Tíminn - 04.01.1991, Síða 7

Tíminn - 04.01.1991, Síða 7
Föstudagur4. janúar 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Fáum mönnum er Kári líkur Ég hefí mér til mikillar ánægju lesið fyrra bindið af ævi- sögu Hermanns Jónassonar eftir Indriða G. Þorsteinsson. Stfísnilld Indriða nýtur sín hér vel, en meira þykir mér þó um vert, að honum hefur tekist að draga upp rétta mynd af persónu Hermanns, án þess oflofs sem oft vill einkenna slíkar sögur. Lesendumir fá hér glögga mynd af einum fremsta stjómmálamanni íslendinga á þessari öld. Það er skemmtileg tilviljun að fyrir tæpum aldarfjórðungi ritaði ég í bók mína Sókn og sigra frá- sögn af fundum Hermanns og Magnúsar Guðmundssonar í Skagafirði 1934 og var það lesið yf- ir af Hermanni og leiðrétt að svo miklu leyti sem þurfa þótti. í þeirri frásögn er m.a. að finna þessa frá- sögn af fundum á Sauðárkróki: „Skagfirðingar fylgdust með þess- um fundum af miklum áhuga og áttu oft skemmtileg innskot. Þegar Magnús sagði, að Hermann hefði laumast í reyknum úr bardagan- um 9. nóvember 1932, greip einn fundarmanna fram í: „Magnús lík- ir Hermanni við Kára. Það er vel til fundið." Þeir, sem hafa sagt Indriða af fundinum, sleppa frásögn af þessu, en mig minnir að Hermann væri einna ánægðastur með hana. Sýn- ir það ef til vill að á síðasta aldar- fjórðungi hefur Kári farið að gleymast og því hefur þetta inn- skot þótt minna sögulegt. En Her- manni fannst það eftirminnilegt, enda tel ég að Kári hafi verið sá fornmaður, sem hann vildi hvað helst líkjast. Kári var einna vígfimastur nor- rænna manna á sínum tíma. Hann kunni manna síst að varast spjóta- lög andstæðinga sinna og að svara þeim með banahöggi, að því er Njála segir. Hermann tamdi sér það ungur að læra á keppinauta sína, ef svo mætti segja, bæði hvaða brögð þeirra væru hættu- Iegust og mest þyrfti að varast og hvaða brögð þeir kynnu best að varast. Hann hafði yndi af því, þeg- ar hann var hættur að glíma, að lýsa því fyrir yngri mönnum, hvernig honum hefði heppnast við sókn og vörn í kappglímu og sýna þannig fram á að kraftur og fimi skiptu ekki öllu máli, heldur þyrfti einnig að þekkja andstæðinginn og kunna á hann. Indriði lætur að því liggja, að Hermann hafi hætt að glíma vegna þess að hann fékk ekki verðlaunin í Konungsglímunni 1922. Vel má vera að það sé rétt, en hann hafði ekki verið látinn vita af því að um fegurðarglímu en ekki kappglímu væri að ræða. Sunnanmönnum, sem stjórnuðu glímunni, var alltaf heldur lítið um aðkomumenn. Guðmundur Kr. Guðmundsson, sem fékk fegurðarverðlaunin, var á þeim tíma glæsilegasti og drengi- legasti glímumaður sunnan- manna. Þeir Hermann og Guð- mundur Kr. urðu góðir vinir og sfðar flokksbræður. En Kári Sölmundarson var fræg- ur fyrir fleira en vígfími sína. Brennu-FIosi lýsir honum svo: „Fám mönnum er Kári líkur, og þann veg vildi ég helst skapfarinn vera sem hann er.“ Lýsing Indriða á Hermanni sýnir glöggt að hann hefur ekki síður þjálfað skap sitt en líkama. Ég minnist í því sambandi ummæla Guðmundar f. Guðmundssonar er hann lét falla nokkru fyrir andlát sitt, þegar ég spurði hann hvernig honum hefði fallið við Hermann, en þeir áttu saman sæti í ríkis- stjórn. Ummæli hans voru eitt- hvað á þessa leið: „Hermann var réttsýnn og sann- gjarn og mann orðheldnastur, en krafðist þess líka af öðrum. Ég mat Hermann mikils og svo hygg ég að verið hafi um flesta eða alla, sem kynntust honum og unnu með honum.