Tíminn - 04.01.1991, Qupperneq 5

Tíminn - 04.01.1991, Qupperneq 5
Föstudagur4. janúar 1991 Tíminn 5 Dauðsföll karla vegna sjúkdóma í miklum minnihluta fram að hálffertugu: 72% dauðsfalla ungra karla eru voveifleg Um 72% af dauðsfollum karla undir hálffertugu voru vegna slysa, sjálfs- morða eða annars ofbeldis, en aðeins 28% vegna allra sjúkdóma saman- lagðra á árunum 1981-89. Á þessum níu árum létust alls 508 karlar á aldr- inum 1-34 ára. Af þeim dauðsföllum voru 364 af völdum slysa eða ofbeld- is, langsamlega flest meðal 15-34 ára aldursárganganna. Af öllum körlum (800), sem létust með þessum hætti, voru 40% á aldrinum frá fermingu til hálffertugs. Slys og sjálfsmorð voru fimm sinnum algengari meðal karla á þessum aldri heldur en kvenna á sama aldri. Ýmsar tölulegar upplýsingar um manndauða undanfarin ár koma fram í nýjustu Hagtíðindum Hag- stofunnar, að hluta til flokkaðar eftir aldri fólks. Þótt margir farist enn vegna slysa, hefur þeim þó stöðugt farið fækkandi síðustu tyo áratugina. Alls létust um 130-140 íslendingar af slysförum eða öðrum ytri orsökum árlega framan af 8. áratugnum, en 80-90 manns ár- Iega síðan 1986. Síðustu níu ár hafa um 1.100 íslendingar látist af völd- um slysa eða annarra ytri orsaka. Sjálfsmorðum hefur á hinn bóginn farið fjölgandi, ef árið 1989 er undan- skilið. Á árunum 1981-89 voru það alls 284 manns sem sviptu sig lífi (215 karlar og 69 konur), auk 40 manns sem létust af áverkum sem ekki var vitað hvort stöfuðu af slysi eða ásetningi. Sjálfsmorðum fjölgaði mjög árin 1983 og 1984 (í 40 og 44). Síðan hafa þau verið frá 32 til 37 ár- lega, en fækkaði allt í einu niður í 22 árið 1989. Um 15.000 íslendingar kvöddu þennan heim á s.l. níu árum, þar af 8.100 karlar og um 6.900 konur. Tæplega 30% karlanna létust innan 65 ára aldurs, en aðeins um 19% kvennanna. Um þriðjungur kvenn- anna hafði náð 85 ára aldri fyrir and- látið, hvar af um 50 konur höfðu lifað meira en 100 ár. Allt frá 55 ára aldri eru það sjúk- dómar í blóðrásarfærum sem leggja flesta karla að velli, en meðal kvenn- anna ná þeir ekki yfirhöndinni fyrr en eftir 75 ára aldur. Af konum sem dóu á aldrinum 35-65 ára var orsökin æxli í 56% tilvika. Af 1.715 mannslátum árið 1989 bar 65% að á sjúkrahúsum og 16% á dvalarheimilum. Alls bar 82% allra mannsláta að á stofnunum. Um 13% dóu á einkaheimilum, hvar af nær helmingurinn lést af blóðþurrðar- sjúkdómum í hjarta. - HEI Gunnar Kvaran sellóleikari hlaut styrk að upphæð 250 þúsund krónur úr minningarsjóði Gunnars Thor- oddsen. Gunnari var afhentur styrkurinn 29. desember sl. og fór athöfnin fram í Höfða. Á myndinni eru frá vinstri Benta og Valgarð Briem, stofnendur sjóðsins, Vala Thoroddsen, Gunnar Kvaran og eiginkona hans Guðný Guðmundsdóttir með dóttur þeirra Karól Kvaran, Ástríður Thorarensen og Davíö Oddsson. Slökkviliðið í Reykjavík: Umferðartafir lengja flutn- ingstímann Á árinu 1990 fækkaði aðeins útköll- um slökkviliðsins í Reykjavík en sjúkraflutningum fjölgaði, miðað við árið 1989. Útköll voru 821 í fyrra á móts við 854 árið 1989. Sjúkra- flutningar voru alls 10.701 árið 1990 en 10.421 árið 1989. Einn lést af yöldum eldsvoða 1990. Útköll þar sem slökkva þurfti eld voru 322 árið 1990 en 335 árið 1989, þar af voru 32 sinueldar á móti 76 árið 1989. í inngangi að skýrslu yfir útköll og sjúkraflutninga ársins 1990 segir Hrólfur Jónsson vara- slökkviliðsstjóri að af þeim 10.701 sjúkraflutningi sem var á árinu 1990, voru 3206 slysa- eða aðrir neyðarflutningar. Hrólfur segir einnig að hreyfingar sjúkrabíla séu fleiri en komi fram í ársskýrslunni. Hver flutningur taki nú lengri tíma vegna tafa í umferðinni og lengri vegalengda. I skýrslunni kemur fram að mest tjón vegna eldsvoða varð þegar kviknaði í Landssímahúsinu við Austurvöll í byrjun desember. Einn- ig varð talsvert tjón í eldsvoðum í Austurveri, Seðlabankanum, Kleppsvegi 134, Byggðarenda 10, Laugavegi 35, Kvennaskólanum og skrifstofuhúsnæði SÁÁ við Síðu- múla. —SE Málefni barna og unglinga á höfuðborgarsvæðinu samræmd Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa samstarfsnefnd um málefni bama og unglinga á höfuðborgar- svæðinu að tillögu framkvæmdahóps um málefni miðborgar Reykjavíkur. Helstu markmið nefndarinnar eru að hafa yfirsýn yfir málefni bama og ungmenna á höfuðborgarsvæðinu, safna og miðla upplýsingum og styðja rannsóknarverkefni