Tíminn - 04.01.1991, Side 8

Tíminn - 04.01.1991, Side 8
Föstudagur 4. janúar 1991 Föstudagur 4. janúar 1991 Tíminn 9 Nýja árið byrjar með miklum látum í veðrinu. Truflanir hafa orðið á rafmagni, síma, útvarpi og samgöngum á lofti og landi: URLAND VAR MEIRA MINNA RAFMAGNSLAUST Mjög slæmt veður hefur verið á norð- anverðu og vestanverðu landinu und- anfarna tvo daga. Rafmagnslaust hefur verið mjög víða á Norðurlandi og er tal- ið að mörg hundruð rafmagnsstaurar hafi brotnað í gær og fyrradag. Truflan- ir hafa orðið á símasambandi og út- sendingar útvarps duttu út um tíma. Umtalsvert tjón varð af völdum veðu- rofsans á húsum og bílum, en telja má víst að mest tjón hafi orðið á rafmagns- línum, þó að erfitt sé að meta það á þessu stigi. Samgöngur hafa gengið illa og nú bíða milli 1800-1900 manns eftir flugi innanlands. Vegfarendur hafa átt í miklum erfiðleikum og í nokkrum til- fellum mátti litlu muna að illa færi. Ekki er vitað til að nokkur hafi meiðst í veðurofsanum. Djúp kyrrstæð lægð við landið Veðrinu olli mjög víðáttumikil 948 millibara kyrrstæð lægð. Vindhraði varð mjög mikill víða á landinu, sér- staklega norðanlands. 10-12 vindstig mældust á Gufuskálum á Snæfellsnesi, víða á Vestfjörðum, á Sauðanesi og á Hrauni á Skaga fyrir norðan. Einnig var mjög hvasst í innsveitum á Suðurlandi. Hægast var veður á Suðausturlandi. Veðrinu fylgdi lítil úrkoma, en þó var slydda á stöku stað. I gær var spáð að draga myndi úr vind- hraða í nótt sem leið, en spáð var að áfram yrði hvasst á Norðurlandi og Vestfjörðum og að öllum líkindum einnig á Snæfellsnesi. Þessi spá nær fram yfir næstu helgi. Nú er að myndast sterk hæð yfir Grænlandi og þess vegna eru horfur á að á næstu dögum verði áfram hvasst á Norðurlandi. í tilefni af þeim óhöppum og vandræð- um, sem fólk hefur lent í síðustu tvo daga, er ekki óeðlilegt að spyrja veður- fræðing að því hvort þetta veður hafi komið fólki á óvart. Ásdís Auðunsdóttir veðurfræðingur sagði það ekki eiga að vera. Veðurfræðingar hefðu spáð mjög hvössu veðri og sú spá hafi gengið eftir. Svo virðist sem veturinn komi sumum alltaf á óvart. Á þessum árstíma er allra veðra von og fólk verður að haga ferð- um sínum í samræmi við það og alls ekki að leggja út í neina tvísýnu nema taka mið af veðurspá. Rafmagnslínur stór- skemmdar víða á Norðurlandi Óveðrið hefur valdið mjög umfangs- miklum skemmdum á rafmagnslínum víða á Norðurlandi. Mjög miklar skemmdir urðu í fyrrinótt, en í gær brotnuðu einnig margir staurar og lín- ur slitnuðu vegna ísingar. Nær raf- magnslaust var í allan gærdag á Húsa- vík og nágrenni. Vararafstöð var keyrð, en rafmagn frá henni dugði ekki fyrir allan bæinn og þess vegna varð að skammta rafmagn. Rafmagnsleysinu olli bilun á rafmagnslínu frá Laxárvirkj- un. Miklar skemmdir urðu einnig á sveitalínum í nágrenni Húsavíkur og í Þingeyjarsýslu. Ekki var ljóst þegar síð- ast fréttist hvenær viðgerð lyki, en um mjög umfangsmikla viðgerð er að ræða. Norðlendingar fengu í gær aðstoð frá viðgerðarmönnum úr Borgarfirði og af Suðuríandi. Aðstæður til viðgerðar voru mjög slæmar, hvassviðri og bleyta. Á sumum svæðum gátu viðgerðarmenn lítið annað gert en að reyna að varna frekari skemmdum á rafmagnslínum. Rafmagnslaust var víða á vestanverðu Norðurlandi og var áætlað um miðjan dag í gær að þegar væru um 200 staur- ar