“ Kári átti þáð fimi sinni og skjót- leika að þakka, að hann komst einn undan úr Njálsbrennu, en eftir það hefndi hann félaga sinna jafnt inn- anlands og utan. Hann vildi engin fégjöld taka fyrir Þórð son sinn, sem lést í brennunni, og gat því haldið hefndum áfram þótt aðrir væru fébættir. Kári hélt áfram að eltast við brennumenn þangað til að þeir Flosi og Kári höfðu lokið suðurgöngu til Rómar, sem þeir fóru hvor í sínu lagi. Flosi bauð þá Kára til sín og gaf honum nokkru síðar bróðurdóttur sína, Hildi- gunni Starkaðardóttur, sem var ekkja Höskulds Hvítanesgoða, sem þeir Njálssynir höfðu vegið að ósekju. Hildigunnur hafði hvatt til þess, að hefndum yrði komið fram á Njálssonum og þannig orðið völd brennunnar. Þau Kári og Hildi- gunnur eignuðust þrjá syni og hét einn FIosi. Á þeirri frásögn lýkur Njálssögu og mun það álit fleiri en okkar Matthíasar Johannessens að enginn annar en Sturla Þórðarson hefði getað valið Njálu svo skáldleg sögulok. Meðal þess, sem ég þóttist finna í löngum kynnum við Hermann, var það, að hann fann á sér ókomna at- burði. Ég minnist þess t.d. frá þeim tíma er Steingrímur sonur hans var við nám erlendis, að í hvert skipti, sem hann fékk bréf frá honum, hringdi hann til mín og las fyrir mig langan kafla úr bréf- inu. Af þessu fann ég, að Hermann vissi, að framtíð sonar hans yrði önnur og meiri en hann var að búa sig undir með námi sínu, þótt raf- magnsverkfræðin hafi þar orðið honum á margan hátt gott vega- nesti. Við ítarlega frásögn Indriða af kosningabaráttunni í Strandasýslu þykir mér rétt að bæta örstuttum þætti Kristjáns Guðlaugssonar, sem íhaldsmenn í Strandasýslu höfðu valið til framboðs. Eftir að framboð hans var ráðið, létu for- ingjar íhaldsflokksins í ljós við hann, að hann ætti ekki að reyna að ná atkvæðum af Tryggva, sem hefði þó afþakkað slíkan stuðning. Kristján var ungur og mikill bar- áttumaður og hafði fyrirmæli for- ingja sinna að engu, heldur safnaði liði af miklu kappi. Á fundum veitt- ist hann mest að Tryggva, því hann leit á TVyggva sem aðalkeppinaut- inn en gætti þess ekki fyrr en of seint, að straumurinn lá til Her- manns. Ég kynntist Kristjáni ekki fyrr en síðar, en fann þá, að hann áleit Hermann hafa sótt kosninga- baráttuna með miklum hyggind- um. Hann deildi ekki nema lítil- lega á Tryggva persónulega og hélt því fram að Framsóknarflokkurinn ætti enga samleið með Sjálfstæðis- flokknum. Tryggvi varðist einnig klókindalega og sagði að góðir bar- dagamenn byrjuðu ekki orustu með því að höggva af sér aðra höndina, en það gerði Framsókn- arflokkurinn með því að hafna al- veg samvinnu við Sjálfstæðisflokk- inn. En þessi rök áttu ekki hljóm- grunn hjá yngra fólki þá. Fyrir kosningarnar 1937 hafði Gísli Guðmundsson fundið svar við Hermann Jónasson. þessari röksemd og sagði það reglu Framsóknarflokksins að vinna eft- ir málefnum. Kristján fékk 143 atkvæði eða nær 100 atkvæðum fleira en Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 1931, en 1933 hafði TYyggvi verið sjálfkjör- inn. Tryggvi fékk aðeins 12 at- kvæðum fleiri en Kristján, en Her- mann fékk 359 og sigraði því með yfirburðum næstum öllum á óvart. Þó hafði Ólafur Thors skorað hann á fund á Hólmavík og reynt að stöðva strauminn til Hermanns, en árangurslaust. Það var ljóst á fundum að TVyggvi gekk ekki heill til skógar. Hann hafði farið í langt kosningaferðalag sumarið 1926 og komið í flest kjördæmi landsins og haldið víða stóra fundi, m.a. hinn fræga Sveinsstaðafund. Ferðin stóð í 6 vikur og var nær eingöngu farið á hestum, víða farið yfir stórfljót og erfiða fjallvegi. Eftir ferðina lagðist Tryggvi og var veikur lengi. Eftir kosningaferðalag í Strandasýslu 1927 lagðist hann enn og lá lengi. Leit út um tíma að honum myndi ekki takast að mynda stjórn Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins og vildu sumir þingmenn að Jónas Jónsson myndaði stjórnina í staðinn, en hann harðneitaði. Svo fór að Tryggvi komst á fætur og var sæmilega hress næstu árin. Eftir þingrofið 1931 veiktist hann aftur og bættu æsingarnar sem því fylgdu ekki úr skák. Veikindi hans ágerðust það mikið að hann baðst lausnar fyrir stjórnina sumarið 1932. Hann hafði ekki náð sér fyrir kosningarnar í Strandasýslu 1934. Hann sagði við Hermann nokkru eftir kosningarnar, þegar þeir ræddust við í vinsemd: „Það er ekki víst það hefði farið svona ef ég hefði ekki haft gat á maganum." Hermann Jónasson hófst ungur til valda á skömmum tíma, án þess að sækjast eftir því. Hann átti ekki von á því, að Jónas Jónsson myndi draga sig nær óvænt í hlé vegna andúðar jafnaðarmanna