sem varða málefni þessa þjóðfélagshóps, stuðla að samræmdri stefnumörkun í mál- efnum bama og ungmenna og fylgj- ast með þróun hliðstæðra mála í ná- grannalöndunum. Framkvæmdahópur um málefhi miðborgarinnar var stofnaður að frumkvæði lögreglunnar í Reykjavík vegna þess ástands sem skapast hefur í miðborg Reykjavíkur um helgar. Hópinn skipuðu fúlltrúar frá lög- reglu, félagsmálaráðuneyti, mennta- málaráðuneyti, Félagsmálastofnun Reykjavíkur, íþrótta- og tómstunda- ráði Reykjavíkurborgar, Félagsmála- stofnun Kópavogs og Æskulýðsráði Hafnarfjarðar. Álit hópsins er að hluti þess vanda, sem skapast hefur í miðborg Reykja- víkur, eigi rót að rekja til óljósrar stefnumörkunar í málefnum bama og unglinga og skorti á samræmdum úrræðum og heildaryfirsýn. Starfs- hópurinn lagði því til að stjómvöld skipi samstarfsnefnd um málefni barna og unglinga á höfuðborgar- svæðinu. Ómar Smári Ármannsson hjá lög- reglunni í Reykjavík er í forsvari fyrir þennan framkvæmdahóp. Ómar sagði í samtali við Tímann í gær að álit hópsins sé að það beri að líta á höfuðborgarsvæðið sem eina heild og með stofnun þessarar nefndar sé ver- ið að festa samvinnu sem er búin að eiga sér stað um nokkurt skeið, en samstarf þessara aðila hefur verið óformlegt hingað til. „Það er fyrst og fremst verið að sam- hæfa þessa aðila að sama markmiði og gera þá hæfari til að takast á við þennan málaflokk. Markmiðið er að skapa aukna möguleika til úrlausna og ekki síst til fyrirbyggjandi starfs," sagði Ómar Smári. Ómar Smári sagði einnig að sú sam- vinna, sem hefur óformlega átt sér stað hingað til, hafi skilað þeim ár- angri sem vonast var til „bæði hvað varðar miðborgina og vegna ein- stakra mála, sem hafa komið upp og varða ákveðin svæði, þá hafa fúndist lausnir sem hver og einn aðili hafi átt erfiðara með að finna úrbót á sem einstakir aðilar." Þetta er samskonar þróun eins og átt hefur sér stað á Norðurlöndunum og hefúr slíkt samstarf skilað góðum ár- angri þar. „Við erum í raun og veru að nýta okkur þá möguleika sem ljóst er að hefur gefið góða raun erlendis." sagði Ómar Smári. Vonast er til að þetta verði grundvöllur að jákvæðri þróun í málefnum bama og unglinga. „Markmiðið er að hafa samvinnu um að fylgjast með, afla upplýsinga og samræma bæði vinnubrögð og að- gerðir ef á þarf að halda og að þetta verði vettvangur til þess að þessir ólíku aðilar kynnist sjónarmiðum hvers annars, svo hægara sé að brjóta niður þröskulda sem háð hafa sam- starfi að nokkm leyti hingað til. Þetta er því jákvæð þróun og mikill áfangi út af fyrir sig,“ sagði Ómar Smári að auki. Gert er ráð fyrir að í samstarfsnefnd félagsmálaráðherra eigi sæti fulltrúar Dóms- og kirkjumálaráðuneytis, Fé- lagsmálaráðuneytis, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Mennta- málaráðuneytis, auk þess sem stærstu sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu verður boðið að til- nefna fúlltrúa í nefndina, þ.e. Reykja- vík, Kópavogi og Hafnarfirði._ ygnmgigmn Bókaútgefendur eru sæmilega ánægðir með bóksöluna í kring- um jólin. Að sögn Heimis Páls- sonar, framkvæmdastjóra Fé- lags íslenskra bólcaútgefenda, er gott hljóð í mönnum eftirjól- in og Ijóst að flestlr hafa komist ágætlega frá vertíðinni. Þó svo aö endanlegar tölur séu ekki komnar, má telja fullvíst að bóksalanhafi aukist frá síðustu jólum. Plötusala dróst hins veg- ar verulega saman og er jafnvel talið að hún hafi minnkað um fjórðung. —SE Hitaveita Reykjavíkur: Síminn í ólagi Þeir, sem hafa reynt að ná sam- bandi við Hitaveitu Reykjavíkur á nýju ári í gegnum síma, hafa eflaust lent í nokkrum erfiðleikum. Að sögn Eysteins Jónssonar hjá Hitaveitunni hefur símakerfið hjá þeim verið í ólagi nánast alveg samfellt síðan á laugardag s.l. Er þetta mjög baga- legt, þar sem varla hefur verið hægt að hringja út úr húsnæði Hitaveit- unnar að Grensásvegi 1 eða í þá. Starfsmenn Pósts og síma hafa unnið hörðum höndum við koma kerfinu í lag, en illa hefur gengið. Þeim hefur tekist í besta falli að koma kerfinu í lag í smátíma í senn áður en allt hefur farið í ólag aftur. Að sögn Eysteins voru þeir hjá Hita- veitunni að vona að endanlega væri búið að gera við símann hjá þeim seinnipartinn í gær, en hann ætlaði samt að bíða einn eða tvo daga með símann í lagi áður en hann væri fúll- viss um að svo væri. khg.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.