brotnir. Svokölluð Fellslína varð fyr- ir miklum skemmdum og segja má að línan hafi legið meira og minna á jörð- inni eftir óveðrið í fyrrinótt. Margir raf- magnsstaurar brotnuðu í nágrenni við Skagaströnd. Mikið rafmagnsleysi var á sveitabæjum í nágrenni Sauðárkróks og Hofsóss. Sömu sögu er að segja frá Eyjafirði. Starfsmenn rafveitna á Norð- urlandi vöruðu vegfarendur í gær við Eftir Egil Ólafsson hættulegum raflínum. Raflínur voru sumar hverjar svo sligaðar af ísingu að hætta var talin á að bílar rækjust í þær. Einnig geta slitnar raflínur verið hættulegar. Rafmagnslínan frá Mjólkárvirkjun slitnaði í illviðrinu í fyrradag, en línan er aðalflutningslína frá virkjuninni til norðanverðra Vestfjarða. Ekki kom þó til rafmagnsleysis vegna þess að díselr- afstöðvar voru keyrðar. Vestfirðingar urðu því ekki fyrir óþægindum vegna þessa. Viðgerðaflokkur fór af stað með varðskipi í fyrradag, en var ekki búinn að finna bilunina þegar síðast fréttist. Línan, sem eru um 60 km Iöng, liggur yfir Flatfjöll milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar. Þar geisaði stórhríð í allan gær- dag og þess vegna áttu viðgerðarmenn óhægt um vik. Slæmt veður var einnig í byggð á Vestfjörðum og fór vindhraði upp í 10-11 vindstig í verstu hviðunum. Bilun varð á rafmagnslínum í Reyk- hólasveit og varð nokkurt rafmagns- Ieysi þar af þeim sökum. Símasambandslaust við Húnavatnssýslur Ljósleiðari milli Sauðárkróks og Blönduóss bilaði í gær. Símasambands- laust varð við Blönduós, Hvammstanga, Laugabakka, Hólmavík og Skagaströnd, en fólk á svæðinu gat talað innan svæð- isins. Segja má að báðar Húnavatns- sýslur hafi verið nær símasambands- lausar við aðra landshluta. Þá gat verið erfitt að ná símasambandi við Norður- land, þar sem margar línur voru óvirk- ar og einnig voru truflanir innan hér- aðsins. Truflanir urðu á útvarpssend- ingum fyrir norðan um tíma. Á Norður- Iandi eru engir viðgerðarflokkar sem geta gert við ljósleiðara og þess vegna verður að fá viðgerðarmenn frá Reykja- vík þegar ljósleiðari bilar. Þar sem allt flug lá niðri í gær, komust viðgerðar- menn ekki norður og því var ekki unnt að gera við í gær. Ekki var vitað hvað olli biluninni þegar síðast fréttist og ekki var búið að staðsetja hana. Þakplötur fuku Á Blönduósi var hið versta veður eins og víðar á Norðurlandi. í fyrradag fuku allmargar járnplötur af húsum á staðn- um og ollu tjóni. í fyrrinótt fauk hluti af þaki Grunnskóla Blönduóss. Bílar fuku til og skemmdust. Þá brotnuðu rúður í bílum og húsum. Svipaða sögu er raunar að segja frá Hvammstanga og af bæjum í Húnavatnssýslum. Ljóst er að tjón skiptir milljónum. Veður var afar slæmt á Akureyri, en þar varð þó ekki stórkostlegt tjón á eignum. Járnplötur fuku af einu húsi og neyddust íbúar til að yfirgefa það. Björgunarsveit var kölluð út á Akureyri um miðnætti í gær, þegar óttast var um mann. Hann reyndist vera kominn til byggða. Björgunarsveitarmenn á Húsa- vík voru kallaðar út í fyrrinótt til að varna foki. Þar náðu þakplötur að fjúka og a.m.k. þrjár rúður brotnuðu. Ófært um vegi vegna hvassviðris og hálku Færð um vegi landsins var slæm víða á landinu. í fæstum tilfellum olli snjór teljandi vandræðum, nema á fjallveg- um. Mikill vindur og hálka gerðu veg- farendum erfitt um vik að komast leið- ar sinnar. Víða var skyggni einnig