og snobbaðasti golfklúbbur í heimi. Hann er í Frakklandi og eigendur hans telja hann svo fínan að þeir neita að skrá hann í Golfsamband Frakk- lands. Eigendur og einu meðlimir klúbbsins eru aðeins tveir og báðir eru þeir margfaldir milljarðamær- ingar. Annar þeirra er franskur barón, Marcel Bich að nafni. Auð- æfi hans byggjast á framleiðslu og sölu Bic-kúlupenna, -kveikiara og -rakvéla, sem allir þekkja. A hverj- um sólarhring seljast 10 milljónir penna og 6 milljónir kveikjara, svo ekki er að undra að baróninn geti leyft sér sitt af hverju. Meðeigandi hans er japanskur kaupsýslumað- ur, Yoshiaki Sakurai, sem er aðal- forstjóri og eigandi Kosiadi-fyrir- tækisins og mun víst ekki vera á horleggjunum, frekar en félagi hans. Aðrir fá þó aðgang að vellinum, sem er gífurlega stór og með ein- dæmum fallegur. Að meðaltali koma þar 40 manns á dag og spila golf, en hámarkið er 150 manns. En vitanlega eru þó 300 skápar í búningsherbergjum vallarins. Mikil áhersla er lögð á að menn geti leikið golf í fullkomnum friði og ró. Það má engin bið verða á vellinum og streita er algert bann- orð. Klúbbhúsið er mjög glæsilegt og þar eru tuttugu hótelherbergi og mjög gott veitingahús. Völlurinn er umlukinn miklum skógi og telst sá til bestu veiði- svæða í Frakklandi. Girðingar eru þó kringum völlinn til að hindra aðgang stærri dýra að honum, svo sem hjarta og villigalta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.