og benda á Hermann sem arftaka sinn. Réð þar sennilega mest, að Vilmundur Jónsson hafði rætt við Jónas dag- inn áður og lagt til, að þeir drægju sig báðir í hlé, því að þeim myndi vegna illa í stjórn, sem ætti líf sitt undir helsta andstæðingi Jónasar, Ásgeiri Ásgeirssyni, en ekki var vit- að þá um afstöðu Magnúsar Torfa- sonar sem gerði stuðning Ásgeirs óþarfan. Tillögu Jónasar um Her- mann var strax vel tekið í þing- flokknum og réð þar vafalaust mestu, að hann þótti hafa reynst vel sem lögreglustjóri, og einkum þótti hann sýna bæði festu og gætni í þeim átökum, sem fylgdu fundinum 9. nóvember. Þá vildi Ólafur Thors sem dómsmálaráð- herra beita varalögreglu, en Her- mann neitaði sem lögreglustjóri. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem þá hét foringjaráð að erlendri fyrirmynd, krafðist þess þá að Hermann yrði rekinn, en Ólafur sýndi þá gætni að hafa þá kröfu að engu. Hermann óx mjög af þessum afskiptum og þótti sýna að hann væri traust leiðtogaefni. Á þessum tíma var góð samvinna milli Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins og tókst þá vinátta milli Hermanns og Finnboga Rúts, sem síðar átti eftir að hafa mikií áhrif á íslenska sögu. í ritdómum um bók Indriða hafa fjölmiðlamenn grafið upp gamla sögu eftir Arnór Sigurjónsson þess efnis, að Hermann hafi sagt hon- um að hann hafi skotið kolluna. Þegar sagan kom fyrst fram trúði henni enginn sem hafði fylgst með kollumálinu á sínum tíma og þekkti Hermann. Saga Arnórs hlýtur að vera sprottin af einhverj- um misskilningi, sem erfitt er að dæma um nú, hvernig orðið hafi til. Hins vegar er upprifjun hennar nú gott dæmi um atferli fjölmiðla- manna, sem eru tilbúnir að trúa öllu, hversu öfgafullt og rangsnúið sem það er, ef hægt er að láta það þjóna einhverjum tilgangi. wm FRIMERKI íslensk f rímerki Þrítugasta og fimmta.útgáfa bók- arinnar „fslensk frímerki" er kom- in út á forlagi ísafoldarprent- smiðju. Höfundur bókarinnar er Sigurður H. Þorsteinsson skóla- stjóri, sem jafnframt átti sextugs- afmæli á árinu, svo eiginlega er þetta tvöföld afmælisútgáfa. Að þessu sinni er bókin 120 blað- síður og í henni eru skráð öll út- gefin íslensk frímerki og verðlögð, frá upphafi frímerkjaútgáfu í land- inu. Þá eru einnig skráðir sér- stimplar, hliðarstimplar, árssett og gjafamöppur. Auk þess er í bókinni ritskrá yfir allar þær frímerkja.- fræðilegar greinar, sem birst hafa f bókinni á liðnum árum. Þá er enn- fremur í bókinni ritskrá yfir helstu greinar og bækur er höfundurinn hefir skrifað um íslensk frímerki. í formála bókarinnar segir m.a.: „Þegar undirbúningur minn að þessari útgáfu verðlistans hófst, gerði ég mér ljóst að langt var síð- an að jafn mikil verðhækkun hafði orðið á íslenskum frímerkjum. Þetta eru að því leyti sérstök gleði- tíðindi, að hér er um raunhæfa verðhækkun að ræða, langt um- fram það sem er almenn verð- hækkun á öðrum innlendum markaði. Þar með má telja lokið þeim öldudal, sem verð íslenskra frímerkja hefir verið í undanfarin tólf ár. Þó skal engu spáð um hvort jafn ör hækkun verður á næstu ár- um.“ Eins og undanfarin ár eru allar myndir frímerkjanna í lit, sem ger- ir bókina mun aðgengilegri og skemmtilegri að vinna með. Bókinni hefir verið dreift í frí- merkjaverslanir og bókabúðir, auk þess sem má panta hana beint frá ísafoldarprentsmiðju, sem hefir verið útgefandi bókarinnar frá upphafi. ÖIl sígild merki hafa hækkað að mun í þessari útgáfu, en einnig mörg merki úr lýðveldinu, eins og t.d. Evrópuútgáfur. Þá hafa einnig þjónustufrímerkin hækkað nokk- uð. Einstök merki jafnvel marg- faldast í verði. Við endurskoðun verðlagningarinnar hefir verið stuðst við verð sem íslensk frí- merki hafa selst fyrir á erlendum frímerkjauppboðum, að því er varðar sígildu merkin frá 1873 til lýðveldistímans. Safnarar munu hafa beðið með nokkurri óþreyju eftir að þessi út- gáfa bókarinnar staðfesti verð- breytingar þær er átt hafa sér stað á íslenskum frímerkjum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.