ákaf- lega slæmt. Þeir sem voru á ferðinni fengu margir hverjir að kynnast því. Bíll fauk út af vegi og valt nokkrar velt- ur á utanverðu Snæfellsnesi í fyrrinótt. Þrír menn voru í bílnum og áttu þeir slæma vist, þar sem þeir voru ekki nægilega vel búnir og veður snarvit- laust. Þeir biðu nær sex tíma eftir hjálp, en komu til Hellissands snemma í gær- morgun. Ökumenn lentu víðar á land- inu í erfiðleikum og þurftu sumir á hjálp að halda. Alls staðar var það mik- il, hvöss biindhríð og hálka sem vand- ræðunum olli. Á háflóðinu í gærmorgun flæddi yfir sjóvarnargarð bak við frystihúsið Brynjólf hf. í Njarðvík. Grjót gekk langt upp á land og sjórinn braut upp hurðir í frystihúsinu og flæddi mikið vatn inn. Um tíma var vatnshæðin í húsinu um hálfúr metri. Ekki er gott að gera sér grein fyrir því tjóni sem þarna varð, en menn telja þó að það sé minna en á horfðist í fyrstu. Ekkert flogið frá Akureyri og Vestfjörðum á árinu Innanlandsflug hefur gengið mjög illa það sem af er þessu ári. Ekkert hefur t.d. tekist að fljúga til Akureyrar og Vestfjarða á þessu ári. Á Akureyri bíða nú yfir 700 manns eftir flugi suður og um 300 bíða fyrir sunnan. Margt af því fólki sem bíður á Akureyri er námsfólk sem átti bókað flug til útlanda. Einstak- lingar hafa því orðið fyrir verulegum óþægindum vegna þessa. Það var ekki bara að ekki væri hægt að lenda á flug- völlum fyrir norðan og vestan, ókyrrð og ísing var líka mikil í loft. Samtals um 1600 manns biðu eftir flugi hjá Flugleiðum í gær og um 250 hjá Arnar- flugi. Flugfélag Norðurlands hefur ekki hreyft flugvél á nýja árinu. í gær fóru Flugleiðir sjö ferðir til Egilsstaða, tvær til Hornafjarðar og þrjár til Vestmanna- eyja. Millilandaflug hefur gengið eðli- lega fyrir sig. Sexmenningamir á Fljóts- dalsheiði komnir til byggða Sexmenningamir, sem leitað var að á Fljótsdalsheiði, fundust heilir á húfi um klukkan tvö í fyrrinótt við Lauga- fell. Nfu leitarmenn börðust áfram í snarvitlausu veðri í um 14 tíma áður en þeir fundu fólkið. Fólkið hafði verið í bílum sínum tveimur í á annan sólar- hring þegar það fannst. Ekkert amaði að því. Það beið í heitum bflunum eftir að hjálp bærist. Talstöð sem var í öðr- um bílnum bilaði og gátu sexmenning- arnir ekki gert vart við sig, en heyrðu um leitina í útvarpi. Það var fyrst og fremst vegna veðurofsans sem fólkið neyddist til að halda kyrru fyrir. Skyggni var nánast ekkert og fólkið ótt- aðist að lenda út af veginum ef það héldi áfram. Leitarmönnum gekk mjög illa að finna bílana. Sexmenningarnir heyrðu í snjóbílunum um nóttina og sendu upp neyðarblys til að gera vart við sig. Sortinn var það mikill að leitar- menn sáu ekki blysin fyrr en eitt þeirra lenti fyrir tilviljun á öðrum snjóbíln- um. Veður lagaðist lítillega þegar leið á nóttina og leitarmönnum og fólkinu gekk sæmilega að komast til byggða. Þangað var komið um kl. sjö í gær- morgun. Skilja varð annan bílinn eftir á heiðinni. Það var iíka hvasst í Reykjavík, þó að vart sé hægt að bera það saman við óveðrið á Norðurlandi. Tæplega tíu tonna trilla, Völusteinn NK 100, sökk í Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Talið er að gat hafi komið á bátinn þegar hann barð- ist upp við bryggjuna, en á háflóðinu barst báturinn nánast upp á bryggjuna. Tímamynd: Pjetur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.